Haukur - 30.05.1900, Blaðsíða 9
III. 4—6.
HAUKUR.
21
Saint Alba gat el^ki varizt bálfgerðum hrolli, og
andlit hans varð enn þá, gulara, en það hafði verið.
En hann náði sjer fljótJega aftur, og varð stilltur og
rólegur, eins og ekkert væri um að vera.
»Hafið þjer skipun til að taka mig fastan?« spurði
hann og glotti hæðnislega. »Ef þetta er sagt í gamni,
þá verð jeg að segja, að það er vægast sagt grátt
gaman, og þjer megið reiða yður á það, að jeg læt
yður ekki hafa mig fyrir leiksopp«.
»Það sje fjarri mjer, að gera að gamni mínu«,
svaraði Brusel, — því að þetta var hann —. »Hjerna
er sem sagt varðhaldsúrskurðurinn, og þjer getið
sjálfur gengið úr skugga um það, hvort hann muni
vera falsaður. Annars verð jeg að biðja yður að hafa
gát á því, hvað þjer segið, því að það verður allt
bókað og notað i málinu gegn yður. Herra yflrlög-
regluþjónn, þjer gerið svo vel, að gera skyldu yðar,
ef þess gerist þörf!«
Yflrlögregluþjónninn gaf sig fram, og nam staðar
beint frammi fyrir Saint Alba. Saint Alba kipptist
við, varð náfölur í framan og tautaði í hálfum
hljóðum:
»Power læknir«.
En einnig nú var hann fljótur að ná sjer aftur^
og mælti:
»Mjer er ómögulegt að botaa í því, hvað þetta á
að þýða. Viljið þjer ekki gera svo vel, læknir góð-
ur, að segja ,mjer hvernig í þessu liggur?«
»Jeg er ekki læknir lengur. Jeg er yflrmaður í
lögregluliðinu á Jörfa«.
»Nú og þjer segizt vera kominn til að taka mig
fastan, vegna þess að jeg sje grunaður um —- hvað
var það nú aftur, sem þjer sögðuð?« mælti Saint
Alba, og sneri sjer að Brusel.
»Grunaður um, að hafa myrt kvennmann, er
hjet Madeleine Faure, nóttina milli þess 24. og
25. þ. m«.
»Þakka yður fyrir. Það er svo gaman, að vita
falla grein á hverju sem er. Og þjer, læknir, lög-
regluþjónn, eða hvað þjer nú eruð, hvað hafið þjer í
hyggju að gera við mig?«
Saint Alba tók þessum boðskap með slíkri rósemi
og tiiflnningarleysi, að Brusel fór að verða hálf-óþolin-
móður.
»Við verðum að biðja yður að koma með okkur
á lögreglustöðvamar. Vagninn bíður hjer fyrir utan
dyrnar, og þjer viljið sjálfsagt helzt, að þetta gangi
allt svo fljótt og friðsamlega, sem hægt er«.
»Þjer þurfið alls ekki að taka neitt tillit til þess,
hvað- jeg vil«, mælti Saint Alba með fyrirlitningar-
svip, »því að jeg er mjög hræddur um, að þið sjeuð
ver komnir, að þvi er þetta mál snertir, heldur en
jeg. En með því að varðhaldsúrskurðurinn virðist
Vera i góðri reglu, ætla jeg auðvitað að hlýða lögun-
ám, og fara með ykkur. Viljið þið ekki senda eftir
yfirhöfninni minni og hattinum mínum? Jeg ímynda
tnjer, að þið haflð ekkert á móti því, að jeg skrifl
honunni minni nokkur orð um þetta æfintýri okkar«.
Þjónn var þegar sendur eftir yfirhöfn og hatti
Saint Albas.
»Jeg ímynda mjer«, mælti Saint Alba, og sneri
®jer að Robert Power, »að jeg eigi þessa vingjarnlegu
heimsókn yður að þakka. Það er leiðinlegt, að at-
v'k, sem engan veginn getur haft þægilegar afleið-
ingar fyrir yður, skyldi verða til þess, að endurnýja
kunningsskap okkar«.
Power svaraði engu. Honum blátt áfram. ofbauð
þessi dæmalausa geðstjórn og stilling. Ep þeir Brusel
og hann höfðu ekki heldur langan tíma til íhugunar,
því að nú kom kvennmaður hlaupandi og fleygði
sjer i fangið á Saint Alba. Það var ljoshærð kona,
föl í andliti, og leit út fyrir að vera rúmlega þrítug.
Hún faðmaði Saint Alba að sjer og mælti kjökrandi:
»Charles! Charles! Hvað gengur á?«
Power varð svo forviða, er hann sá hana, að
hann gat ekki varizt þess að segja hálf-hátt:
»Frú Galló!«
»Þarna sjerðu, góða mín«, mælti Saint Alba, »gaml-
an vin okkar og kunningja, Power læknir — jeg bið
afsökunar — lögregluþjón átti jeg að segja«.
Þegar konan heyrði nafn Powers, leit hún á
hann, og fjell t sömu svifum í ómegin.
Saint Alba ljet sem ekkert væri, ogmælti: »Þetta
grunaði mig. Þetta var ágætt. Nú raknar hún ekki
við aftur, tyr en jeg er búinn að sanna sakleysi mitt,
og er kominn heim aftur.«
Honum skjátlaðist samt sem áður í þessu, því
að Power gleymdi nú allt í einu öllu öðru en því,
að hjer var sjúklingur, sem þurfti á læknishjálp að
halda.
En Saint Alba bandaði honum frá og mælti:
»Jeg leyfi ekki neinum, að snerta á konunni minni.
Jeg hjúkra henni sjálfur. Svona, Mary«, mælti hann
og hóf konu sína á loft, »vertu nú ekki óskynsöm,
vertu staðföst«. Svo hristi hann hana, og hvíslaði
einhverju í eyrað á henni. Lögreglumennirnir heyrðu
ekki, hvað það var, en það hafði einhver kynja-
áhrif á konuna, því að hún ópnaði allt í einu aug-
un og fjekk þegar fulla meðvitund aftur.
»Frú Saint Alba heflr nú náð sjer aftur«, mælti
maðurinn hennar. »Farðu nú upp á herbergið þitt,
góða mín, og kærðu þig ekkert um þetta. Svona,
hálsar góðir. Nú er jeg tilbúinn. Nú skulum við
halda af stað«.
Nú var ekki annað eftir, en að stiga upp í vagn-
inn og aka til lögreglustöðvanua. Hver sá, sem hefði
getað virt þá Brúsél og Robert Power fyrir sjer, og
borið þá saman við Sáint Alba, hefði hæglega getað
ímyndað sjer, að það væri hann, sem væri að fara
með þá í varðhaldið, þótt hið gagnstæða ætti sjer
hjer stað. (Meira.)‘
Fljótandi loft.
Eitt af nýjustu undrum vísindanna.
— «:»—
Þess hefir verið getið í blöðunum, að útlendum
vísindamönnum hefði hepnazt; að breyta lofti í lög,
en jeg man ekki eftir því, að jeg hafi neinstaðar sjeð
þess getið, hverja verklega þýðingu þessi uppgötvun
getur haít. »Haukur« mun smám saman skýra frá
ýmsu þess konar, en til þess að byrja á byrjuninni
skal hjer farið nokkrum orðum um uppgötvun þessa
og hinar fyrstu tilraunir, sem gerðar voru, og er það
að mestu tekið eftir »Kringsjaa«.
Um langan tíma höfðu þeir, Englendingurinn
Dewar og Pólverjinn Olszewski, þreytt við það
hvor í sínu lagi, að reyna að þjetta hinar svo nefndu
»stöðugu« eða »permanentu« lofttegundir, og smám
saman færðust þeir nær og nær.takmarkinu, að breyta
öllum lofttegundum í lög.
Þessu takmarki er nú fyrir nokkru náð.
Nú er engin sú lofttegund til, að ekki megi