Haukur - 01.02.1901, Blaðsíða 5

Haukur - 01.02.1901, Blaðsíða 5
KONONGUR LBl'NIIiÖOREGLUMANNANNA. fyrirtaks laglcgt stúlku uidlit, og i.kaílega mikið, ljós- leitt og hrokkið li.tr, i’lveg sams konar h;ir, cins og verið hafði á höfði því, er fannst í íljótinu við New York. Brandon grunaði þegar, hvernig öllu væri háttað. Hann þóttist vita, að þetta myndi-vera Aletta Gregory, — höfuðlausa stúlkan, sem menn hjeldu að hefði verið jörðuð þarna í kirkjugarðinum, og nú ha.fði verið grafin upp, samkvæmt beiðni hans, og flutt í líkhúsið. „Þjer heitið Aletta Gregory, eða er ekki svo?" spurði hann. „Hvað kemur yður það við, hvað jeg heiti?“ svaraði stúlkan. Hún hafði engan grun um það, hversu áiáðandi það var fyrir Brandon, að fá vitneskju um þetta. Ef Aletta Gregory var á lífi, þá var eng- inn vafl á því, að það var Renie Ruthendale, sem hafði verið myrt. „Það er bezt fyrir yður að koma með mjer“, mælti Brandon. ,,Hún systir yðar bíður eftir yður hjerna fyrir utan kirkjugarðinn“. „Jeg kæri mig ekkert um að sjá systur mína. Farið burt, og látið mig vera eina“. Leynilögreglumanninum datt allt í einu nokkuð í hug. Hann hafði sjeð og lieyrt svo rnargt um dag- ana, og orðið áskynja um svo rnarga furðulega við- burði, að hann var ætið við öllu búinn. Hann horfði vingjarnlegum augum á stúlkuna, og virti hana fyrir sjer. Tók hann þá eftir því, að augnaráð hennar var einkennilega reiðulegt og flótta- legt, eins og í manni, sem tekið hefir einhverja ótta- lega ákvörðun, og vill framkvæma hana sem ailra fyrst. „Þjer verðið að koma með mjer hjeðan. Þetta er ekki staður fyrir yður“, mælti hann einbeittur. Leynilögreglumaðurinn ætlaði að þrífa í hand- legginn á henni, en þá dró hún allt í einu skamm- byssu upp úr vasa sinum, og miðaði henni á enni hans. En Brandon var ekki seinn á sjer, að grípa um byssuna, og rífa hana úr hendi hennar. Svo tók hann stúlkuna í fang sjer, og bar hana af stað. „Sleppið mjer, sieppið mjer! Yægð, vægð!“ æpti stúlkan, og brauzt um á hæl og hnakka. 12. kapituli. Angistaróp gall við skainmt frá þeim inni í kirkjugarðinum. Þegar stúlkan heyrði það, varð hún róleg, og hætti að brjótast um. „Ó, vægið mjer, sleppið mjer!“ bað hún með lágri röddu. „Ó, þessi rödd — jeg þekkti hana“. í þessum svifum kom frú Bonnel að þeim, náföl og skjálfandi af hræðslu. Hún starði forviða á stúlku þá, sem Brandon bar í fanginu. „Er það mannleg vera með holdi og blóði, sem þjer haflð náð í?“ kallaði hún til leynilögreglumanns- ins, og þegar hann hafði játað því, æpti hún: „Guð minn góður hjálpi mjer, það er hún systir mín! — Höfuðlausa líkið úr líkhúsinu!" Það var eins og hún gæti ekki áttað sig á því, hvernig þessu væri farið, og hjeldi, að Aletta Gregory væri í raun og veru risin upp úr gröf sinni. Hún þrýsti honni að brjósti sör, og kyssti hana með ofsa- fengnum fagnaðarlátum. En svo sagði Brandon henni, að gáta höfuðlausa liksins væri enn þá óráðin, og fór hún þá að átta sig, og verða rólegti. Frú Bonnel skýrði nú systur sinni frá þvi, er við hafði borið; sagðist ómögulega hafa getað betur sjeð, en að höfuðið væri af henni, og hefði hún þess vegna látið flytja líkið til New Jersey, ogjarða það þar á sinn kostnað, og kvaðst hafa harmað hana mjög. Svo varð Aletta Gregory að segja sögu sína, og kom það þá í ljós, að æfl hennar hafði verið sann- kallaður sorgarleikur, og að við sjálft lá, að komið væri að síðasta atriði þessa hryllilega harmleiks, þeg- ar Brandon náði i hana. Eins og margar aðrar ungur stúlkur, hafði hún orðið að reyna brigðlyndi elskhuga síns. Hann hafði lofað henni öllu fögru, en svikið öll sín loforð. Hann hafði kpmið aftur sem iðrandi syndari, beðið hana fyrirgefningar, og lofað að gera hana hamingjusama, ef hún færi með sjer í fjarlægt hjerað. Hún hafði ávallt elskað hann af heilum hug, og þess vegna treyst öllum hans loforðum, þrátt fyrir allar blekkingar. Hún hafði því látið leiðast til þess, að hverfa á brott iheð honum, án vitundar ættingja sinna. Þau höfðu haldið til Fíladelfíu, en nokkrum dögum eftir að þau komu þangað, hafði unnusti hennar horfið, og ekki látið sjá sig framar. í blöðunum hafði hún lesið skýrsluna um fundna höfuðið, og sömuleiðis um það, að systir hennar, írú Bonnel, hefði þekkt höfuðið og höfuðlausa líkið, og látið flytja það til þorps þess, er hún átti heima í. Þegar henni var farið að leiðast, að bíða eftir unnusta sínum, hafði hún einsett sjer að fara til systur sinnar, og segja henni sannleikann. En þegar hún kom til New Jersey, hafði hún komizt að því, að unnusti hennar var þar, og var nú giftur stúlku þtirri, er komizt hafði upp á milli þeirra, og sá hún þá, að hann hafðiaðeins viljað koma henni undan, meðan á því stæði. Nú varð harmur hennar meiri en nokkru sinni áður; og umhugsunin um lík það, sem jarðað hafði verið sem hennar eigið lík, gerði hana auk þess undarlega þunglynda. Áður en Brandon náði í hana, hafði hún verið staðráðin í því, að fyrirfara sjer, og hafði hún ætlað að gera það þarna í kirkjugarð- inum. Þau hjeldu nú §11 áfram út að sáluhliðinu, og hafði frú Katrín beðið þar eftir þeim. Leynilögreglu- maðurinn bað frú Bonnel, að segja engum óviðkom- andi frá þvi, að systir hennar væri fundin. Brandon var nú fyllilega sannfærður um það, að höfuðlausa líkið væri lík Renie Ruthendales, og hann var einnig viss um það, að frú Katrin myndi þegar komast að þeirri niðurstöðu, að svo væri. En það sem hann óttaðist mest af öllu, var það, að þessi dular- fulla kona, sem kölluð var frú Katrín, myndi gera alvöru úr því, sem hún hafði haft á orði áður en þau fóru af stað, eða með öðrum orðum, að hún myndi verða sjálfri sjer að bana, þegar hún sæi hið hryllilega, höfuðlausa lík, og þekkti, að það væri af Renie Ruthendale. Hann kvaddi þær systurnar, og kallaði á frú Katrínu, og bað hana að koma með sjer. Svo sagði hann henni, að nú væri bezt fyrir þau að fara að afljúka erindi sínu. En áður en þau hjeldu af stað til líkhússins, fjekk hann hana loksins eftir langar

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.