Haukur - 01.01.1910, Qupperneq 1

Haukur - 01.01.1910, Qupperneq 1
H A UK U 8 HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM. <(g)- <|> <g)- <f> <g)" <g> <|)- <f> <f> <f) {gj} <f) <g> <§) <f) <|) <§) <gj) °| Hjarta-ás. Frásaga með myndum, eftir Harald Hanscn. (Framh.). »Nei, af minni ætt er enginn á lifi, nema jeg einn«. Frúin þóttist þegar geta ráðið það af augna- raði hans, og af því, hve fljótmæltur hann var, að auðvelt myndi vera, að hafa áhrif á hann. Nú var um að gera, að fá vitneskju um það, hver hann var. Hún hjelt áfram að tildra sjer til við gcstina ástúðlegu brosi, blíðu viðmóti, ljettúðlegu Slensi og gamni og gullhamraslætti, en missti þó aldrei sjónar á markmiði því, er hún ætíð hafði í huga. Og hún var ekki lengi að taka ráð sin saman. Hún vjek sjer litlu síðar að stjórnmálamanni l3eim, sem veitti henni þetta kvöld, og spurði hann: »Er Aribert de Bretton kvongaður maður?« »Þeirri spurningu á jeg bágt með að svara, uáðuga frú«. »Er það þá leyndarmál?« »Eitthvað í þá áttina. Það er sagt, að hann sJe giftur, en jeg hefi aldrei sjeð konuna hans«. »Þjer vitið þá ekki, livort hún er ung og fríð sýnum?« »Öldungis ekki. Jeg hygg samt, að hún sje °kki fríð, þvi að öðrum kosti myndi hún koma Uieð honum í samkvæmk. »Ef til vill er hún auðug?« »Jeg get því miður ekki svalað fróðleikslöngun ý^ar, náðuga frú«. »Segið heldur hreint og beint: hnýsni. Jeg kefi svo sterka löngun til þess, að hnýsast eftir kögum þessa unga manns, vegna þess að mjer v'rðist fastlega svo, sem jeg hafi sjeð hann á Rúss- landi; en þar erum við blátt áfram komin inn á SVlð hins yfirnáttúrlega, og sje nokkuð það til, sem §eti hrifið huga minn svo, að jeg fái ekki um ahnað hugsað, þá er það allt það, sem er á ein- Fvern hátt óskiljanlegt, yfirnáttúrlegt«. »Þjer eruð máske trúuð á það, náðuga frú, að sjeu svipir lifandi manna«, mælti stjórnmála- Utaðurinn brosandi. »Jeg trúi því, sem jeg sje, en efast um allt sem jeg sje ekki«. Frúin sneri nú samræðunum að öðru efni, og reif áheyrendurna þegar aftur með fyndni sinni °g kæti. Þegar samsætið var á enda, og gestirnir fóru sýna á sjer heimferðasnið, vjek frúin sjer aftur a^ Aribert og mælti: »Jeg vildi gjarnan fá að tala við yður nokkur orð í einrúmi, með því að jeg hefi einmitt komizt að því, að þjer getið lagt mjer góð ráð í máli einu mikilvægu. Jeg vonast því eftir yður klukkan 6 á morgun«. »Klukkan 6 annað kvöld?« »Nei, herra de Bretton. Það er vani minn, að nota vel tímann. Það er þess vegna klukkan 6 í fyrramálið«. »Jeg skal koma«. »Það þykir mjer vænt um að heyra........... Við sjáumst þá aftur«. Og um leið og hún sneri sjer frá honum, leit hún til lians með þessu sama ásthýra, töfrandi augnaráði, sem hún hafði heillað svo margan manninn með. Skömmu síðar hjelt hún af stað. Um leið og hún ólc af stað, mælti liún við sjálfa sig: »Þessi maður verður að aðstoða mig. Það verður auðvelt að vinna hann. Annað hvort er hann hraklega giftur og lifir í fagnaðarsnauðu hjónabandi, eða hann hefir gifzt niður fyrir sig. Hann verður að vera efsta þrepið í hamingjustiga mínum«. Það var komið fram á nótt, þegar Aribert og vinur lians hjeldu 'heimleiðis. Tunglið var komið hátt á loft, og skein í heiði yfir Parísarborg, er virtist sofa værum svefni. Strætin voru auð og að mestu leyti mannlaus. Öðru hvoru mættu þeir þó mönnum á slangri, ætíð tveim og tveim mönnum saman, er leiddust. Oftast var annað frakkneskur maður, en hitt Rússi. En það bar ekki sjaldan við, að vináttan sú var ekki annað en uppgerð, er endaði með einvigi, eða rjettara sagt morði, og á þann hátt ljet margur Rússi líf sitt. Það voru settar strangar reglur, til þess að koma í veg fyrir slíkar árásir, og bæði rússneskir og frakkneskir varðflokkar voru látnir vera á reiki um göturnar á hverri nóttu. »Nú, hvað segir þú svo um frúna?« spurði vinur Ariberts. »Hún er töfrandi fríð«. »Segðu heldur: Hún er stór-hættuleg.............. Jeg sá að hún virtist hafa sjerstakan augastað á þjer.........Varaðu þig á völvunni«. »Jeg óttast hana ekki«. VII. BINDI. Nr. 1—3.

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.