Haukur - 01.01.1910, Síða 3
H A U K U R .
Bak við hana stóð þjónninn hennar ískyggi-
legi,
sem áður er getið um.
»Hvað er klukkan?« spurði frúin.
»Rúmlega flmm, náðuga frú«.
»Hafðu þá gát á þvi, ef ungur maður, hávax-
inn með svart j'firskegg, kemur hjerna að húsinu.
^eg hefi mælt okkur mót hjer klukkan 6«.
»Jeg skal gera það, náðuga frú«.
»Þegar þú sjer til hans, skaltu gera mjer við-
vart með því að drepa tvö högg á dyrnar. Láttu
hann svo koma inn, án þess að fylgja honum.
Ef einhver annar skyldi koma, þótt það svo væri
keisarinn sjálfur, þá er jeg sofandi — þú skilur
það víst?«
Þjónninn laut henni og fór út.
Þegar klukkan í herberginu sló 6, var barið
hægt að dyrum — tvö högg. Frúin spratt upp
úr sæti sínu.
Að stundarkorni liðnu var dyrunum lokið upp,
°g ungur maður, fölleitur, með svart yfirskegg, kom
*nn í herbergið.
legubekknum, að fegurð hennar kæmi sem greini-
legast í Ijós, mælti hún:
»Orsökin til þess, að jeg hef farið |fram á það,
að hafa tal af yður, er sú, að jeg þarf að eiga
mjer tryggan vin hjerna í Parísarborg«.
»Vin?«
»Já«, svaraði frúin, og svo bætti hún við ineð
töfrandi blíðubrosi: »og þessi vinur eruð einmitt
þjer. Þegar jeg í gærkvöld kom hjer í fyrsta
skifti í 'jsamkvæmi heldri manna, fann jeg sárt til
þess, að mig vantaði vin við hlið mjer, sem jeg
mætti reiða mig á. Jeg litaðist um í salnum, leit
yfir mannfjöldann, til þess að gæta að því, hvern
jeg ætti að kjósa mjer sem riddara minn............
þá sá jeg yður. Eitthvert óskiljanlegt hugboð sagði
mjer, að þjer væruð maðurinn, sem jeg leitaðiað«.
Aribert stóð sem í leiðslu. Frúnni hafði tek-
izt að töfra hann. Og hún hjelt áfram:
»Viljið þjer taka við hendi þeirri sem jeg rjetti
yður? Viljið þjer vera einkavinur minn hjerna í
Parísarborg?«
Hann litaðist um
^ndrandi.
Frúin lá á legubekk
ljet sem hún svæfi.
Höfuðið fagra hvíldi á
nijallhvítum handleggn-
wni hennar.
Aribert nam staðar,
°g starði hrifinn á
þessa fögru sjón.
Hann þorði varla
;nð draga andann.
Hún lá grafkyr.
Hann heyrði ekki einu
s*nni, hvort hún andaði
eða ekki.
Svo leið góð stund,
'ng hann heyrði ekki
nnnað, en hengilsslátt stundaklukkunnar.
Þá vaknaði allt í einu hjá honum óttaleg til-
hugsun:
»Ef hún skyldi nú vera dáin?« mælti hann
*ágt við sjálfan sig.
Hann færði sig nær henni og laut ofan að
henni, til þess að hlusla eftir andardrættinum.
Þá vafði liún allt í einu handleggjunum um
hálsinn á honum, og þrýsti eldheitum kossi i var-
hans.
En í sömu svipan lauk hún upp augunum,
°g mælti:
»Hvað er þetta? Hvernig dirfist þjer að kyssa
ttiig, herra de Bretton?«
»Jeg bið afsökunar«, svaraði hann, »en í raun
°g veru voru þjer það sjálf, náðuga frú, sem .. .«.
»— Ormagna af því, hvað jeg fór snemma á
i^etur, valt út af í legubekknum og sofnaði, já,
það er satt«, greip hún fram í fyrir honum.
»Jeg var farinn að verða hræddur um, að
Þjer væruð dáin«, stamaði Aribert út úr sjer.
»Dáin! dáin!.........Ha, ha, ha! Nei, svo
auðvelt er það ekki, að deyja«.
Þegar hún því næst hafði hagrætt sjer svo á
»Já«.
»Jæja. Setjizt þá
hjerna við hliðina á
mjer, og lilustið á það,
hvers jeg krefst af vini
mínum«. >
Hún benti honum
að setjast við hliðinaá
sjer á legubekkinn.
»Eins og þjer vitið
ef til vill«, mælti hún
því næst, »er innileg
vinátta milli okkar Al-
exanders keisara. Hann
hefir ást á mjer, og
hefir boðið mjer að
verða drottning á Rúss-
landi. Það leiðir af
sjálfu sjer, að jeg met þetta ágæta tilboð mikils.
Mjer er það ekki láandi, því að það eru fáar kon-
ur, sem hafa verið bakbitnar og rægðar eins mikið
og jeg, og það einungis vegna þess, að jeg hefi
bæði þótt fríð og bjóða af mjer góðan þokka. En
eitt skilyrði er mjer sett, til þess að jeg geti orðið
drottning, og það er einkum þess vegna, sem jeg
þarf á góðum og dyggum vini að halda«.
Aribert heyrði naumast það, sem frúin var að
segja. Hann starði á hana frá sjer numinn, eins
og tröll á heiðrikju.
»Jeg má þá örugg reiða mig á yður, þegar
jeg þarf á einhverri aðstoð að halda?« spurði hún.
Hann kyssti á hönd hennar og svaraði:
»Jeg er að fullu og öllu yðar hlýðinn og auð-
mjúkur þræll«.
»Þakka yður fyrir..........Við sjáumst aftur!«
Aribert var orðinn svo ringlaður, að hann
vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Þó skildi hann það,
að hann myndi eiga að fara, og hjelt því af stað
heimleiðis.
Svalur morgunblærinn ljek um enni hans, og
kældi hann ofurlítið.
Þá mundi hann fyrst eftir vini sinum, er hann
»Ef hún skyldi nú vera dáin?«
0
6 —