Haukur - 01.01.1910, Side 11

Haukur - 01.01.1910, Side 11
H A U K U R . San Asinone. Ferðaminning frá Isehia eftir Yilhelm Bergsee. Með myndum. í sömu svipan var jeg kominn þangað inn. Það var hálfdimmt þarna inni, en í glætunni frá gluggasmugunni sá jeg einhverja kvenlega veru troða sjer upp í skot eitt. Jeg gekk áleiðis til hennar. Þá gall við nýtt angistaróp, og áður en jeg gat áttað mig almennilega, þaut hún fram hjá nijer í myrkrinu, ruddist út um dyrnar, og hljóp eins og fætur toguðu, berfætt og í tómri náttskyrt- unni, yfir að kapellunni. í sömu svipan komu þeir San Nicola og Francesco út úr kapellunni, og háru borð á milli sin. Kvenmaðurinn hljóp á þá í ofboðinu — velti borðinu, er þeir hjeldu á, °g í sama andartaki voru þau öll komin 1 áflog, öll komin í eina óleysanlega bendu. Karlmennirn- lr bölvuðu og rögnuðu hver í kapp við annan, og kvenmaðurinn rak upp hvern skrækinn öðrum hærri og hvellari. Allt í einu leit svo út, sem til skarar ætlaði að skríða. Francesco var staðinn upp, og hnífur hlikaði í hendi hans. En í sömu svipan fjekk hann högg í höfuðið uteð borðfæti, er San Nicola hjelt á og kunni uuðsæilega með að fara. Hann veitti honum ann- að höggið í þokkabót, °g svo var bardaginn á enda. Francesco fjelf óvígur. Kvenmaðurinn Var staðinn upp, rak llpp óttalegan skræk, hvellari og fráránlegri en nokkru sinni áður, og hljóp svo eins og fætur loguðu í sneplum þeim, sem eftir voru af skyrt- unni, ofan via mala, og var furða að hún skyldi ehki hálsbrjóta sig. Heil- agur Nicola stóð einn eftir á vígvellinum. Hann gaut til mín ógnandi augum, sveiflaði borðfætin- um yfir höfði sjer eins og kylfu, og svo tók hann hl fótanna og stökk í hendings kasti — líkari vit- hrring en æruverðum einsetumanni — ofan via Wala brekkuna. Og á leiðinni öskraði hann eitt- hvað, sem jeg skyldi ekki, eitthvað, sem virtist Vei'ða til þess, að kvenmaðurinn á undan honum herti enn meira á rásinni. Fáum mínútum síðar v°ru þau bæði komin úr augsýn. Jeg reikaði yfir að kapellunni. Hvílík hrygð- arsjón. Þar lá borðið, brotið í ótal mola, og milli brot- auna lá veslings Francesco, með svöðusár á enninu, °g fossaði blóðið úr því. Hann var meðvitundar- laus. Jeg hafði sjeð vatnskrukku yfir í asnastí- unni, og fór jeg því þangað, til þess að sækja hana. ^eg fór aftur inn í myrkrið, kveikti á eldspýtu, °g fann kerti á borði fram við dyrnar og kveikti á því. Hvað jeg varð forviða! Þetta var alls ekki asnastía, og hafði auðsæilega aldrei verið það — það var allra skemmtilegasta og laglegasta herbergi, og leifarnar af staðgóðri máltíð, sem voru þar á borði, virtust benda á það, að fíkjurnar, sem þessi blessaður Asinone nærðist á, hlytu að vaxa á mjög svo holdbornum stofni. Og ekki leit held- ur út fyrir það, að hann svæfi þar í eintómum munkakuflinum, eins og Francesco hafði sagt mjer, því að þarna stóð rúm með uppflettum rúmfötum i, og ofan á rúmfötunum lá pils, upphlutur og flík svi (jeg veit ekki hvað hún heitir), sem ungar stúlkur á Ischia hafa jafnan á höfðinu. Það var í fám orðum sagt, ákaflega einkennileg asnastía þetta, og einhverjar »ótætis flugur« liafa sjálfsagt haft þar bækistöð sína. En þótt þetta allt væri í meira lagi kynlegt, þá varð jeg þó fyrst forviða að marki, þegar jeg tók vatnskrukkuna, og ætlaði að ná i vatnið. í krukkunni voru sem sje silfurskeið- ar — eintómar silfurskeiðar, og á þeirri fyrstu, sem jeg tók upp, var merki gistihallarinnar la piccola sentinella. — Þetta hefði Giovanni gamli átt að vita! Nokkra vínbrúsa, flöskur og vínglös fann jeg þar líka, en af vatni var þar ekki nokk- ur dropi, hvorki illur nje góður. Jeg fór aftur yfir að kapellunni, þurkaði blóð- ið af andlitinu á Fran- cesco, laugaði það úr víni, og hellti sopakorni upp í hálfopinn munn- inn á honum. Það hreif. Hann lauk upp augun- um, og tautaði ákaflega hræðslulega: »Hjálp, hjálp! Dreptu mig ekki!« »Það er jeg, Fran- cesco, þekkir þú mig ekki?« »Æ, Eccellenza, eru það þjer? Guði sje lof, að hann drap yðurekki líka, þorparinn þessi. Æ, jeg verð aldrei maður framar!« »Hvaða vitleysa! Hjerna, drekktu þetta«, mælti jeg, og hellti aftur í hann úr vinglasinu. Það hreif. Hann sat enn þá litla stund, eins og hann væri hálf rotaður; en svo staulaðist hann á fætur, og mælti kjökrandi: »Helvizkur fanturinn! Þarna hafði þá Giovanni gamli rjett fyrir sjer, og hefðu fáir trúað. Hann hefir alveg klofið höfuðið á mjer«. »Hvaða bull, Francesco! Þú hefir fengið dá- litla skeynu á ennið, og hún grær fljótlega. Hvað var það, sem Giovanni gamli hafði rjett fyrir sjer í?« »Að þetta væri Asinone — sá rjetti Asinone, á jeg við. Ja, hver skyldi hafa trúað þvi, að þeir gætu leikið svona á menn?« »Jeg skil þig ekki. Sá rjetti Asinone, segir þú? Hver er hann?« . . . Hún hljóp . . . í skyrtunni ofan via mala. — 21 - __ 22___

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.