Haukur - 01.01.1911, Blaðsíða 2
H A U K U R .
»Yður er alveg óhætt að taka við brjefinu«,
mælti frúin, með því að Aribert virtist hálf-hik-
andi. »f*jer brennið yður ekki á því«.
Aribert starði á hana óttasleginn, en tók þó
við brjefinu.
»Farið nú, göfugi riddari, og bei-jist fyrir
hjartadrottningu yðar — hjartaásnum yðar«.
Það var eins og þeim brygði báðum við þessi
siðustu orð.
Þau minntust allt í einu ókunna mannsins,
sem hafði gert þeim viðvart, hvort í sínu lagi.
Aribert kyssti á hönd frúarinnar, og skund-
aði út.
26. k a pí tu1i.
Skuggaleg á/orm.
Þegar Aribert var orðið dálítið rólegra í skapi,
fór bann að íhuga samræður þeirra frúarinnar og
hans.
Hvað var það, sem frúin heimtaði að hann
gerði? Hvað var í þessu litla glasi?
Ef þetta skytdi nú vera einhver glæpur, sem
liún ætlaði að láta hann framlcvæma?
Gat þessi fagra lcona haft glæp í liuga?
Aribert braul lieilann um þetta, og velti því
fyrir sjer á ýmsa vegu, og það fór hrollur um liann,
er hann hugsaðí til þess, að það væri þó ekki ó-
liugsandi, að frúin hefði eittlivað illt í hyggju.
Hann reilcaði fram og aftur um strætið, til
þess að reyna að verða rólegri.
En því meir sem hann reyndi að vera róleg-
ur, því órólegri varð liann og æstari í skapi.
Annað hvort varð hann að hlýða slcipun frú-
arinnar, gera allt, sem hún liafði fyrir hann lagt,
— eða eiga það á liættu, að mega aldrei framar
lcoma fyrir augu liennar.
Hann átti í hörðu stríði við sjálfan sig.
»Jeg verð að hlýða«, tautaði hann við sjálfan
sig, — »án þess að spyrja, án þess að hika, án
þess að efast um að liún sje í alla staði góð og
göfuglynd kona. Klukkan þrjú í dag á jeg að vera
kominn í gistiliúsið, klæddur sem rússneskur
lælcnir«.
Þegar Aribert var farinn út frá frú Nischinkin,
kom þjónninn hennar inn til hennar.
»Nú liefi jeg fundið manninn, sem yður vant-
aði, náðuga frú«, mælti hann.
»Láttu hann koma inn«.
Fáum mínútum síðar kom maður einn inn,
slarkaralegur og fölur í andliti.
Hann litaðist um með flóttalegu og ódjarflegu
augnaráði.
Þetta var Jón Halifax.
Hann leit út eins og hann liefði verið dauða-
drukkinn um langan tíma, og aldrei af honum
runnið. Augun Aroru blóðhlaupin og þrútin, og
hann skjögraði svo, að hann gat naumast staðið
á fótunum.
Frúin virti hann fyrir sjer litla stund.
»Viljið þjer taka að yður, að útvega njrfætt
barn, hvenær sem þess er óskað?«
»Jeg hefi þegar sagt þjóninum yðar það, að
jeg tekst á hendur hvað sem vera skal«.
»Það er enginn glæpur, sem fremja á«, mælt*
frúin, »heldur að eins saklaus grikkur. Mannin-
um mínum er svo fjarskalega illa við meybörn, en
þykir svo ákaflega gaman að sveinbörnum og vænt
um þau. Og með því að nú stendur svo á, að
jeg býst við að verða móðir þá og þegar, þá myndi
honum falla það mjög sárt, ef það skyldi verða
dóttir. Jeg hefi þess A'egna ásett mjer að verða
honum til gleði og ánægju engu síður fyrir það,
þótt svo færi, að guði þóknaðist ekki að veita mjer
núna innilegustu bæn«.
Frúin starði beint ofan í gólfið, og það var
örvæntingarsvipur á fagra andlitinu hennar.
»Mjer er öldungis sama um það, hvernig í
þessu liggur«, mælti Jón. »Jeg skal útvega dreng-
hnokkann, og svo er ekki meira um það«.
»Jeg skal játa það, að það er sjálfsagt ekk;
hægðarleikur, En þjer verðið að semja við fjölda
fátæklinga, sem gjarnan vilja láta sjer verða eitt-
hvað úr börnunum sínum«.
»Verið þjer öldungis óhrædd, náðuga frú. Ef
jeg bara fæ uppliæð þá, setn þjónninn yðar lofaði
mjer, þá er yður óhætt að reiða yður á mig í
smáu og stóru. Drengurinn skal vera tii, hvenær
sem vísbending kemur um það«.
»Þjer skiljið það sjálfsagt, að það erafaráríð-
andi fyrir mig, að þjer í raun og veru hafið ný-
fætt sveinbarn á takteinum hvenær sem er, ef
þess skyldi verða krafizt. Fæði jeg sjálf soti, þá
fáið þjer peningana yðar fyrir lítið«.
»Þarf jeg þá alls ekkert að gera?« spurði Jón
forviða.
»Nei, ekkert nema að taka við peningunum«-
»Hamingjan gefi þá, að það verði sonur«.
»En, eins og jeg hefi þegar sagt, þá verðið
þjer ætíð að vera viðbúinn. — Nú verðið þjer að
semja við fjölda fólks, sem ekki hikar við að láta
hörnin sín fyrir ríflega borgun, svo að það sje
víst að þjer standið ekki uppi úrræðalaus þegar
á liggur — vegna einhverra ófyrirrjeðra orsaka.
Þjer verðið að láta þjóninn minn vita á hverjutn
degi, hvað líður«.
»Jeg skal sjá um, að allt sje til taks«.
»Ef barnið skyldi verða stúlka«, mælti frúin,
þá fel jeg yður það á hendur. Þjer fáið álitlega
upphæð í eitt slcifti fyrir öll, og ráðið því alveg
sjálfur, hvort þjer alið það upp eða fargið því«.
Það fór hrollur um Jón, en hann svaraði eins
og ekkert væri:
»Sem yður þóknast, náðuga frú«.
»Því næst krefst jeg fullkominnar hlýðni af
yður. — Þjer megið hvorki látast sjá nje heyra —
þjer verðið að vera þræll, sem hlýðir í blindni«.
Jón laut henni, en svaraði engu.
Frúin rjetti honum stóra peningapyngju, vel
fulla, og samræðum þeirra var lokið.
»Þetla er glæfratafi«, sagði hún við sjálfa sig,
þegar Jón var farinn. »Jeg byggi allt á einum
leik. En hugur ræður hálfum sigri, og fyrir mig
er allt undir því komið, að sigra. Drottningar-
djásnið skal verða sett á þetta mjallhvíta enni.
— 51
52 —