Haukur - 01.01.1912, Blaðsíða 8
HAUKUR.
verið allur annar maður, og allt af utan við sig,
frá því er þetta meinvætti kom á heimilið, og nú
hefir honum, þessum helvizkum Hudson, tekizt að
drepa hann«.
»Hvernig heíir hann getað það?«
»Jeg vildi gefa hvað sem væri, til þess að fá
greinilega vitneskju um það. Elsku-blessaður
karlinn hann faðir minn, sem ætíð var svo góður
og vingjarnlegur — jeg skil hreint ekkert í því,
hvernig hann hefir getað fallið í klærnar á þess-
um fanti. En mjer þykir vænt um það, að þjer
eruð kominn, Holmes. Jeg treysti skarpskygni
yðar og gætni, og jeg veit, að þjer verðið mjer
ho!lráður«.
Við ókum eins og hestarnir komust eftir veg-
inum, er var jafn og greiðfær, og hjeraðið fagra,
er við ókum um, glóði í kvöldsólargeislunum.
Þegar við höfðum ekið góðan spöl, komum við á
dálitla hæð, og af henni sáum við strompana og
flaggstöngina á húsi Trevors.
»Faðir minn gerði þrjótinn að garðyrkjumanni«,
mælti vinur minn. »Og eins og það hefði ekki
verið fullgott handa honum, var hann síðar hækk-
aður í tigninni, og gerður að æðsta þjóni á heim-
ilinu. En eftir það var eins og allt yrði að lúta
honum. Hann gerði allt það, sem honum gott
þótti, og annað ekki. Stúlkurnar kvörtuðu sáran
yfir því, að hann væri allt af sífullur, og viðhefði
alls konar illan munnsöfnuð við þær, og faðir
minn varð að hækka kaup alls vinnufólksins, til
þess að fá það til að vera kyrrt í vistinni. Þrjót-
urinn tók bæði bát og byssu föður míns, þegar
honum sýndist, og skemmti sjer við að veiða eða
skjóta. Og allt þetta gerði hann með svo ósvífn-
islegu hæðnisglotti, að mig sárlangaði oft og tíð-
um til að lúberja liann. Og það hefði jeg sjálf-
sagt gert, ef hann hefði verið á mínu reki. En
mjer þótti skömm að því, að ráðast á hann, af
því að hann var gamall. Jeg varð því allt af að
hafa hemil á mjer, til þess að reiðin fengi ekki
yfirhöndina, og nú efast jeg mikillega um það,
hvort það hefði ekki verið rjettar af mjer, að fara
að vilja mínuin, og lumbra almennilega á þessu
andstyggilega fúlmenni. — Nú, nú, þetta varð
meira og meira óþolandi með hverjum degi sem
leið; þetta bölvað afhrak varð æ ósvífnara og ráð-
ríkara, og loksins gat jeg ekki lengur á mjer setið.
Einu sinni þegar hann hafði verið sjerlega ósvífinn
í orðum við föður minn, að mjer áheyrandi, þá
tók jeg í lurginn á honum, og ýtti honum út úr
dyrunum. Hann snautaði burt, öskugrár i framan,
og augnaráðið var svo Ijótt og ískyggilegt, að það
var í raun og veru meira fólgið í því, heldur en í
mörgum illyrðum. Jeg veit ekki, hvað farið hefir
milli föður míns og lians eftir þetta. En daginn
eftir kom faðir minn til mín og spurði mig, hvort
jeg vildi ekki biðja Hudson fyrirgefningar. Jeg
tók auðvitað þvert fyrir það, og spurði föður minn,
hvernig á því stæði, að hann þyldi þessu mann-
hraki alla þessa ósvífni og dælsku. Hudson væri
orðinn eins og einvaldur harðstjóri á heimilinu.
»Það er liægara um að tala en í að komast,
drengur minn; þú veizt ekki llvernig ástatt er fyrir
mjer. En þú skalt fá að vita það, hvernig sem
allt fer. Og þú lofar mjer þvi, að áfella ekki
veslings gamla föður þinn mjög, eða er ekki svo,
drengur minn?« Jeg hafði aldrei sjeð hann jafn
mæðulegan og aumingjalegan; og svo lokaði hann
sig allan daginn inni í herberginu sínu, en jeg sá
inn um gluggann, að hann var í óða önn að skrifa
eitthvað.
Sama kvöldið bar svo það til tíðinda, sem
jeg þá áleil mesta fagnaðarefni. Hudson kom og
skýrði frá því, að liann ætlaði að fara burt. Hann
kom inn í borðstofuna, meðan við sátum þar að
lokinni máltíð og sagði okkur frá áformi sínu. Á
mæli hans mátti heyra, að liann var dauðadrukkinn.
»Jeg hefi nú fengið nóg af því, að vera hjer í
Norfolk«, mælti hann, »og nú fer jeg til Beddows
í Hampshire. Hann fagnar víst ekki síður komu
minni, heldur en þú gerðir«.
»En þú fer þó ekki hjeðan í reiði, Hudson,
— eða hvað? Við skiljum þó víst sem vinir,
vona jeg?« mælti faðir minn, og var svo auð-
mjúkur, að jeg svitnaði af reiði.
»Ja — jeg hefi ekki verið beðinn fyrirgefning-
ar enn þá«, mælti liann og gaut hornauga til mín.
»Þú viðurkennir það víst, Victor, að þú hafir
verið ósvífinn við þennan heiðursmann, og þú ert
líka sjálfsagt fús á að biðja hann afsökunar á því
— eða er ekki svo?« mælti faðir minn og sneri
sjer að mjer.
»Nei, það sje fjarri mjer. Mjer finnst þvert á '
móti að hann hafi lirapallega misboðið þolinmæði
okkar, með sinni eigin ósvífni«, svaraði jeg.
»Nú, jæja, það finnst yður?« urraði hann og
fitjaði upp á trýnið. »Það er gott kunningi. Verið
þið sælir, þið skuluð fá að frjetta af mjer áður en
langt um líður!«
Þegar hann hafði hreytt þessu úr sjer, snaut-
aði hann út úr stofunni, og hálfri stundu síðar
fór hann burt af heimilinu. En hafi föður mín-
um ekki verið órótt í skapi áður, þá varð honum
það nú. Jeg heyrði hann ganga hvíldarlaust fram
og aftur í herberginu sínu bæði dag og nótt, og
liann varð æ vesallegri og lotlegri með degi hverj-
um. Þegar nokkur tími var liðinn, var þó eins
og hann yrði ofurlílið rólegri, en einmitt þegar
hann ætlaði að fara að ná sjer dálítið aftur, þá
kom þelta síðasta og versla áfall«.
»Hvernig atvikaðist það?« spurði jeg.
»Það var ákaflega einkennilegt. Faðir minn
tjekk brjef í gærdag síðdegis, og póststimpillinn á
því var Fordingbrigde. Undir eins og liann hafði
lesið brjefið, greip hann báðuin höndum til liöfuðs-
ins, og tók að æða fram og aftur um gólíið, eins og
vitstola maður. Þegar mjer loksins liafði tekizt að
leggja hann á legubekkinn, sá jeg, að munnurinn á
honum var allur skældur, annað munnvikið liafði
dregizt upp á við, en hinumegin lijekk vörin mátt-
laus niður; jeg skildi þá, að hann liafði fengið flog.
Jeg Ijet undir eins sækja Forliam lækni, og við kom-
um honum í rúmið. Máttleysið hefir farið vaxandi,
og hann hefir ekki fengið meðvitundina aftur. Jeg er,
eins og jeg sagði áðan, mjög hræddur um, að hann
verði dáinn áður en við komum heim«. (Framh.)
— 16 —