Haukur - 01.01.1912, Blaðsíða 7

Haukur - 01.01.1912, Blaðsíða 7
HAUKUR. sonur hans Yeitti henni eftirtekt. »Þjer hafið gert gamla manninn dauðhræddan við yður«, mælti hann. »Og hjer eftir getur hann aldrei vitað með vissu, hvað þjer vitið, og hvað þjer vitið ekki«. Jeg er viss um, að hann vildi ekki láta á þessu bera, en það var honum svo ríkt í huga, að það tysti sjer í allri framkomu hans. Að lokum varð það svo augljóst, að jeg bakaði honum bæði kviða °g áhyggju, að jeg áleit rjettast að ljúka dvöl minni þarna á heimilinu. En daginn áður en jeg fór þaðan, 'varð sá atburður, er síðar hafði hinar verstu afleiðingar. Við sátum allir þrír úti í garðinum og laug- oðum okkur í sólskininu, og vorum að dást að utsýninu yfir engið græna fyrir neðan bæinn, þá hom ein vinnukonan út til okkar, og sagði að maður einn væri kominn, er vildi tala við Trevor. »Hvað heitir hann?« spurði húsbóndinn. »Hann vill ekki segja til nafns síns«. »Hvaða erindi á hann þá?« »Hann segir, að þjer þekkið sig, og að hann vilji bara tala við yður nokkur orð«. »Látið hann þá koma hingað til okkar«. Að lítilli stundu liðinni kom lítill og væskils- legur maður, auvirðilegur útlits og með einkenni- iegan rottusvip á andlitinu, vaggandi inn í garðinn «1 okkar. Hann var í gömlum jakka, óhnepptum, °g voru tjörublettir hjer og hvar á ermunum. innan undir jakkanum var hann í rauð- og svart- röndóttri baðmullarskyrtu. Buxurnar voru ákaf- iega víðar, og stígvjelin gömul og klunnaleg. Hann Var langleitur, magur og veðurtekinn í andliti, augun fjörleg, og það var eins og eitthvert beiskju- hros ljeki alll af um varir hans. Munnurinn var oftast opinn, svo að skein í tennurnar dökkgular °g skældar allar, og hendurnar voru hálfkrepptar, eins og þær eru oft á sjómönnum. Þegar hann kom vaggandi til okkar eftir malarganginum, heyrði jeg eitthvert hljóð, líkast hiksta, koma úr hálsi Trevors. Og í sömu svipan spratt hann upp af stólnum og hljóp inn í húsið. Andartaki siðar kom hann aftur, og þá lagði fyrir megna konjakks- lykt, þegar hann gekk fram hjá mjer. »Nú, nú, góðurinn minn«, mælti hann, »hvað var það sem þjer vilduð tala við inig?« Sjómaðurinn stóð litla stund og starði á hann, og hvíldi eitthvert einkennilegt bros á vörum hans. »Þekkir þú mig ekki?« spurði hann að lokum. »Hvað þá? — jú, hvernig læt jeg, nú kannast jeg við manninn! Það er Hudson, eða er ekki sv0?« svaraði Trevor. »Já, það er Hudson«, mælti sjómaðurinn. »En það eru nú orðinn full þrjátíu ár frá því er við sáumst síðast. Hjer átt þú góða daga á þurru landi, en jeg verð enn þá að vera að flækjast á sjónum og lifa á saltkjöti og þurru þrælabrauði«. »Þú skalt komast að raun um, að jeg liefi ekki gleymt fyrri æfi okkar«, mælti Trevor. Og svo vjek hann sjer að sjómanninum, og sagði eitt- kvað við liann í hálfum hljóðum. »Farðu nú inn i eldhús«, mælti hann því næst upphátt; »þar skaltu fá bæði að borða og drekka. Jeg get líka sjálfsagt fundið eitthvað lianda þjer að gera«. — 13 — »Þakka þjer fyrir«, mælti sjómaðurinn, og tók til húfunnar. »Jeg er nýkomínn úr tveggja ára ferðalagi, og þarfnast þess vegna dálítillar hvíldar. Jeg býst við að geta fengið að hvila mig annað hvort hjá Beddow eða hjá þjer«. »Nú«, mælti Trevor hálf-forviða, »þú veizt þá líka, hvar Beddow á heima?« »0, blessaður vertu, vinur minn; jeg veit hvar allir mínir gömlu vinir halda til«, svaraði sjómað- urinn og glotti við tönn. Og svo slangraði hann á eftir vinnukonunni inn í eldhúsið. Trevor gamli sagði okkur eitthvað um það, að maður þessi hefði verið á sama skipi og hann á leið til gullnámanna. Og svo yfirgaf hann okkur og fór inn í húsið. Einni stundu síðar fórum við líka inn, og þá sáum við að hann lá dauða- drukkinn á legubekknum í borðstofunni. Mjer fannst þetta allt saman hálf-ógeðslegt og leiðinlegt, og varð jeg nú feginn því, að jeg hafði ákveðið að fara burt næsta dag. Auk þess fann jeg, að návist min gat orðið vini minum til vand- ræða. Þetta gerðist allt í ágústmánuði. Jeg fór nú aftur til Lundúna, og settist að í gamla herberg- inu mínu, og þar var jeg við efnafræðistilraunir í hjer um bil sjö vikur. En þegar komið var langt fram á haust, og sumarleyfið var nærri því á enda, þá Qekk jeg símskeyli frá vini mínum, er bað mig að koma þegar í stað til Donnithorpe, því að hann þyrfti nauðsynlega á ráðum mínum og aðstoð að halda. Auðvitað fleygði jeg frá mjer því sem jeg var að gera, og þaut þegar af stað með járnbraut- inni norður á leið. Hann tók á móti mjer á járnbrautarstöðinni; hafði komið þangað í veiðivagninum sínum. Jeg sá það undir eins á honum, að lionum hafði liðið eitthvað illa þennan tveggja mánaða tíma, sem við höfðum ekki sjezt. Hann var orðinn magur og kinnfiskasoginn, og var orðinn miklu alvarlegri og kyrlátari, heldur en hann hafði átt vanda til. »Faðir minn liggur fyrir dauðanum«, voru hans fyrstu orð. »Það er ómögulegt!« svaraði jeg. »Hvað er að honum?« »Hann fjekk flog — taugaflog. Hann er alveg 1 dauðanum, og jeg efast um að liann verði með lífi, þegar við komum heim. . »Hvernig getur staðið á þessu?« spurði jeg. »Ja, það er einmitt það, sem um er að ræða. Seztu nú upp í vagninn, og svo skulum við tala um þetta á leiðinni. Þjer munið víst eftir karl- inum — sjómanninum, sem kom til okkar daginn áður en þjer fóruð?« »Já«. »Vitið þjer hver það var, sem við þá veittum viðtöku á heimili okkar?« »Nei, það hefi jeg enga hugmynd um«. »Það var djöfullinn sjálfur, Holmes«, mælti hann. Jeg starði forviða á hann. »Það er sem jeg segi; það var djöfullinn sjálf- ur. Við höfum aldrei lifað nokkra rólega stund síðan — nei, ekki eina stund. Faðir minn hefir — 14 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.