Haukur - 01.08.1912, Blaðsíða 4
HAUKUR.
að skreppa út dálitla stund, og jeg tók rósviðinn
minn með mjer .... alveg eins og það væri barn
.......og bar hann út að torginu, í þeirri von
að hann mundi lifna við, ef hann fengi að vera í
hreina og heilnæma loftinu hjá hinum blómunum.
Jeg hellti vatni yfir veslings fölnuðu laufin, og ljet
trjeð standa nokkrar mínútur í sólskininu, meðan
það var að þorna. Veslings litli rósviðurinn minn,
hann fjekk aldrei að sjá sólina í Cite, því að i
götunni sem við erum í, komust sólargeislarnir aldrei
lengra en á húsþökin. — Svo bar jeg hann heim
aftur, og mjer er óhætt að segja það, hr. Rúdólf,
að rósviðurinn minn hefir sjálfsagt lifað að minnsta
kosti tíu dögum lengur, vegna þessara ferðalaga,
lieldur en hann hefði gert án þeirra«.
»Því get jeg vel trúað. Yður hefir víst fallið
það sárt, að hann skyldi deyja?«
»Já, jeg grjet af sorg. Yður þj'kir vist líka
vænt um blóm, hr. Rúdólf, svo að þjer skiljið mig
sjálfsagt, þegar jeg segi yður það, að jeg var rós-
viðnum minum hjartanlega þakklát fyrir það —
— nei, nú hlægið þjer áreiðanlega að mjer------«
»Nei, það er öðrunær! Jeg elska hlómin, og
dáist að þeirn, og þess vegna skil jeg svo vel slík-
ar tilfinningar hjá öðrum«.
»Já, jeg var honum þakklát fjuir það, að
hann bar svo yndisleg blóm, jafnvel þótt jeg, —
— þrátt fyrir það þótt jeg ---?« Sólskrikjan laut
höfði og varð blóðrauð út að eyrum.
»Veslings harn! Umhugsunin um þetla mæðu-
sama lif, hefir víst oft knúð yður til að......«
»Oska þess, að jeg væri ekki lengur til, eigið
þjer víst við, hr. Rudólf?« greip Sólskríkjan fram
í fyrir förunaut sínum. »Já, það segið þjer
satt. Oftar en einu sinni hefi jeg staðið og horft
ofan í Signu------en, þegar mjer svo varð litið á
blómin og sólina, þá sagði jeg við sjálfa mig: Áin
hleypur ekki burt frá þjer; þú ert að eins seytján
ára að aldri — — hver veit — —?«
»()g j>egar þjer sögðuð: Hver veit? þá var það
af því að einhver von vakti í brjósti yðar; og hvaða
von var það?«
»Jeg veit það ekki-------jeg vonaði — — jeg
held nærri því, að jeg hafi vonað jjvert um Jvilja
minn. Þegar svona var ástatt, fanst mjer stundum
að jeg ætti ekki þetta ólán skilið, og jeg sagði við
sjálfa mig: Það hefir verið farið illa með mig,
mjer hefir verið misþyrmt og jeg hefi verið hrjáð
og hrakin, jafnvel þótt jeg hafi aldrei gert neitt á
hluta nokkurs manns .... Ef jeg hefði liaft trúan
ráðunaut, þá væri jeg nú ekki hjer! Þetta dró
ofurlítið úr þunglyndinu. Nú skiljið þjer það vist,
að J)essu líkar hugsanir vöknuðu hjá mjer, þegar
jeg missti blessaðan rósviðinn minn«.
»Syrgið þjer hann enn þá?« spurði Rúdólf.
»Já«, svaraði hún. •— »Sko, hjerna er hann!«
Sólskríkjan tók úr vasa sínum skrælnaða anga,
er hún hafði skorið af rósviðnum, og voru þeir
bundnir saman með rósrauðum borða.
»Haíið j)jer geymt þessar leifar af rósviðnum?«
»Auðvitað!« svaraði Maríublóm. »Þetta er
Jjað eina, sein jeg á í heiminum«.
»Hvað segið þjer? Eigið þjer ekkert annað?«
»Ekkert annað!«
»En talnabandið þetta?«
»Veitingakonan á það«.
»Þjer eigið ekki svo mikið senr bótarpjötlu eða
vasaklút?«
»Ekkert, alls ekkert, nema þessa skrælnuðu
anga af veslings rósviðnum minum — þess vegna
eru þeir mjer svo dýrmætir!«
Rúdólf varð meira og meira forviða, eftir þvi
sem þau töluðu lengur saman. Honum var það
með öllu óskiljanlegt, hvernig nokkur mannssáf
gæti lifað við þessa hræðilegu ánauð, lifað við það,
að verða að selja bæði sál og líkama fyrir óheil"
næmt og auvirðilegt húsaskjól, óætt matarrusl og
ónýta fataræfla.
Rúdólf og Sólskríkjan voru nú komin út að
Rlómatorginu, og þar heið vagninn þeirra. Rúd'
ólf ljet Sólskríkjuna fara upp í vagninn, og settist
sjálfur við hliðina á henni.
»Til St. Denis!« mælti hann við ökumanninn.
Vagninn brunaði af stað.
»Er þetta ekki kvenkápa?« spurði Sólskríkj'
an, og tók flík, er hún hafði sezt á.
»Jú, þjer eigið að nota hana, stúlka mín<C
svaraði Rúdólf. »Jeg var hræddur um, að yður
mundi máske verða kalt. Sveipið henni vel að
yður!«
Veslings stúlkan starði undrandi á Rúdólf-
Hún lrafði ekki átt þessari nærgætni og umhyggju-
semi að venjast.
»Hvað þjer eruð góður maður, hr. Rúdólf!
Jeg er í vandræðum með hvað jeg á að segja«.
»Vegna þess hve góður jeg er við yður?«
»Nei, en-----mjer finnst þjer vera allt öðru
vísi nú, heldur en í gærkvöld«.
»Segið mjer eilt, Maríublóm, hvort geðjast
yður betur að mjer eins og jeg var í gærkvöld,
eða eins og jeg er nú?«
»Mjer geðjast enn þá betur að yður eins og
jijer eruð nú — — en samt sem áður fannst mjer
jeg í gær vera nær því að vera jafningi yðar«,
mælti hún. En svo varð hún hrædd um, að hún
hefði móðgað Rúdólf með þessum orðum, og bætti
því við: »Jeg sagði jafningi yðar, hr. Rúdólf, en
jeg veit vel, að það er með öllu ómögulegt að--(<
»Það er eitthvað j)að í fari yðar, Maríublóm,
sem vekur undrun mína«, mælti Rúdólf. »Þjer
liafið víst gleyml því, livað Uglan sagði yður í
gær um ætt yðar------að hún þekkti móður yðar?«
»Nei, jeg hefi ekki gleymt því. Jeg hugsaði
um það grátandi í alla nótt. Samt er jeg viss unv
að það erekkisatt. Eineygða kerlingin liefir bai'U
búið til þessa sögu, til þess að hryggja mig«.
»Skeð getur, að Uglan viti meira en þjer haldið-
Munduð þjer ekki telja yður lánsama, ef þjer fynd-
uð móður yðar?«
».íeg veit ekki, hr. Rúdólf. Ef móður minni
hefir aldrei þótt vænt um mig — hvaða gagn g^1
jeg þá haft af því að finna hana? Hún mundi
ekki einu sinni líta við mjer. Hafi henni aftur :l
móti þótt vænt um mig í raun og veru, þá hlyf|
hún nú að hera kinnroða fyrir mig — hún mundi
máske devja af sorg«.
127 —
128 —