Haukur - 01.08.1912, Blaðsíða 8

Haukur - 01.08.1912, Blaðsíða 8
HAUKUR. fram á ganginn. Þegar jeg opnaði dyrnar, heyrð- ist mjer jeg heyra lágt blístur, líkt því, sem systir mín hafði sagt mjer frá um kvöldið, og rjett á eftir eitthvert glamurhljóð, líkt eins og þegar þungt málmstykki fellur á gólfið. Og þegar jeg kom út á ganginn, var lyklinum snúið í hurð systur minnar, og dyrnar opnuðust ofur hægt. Jeg starði óttaslegin á dyrnar, því að jeg vissi ekki, hvað eða hver fnundi koma út um þær. Við skímuna írá ganglampanum sá jeg systur mína koma fram í dyrnar. Hún var^ náföl í framan af skelfingu, fálmaði með höndunum eftir hjálp, og reikaði, eins og hún væri dauðadrukkin. Jeg hljóp til hennar og greip hana í fang mjer, en í sömu svip- an þrutu kraftar hennar með öllu, og hún hneig á gólfið. Hún engdist sundur og saman, eins og hún hefði voðalegar þjáningar. Fyrst bjelt jeg, að hún þekkti mig alls ekki; en þegar jeg laut ofan að henni, æpti hún allt í einu með svo sárri og hræðslulegri röddu, að jeg gleymi henni aldrei; hún hljómar enn þá í eyrunum á mjer: »Ó, guð minn góður, Helen, það var — það var — dröfn- óttur band —!« eða »dröfnótt band —«. Jeg heyrði ekki almennilega, hvað hún sagði, því að orðin urðu svo óskýr vegna hljóðanna. Hún ætl- aði að segja eitthvað meira, og hún fálmaði með hendinni og benti með fingrinum á herbergi lækn- isins. En í sama bili fjekk hún svo ákaft krampa- flog, að hún gat engu hljóði upp komið. Jeg kall- aði hástöfum á stjúpa minn, og hann kom hlaup- andi út úr herberginu sínu og var í sloppnum sínum. En þegar hann kom, var systir min með- vitundarlaus. Hann hellti í hana konjakki og sendi til þorpsins eftir lækni, en veslings systir min raknaði aldrei við eftirþetta, og áður en hálf klukkustund var liðin, var hún liðið lík. Svona missti jeg elsku systir mína«. »Segið mjer eitt«, mælti Holmes. »Eruð þjer alveg viss um, að þjer hafið heyrt þetta blístur og þetta málmhljóð?« »Fógetinn spurði mig um þetta sama, þegar hann hjelt próf í málinu. Jeg þóttist heyra það mjög greinilega; en hugsanlegt er, að þetta hafi verið einhver önnur hljóð, t. d. að hrikt hafi svona í húsinu af storminum«. »Var systir yðar í fötunum?« »Nei, hún var í náttkjólnum sinum. í hægri hendinni lijelt hún á hálfbrunninni eldspýtu, en á eldspýtnastokknum í hinni hendinni«. »Sem sýnir að hún hefir ætlað að kveikja ljós, þegar hún heyrði þetta hræðilega blístur. Þetta er mjög mikilvægt atriði. En að hvaða niðurstöðu komst fógetinn?« »Hann rannsakaði málið með mjög miklum áhuga og samvizkusemi, því að yfirvöldin höfðu lítið álit á Roylott lækni, vegna hneykslis-háttalags hans. En honum tókst samt ekki að komast að neinni ákveðinni niðurstöðu um það, hvað orðið hefði henni að bana. Jeg varð að bera það fyrir rjettinum, að dyrnar á herbergi hennar hefðu ver- ið læstar og lykillinn verið að innanverðu, og að hlerar af gamalli gerð hefðu verið fyrir gluggun- um, og þeim lokað með sterkum þverslám úr járni. — 135 — Veggirnir voru athugaðir nákvæmlega, og fannst hvergi nokkur rifa á þeim, og sama er að segja um gólfið. Reykháfurinn er að sönnu víður, en rjett fyrir ofan eldstóna eru tvær járnstengur gegn- um hann, og liggja þær í kross, svo að ótnögulegt er að maður geti komizt þar upp eða ofan. IJað er þess vegna alveg áreiðanlegt, að systir mín var alein í herberginu, þegar bana hennar bar að höndum. Auk þess káust engin merki þess á lík- inu, að henni hefði verið misþyrmt á nokkurn hátt«. »En eitur?« »Læknarnir krufðu hana, en urðu ekki varir við neitt slikt«. »Hvað haldið þjer þá, að orðið hafi veslings systur yðar að bana?« »Min skoðun er sú, að hún hafi dáið af ein- tómri hræðslu — einhverri óstjórnlegri skelfingu, jafnvel þótt jeg geti ekki gert mjer grein fyrir því, hvað hún getur hafa orðið svona hrædd við«. »Voru Zigeunarnir oft í garðinum um þelta leyti?« »Já, það er oftast eitthvað af þeim í garðinum«- »Hvað haldið þjer að systir yðar hafi átt við með dröfnóttur band — eða dröfnótt band —?« »Jeg held helzt, að hún hafi sag það í algerðu óráði. En þó hefir mjer stundum dottið í hug »bandamaður« eða eitthvert þess konar samsett orð, og stundum hefir mjer dottið í liug, að liugs- azt gæti að liún hefði átt við Zigeunana, því að þeir skreyta oft höfuðföt sín með mislitum böndum«* Holmes hristi höfuðið, eins og hann gerði sig alls ekki ánægðan með þessar skýringar. »F*að litur svo út, sem það muni verða mjög erfitt að grafast fyrir sannleikann í þessu máli«, mælti hann. »En gerið nú svo vel að halda áfram«. »Það eru nú liðin bjer um bil tvö ár síðan þetta gerðist, og síðan heíi jeg lifað enn þá ein- manalegra og gleðisnauðara lífi en áður. En fyrir rúmum mánuði bað mín ungur maður, sem jeg heíi þekkt um mörg ár. Hann heitir Armitage — Percy Armitage — og er næst elzti sonur hr. Ar- mitage frá Reading. Stjúpi minn hefir ekkert haft að athuga við trúlofun okkar, og við höfum á- kveðið, að halda brúðkaupið nú með vorinu. Fyrir nokkrum dögum var byrjað að gera við vestur- álmu hússins, sem við búum í, og var í gær rifið gat á vegginn á herbergi minu, svo að jeg neydd- ist til að flytja mig yfir í herbergi syslur minnaf sálugu, og sofa í rúminu, sem hún svaf i. í nótt lá jeg vakandi, og var að hugsa um hin hræðilegu afdrif systur minnar, og þjer getið sjálfsagt hugsað yður, hve óttaslegin jeg varð, þegar jeg í kyrrð næturinnar allt í einu heyri þetta lága blísturhljóð, sem hún heyrði næturnar áður en hún dó. Jeg settist undir eins upp og kveikti á lampanum; en í herberginu var ekkert að sjá. Hræðslan hafði gripið mig svo illa, að það var ekki til að tala um að leggjast út af aftur. Jeg fór því að klæða mig, og undir eins og lýsa tók af degi, laumaðist jeg út, leigði mjer veiðivagn í veitingakránni, sem ei' skammt frá heimili okkar, ók til Leatherhead, og fór þaðan með fyrstu eimlest hingað, til þess að tala við yður og leita ráða hjá yður«. (Framh.). — 136 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.