Haukur - 01.08.1912, Page 12
H A U K U R .
Snjólfur gamli.
Það var einu sinni bóndi, sem ekki reiddi vitið í þver-
pokum, en hafði samt sem áður komizt upp á aðdáanlega
gott lag með að láta sjer þykja gott í staupinu. Ja — jeg
verð að biðja menn að taka ekki orð mín svo, sem bóndi
þessi hafi átt heima hjer í grenndinni — hjerna eru bænd-
urnir bæði hyggnir og reglusamir — nei, okkar á milli sagt,
hann átti heima einhverstaðar langt úti í heimi.
Það voru liðin mörg ár, frá því er hann drakk fyrsta
staupið, og lengi vel hafði hann verið einn af hinum svo köll-
uðu hófsmönnum, en, sem sagt — hann hafði komizt upp á
einstaklega gott lag með að láta sjer þykja gott í staupinu.
Og áður en hann hafði athugað, hverjar afleiðingar þetta
háttalag hans mundi hafa, var pyngja hans orðin gersamlega
tóm. Nú vita víst allir, að það er illt að komast til lengdar
af án peninga. Þetta fann Snjólfur gamli einnig, og að lok-
um fór að sverfa svo að honum, að hann varð — nauðugur
viljugur— að selja þann eina dýrgrip, sem hann átti í eigu
sinni, en það var vinur hans, gamall og gráhærður, sem gekk
á fjórum fótum, og hafði ákaflega löng eyru — það var sem
sje asni, eins og þið munuð hafa ráðið f. Sem sagt, hann
varð að fara með þennan einka vin sinn ofan í kauptúnið,
og löbbuðu þeir steinþegjandi og þungbúnir á svipinn ofan
eftir ve^inum. — Hvað asninn var að hugsa um, veit jeg
ekki. En aftur á móti er auðvelt að skýra frá því, hvað
Snjólfur gamli var að hugsa um, því að hann hugsaði svo
hátt, að það mátti vel heyra það. Hann var allt af öðru
hvoru að tauta fyrir munni sjer með gremjuþrunginni röddu:
»Bara að allt áfengi væri farið til fjandans!"
Þetta heyrðu tveir hrekkjasnápar, sem voru þar í grennd-
inni, og hvað skyldi það vera, sem þeim geturekki dottið í hug?
Þeir sáu, að Snjólfur lötraði þarna áfram eftir veginum,
með asnann í eftirdragi, og leit hvori i til hægri nje vinstri.
Þeir laumast því að, og taka beiziið út úr asnanum, og fer
annar þeirra burt með hann, en hinn leggur beizlið við sjálf-
an sig, og labbar svo þegjandi á efttr Snjólfi gamla, hugsandi
með sjer, að þetta sje eitthvert það bezta og hlægilegasta
hrekkjabragð, sem þeir hafi framið langa-lengi.
Snjólfur gamli rölti enn áfram um hríð, með nýja asn-
ann sinn í eftirdragi. Svo tautaði hann enn þá einu sinni
fyrir munni sjer, með sömu gremjunni og áður:
„Bara að allir áfengis-drykkir væru farnir til fjandans!"
Og hver getur lýst því, hvernig honum varð við, þegar
hann heyrir asnann fyrir aftan sig taka undir og segja:
„Amen!"
Hann sneri sjer við. og leit á asnann; hann glápti og
glápti á hann eins og tröll á heiðríkju, og stóð á öndinni af
undrun: Asninn hans stóð þarna frammi fyrir honum, og
var kominn í buxur, vesti og jakka — það var hans skilningi
ofvaxið — já, ^og það sem meira var: hann hafði heyrt asn-
ann tala! — Pað var þó mörgum sinnum allt of óskiljanlegt,
— allt of ótrúlegt, en þó var það satt! Og að hann, fátæk-
ur og ómenntaður bóndi, skyldi sjá og heyra þvflík býsn, þvf-
lík undur, og það um hábjartan daginn, það var meira en
stórmerkilegt. Hefði hann verið spámaður, prófastur eða
prestur, eða þá meðhjálpari, í einu orði: einhver af kirkjunnar
mönnum, þá gat þetta verið mjög skiljanlegt; þeir sjá og
heyra svo oft ýmislegt þess konar. En Sntólfur gamli var
óvanur að fá þess háttar teikn og stórmerki. Honum varð
svo mikið um þetta, vesalingnum, að það lá við sjálft, að
hann fjelli í öngvit. Þá mælti asninn:
„Góði, gamli vinur! Reyndu nú að átta þig aftur;
þetta er ekki annað en kraftaverk!"
Hvernig haldið þið, að Snjólfi gamla hafi nú orðið við?
Ykkur er það víst öllum kunnugt, að í fyrsta skifti, sem mað-
ur heyrir asna halda ræðu, þá verður hann svo forviða, að
hann trúir naumast sínum eigin eyrum; en af því að það
kemur svo fjarskalega oft fyrir, að maður heyrir það, þá venst
maður smám saman við það, — pað eins og hvað annað,
sem maður verður í fyrstunni forviða á.
Þannig fór einnig fyrir Snjólfi gamla. Hann fór nú að
átta sig aftur, og sætti sig smátt og smátt betur við þetta
nýja sköpulag asnans. Og eftir því sem hann athugaði asn-
ann betur ( þessari nýju mynd, eftir því fann hann fleiri og
fleiri einkenni hjá honum, sem voru þau sömu og áður. — Og
nú fóru þeir að spjalla saman eins og bræður.
Snjólfur gamli bað asnann að skýra fyrir sjer, hvernig
stæði á þessu óskiljanlega kraftaverki; og tók þá asninn
þannig til máls:
„Jeg var einu sinni heiðarlegur og mikils metinn bóndi,
en svo kom d|öfullinn og freistaði mfn; hann var ýmist í
vinarlíki, veitingamannslíki eða kaupmannsiíki, — en djöfull-
inn var það, í hvaða gervi sem hann svo var.—Jeg fjell að
lokum fyrir freistingum hans. Jeg fór að drekka - lítið í
fyrstu, en mjer fór óskiljanlega fljótt fram í því. Svo drakk
jeg meira — meira, og því meira sem jeg drakk, því meira
þyrsti mig, — og að lokum drakk jeg frá mjer allt lán og alla
velferð. — Jeg drakk sem sje eins og asni. — Og þegar jeg
svo vat orðinn öreigi, og hafði ekkeit til að fá mjer á pytl-
una fyrir, þá reyndi jeg að fá lán, og fjekk lánaða peninga
hjá einuin af fornvinum mínum, — það var annað asnastrykið.
— Jeg fór aftur að drekka, drakk og drakk, og eyddi öllu,
sem jeg hafði uttdir höndum; jeg var fyrirlitinn af öllum, og
allir hæddust og hlógu að mjer, og ekki að ástæðulausu, þvf
að jeg drakk, sem sagt, eins og asni. Og allt af var jeg að
verða meiri og meiri asni, þangað til að lokum fór eins fyrir
mjer og konunginum í Babflon: Asnaskapurinn fór að bijót-
ast út um skrokkinn á mjer, eins og mislingar eða rauðir
hundar. Og innan skamms vatð jeg þess áskynja, að húðin
á mjer var öll orðin loðin, þykk og grá á litinn; það var því
líkast, sem jeg væri kominn í loðskinnakápu; og eyrun á
mjer tóku að vaxa, — þau uxu og uxu, þangað til þau voru
orðin full þrjú kvartjel á lengd. Og þegar jeg svo tók eftir
því, að jeg var búinn að fá ákaflega ljótan og leiðinlegan
hala, sem náði niður á hæla, þá getur þú líklega skilið það,
að jeg varð alveg orðlaus, það er að segja, alveg mállaus af
— undrun. Jeg sá það sem sje, að nú var jeg orðinn það til
fulls, sem jeg áður hafði verið að hálfu leyti: — Reglulegur
asni! — Það var hart, að vera orðinn það, en það var ekki
þar með búið; jeg varð að þola alls konar þrautir, alls konar
háðung og vanvirðu, og að lokum urðuð þjer húsbóndi minn.
— Jú-jú — jeg hefi orðið að þola býsna margt, þótt jeg hafi
borið það allt með þögn og þolinmæði. — En nú er hegn-
ingartfminn á enda, og nú er jeg aftur orðinn að manni. —-
Æ, góði Snjólfur minn. Skelfing væri það nú fallega gert
af yður, að gefa mjer nú frelsi mitt aftur!"
„Farðu guði á vald", svaraði Sniólfur gamli, sem hafði
hlustað með mestu athygli á sögu asnans. „Jeg hefi skollans
lítið gagn af þvf að vera að halda í þig hjeðan af. Á meðan
þú varst reglulegur asni, varst þú margra peninga virði, en
nú — ja, nú er það búið að vera — pig kaupir svei mjer
enginn maður fyrir grænan túskilding. — Þú mátt því fara
hvert á land þú vilt; en — varaSu pig á flöskunni, kunn-
ingi, — nú veiztu, hvað af því getur hlotizt, að vera í nánum
kunningssvap við hanal"
Hrekkjnsnápurtnn hljóp nú leið sína, en Snjólfur gamli
staulað st ( hægðum sínum heim á Ieið; og hann strengdi
þess heit, að afneita algerlega upp frá þeirri stundu flöskunní
og allri hennar æit, allt frá brennivínstunnunni og niður í
staupið — allt frá óblönduðum vínanda niður ( hvttöl. —Og
— jeg veit ekki, hvort þið trúið því — hann hielt það heit
til dauðadags.
Snjólfur gamli steig aldrei fæti slnum inn fyrir brenni-
vínsholudyrnar eftir þetta, og forðaðist algerlega fjelagsskap
hinna fyrri Iagsbræðra sinna. Það varð smám saman mikil
breyting á högum hans, og það kom víst öllum saman um
það, að það var breyting til batnaðar.
Svo leið veturinn.
Fyrsta markaðsdag árið eftir sást Snjólfur gamli aftur
á leið til kaupstaðarins, og vitið þið, hvert erindi hans var?
— „Hann ætlar víst að fara að kaupa eitthvað smávegis",
munuð þið segja — Ónei, — það megið þið ekki ímynda
ykkur. — „Þá ætlar hann að fara að kaupa sjer asna". -**
Já -— hann ætlar að fara að kaupa sjer asna, og heldur tvo
en einrt, því nú hefir hann fulla vasana af peningum.
Það voru mörg hundruð asnar á markaðinum, og Snjólf;
ur gamli skoðaði þá alla í krók og kring, eins og hann hefði
afburða asnavit. Allt í einu varð honum svo illt við, að hjartað
seig um hálfa alin í brjóstinu á honum — hónum skjátlaðist
ekki — þarna mitt inni í asna-hópnum kom hann auga á -—
gamla einkavininn sinn. Hann stóð þarna á fjórum fótum,
alveg eins og hinir asnarnir, loðinn og með langan hala, og
ákaflega löng og asnaleg eyru, og leit yfir höfuð svo einstak-
lega bjánalega, sneypulega, örvæntingarlega og asnalega út,
að enginn ókunnugur hefði getað þekkt hann frá hinum ösn-
unum; en Snjólfur gamli þekkti hann undir eins, og sá þefl'
ar, hvernig í öllu mundi liggja. — Hann hafði, sem sagt,
afburða asnavit.
„Nú — já-já! ertu þá orðinn svona aftur, kunningi?! —
Já — svona er heimurinn. Sagði jeg þjer þetta ekki síðast,
þegar við skildum? Og hvaða árangur hafa svo þær ámmn-
ingar mfnar og heilræði haft? Engan — alls engan! —Nei
— þú hefir aftur farið að koma þjer í kynni við flöskuna —
þú hefir drukkið jafnt eftir sem áður!"
Þá svaraði asninn með grátkæfðri röddu og sagði:
„Hi—h(—ja—á!“
En Snjólfur gamli yppti bara öxlum, og hjelt áfram:
„Sjáðu nú, kunningi, þetta er ekki nema rjett handa þjet-
Þú vissir hvað við lá, og samt — samt fórst þú aftur að
drekka. Þú hefir blátt áfram gert gyllingar til þess, að verða
aftur að asna; og nú hefir þú fengið þeim vilja þínum full'
nægt. Nú getur þú gengið með beizli og reiðing allt til
þinna æfiloka —. Jeg veit það — jeg veit það með sjálfuUi
mjer, vinur minn, að maður getur vel orðið madur aftur, þótt
hann hafi eimi sinni verið orðinn asni. En ef hann fellur
aftur fyrir freistingunum, og verður asni f annad skifti tu,
pd losnar hann ekki úr þeim álögum meðan hann lifir!"
Pjetur: „Hefir þú heyrt það, að hún Gróa gamla er
alveg f dauðanum af blóðeitrun?"
Páll: „Nei, hefir hún nú bitið sig í tunguna?"
Ritstjóri: STEFÁN RUNÓLFSSON, Reijkjavik.
Prentsmiðjan Gutenbcrg, — 1912.
— 143
144