Alþýðublaðið - 14.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.06.1939, Blaðsíða 3
MÐVIKUDAGINN 14. Júní 1039. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ F. R. V&MJSMABSSON. í íjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGRMBSLA: ALÞÝBUHÚSINB (Ihngangur feá lENsrfÍsgotu). SfMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (íhsL «•€**&). 4902: Ritstfóri. 4903: V. 8. Vilhjálms (heiasa). "196: Jónas Guðmunds. heima, 4ji0S: A^»uprentsmiíSjaH. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝ»TJPRENTSM»JAN Fððurlaná. FLESTIR munu peir vera sem að jafnaði gera sér ljóst hvers virði pað er að eiga föð- urland sem hver einstakur mað- ur og kona á rétt til að taki við peim og hjálpi í vandræðum ef alt um prýtur. Mörgum mann- inum hefir orðið pað á að gera lítið úr þýðingu peirri, sem ætt- jörðin hefði fyrir pann einstak- ling, sem fátækur væri og um- komulítill, og talið að „föður- löndin" væru eingöngu fyrirhina betur efnum búna, sem gætuveitt sér gæði lífsins. Fyrir fám dögum var skýrt frá því í blöðum og útvarpi að pýzku skipi með um 1000 „flötta- menn" frá Þýzkalandi hefði ver- ið neitað um að setja fólk petta nokkurstaðar á land. Þetta fölk átti ekki neitt föðurland. 1 blöðum og útvarpi er nú sagt daglega frá meðferðinni sem Tékkar og Slóvakar eiga við að búa, síðan peir glötuðu frelsi sínu og föðurlandi fyrir innbyrðis óeirðir og lifa í útlegð par sem áður var peirra föðurland. Flótta- fólkið frá Spáni varð púsundum saman hungurmorða við landa- mæri Frakklands. — Það fólk átti ekki lengur neitt föðurland. Það er ómögulegt að gera sér fyllilega ljósar pær hörmungar sem hið föðurlandslausa fólk á við að stríða, pá hrakninga og pær pjáningar, pá meðferð sem það verður fyrir, petta fólk. sem alls staðar er ofaukið og alls staðar útskúfað. Og pað er á- reiðanlega enginn sá til, sem ekki er bæði sálar- og samvizkulaus, ef hann ekki vorkennir pví. En ef við gerum okkur Ijóst hvererhin eiginlega ástæða jpess, að petta fólk er alt föðurlands- Iaust verður pað niðurstaðan, að pær pjóðir sem pað tilheyrði, sem pað sjálft er hluti af, stofn- uðu til innbyrðis óeirða, sem nú hafa meðal annars Ieitt petta af sér auk ótalinna annara hörm- unga. Alt hið kugaða fólk í Þýzkalandi, Austurriki, Tékkíu og Slóvakíu, sem enn unir heima í löndum pessum og hefir ekki flúið land, er ámóta föðurlands- laust og hitt, sem flúið hefir. Frelsið, sem hið forna ættland veitti, er alt farið. Alt átti petta fólk heima í lýð- ræðislöndum par sem pví var trygt pað frelsi, sem pað finn- ur nú sárast til að glatað er, og meginhluti pess gerði lítið til að varðveita meðan tími var til. Það lét hin auðvirðilegustu leigupý æsa sig upp gegn peim, sem vildu vernda frelsi pess og föðurland. Því var að vísu lofað áframhaldandi frelsi, atvinnu og aukinni menningu, ef pað vildi ýera meíð í öðrum hvorum peim flokki, — kommúnista eða naz- ista — sem báðir töldu sig purfa að fá einræðisvald til pess að „auka" frelsíð og viðhalda pví. Jfn alt /þ»tta var svikið. Því heiir verið Iofað í öllum einræðisríkj- um og pað hefir verið Jafn svik- fið í peim öllum. Þar frá er Rúss- land engin undantekning. Alls* staðar hefir pað verið gint og situr nú svikið eftir. Hve innilega heitt mundi petta föðurlandslausa f61k hú ekki óska pess að pað gæti bætt úr pessu aftur? Hversu stórkostlegar fórn- ír mundi pað ekki vilja á sig leggja til pess að fá unnið aft- ur pað frelsi og föðurland sem pað hefir glatað og pað jafnt, hvort pað hefir orðið að flýja land eða er prælkað heima? Hversu heitt mundi pað ekki óska eftir pví að vera pegnar í ríkj- um eins og Bretlandi, Bandaríkj- UnUm, Frakklandi eða á Norður- löndum? En nú er ekki hægt að snúa við. Hið eina sem »er hægt og sem til bjargar getur orðið mannkyninu — líka pví sem nú pegar er orðið frelsis- og föðurlandslaust — er að lýð- íæðisríkin loki sér að fullu óg öllu fyrir kommúnistiskum og nazistískum áróðri i hvaða mynd sem hann birtist og undir hve fölsku flaggi sem hann er rekinn. Lýðræðispjóðirnar verða að skilja pað, ef pær eiga að fá haldið velli i viðureigninni við 6- svífna andstæðinga, að eins og p«ð er einræðisríkjunum hvað sterkast vopha að banna alt lýð- ræði innan sinna vébanda, eins ber lýðræðisríkjunúm skylda til pess, að svara með útilokun hvers konar einræðisárððurs. 1 lýðræðislandi eiga að gilda pær reglur að meirihlutinn ráði, en pó eru par pau takmörk gagn- vart minnihlutanum, sem aldrei eru yKrstígin og aldrei eiga eða mega verða yfirstigin, ef sá mínnihluti er Iýðræðis-minnihluti. Gegn einræðisminnihluta eiga bökstaflega að gilda alt önnur lðg. Einræðismennimir vinna í skjólí og undir vemd lýðræðis- ins að pví að grafa undan pví ræturnar. Þeir fá að ata aurií á alt og alla og loks er svo kom- ið áður en nokkur veit af að alt of margir hafa tekið einræðistrú í einhverri mynd og pá eru hörm- Ungarnar dundnar yfir. Þá er pað frelsi, sem tll var, glatað, og pað föðurland, sem vér áttum, einskis virði framar. Lýðræðisriki, sem leyfir einræð Viggbyholmarar heimsækja ísland í fyrsta sinn í sumar. ----------------? ...... Laugarvatnsmótið haldið að tilhlutun þeirra. —~—? —i—. Vlðtal wið aðalkonsill Svia9 Of f o Johannson. STARFSEMI Viggbyholmaranna er fyrst og fremst landafræðsla og landkynning. Telja má víst að í hópi þeiría, sem hingað koma á Laugarvatnsmótið 26. þ. m., hafi flestir íesið, eitthvað um ísland, og vilji því með heimsókn sinni nú kynnast landinu enn betur. Munu þessir 40 blaðamenn, kennarar óg aðrir þátttakendur mótsins svo skýra löndum sínum frá því, sem þeir hér hafa heyrt og séð. Er því hér um mikla landkynningu fyrir ísland áð ræða." Þetta sagði sænski aðalkonsúllinn Otto Johanson í viðtali við blaðamann Alþýðublaðsins í gær, þegar hann kom á fund konsúlsins til að leita upplýsinga hjá honum um komu Viggby- holmaranna hingað. „Nernendasamband sænska alþjóðaskólans í Genf kallar sig Viggbyhphnara," segir Otto Johanson, en hann var um langt skeið í stjórn skólans jafn.' framt því seni hann var einn af stofnendum nemendasam- bandsins. „Nafnið „Viggbyhol- mari" á sína einkennandi for- sögu," heldur konsúlíinn áfram. „Hin síðustu ár hefir áhugi al- mennings og þá sérstaklega al- þýðuæskunnar aukist • mikið fyrir alþjóðlegum viðfangsefn- um og stjórnmálum. Fyrir nokkrum árum stóð t. d. sænska útvarpið fyrir nám- skeiði í útvarpinu; er fjallaði um alþjóðleg málefni. Tóku 600 leshringar víðs^ vegar um landið þátt í þessu fræðslustarfi. Ég var forstöðumaður þessa nám- isstefnum að festa rætur og yaxa upp innansinnavébanda,er líkast blómagarði par sem illgresið er ræktað af jafnmikilli umhyggju og góðgresið og látið skeika að sköpuðu um hvort beri sigur ur býtum. skeiðs, og ég mun alt af minn- ast þess mikla áhuga nemend- anna, sem fram kom í öllum þeim bréfum, sem ég fékk frá þeim. Var þetta eitt af- þeim á-' nægjulegustu störfum, sem ég hefi haft með höndum." Skýrir konsúllinn svo fyrir fréttaritaranum frá þessari les- hringastarfsemi og frá stofnun sænska alþjóðaskólans í Genf. Skólinn var stofnaður 1932. Vár einkar hentugt að hafa hann í Genf, bæði vegna þess, að þar hefir Þjóðabandalagið aðsetur sitt og að þar eru starfandi márgir Svíar, sem þá gátu jafn- framt verið kennarar skólans. í Helsingör í Danmörku er einnig starfandi skóli (Intefna- tional Höjskole), sem nær ein- göngu fræðir um alþjóðleg við- fangsefni. ;'" -. - " . Vegna þess áhuga, sem skap- aðist hjá nemendum þessara skóla fyrir alþjóðlegum við- fangsefnum og þó sérstaklega sameiginlegum norrænum á- hugamálum, var boðað til nem- endamóts á Viggbyholm lýðhá- skóla í Svíþjóð 1934. OTTO JOHANSON. Þetta fyrsta mót varð betra en þeir bjartsýnustu höfðu gert sér vonir um, Það var öllum til gagns og ánægju og þátttakan svo mikil, að ákveðið var að halda slíkt mót á hverju suniri í einhverju Norðurlandanna. Hafa þegar verið haldin mót á eftirtöldum stöðum: 1934 Viggbyholm, Svíþjóð. 1935 Grankulla, Finnlandi. 1936 Klepp, Noregi. 1937 Helsingör, Danmörku. 1938 Viggbyholm, Svíþjóð, og nú, 1939, hér á Laugarvatni. Auk þess var sumarið 1938 haldið Viggbyhohnaramót í Va- hi, Eistlandi. Hefir af leiðandi mönnum Viggbyhólmaranna verið rætt um að færa enn frek- ar út kvíarnar og heimsækja fleiri af nágrannalöndunum, til þess að gefa félögunum kost á að fræðast um enn fleiri lónd. Má telja víst, að þessi mót eigi sinn mikla þátt í þeirri auknu samvinnu, sem nú á sér stað milli Norðurlandanna og einna skýrast kemur fram í þeirra sameiginlegu utanríkis- stefnu." Fréttaritarinn þakkar kon- súlnum fyrir allar upplýsing- arnar, en spyr hann áð lokum hvernig hann kunni við sig hér á íslandi, en Otto Johanson var skipaður aðalkonsúll Svía hér í júlí 1937. „Aður en ég varð aðalkonsúll hér á landi," segir Otto Johans^ son, „starfaði eg í utáftríkis- máladeild Svíþj'óðar.'Og ferðað- ist því mjög mikið til annara landa. Alls staðar; far»a ég hversu framandi ég vaf,\þang- að til ég kom hingað til íslands. Hér finst mér ég vera meðal landa, og éger viss uraítð land- ar mínir, sem nú koma á Laug- arvatnsmótið, munu segja það sama." ¦ fm&r** íss^p, w^mgi! w *n Vér verðum að taka undir með aðalkonsúlnum, og vona að væntanlegir gestir okkar verði ánægðir með komuna htngað og finnist' eins og. honUm, að þeir séu hér heima hjá sér. wmul mm» amm aaf „mLé Má telja víst að Laugarvatns- mótið verði til þéss áð v.ið bind- umst frændþjóðunurxi.'' enn sterkari menningar- og vináttu- böndum en verið hefir. Jafn- framt mun þekking nágrann- anna á fslandi aukast, því í hópí þátttakenda eru blaðamenn, kennarar, verkalýðsfélagaleið- togar, mentamenn o .fl., sem ef- laust munu segja löndum sín- um frá kynningu sinni á íslandi þegar heim kemur. Ér mjög á- j ríðandi að við. gerum alt það, sem í okkar valdi stendur, til að gera gestunum þessá vikudvöl þeira hér sem ánægjulegasta, en það verður bezt gert með'því að svo margir, sem þess eiga kost, taki þátt i mótinu. Hefir Al- þýðublaðið leitað upplýsínga hjá framkvæmdastjóra mót- tökunefndarinnar, Guðlaugi Rosinkranz, um væntanlega þátttöku fslendinga í mótinu, og segir hann að enn geti fleiri komist að. Vegna hinnar mlklu þátttöku frá Norðurlöndunum öllum, þá geta ekki fleiri en um 30 íslendingar tekið þátt i mót- inu, og verður það að teljast metnaðarmál okkar, að þar verði hvert sæti skipað, svo að Viggbyholmurunum hafi fund- ist þeir vera „meðal landa" þann tíma, sem þeir dvelja hér á landi. Guðlauguf Rósinkranz: Norræn samvinna. FRÁ því hefir verið skýrt í íslenzkum blöðum og út- varpi, að Gunnar Gunnarsson skáld hafi ritað grein í danskt tímarit og flutt eftirtektarverða ræðu, eða ræður, í vetur, þar sem hann hafi farið mjög hörð- um orðum um norræna sam- vinnu, og samkvæmt frásögn Morgunblaðsins haf i sagt að hin norræna samvinna væri mest „gullnar skálaræður um bræðra. lag." Þessari skoðun skáldsins hefir mjög verið haldið á lofti hér í blöðum og ef til vill meira en flestu öðru, sem þessi merki rithöfundur hefir skrifað. Ég ætla ekki að fara að deila við Gunnar Gunnarsson skáld um gildi norrænnar samvinnu, þar sem ég hefi heldur ekki séð þessa umtöluðu grein, enda veit ég, að þótt G. G. hafi, ef til vill, haft þessi eða svipuð ummæli um norræna samvinnu, að hann er eða hefir að minsta kosti verið einlægur vinur norrænn- ar samvinnu og hefir mikið fyíir hana gert. Gunnar Gunnarsson skáld hefir í mörg undnfarin ár haldið fjölda ræða og fyrir- lestra um norrœna samvinriul á fjölmennum mótum ýmsra menntamanna í flesturri Norð- urlöndunum .Einnig hefir hann ritað bók, Det nordiske Rige, þar sem hann heldur fram þeirri skoðun sinni, að öll Norður- löndin eigi að*sameinast í eitt norrænt ríki. Flestir eða allir aðrir, sem fremst hafa staðið í hinni norrænu samvinnu hafa unnið fyrir hana á þeim grund- velli, að það sé isamvinna 5 sjálfstæðra og óháðra þjóða, er vinni saman að sameiginlegum áhuga- og hagsmunamálum á sviði menningar og fjárniála. Þegar þessi tvö sjónarmið eru borin saman, eru ummæli Gunnars Gunnarssönar vel skiljanleg. í lögum Norræna fé- lagsins, þess félags, sem mest og bezt hefir unnið fyrir nor- ræna samvinnu, síðan þáð ,var stofnað, enda aðalhlutverk þess, er tekið frám að það vilji vinna að hverskonar norrænni sam- vinnu „bæði menningarlega og fjárhagslega, að svo miklu leyti, sem verða má fyrir fullkomins sjálfstæðis sakir." Þar með er stefna þess fastákveðin, Það vill ekki sameiningu ríkja í eina heild. núverandi Skal ég nú í stuttu máli reyna að greina frá nokkru því helzta, sem ágengt hefir orðið um noræna sam- vinnu. Hin raunverulega nor- ræna samvinna, í því formi, sem hún nú er, má segja, að hef jist með þriggja konga fund. inum í Málmey haustið 1914, þar sem allir konungar Norður- landanna hittust til þess að ráða ráðum sínum um afstöðu Norðurlanda til styrjaldarþjóð- anna og ákveðið var að senda ófriðarþjóðunum sameiginlega hlutleysisyfirlýsingu. Þetta varð upphaf að náinni samvinnu milli Norðurlandaríkjanna. Hinn ægi legi hildarleikur, sem háður var milli nágrannaríkjanna, þjappaði þeim fastar saman. Ó- víst er með öllu, hvernig farið hefði um hlutleysi hinna ein- stöku Norðurlandaríkjanna, ef þau hefðu ekki staðið fast sam- an um verndun hlutleysisins og haft nána samvinnu um utan- ríkismál sín. Þótt árangur nor- rænnar samvinnu hefði aldrei orðið annar en sá, að vernda Norðurlandaþjóðirnar frá því, að dragast inn í heimsófriðinn með öllum þeim hörmungum, sem því hefði fylgt fyrir þær, mætti það eitt teljast ærinn ár- angur. Upp frá þessu hefir jafnan verið meiri eða minni samvinna milli ríkisstjórna Norðurlandanna og í allmörg undanfarin ár haf a utanríkisráð. herrar Norðurlandanna háft með sér marga fundi á ári til þess að ræða mikilsvarðandi mál og taka sameiginlega ákvarðan- ir í þýðingarmiklum málum, er snerta sambúð þeirra við önnur ríki. Ekki má ætla það að allir utanríkisráðherrar Norðurlanda komi saman { á fundi oft á ári aðeins til þéss að „halda gullnar skálaræður" hver fyrir öðrum. Nei, tilgang- urinn er áreiðanlega raunsærri, sem og berlega hefir komið í ljós af sameiginlegum ákvörð- unum þeirra. í Þjóðabandalag- inu hafa Norðurlöndin jafnan fylgst að málum og oft komið þar fram sem ein þjóð eða ríkja. samband, þannig að einn full- trúi hefir talað fyrir hönd allra Norðurlandanna. Þess vegna hefir Sandler utanríkismálaráð- herra Svía, sem oft hefir haft orð fyrir Norðurlöndunum í Genf, stundum verið kallaður utanríkisráðherra Norðurlanda. Þessi samheldni Norðurlanda- ríkjanna út á við er viðurkend að vera mikill styrkur fyrir þau og skapar þeim ólíkt betri að- stöðu heldur en ef þau væru sundruð og hvert upp á móti öðru, þótt samheldni þeirra dugi ekki alltaf til þess að koma málum sínum fram, þegar harðfylgin stórveldi leggjast á móti. Stundum hefir verið á það bent, af þeim sem gagnrýna norræna samvinnu, aðverzlunar viðskipti Norðurlanda innbyrðis væru lítil. Að verzlunarviðskipt- in eru svo lítil stafar eðlilega af því, að framleiðsluvörur allra landanna eru svo líkar, að Norðurlöndin hafa ekki á venjulegum tímum þorf fyrir hvers annars vörur; ogselja út- flutningsvörur sínar á " sömu mörkuðum. En þegar þau þurfa á hvers annars hjálp að halda, hefir þetta breytzt. Svoreyndist í heimsófriðnum. Fyrir stríðið flutti Noregur og Dannlörk inn járn frá Svíþjóð aðeins fyrir 1—2 "millj. kr., ~en 1918' var þessi innflutningur frá Svíþjóð kominn upp í 43 millj. kr. til Noregs og 42 millj. til Dan- merkur. Fyrir stríðið voru inn- byrðisviðskipti Norðurlandanna ekki nema um 10% af öllum viðskiptum þeirra, en árið 1918 voru þessi viðskipti komin upp í 24% í Svíþjóð, 28% í Noregi og 30% í Danmörku. Auðvitað minnkuðu þessi viðskifti aftur, þegar viðskiftalífið komst í eðlilegt horf. Þetta sýnir aðeins að Norðurlöndin hafa samvinnu í viðskiptum, þegar þörf kref- ur. Frk. á 1. íí*b»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.