Alþýðublaðið - 16.06.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAG 16. JÚNf 1939
ALÞYÐUBLAÐIÐ
UMRÆÐUEFNI
Þumalína.
Úti í ánni voru margar vatnarósir, — og blöðin á þeim líta
út eins og þau fljóti á vatninu. Blaðið, sem var fjarlægast —
var langstærst. Þangað synti gamli froskurinn og þar lagði
hann valhnotuskelina með Þumalínu í.
Litla stúlkan vaknði snemma um morguninn,
og þegar hún sá hvar hún var ....
fór hún að hágráta, því að það var vatn allt
í kring um stóra, græna blaðið, hún gat ó-
mögulega komist í land.
Gamli froskurinn sat í leðjunni, og skreytti
bústaðinn sinn með grænu sefi.
Svo synti hann með ljóta soninn sinn út að
blaðinu, þar sem Þumalína stóð. Þeir ætluðu
að sækja fallega rúmið hennar og koma því
fyrir 1 hjónaherberginu.
Steinsteypti vegurinn og
reynslan. Seinlætið í fram-
kvæmdum bæjarins. Nýi
þulurinn. Reiðhjólaþjófnað-
urinn og lögreglan. Sleifar-
lag. Bátur á Kleifarvatni og
buxur vélamannsins. Þakkir
til garðyrkjuráðunauts bæj-
arins.
ATHUGANIR HANNESAR
Á HORNINU.
STEINSTEYPTI VEGURINN
inn að Elliðaánum er enn ekki far-
inn að láta neitt á sjá og er nú þeg-
ar fengin allgóð reynsla af hon-
um. Steinsteypan hefir staðist
frostin undanfarna vetur og þó að
veturnir hafi verið mildir, þá má
fullyrða að reynslan sýni, að hér
sé um hina heppilegustu vegargerð
að ræða fyrir okkur. Hún er að
vísu mjög dýr, en að öllum líkind-
um borgar sig miklu betur að hafa
vegina þannig, þegar til lengdar
lætur.
ÞEGAR ÉG GENG fram hjá
Iðnó, er ég oft að hugsa um sein-
lætið í framkvæmdum bæjarins. í
tæpt ár hefir staðið yfir viðgerð á
spottanum af Vonarstræti, sem er
milli Lækjargötu og Templara-
sunds og gatan er ófullgerð enn
þá. Hvað á svona seinlæti að
þýða? Hvers vegna er þetta dregið
svona von úr viti?
NÝR ÞULUR, Guðbjörg Vig-
fúsdóttir, héðan úr bænum, ættuð
vestan af Snæfellsnesi, hefir verið
ráðinn að Ríkisútvarpinu. Virðist
þetta val hafa tekist vel. Rödd
Guðbjargar er hreimfögur og skýr,
áherzlur hennar viðeigandi og
framburður góður. Nokkurs titr-
ings kennir í röddinni við og við
og má vera, að hún sé „nervös“
eins og sagt er á reykvísku. Hún
talar helzt of hratt og er það raun-
verulega það eína, sem hægt er að
finna að henni. Sagt er, að sam-
keppni hafi farið fram meðal
stúlkna af verzlunarskólanum og
hafi hún orðið hlutskörpust, aðal-
lega þó í lestri erlendra frétta, en
það krefst mikillar kunnáttu í
málum og léikni í framburði
þeirra, Vonandi fer Ríkisútvarpið
þegar að tryggja sér annan þul, því
að ef dæma má af reynslu. þá mun
því ekki haldast lengi ó þessari.
REIÐHJÓLAÞJÓFNAÐIR eru
algengir í bænum, svo algengir, að
til stórra vandræða horfir. Þjóf-
arnir gera ýmist að nota hjólin
sjálfir eftir að þeir hafa breytt
DAGSINS.
þeim að ýmsu leyti, eða þeir
selja þau.
ÞAÐ BER að tilkynna lögregl-
unni alla slíka þjófnaði, og maður
skyldi ætla, að hún væri vakandi
yfir þessu. Auðvitað á hún að til-
kynna reiðhjólaverkstæðunum í
bænum númer þeirra reiðhjóla og
útlit sem henni hefir verið tilkynnt
að stolið hafi verið. Og hún gerir
þetta, en svo seint, að það er
einskis virði. Kunningi minn hafði
tilkynnt lögrglunni í október s.l.
að stolið hefði verið reiðhjóli
hans, en upp á því hefir hann ekki
haft — og fyrst í marzmánuði s.l.
tilkynti lögreglan einu reiðhjóla-
verkstæði hér í bænum hvarf
reiðhjólsins.
ÞETTA SÝNIR sleifarlag í starfi
lögreglunnar. sem ekki er hægt að
þola. Yfirleitt verður allt starf lög-
reglunnar að standast gagnrýni —
ef það gerir það ekki, hætta menn
að íreysta henni til nokkurs skap-
aðs hlutar.
ÉG VIL EKKI á nokkurn hátt
sýna lögreglunni 'eða yfiþmanni
hennar ósanngirni, en ég neita því
að þegja yfir því, sem slæmt er í
fari hennar. Ef yfirmenn lögreglu-
þjónanna telja að eitthvað sé rangt
í aðfinslum mínum, þá er sjálfsagt
að taka leiðréttingu frá þeim.
í VOR var settur bátur á Kleif-
arvatn til þess að annast ferðir yfir
vatnið og kostar farið 75 aura. —
Bátur þessi er ætlaður fyrir 30
manns og hefir haft mjög mikið
að gera um helgar, vegna þess, að
fólk sækir nú mikið að Kleifar-
vatni. Um síðustu helgi var þarna
svo mikið af fólki, sem vildi kom-
ast með bátnum, að ekki varð við
neitt ráðið og ruddist langt um
fleira í hann en hann var ætlaður
fyrir. Varð hamagangurinn svo
mikilí, að menn duttu í vatnið og
urðu holdvotir. Voru 40 manns í
bátnum og stundum jafnvel 50. Er
þetta auðvitað alveg óverjandi og
getur hæglega valdið stórslysi.
ÞAÐ SKRÍTNA ATVIK kom
fyrir á sunnudag, að vélamaður
bátsins lenti með buxur sínar í vél-
arreim, sem dró þær niður um
hann, en hann stóð eftir á sumar-
nærbuxum og þótti það ófullnægj-
andi klæðnaður, en maðurinn tók
það ráð, að fara í klofhá vatns-
stígvél og kápu. Hér snerist það,
sem orðið hefði getað háskalegt
slys, í hlægilegan viðburð.
ÉG ÞAKKA ÞAÐ, sem garðyrkju
róðunautur bæjarins hefir gert fyr-
ir fótstall Jóns Sigurðssonar. Nú
lítur þarna allt mjög vel út.
Hannes á horninu.
Oddur um sjómannasýninguna.
Ég fór á sýninguna og þótti
gaman. Mér fanst ég vera kom-
inn aítur 1 andófið á grútar-
stokknum eða um borð í Jósef-
ínu í olíukápunni minni gömlu,
á tréhnöllum með kaffi--
fant 1 annari hendinni og
myglað rúgbrauð í hinni, mér
fanst ég vera að stappa á dekk-
ið af því hvað ég misti stóran
þorsk, mér fanst ég sjá kokkinn
— 12 ára gamlan snáða — sem
átti að matreiða ofan í okkur
24 menn, ó-já, það má ekki mis-
skilja, að þetta hafi verið sýnt,
ó-nei, sussu nei, en kútter, fal-
legur kútter siglandi með öll-
um seglum, það var sýnt og var
ljómandi fallegt, margir vitar,
en þegar ég var, var enginn
viti nema Reykjanes-, Garð-
skaga, Gróttu og Engey. Það
var verið að búa til mat þarna
af fínum kokk, líklega trollara-
mat, því skútumatur var það
Blndíndismðlalundur
í Kellavík.
JÖLMENNUR bindind-
ismálafundur var hald-
inn í Keflavík s.l. sunnudag
að tilhlutun stúkunnar Frón
nr. 227, fyrir forgöngu æðsta
templars hennar, Lúðvígs C.
Magnússonar.
Fyrst var haldin guðsþjónusta,
og framkvæmdi liana sóknar-
prestur Grindavíkur, séra Bryn-
jólfur Magnússon.
Kl. 3V2 var bindindismálafund-
urinn settur, með ávarpi Ludvigs
C. Magnússonar. Ræddi hann að-
allega um tildrög fundarins og
íilgang. Auk hans fluttu þessir
erindi: Gunnar E. Benediktsson
málafl.m.: Þróun Reglunnar. Jó-
hann Sæmundsson tryggingaryf-
irlæknir: Áfengið og þjóðfélagið.
Pétur Ingjaldsson cand. theol.:
Siðgæðis- og menningarmál. —
Voru erindin öll mjög athyglis-
verð.
Á fundinum voru samþyktar
margar ályktanir um bindindis-
mál. M. a. þessar:
„Fundurinn skorar á alþingi að
samþykkja lög um heilsuhæli
handa drykkjumönnum.“
„Fundurinn skorar á fræðslu-
málastjórnina að beita sér fyrir
skiþulagðri bindindisfræðslu í
öllum skólurn landsins. Fundur-
inn telur sjálfsagt, að útvarþsráð
láti, sem svarar mánaðarlega,
flytja fræðandi fyrirlestra í út-
varpið um skaðsemi áfengis og
annara eiturnautna, og flytji
bindindisfréttir og styðja bind-
indi á allan hátt.“
„Pundurinn þakkar þeim hjón-
urn, Jóni Pálssyni og konu hans,
önnu Adólfsdóttur, fyrir hina
rausnarlegu gjöf þeirra til stofn-
unar drykkjumannahælis."
mte afy ^mmVóHun«3{oöi«tvnq.
Oi Tr&k.
SMj íauqau.a'i. Jt§W^msen) *
ekki. Oddur Sigurgeirsson hjá
Guðmundi Sigurðssyni skipstj.
1UAÐURINN SEM HVARF
56.
Patrick snéri sér að Charlottu:
„Á ég að hleypa þessum náunga inn fyrir?“
„Já, og fylgið okkur svo niður að hesthúsinu, þangað sem
Tinker er. Við verðum að fá að sjá hann.“
Patrick hristi höfuðið, en færði sig til hliðar og gaf þeim
til kynna með handarhreyfingu, að þau yrðu að fara á und-
an. Hann ætlaði ð reka lestina sjálfur. Það var að hans áliti
Öruggast.
„Ég þekki leiðina, herra ríkisstjóri,“ sagði Charlotta og fór
á undan.
í myrkrinu hnaut hún og hefði dottið, ef ríkisstjórinn hefði
ekki gripið um handlegg hennar. Hann slepti ekki takinu eftir
það. Hver vissi nema hún hefði hrasað með vilja!
„Hundinum líður afarilla,“ sagði nú Patrick. „Hann er að-
framkominn að ég held. Þér munuð komast við, ungfrú, þegar
þér sjáið hve langt hann er leiddur."
,.Ó, Patrick, er þetta sattí“ sagði CCharlotta. „Vesalings
skepnan.“
„Já, ég er hræddur um að hann sé í andarslitrunum. Ég
yar að koma frá honum þegar þið hringduð hliðsbjöllunni.“
T HÁLMBÆLI í einu horni hesthússins lá gamli veiði-
hundurinn. Hann átti sýnilega afarörðugt með andar-
dráttinn. Þegar þau nálguðust, urraði hann lágt, en spratt
ekki á fætur.
„Jæja, kallinn minn, hvernig líður þér?“ sagði Patrick vin-
gjarnlega.
Hundurinn ýlfraði lítið eitt o glét svo höfuðið síga aftur
eins og hann lægi í einhvers konar dái.
„Tinker!“ kallaði ríkisstjórinn. „Tinker! — Komdu, kallinn
minn.“
Tinker bærði ekki á sér.
„Hvernig líður þér, Tinker minn?“ spurði svo lögreglumað-
urinn með sinni dimmu og djúpu rödd. „Tinker! -— Tinker!
Héyrirðu ekki til mín. — Tinker!“
„Þökk fyrir, — þetta er nóg,“ sagði ríkisstjórinn. „Hann
bærir ekki svo mikið sem eyrun. •— Þá er bezt ð fá að sjá
prófraunina.“
Jim Blake laut yfir gamla hundinn sinn.
„Tinker!“ kallaði hann.
Það var eins og hundurinn væri h‘ggvinn í stein. Hann
kallaði hærra:
„Tinker! — Þú ætlar þó ekki að bregðast mér, gamli félagi?“
Allir biðu með öndina í hálsinum. — Sama þögnin var eina
svarið. . .. Ríkistjórinn snéri sér að lögreglumanninum:
„Eigum við að taka hann með okkur aftur til Albany, eða
viljið þér heldur fara með hann til New York?“
Blake lá á hnjánum við hlið hundsins og grét eins og barn.
„Hann er dauður, vesalings gamli félaginn minn. — Hann
er dauður.“
Hann strauk hann ástúðlega með hendinni, eins og hann
hafði svo oft gert í gamla daga ......
Og þá spratt Tinker upp — stökk upp í fang hans og sleikti
andlit hans. En á næsta augnabliki steyptist hann til jarðar
eins og hann hefði verið skotinn með kúlu. — Steindauður.
Hinn fámenni hópur, sem stóð umvherfis þá, var sem
þrumulostinn.
Svo lagði ríkisstjórinn hön dsína á herðar Jims:
„James Blake. Ég tek Tinker fullgildan sem vitni.“
ALEIÐINNI til bka til flugvélarinnar hélt ríkisstjórinn
undir handlegg Blakes.
„Svo að þér þurfið ekki að koma fram 1 dagsbirtuna í þessu
máli,“ sagði han neftir nokkra þögn. „Þá er líklega réttast
að ég náði frú yðar og færi fram þær ástæður, að ég telji ekki
fyllilega sannað, að nokkurt morð hafi verið framið.“
Jim stundi þungan.
„Ég hélt að það myndi vera næst óskum yðar.“ sagði ríkis-
stjórinn.
„Það er líka rétt. Og ég mun aldrei fá yður fullþakkað það,
sem þér nú hafið gert fyrir mig.“
„En því varpið þér þá öndinni svo mæðulega? — Nú eruð
þér þó búnir að hljóta hið fullkomna frelsi, sem þér þráðuð.“
„Frelsi. — Er ég frjáls?“
„Já, eins frjáls og fuglar himinsins,11 svaraði ríkisstjórinn
brosandi. „Þér getið jafnvel gift yður aftur, ef þér skylduð
fá tilhneigingu í þá átt.“
„Nú skil ég yður ekki. — Þér eruð þó ekki að telja mig á
að gera mig sekan um fleirkvæni?11
„Fleirkvæni! — Nei. heyrið þér nú, Blake, — Ilka er alls
ekki kona yðar.“
Orð ríkistjórans urðu Blake meira og meira óskiljanleg.
„Við höfum rannsakað fortíð Ilku mjög nákvæmlega,“ hélt
ríkisstjórinn áfram. „Hún var gift áður en hún kyntist yður
og hinn rétti eiginmaður hennar er lifandi og býr í Varsjá í
Póllandi. — Þér eruð því hvorki giftur né fráskilinn. Hún
hefir dregið yður á tálar frá því fyrst þið kyntust.11
Svo bætti hann við eftir augnabliks þögn:
„Þessi unga stúlka, sem með okkur er núna, virðist mér
aftur á móti vera jafn ólík henni eins og dagur nótt. — Ég
óska hjartanlega til hamingju. , . . Ég hefi haft augun í höfð-
inu eins og þér heyrið,“ sagði hann síðast hlæjandi.
Allar tilfinningar og hugsanir Blakes voru á ringulreið. Svo
skaut alt í einu upp í huga hans endurminningunni um loforð,
sem hann hafði gefið.
„Þegar é gkeypti nafn Carters hét ég honum því. að ég
skyldi fyrst af öllu byrja á því að reyna að finna hina horfnu
systur hans og son hennar. — Ég verð ...“
„Fyrst af öllu að giftast stúlkunni,“ gerip ríkisstjórinn
glaðlega fram í. „Hún á það sannarlega skilið. — Jæja, hér
er þá flugvélin. Þér skuluð segja frá hvert á land þér óskið
að við fljúgum með yður.“
„Ég held við verðum kyr þar sem við erum. — Þetta er
þó þrátt fyrir lt heimili mitt og eftir þeim upplýsingum, sem
þér hafið gefið mér, á enginn annar tilkall til þess.
Tyr AÐUR og kona stóðu tvö ein á flugvellinum og sáu ljós
-*■ * flugvélarinnar smáhverfa út í myrkurbláan himingeim-
inn, — Heitar skjálfandi varir mættust.
Það var fyrsti kossinn þeirra.
E N D IR.