Alþýðublaðið - 16.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.06.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAG 16. JÚNÍ 1939 ALÞfBUBUBW ReglngerO félaosmálaráðn- leytisins nm kanp fast- ráðinna fjðlskyldnmanna. --------- Kaup þeirra hækkar, ef kaup ófag- lærðs verkafólks hækkar. Tilkynnlng. Það tilkynnist að frá deginum í dag hefi ég leigt frú Sigurbjörgu Sigurðardóttur búðina á Laufásveg 2, og eru mér hér eftir óviðkomandi skuldbindingar þessarar búð- ar. Þar verða áfram seldar „Freia“ smákökur. „FREIALaufásveg 2. Frú Skaug Steinholt. ' „FREIA“-fiskfars, -búðingar og -bollur verður áfram selt á Laufásveg 2. Inngangur frá Bókhlöðustíg. Sími 4712, takið eftir 4712. Reykjavík, 14. júní 1939. --------------------------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ HITSTJÓ'RI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). '196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦-------------------------♦ KosBingin i Austur- Skaftafellssýslu. AUKAKOSNING á fram að fara í Austur-Skaftafells- sýslu 25. þ. m. Kjósa á þing- mann í stað Þorbergs Þorleifs- sonar í Hólum, sem nýlega er látinn. Framsóknarflokkurinn býður fram Pál Þorsteinsson kennara og kommúnistar bjóða fram Arnór Sigurjónsson. Sjálfstæð- isflokkurinn býður ekki fram mann, en styður kosningu Jóns ívarssonar kaupfélagsstjóra, sem býður sig fram utan flokka, en alment er þó talinn tilheyra Bændaflokknum, þó hann sé þar ekki flokksbundinn. Alþýðuflokkurinn býður eng- an mann fram að þessu sinni í þessu kjördæmi. Ástæðan til þess er sú fyrst og fremst, að Alþýðuflokkurinn lítur svo á, að þar sem almenn- ar kosningar um land alt og út- reikningar þeir á uppbótarþing- sætum, sem fram fara þá, leggja grundvöll að skipun Al- þingis um fjögra ára tíma, þá sé ekki rétt, að með aukakosn- ingum í einu eða tveimur kjör dæmum sé verið að breyta þeim grundvelli og raska þeirri heildarútkomu, sem almennar kosningar hafa sýnt og á hefir verið byggt. ' : | :f| Niðurstaða síðustu kosninga var sú, að Alþýðuflokkurinn og Framsókn höfðu til samans meirihluta í báðum deildum Al- þingis, en ef svo færi að Fram- sókn misti einn þingmann sinn úr neðri deild, væri hlutfallinu frá 1937 raskað og að svo stöddu óskar Alþýðuflokkurinn ekki eftir því. Fyrir því mun Alþýðuflokk- urinn stuðla að því eftir megni í Austur-Skaftafellssýslu, að Framsókn haldi kjördæminu. Um tvo frambjóðendurna er alt gott að segja. Páll Þorsteins- son er ungur og ötull, áhuga- samur um pólitík og héraðsmál og líklegur til þess að verða að góðu liði á Alþingi eins og hann' hefir reynst til þessa heima í héraði. Jón ívarsson er landsþektUr maður fyrir dugnað sinn í verzl unarmálum Skaftfellinga og vita allir, sem hann þekkja, að hann er liðtækur að hverju því verki, sem hann gengur. Hann var Framsóknarmaður um langt skeið, en með honum og ýmsum Framsóknarmönnum „gerðust þær greinir“, er leiddu til þess að hann yfirgaf flokk- inn og rær nú „einn á báti“ að hann kallar, en mun hafa ýmis konar stuðning. Morgunblaðið lýsir því yfir, að Sjálfstæðis- menn í sýslunni styðji kosningu hans. Arnór Sigurjónsson er fram- bjóðandi kommúnista, og er ó- þarft á hann að minnast. Hann Félagsmálaráðherra Stefán Jóh. Stefánsson staðfesti í gær svohljóðandi reglur um kaupgjaldshækkun fastráðinna fjölskyldumanna sámkvæmt 2. gr. laga frá 4. apr- íl 1939 um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi. 1. gr. Kaupgjald fastráðinna fjöld- skyldumanna, sem hafa eigi hærri laun en segir 1 2. gr. þess- arar reglugerðar, skal hækka á sama hátt og kaupgjald ófag- lærðs verkafólks og sjómanna, eftir því sem fyrir er mælt í 2. gr. 3. málsgrein laga um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi. , 2. gr. Aðnjótandi þessara hlunninda mun hafa verið 1 öllum flokk- um, sem til hafa verið hér á landi síðan hann fékk kosning- arrétt, og er nú í Kommúnista- flokknum, sem þó heitir tveim nöfnum öðrum til málamynda. Það er þýðingarlaus frambjóð- andi fyrir þýðingarlausan flokk með ómerkileg mál, og fer vel á því. Átökin í kosningunni verða milli Jóns ívarssonar og Páls Þorsteinssonar. Við síðustu kosningar hlaut frambjóðandi Framsóknar, Þor- bergur í Hólum, 337 atkvæði, en Brynleifur Tobiasson, sem þá var frambjóðandi Bændaflokks- ins og studdur af Sjálfstæðis- floltknum, 248 atkvæði. Aðrir fengu 27 atkvæði. Var munur- inn þá 89 atkvæði, svo sýnilegt er að erfitt verður að segja fyr- irfram ákveðið um úrslitin. Samkvæmt boði brezkra stjórnarvalda fóru 15 norskir blaðamenn nýlega í heim- sókn til Englands. Meðal þeirra var hinn þekti blaða- maður norska Arbeiderblaðs- ins, Finn Moe. Alþýðublað- ið birtir hér þýðingu á grein eftir hann um þau straum- hvörf, sem nú em orðin i brezkri alþjóðapólitík. Varp- ar hún ljósi yfir brezkan hugsunarhátt, sem margur Islendingur mun eiga erfitt með að setja sig inn í. LUGBLÖÐUM frá þýzku nazistunum er dreift um landið okkar. í þeirn eru haturs- fullar árásir á önnur ríki. Áróð- ursmenn þeirra eru alls staðar á ferðinni, ýmist lokkandi eða hót- andi. Ætlunin er að vinna al- menningsálitið. Englendingar bjóða 15 norsk- um blaðamönnum að koma yfir Norðursjóinn og litast um. Ekki er gerð minsta tilraun til að hafa áhrif á hvern einstakan; hverjum ter í sjálfsvald sett, að draga þær álýkt.anir, er honum þóknast. Það eru þeir fastráðnir fjölskyldu- menn, sem hafa eigi hærri Iaun en hér segir: a. í Reykjavík undir 300 kr. kaup á mánuði eða sem svarar 3600 kr. árstekjum. b. I öðrum kaupstöðum og kauptúnum með yfir 300 íbúa undir 280 kr. kaup á mánuði eða sem svarar 3360 kr. árstekjum. c. Annars staðar á landinu undir 240 kr. kaup á mánuði eða sem svarar 2880 kr. árs- tekjum. 3. gr. Til fastráðinna fjölskyldu- manna teljast þeir, sem .hafa SIÐAN OTSALA sterkra á- fengra drykkja hófst á ný hér á Iandi 1935, hefir það kom- ið æ betur og betur í ljós að þörfin fyrir drykkjumanna- hæli væri svo brýn og aðkall- andi, að öllu lengur yrði ekki daufheyrst við þeirri menningar- og mannúðarskyldu að koma slíku hæli á stofn. Þegar við lítillega athugun, sem gerð var um það leyti á mál- inu, kom það í ljósýað í næstum því öllum kaupstöðum landsins, og þó einkum í Reykjavík, væru all margir menn, sem lögreglu- stjórar álitu að nauðsynlega þyrftu hælisvistar með. Síðanhef ir þetta aukist og margfaldast, eins og öllum nú er ljóst. Enda en það mála sannast, að naumast er nokkur krafa, sem hefir fengið jafn einróma undirtektir manna, eins og krafan um drykkjumanna er ekki einu sinni spurt um skoÖ anir okkar. Hvorttveggja er áróður, en að- ferðirnar eru svo ólíkar, sem dagur og nótt, og það er engin hending. Það er í samræmi við mismuninn á tveimur ólíkum pólitískum lífsviðhorfum, annars vegar viðhorf kúgunar og ein- ræðis, hins vegar frelsis og lýð- ræðis. Hálfsmánaðardvöl í Englandi er vitanlega ekki nægileg til þess að unnt sé að mynda sér full- komlega yfirlit um brezka utan- ríkispólitík, sem nú er í déigl- unni. En ef vér erum stöðugt á feröinni og fáum tækifæri til að tala við maitgt fólk, sem er hægt vegna góðrar brezkrar gestrisni, þá getum vér myndað oss gott yfirlit um þau viðhorf, sem eru efst á baugi. Tvímælalaust hefir geysileg breyting orðið á ensku almenn- ingsáliti. Ef til vill verðurn vér þess bezt meðvitandi, ef vér eig- um tal við fólk, sem segist hafa verið fylgjandi Miinchenstefn- unni, en viðurkennir nú hrein- skilnislega, að þar urðu stór- fasta atvinnu hvernig sem ráðn- ingu eða kaupgreiðslu er hagað og hafa fyrir heimili að sjá, konu, börnum eða öðru vanda- fólki, þannig að þeir halda heimili vegna þeirra eða greiða meðlag með þeim, sem nemur meiru en hálfum ómagafrá- drætti til skatts. 4. gr. Félagsmálaráðherra úrskurð- ar ágreining út af framkvæmd þessarar reglugerðar. Reglugerð þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum frá 4. apríl 1939 um gengisskrán- ingu og ráðstafanir í því sam- bandi. Félagsmálaráðuneytið. 14. júní 1939. Stefán Jóh. Stefánsson. Páll Pálmason. Enn er ekki vitað hvernig hækkun á kaupi ófaglærðs verkafólks verður varið, en það fer eftir útreikningi á hækkun vöruverðs. En við þetta kaup verður hækkun á kaupi fastráðinna fjölskyldumanna miðuð. hælið. Hafa m .a. margir læknar tekið undir hana, og geðveikra- læknirinn dr. Helgi Tómasson rök stutt hana opinberlega. Þegar frú Guðrún sál. Lárus- dóttir flutti frumvarp sitt um drykkjumannahæli, undírrituðu fjöldi mætra manna hér í Reykja- vík — og þar á meðal margir læknar — áskorun til alþingis um að setja lög um drykkju- mannahæli. Þetta alt bendir til, að allir. séu á einu máli um nauðsyn á framkvæmdum. — Nú er enn á ný tilbúið frumvarp til ■laga í þessu máli, sem væntan- íega verður lagt fyrir alþingi, þegar það kemur saman á ný — og vonandi nær samþykki. En hér þarf meira til en lög. Hér þarf samstilt átak og vilja alþjóðar. Allir þurfa að sýna það í verki, að þeir hafi vilja til aÖ leysa af hendi mannúðarskyldu feld mistök. Það er fyrst og fremst hernám Böhmen og Mah- ren og árás Mussolini á Albaníu, sem hefir valdið breytingunni, skapað það viðhorf, sem endur- speglar sig í setningu þessari: Svona getur þetta ekki gengið lengur, eða þá með enn skarpari orðum: Nú verður að stöðva strák þennan. En slíkar setningar falla oft í Bretlandi. Áþreifanlegt og jákvætt dæmi um þetta viðhorf er hið geysi- lega fylgi við vígbúnaðinn. „We ‘ve got to be prepared“ (Við verðum að vera viðbúnir) blasir við á geysistórum auglýsinga- spjöldum um alla London ásamt hvatningu um að láta skrásetja sig í herinn, á flotann eða í lioft- varnarliðið. Sprengjuheldir loftvamakjallar- ar em gerðir í öllum görðum. 1 hverju húsi era sandkassar og slökkvitæki tilbúin og fyrir löngu síðan hafa verið afrituð öll þýð- ingarmikil skjöl og afritunum komið í öragga felustaði úti á landi. Bretland er viðbúið. Allar leiðandi og mikilsvarðandi stofn- anir hafa fengið skipun frá æðstu stjórnendum landsins um að vera búnar undir strið, sem geti hafist á hverri stundu. Vér fengum að heimsækja þýð- ingarmestu verksmiðjuna, sem framleiðir sprengjuflugvélar. Heimsókn, sem bar sterkan styrj- aldarsvip, ekki að eins vegna á- og sýna bágstöddum meöbræðr- um kærleiksþel. — Eitt mikilsvert menningarmál hefir verið leyst þannig með samstiltu átaki mann- úðar og mannkærleika. Það var þegar Ríkisspítalinn var reistur. Nú þarf eitt slíkt átak til. Alþjóð er nú orðin kunn hin höfðinglega gjöf Jóns Pálssonar fyrv. bankagjaldkera, er hann hef ir afhent ríkisstjóminni 20,000 kr. til stofnunar drykkjumannahælis. Sá sjóður þarf að aukast til muna, til þess að hælið geti orð- ið það, sem það þarf að vera. Þess vegna skal nú skorað á alla íslendinga að fylgja hinu fagra fordæmi Jóns Pálssonar, §ýna aðþrengdum olnbogabörn- um þjóðfélagsins drenglyndi og mannúð, leggja sinn skerf til — stóran eða lítinn eftir getu — og bjarga málinu í höfn. Við eram að vísu fáir og fá- tækir, Islendingar. En við getum mikið, ef kærleikurinn og mann- úðin fá að ráða. Öll blöðin hér í bænum hafa góðfúslega lofað að taka mótí samskotum i þessu skyni. Og hér með er heitið á allar Góðtempl- arastúkur landsins, öll ungmenna félög og kvenfélög að gera slíkt hið sama og beita sér fyrir mál- inu. Allir verða að hjáípast að með að vinna gott verk. Friðrik Ásmundsson Brekkan ráðunautur ríkisins í áfengismál- um. Á morgun, 17. júní, kemur Alþýðublaðið út fyrir hádegi. Auglýsingum í það blað sé skilað á afgreiðsluna í kvöld. hrifanna af vígbúnaðarviðbúnað- inum, — kappinu við vígvéla- smíðina, heldur einnig vegna þeirrar hulu, sem allir hlutir vora sveipaðir í, þar var leynd yfir hverjum hlut, t. d. hve rnargar flugvélar væru smíðaðar, en svo er sagt, að á hverjum klukku- tíma standi ný flugvél tilbúin. Flestir, sem era spurðir, svara, að enska þjóðin muni snúast öðru vísi gagnvart sams konar úlfakreppu Póllands en raun varð á í september í fyrra gagnvart Tékkóslóvakíu. En ef farið er til þeirra, sem bezt fylgjast með og vita gerst og þeir eru spurðir, hvort aftur muni koma Miinchen vegna Danzig, þá er mjög örð- ugt að fá eindregið eða skýrt svar, hvorki já eða nei. Allir era í vafa, vegna þess, að hér kernur Chamberlain til skjalanna. Hann er áreiðanlega talsverð ráðgáta. Næstum því hver maður, sem við er tálað um hann, kem- ur með nýja skýringu á honunr, sína túlkun. Sumir segja, að hann sé heimskur, í mesta lagi hæfur i borgarstjórastöðu í miðlungs bæ. Aðrir telja hann kænan og full- yrða, að hann starfi hyggilega að utanríkismálum, meira eða minna á bak við fasistaríkin. Stundum virðist svo sem hann búi yfir vissum tilhneigingum til einræðis. Hann rekur sína eigin pólitík umkringdur þröngum hópi einkennilegra ráðgjafa. Jafntefli K.R. og Vikings. KAPPLEIKURINN milli K. R. og Víkings í gærkveldi var harður og skemtilegur á köflum, sérstaklega þó síðari hálfleikurinn. Maður sá bezt í gærkveldi hve mikið Víkinga vantar, þegar þá vantar Brand, en hann er nú með Fram í Dan- mörku. í marki Víkings var hinn þýzki þjálfari þeirra, Buch- loh, sem talinn er annar bezti markmaður Þjóðverja. Og hefði hans ekki notið við, hefði leik- urinn endað með glæsilegum sigri K.R., en honum lauk með jafntefli: 3:3. í síðari hálfleik skaut K.R. á markið hvað eftir ■ annað, og tvisvar svo að segja óverjandi, en snillingurinn varði alltaf. Tvö mörkin voru sett úr vítis- spyrnu, eitt hjá hvoru liði, en flestum áhorfendum fannst þó vítisspyrnu hefði átt að dæma á Víkinga fyrir högg er mark- maður Víkinga greiddi Guðm. Jónssyni, rétt fyrir ifraiman mark, svo að hann lá eftir. Ann- ars voru dómar Jóhannesar Bergsteinssonar óákveðnir og váfasamir, sem ef til vill hefir að nokkru verið sök línuvarð- anna. Björgvin Schram lék nú fram og var einnig góður þar, en vörn K.R. þoldi það ekki, hún var veik og kom Schram og ÓIi Skúla þó oft til hjálpar. Guðm. Frh. á 4. síðu. Heimspekilegar hugleiðingar um einstaklinginn Chamberlain hafa ekki ákaflega mikla þýð- ingu. Vafalaust er hann í sinni pólitík fulltrúi fyrir vissan hluta brezku þjóðarinnar. Hann er milli tveggja elda: annarsvegar hagsmunir Bret- lands í heild, hinsvegar hags- munir stéttar hans. Gúunn- tónninn í allri hans utanrikis- málastefnu er auðsær af viðhorfi hans til Spánar. Hann bjargaöi hagsmunum stéttarinnar, en fórn- aði nokkra af hagsmunum Bret- lands- Nú er hann í sömu hnapp- heldunni ganvart Sovét-Rússlandi Það var mjög skemtilegt að at- huga viðhorf ýmsra hópa eða stétta til samningagerðar við Sov étríkin. Þeir sem bezt fylgdust með unr utanríkismál vora ákaf- ir í að slíkur samningur tækist en meðal verzlunarstéttarinnar voru menn engu siður ákveðnir gegn honum. Rökin voru þau að Sovétríkjunum fylgdi aðeins djöf- ulskapur. Sumir vildu alls ekki koma nærri þeim en aðrir viður- kendu með semingi að neyðar- ástandið þvingaði máske til samningsgerðar við þau. Menn gleyma því alt of oft Uð í Bretlandi er hreinræktaðri yfirstétt en jafnvel í nokkru öðru landi, og e. t. v. er stéttamunur- inn hvergi meiri. Þetta er auð- fundið þegar komið er frá skraut Frh. á 4. síðu. Finn Moe: Brezka Sjóiið vakiar. -----■»,--- Avarp tl allra Islendlnga. ..... ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.