Alþýðublaðið - 21.06.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.06.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGINN 21. Jfiní 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RTKSTJðBI: F. R. VALBE3VÉ1RSS©N. í fjaxveru hans: JéNAS ©UDMUNÐSSQN. AFGREI0SLA: ALÞÝBUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: AfgreiSsla, ; auglýsingar. 4901: Ritstjérn (innl. fréttir). 49,02: Ritstjóri. 4fj»3: V. S. Vilhjálms (heima). "196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIPJAN Manngildi og &jðð- legar dyggðir. VAÐALL Einars Olgeirs- sonar er fyrir löngu orð- inn syo hversdagslegur og hund- ieiðinlegur, að menn eru alveg hættir að gefa honum nokkúrn gaum, nema þegar út yfir tekur eins og til dæmis í gær, þegar hann — einmitt hann — fer að tala um „mahngildi" og „þjóð- legar dyggðir" í Þjóðviljanum! Honum þykir „manngildið" ekki eiga upp á pallborðið hjá andstæðingum kommúnista hér á landi, sakar þá um „undir- lægjuhátt við Hitler og Cham- berlain," þeir „kunni alls ekki að skammast sín fyrir að skríða fyrir þeim, sem eru að kúga smáþjóðirnar" og séu „reiðu- búnir til að láta kúga sig af er- lendri yfirstétt, ef þeir aðeins fengju að drottna sjálfir yfir alþýðunni í skjóli erlends valds." Mönnum er nú spurn, hvaðan Einari Olgeirssyni kemur rétt- ur til þess að ávarpa þannig aðra? Því að hvernig er „mann- gildið" haldið í heiðri í því landi, sem hann vill yfirleitt hafa okkur til fyrirmyndar, — Sovét-Rússlandi? Finnst honum játningarnar fyrir rannsóknar- rétti Stalins, dauðadómarnir og aftökurnar bera vott um svo mikla virðingu fyrir „manngild- inu," að það sitji á kommúnist- um að tala þannig í öðrum löndum? Og í hverju hefir eig- inlega „manngildi" hans sjálfs kbmið fram? Hver hefir látið svínbeygja sig og hringsnúa sér oitar en hann, þegar hann hefir staðið frammi fyrir yfirboðurum síhum austur í Moskva? Og hvar var „manngildi" hans, þegar hann stóð frammi fyrir íslenzkum hlustendum í út- varpinu hér fyrir nokkrum ár- um og sór fyrir sannfæringu sína samkvæmt kröfu eins af ó- merkilegustu útsendurum Moskvavaldhafanna hér heima? Það getur vel verið, að slíkt „manngildi" sé mikils metið hjá Stalin. En hugmyndir íslenzku þjóðarinnar um „manngildi" eru áreiðanlega allt aðrar. Þá virðast það ekki síður vera einkennilegar hugmyndir, sem Einar Olgeirssön gerir sér um „þjóðlegar dyggðir." A tuttugu ára fullveldisaf- mæli íslenzku þjóðarinnar stakk hann upp á því í útvarp- inu, að hún bæði um vernd Sovét-Rússlands — svo mikils virði, sem hún nú er — og munu virðulausari og heimsku- legri orð áreiðanlega aldrei hafa fallið á sjálfstæðishátíð nokk- urrar þjóðar. Um svipað leyti skrifaði hann í Þjóðviljann, að vernd Englands væri einskis virði — (engum hefir dottið í hug að biðjast hennar). En aðeins ör- Er laiðsp á nýja farþepskipi? *art 'ví— Viðtal við Ragnar E. Kvaran f or stjóra Ferðaskrifstofu ríkisms. --------------? DEILUR virðast vera í uppsiglingu út af hinu fyrirhug- aða nýja skipi Eimskipafélags íslands. Hefir Jónas Jónsson alþingismaður ritað grein í blað sitt um þetta efni, og telur hann ekki rétt að ráðast í hyggingu þessa veglega skips, en réttara að útvegað sé skip til Ameríkuferða. Að- alfundur Eimskipafélagsins kemur saman innan skamms, og mun þetta mál verða rætt þar. Forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, Ragnar E. Kvaran, hefir manna bezt skilyrði til að dæma um nauðsyn á nýj- um farþegaskipum vegna ferðamannastraumsins til landsins, og hefir Alþýðu- blaðið snúið sér til hans af þessu tilefni. Fer samtalið við hann hér á eftir: „Frá sjónarmiði ferðamanna- mála landsins," mælti Kvaran, „yrði smíði þess lítt metanlegur fengur. Ég hefi séð á blöðum undanfarið, að deilt hefir verið um þetta mál. Sem betur fer hafa þær þó ekki orðið til þess að stöðva framkvæmdir, og það er mjög gott, að stjórn Eimskipafé- lagsins hefir nú ákveðið að láta smíða skipið og hafa það tilbúið í byrjun ársins 1941." — Eruð þér þeirrar skoðunar, að meiri þörf sé á hinu veglega fyrirhugaða farþegaskipi, heldur en á smærra vöruflutningaskipi, er aðeins tæki fáa farþega? „Ég skal engan dóm á það leggja, hve mikil þörfin er fyrir hið smærra skip, en hitt veit ég með vissu, að mikil ©g brýn þörf er á því, að bæta — og það svo um muni — ástæður þær, sem ríkja um farþegaflutn- inginn. Á því leikur ekki nokkur vafi, að nú er stór hópur manna í Bretlandi, sem hætt hefir við Islandsferðir í sumar vegna þess, að skipakostur hefir ekki verið nægilegur á boðstólum. Væntan- fáum mán. síðar, þegar þýzka herskipið „Emden" kom hingað í kurteisisheimsókn, kom Einar Olgeirsson með fyrirspurn um það á alþingi, hvort ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess, að ensk eða amerísk herskip yrðu komin hingað samtímis eða á undan. Slíku meti í taktleysi hefir áreiðanlega aldrei verið náð annarsstaðar á þingi nokk- urrar sjálfstæðrar þjóðar, og væri fróðlegt að vita hver hér á landi hefði sýnt annan eins „undirlægjuhátt við Chamber- lain" og gerzt eins ber að því „að kunna ekki að skammast sín fyrir að skríða fyrir" erlendum stórveldum eins og Einar Ol- geirsson sjálfur við þetta tæki- færi. Og þegar þess er svo að end- ingu minnst, að Einar Olgeirs- son sýndi þá umhyggju, eða hitt þó heldur, fyrir áliti okkar sem sjálfstæðrar þjóðar út á við, að senda kommúnistablaðinu í Danmörku, daginn eftir þessa virðulausu framkomu sína á alþingi, lygaskeyti til birtingar um það, að forsætisráðherra landsins hefði viðurkennt, að hann ætlaði að semja við her- foringjana á þýzka herskipinu „Emden" um viðskiptamál, und. ir fallbyssukjöftum þess, — svo sem til að sýna, hvernig ís- lenzka þjóðin léti fara með sig, — þá fer sannarlega að verða erfitt' að sjá, með hvaða rétti þessi maður stærir sig af „þjóð- legum dyggðum." legir ferðamenn hafa verið að senda símskeytin til Ferðaskrif- stofunnar til þess að biðja hana að reyna að greiða úr málum fyrir sig, er úmboðsmenn skip- anna erlendis hafa verið búnir að skýra þeim frá, að skipspláss væri ekki fáanlegt á þeim tíma, sem um hefir verið beðið. Stund- um hefir úr þessu greiðst fyrir lipurð Eimskipafélagsins, en það liggur í hlutarins eðli, að þegar slíkur þrýstingur er kominn á það að ná farþegum til íslands, sem nú ber raun vitni, þá hlýtur sá hópur að vera ekki all-Iítill, sem gefist hefir upp við allar til- raunir i þá átt, þegar það kom í ljós, að ýmsar ferðirnar voru fyrir nokkru alsetnar." „Sannleikurinn er sá um þetta mál," mælti forstjórinn enn frem- ur, „að Ferðaskrifstofan átti þess kost, að koma að góðum auglýs- ingum um Islandsferðir fyrir til- tölulega væga borgun, nii í vor, en það hefir ekki verið talið verj- andi að gera meira „propaganda" en gert hefir verið, sökum þeirrar óánægju, er óhjákvæmilega vakn- aði, er ekki væri hægt að full- nægja þeim óskum, er vaktar hefðu verið." — Þér teljið þá ástæðu til þess að ætla, að enn megi auka ferða- mannastrauminn að verulegum mun frá Bretlandi? „Já; ég er fyllilega sannfærð- ur um það. Tilraunin með Esju er þar mjög lærdómsríkt dæmi. Á tiltölulega skömmum tíma tókst að fá fyrir ferðir hennar því nær eins marga farþega og komið varð fyrir, og það lang- samlega að mestu Ieyti fólk frá einni borg. Fólkinu líkaði ferðir þessar prýðilega, og hver far- þegi varð auglýsing til sinna ná- granna, vina og starfsfélaga. Nú, þegar enginn ferðamaður vill fara frá Bretlandi til Mið-Evrópu og fáir til Miðjarðarhafsins, er okkar sérstaka tækifæri til þess að gera Island kunnugt ferða- mannaheiminum. Við getum unn- ið hverja borgina eftir aðra á Bretlandi, ef við getum boðið fólkinu sæmileg farartæki. Stór- kostlegur ávinningur er að fá hið nýja skip, sem í ágústmánuði hefur ferðir i stað gömlu Esju, en ég vona fastlega, að reynslan sýni eftir eitt ár, að það skip hafi nóg að gera við að flytja farþega frá Glasgowborg einni." — Teljið þér enga hættu á að auka straum ferðamanna hing- að, meðan ekki er meiri viðbún- aður um gistihús o. þ. h. til pess að taka á mótí þeim? „Ég álít að það sé fjarstæða að tala um að reisa f jölda gisti- húsa fyr en þrýstingurinn af ferðamánnastraumnum er orð- inn svo mikill ,að bygging slíkra húsa sé nokkurriveginn augsýni- lega fjárhagslega örugt fyrirtæki. Það er vissulega að fara öfugu megin að hlutunum, að tala um allskonar viðbúnað, sem eigi að ganga fyrir aðalatriðinu í ferða- mannamálunum — en það aðal- atriði er vitaskuld farartækin. lAnnað kemur í þeirra kjölfar og farþeganna, sem þau flytja. Og í því sambandi vil ég sérstaklegsa RAGNAR E. KVARAN nota tækifærið til þess að leið- rétta misskilning, fyrst þér á ann- að borð hafið vakið máls áþessu gfni við mig. Því er haldið fram i einu blaði undanfarna daga, að ástæðan til þess, að farþegar hafi búið um borð í Esju undanfarin sumur hafi verið sú að ekki sé hótelkostur í Reykjavík til þess að taka á móti þeim. Þessi full- yrðing er reist á misskilningi. Fyrir tveim árum síðan voru sam- in lög um það á alþingi að 6- heimilt væri að farþegar hefðu dvalarstað um borð í skipum á höfnum. Eina hugsanlega ástæð- an fyrir því að slík lög væru sett; virðist vera sú, að gisji- húsaeigendur í Reykjavík væru óánægðir með að missa af þess- um viðskiftum. Þeir hafa með öðrum orðum talið sig færa um að bæta einhverju töluverðu við sig af gestum. En nú brá svo við, þegar taka átti að selja far- seðlana fyrir Esju það sumar, að þau boð komu frá umboðsmönn- um að væntanlegir farþegar væru sáróánægðir að fá ekki að njóta hins fyrra fyrirkomulags — að fá að búa um borð — því fyrir stuttan dvalartíma, sem að langmestu leyti fór í ferðir og aðeins dvalið um nætursakir í bænum, var þeim þetta miklu hentugra. Vitanlega er það að öllu leyti hentugra, að menn yf- irleitt búi á gistihúsum, þann tíma, sem þeir dvelja hér, held- Ur en skipum, en í þessum efn- um er óhjákvæmilegt að haga sér að nokkru eftir vilja ferða- mannanna og eftir sérstökum á- stæðum í hverju einstöku tilfelli Enda fór svo um Esju, að veita varð undanþágu frá lögunum, sem áður er getið um. Ekki af því, að ekki væri hægt að koma þeim fyrir á gistihúsum, heldur af óttanum við að missa af far- þegunum að öðrum kosti. Sú mótbára gegn því að auka farþegarúm íslenzkra skipa, að ékki sé viðbúnaður hér á landi til þess að taka á móti fleri útlendingum en nú koma hingað árlega, er ekki á rökum bygður. Með sama rétti hefði mátt segja, að ekki væri tiltök að nota bila til fólksflutningaumlandið vegna þess að ekki væru neinir staðir út um landið til þess að taka við ferðamönnum. Gistihús verða til þegar þörfin á þeim verður brýn og fyr ekki. Ef straumur erlendra ferða- manna eykst mikið tií landsins á næstu árum, þá er það svo sem vitanlegt, að brýn og að- kallandi þðrf verður fyrir ný og aukin gistihús. Mjög eðlilegt væri að hugsa sér að Reykjavikur- bær leysti þau mál að einhverju leyti á líkan hátt og þau hafa verið leyst með skólunum úti um landið- Enn er ferðamannastraum urinn svo að segja eingöngu bundinn við sumarið, og væri því alls ekki óhugsandi, að bæjar- stjórn Reykjavíkur vildi nota hina ágætu og stóru skóla sína fyrir sumargistihús. En hvemig sem þessi mál verða leyst á sínum tíma, þá má sú meðvitund, að þau séu ekki enn leyst til fram- búðar, ekki á nokkurn hátt verða til þess að draga úr áhuga manna fyrir því, að Islendingar takisjálf ir að sér, að eins miklu leyti og ouðið er, flutning á þeim mönri- um til Islands, sem hingað vilja komast." — Hvað segið þér um hug- myndina um siglingar til Amer- íku? „Mér, þykir ekki líklegt að marg ir menn á íslandi hafi haft á því meiri áhuga en ég í mörg ár undanfarin, að reynt yrði til hins ítrasta ^ð taka upp viðskifti við Ameríkumenn. Enda hefi ég oft um það efni ritað, bæði hér heima og vestan hafs. En mér virðist það vera miður farið, ef sá skilningur kæmist inn hjá mönnum að nokkur árekstur þyrfti að vera milli hugmyndar- innar um verzlun við Ameríku- menn og farþegaflutnings frá Norðurálfunni. I blaði því, sem ég hefi áður getið um, er þvi haldið fram, að Eimskipafélagið eigi að hætta við að smíða far- þegaskip, af því að það þurfi að smíða skip með litlu farþega- rúmi, sem sigla eigi til Ameríku. Frá almennu sjónarmiði virðast hugmyndirnar um Ameríkusigl- ingar og hið fyrirhugaða skip Eimskipafélagsins alls ekki 6sam- rýmanlegar. Hið nýja skip ætti að auðvelda það mikið fyrir Eim- slrip að gera tilraunir með vöru- IRKK-0& MHLNINGRR VERKSMIÐJRN mtm Innan- og utanhússmáln- ing, lökk, lím, hreingern- ingarmeðöl. — Allar tegundir. — Biðjið um vöru- og verð- skr4! IB flutninga til Ameriku með ein- hverju skipa þeirra, er það hef' ir fyrir. Dettifoss virðist t, d, hafa einmitt þau skilyrði, sem ætlast er til að Amerikuskipið hafi. Hann hefir tiltölulega mikið lestarrúm, því lítið fer í farþega^ rúm. Hann er útbúinn með kæH- rúrnum o. s. frv. Að minsta kosti er hann að öllu leyti þannig íit- búinn, að hann ætti að nægja til þess að gera allar þær tilraunir. sem nægðu til þess að unt yrði að ganga úr skugga um, hvort það sé fjárhagslega fært fyrir- tæki að halda uppi reglulegum skipagöngum við Ameríku beint". Erindreki Hitlers nieOal Djóóverja i Ameríko uppvís að fjársvikni. ? . ¦...... Stal sem svaraði 60 púsund krónum af þýzku nazistasamtökunum þar. "P» RITZ KÚHN, foringi ¦¦- nazista í Bandaríkjum Norður-Ameríku og sem slíkur trúnaðarmaður Hitlers og þýzka nazistaflokksins þar, hefir ný- lega orðið uppvís að fölsunum og ijárdrætti í stórum stíl í skjóli stöðu sinnar. Hann hefir dregið sér sem svarar 60 þúsund krónum a£ fjármunum þýzku nazistasam- takanna í Bndaríkjunum, sem hann sjálfur veitti forstöðu. Ktihn hefir verið tekinn fast- ur af amerísku lögreglunni. Þessi prýði þýzka nazismans hefir hingað til kallað sig og lát- ið kalla sig „foringja" allra Þjóðverja í Bandaríkjunum, en þeir munu vera um 12 milljónir. Samtök þau, sem hann hefir veitt forstöðu, nefnast „þýzk emeríska sambandið" (The Ger- man American Bund) og eru skipulögð á svipuðum grund- velli og þýzki nazistaflokkurinn heima á Þýzkalandi. Kuhn fluttist kornungur til Ameríku, en snéri aftur tilEv- rópu á stríðsárunum og gekk í þýzka herinn. Eftir heimsstyrj- öldina fór hann þó á ný vestur um haf og varðv nú amerískur ríkisborgari. Um skeið vann hann í bílaverksmiðjum Fords í Detroit. Upp á síðkastið hefir hann „helgað" sig eingöngu, ef svo mætti að orði komazt, hinum þýzk-nazistíska undirróðri í Bandaríkjunum og hvað eftir annað f arið heim til Þýzkalands til þess að sækja fyrirskipanir og leiðbeiningar hjá Hitlér og félögum hans. Sambánd hans hefir, eftir fordæmi nazistanna heima á Þýzkalandi, skipulagt einskonar þegnskylduvinnu meðal ungra Þjóðverja í Banda- ríkjunum, þar sem þeir eru ald- KUHN ir upp í hernaðaranda og for- ingjadýrkun. Það hefir einnig náð tangarhaldi á flestöllum þýzkum blöðum og tímaritum, sem út koma í Norður-Ame- ríku. Sjálfur hafði „foringinn," — Fritz Kuhn, þýzkan lífvörð um sig, einskonar S.S.-sveit, í græn- um einkennisbúningum (brún- stakkana þorði hann ekki að sýna Vesturheimsbúum). En nu þarf hann ekki lengur á þeim lífverði að halda. Amerísku fangaverðirnir munu fyrst um sinn halda vörð um hann, og þar vestra verður hann víst enginn „foringi" framar. Ingiríður krónprinzessa hefir tekið að sér að skíra hið nýja strandferðaskip Islendinga, þegar því verður hleypt af stokk- unum í júlímánuði næst kom- andi. FO. Stúlkur! Ef ykkur vantar kaupavinnu, hússtörf eða síldar- vinnu, þá leitið upplýsinga hjá VinnumiðlUnarskrifstofunni, sími 1S27.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.