Alþýðublaðið - 23.06.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.06.1939, Blaðsíða 1
MfSTléEI: F. E. VALDEMARSSON jel ákgangur SovétsQéroln halnar samkomu" lagstilboði Breta og Frakkaf FOSTUDAGINN 23. JUNI 1939 Ætlar innan skanims að hef ja samriinga við tlii ára vlðsktftasáttmála ©ti kréna lan «1 vOruk»»p» iJ\ Þýzkalanil sextán milljóii Þriðji kappleikurinn ¥ið Breíana. Valnr iieíir mikla mðguleika. ÞRIIKfl kappleikurinn við Bretana fer fram í kvöld ög keppir nú Valur við þá. Er béðið eftir þessum kapp- leik með mikilli eftirvæntingu og telja flestir jafnmiklar líkur liðanna um sigur og þó hafi Valur heldur meiri möguleika. Ellert Sölvason, hinn snarpi kantmaður Vals, getur ekki leikið, og talið er vafasamt að Jóhannes Bergsteinsson geti leikið. — Næsti kappleikur fer fram á sunnudag og keppir Víkingur þá. Stærstí bátor sem bygoður hefir verið Ifiér á landi, var lát- iiin a flot í daa iVest mannaeyjum. * MORGUN kl. 10 var settur * fram í Vestmannaeyjum stærsti bátur, sem bygður hefir vérið á íslandi. Báturinn, sem er 130 tonn að stærð, hefir ver- ið bygður undir verkstjórn yfir- smiðs Slippfélagsins, Gunnars M. Jónssonar. Hafði Gunnar hugsað sér áð fá að láni dráttarvélar Slippfé- lagsins við framsetninguna, en nú þegar til átti að taka, þá bannaði stjórn Slippsins að lána vélarnar. Leit því út fyrir um tíma, að ekki yrði hægt að setja bát- inn fram, og þar með skipshöfn. in orðið atvinnulaus yfir síld- veiðitímann fyrir það fyrsta, því dráttarvélar Slippsins eru þær einu í Vestmannaeyjum, sem eru nógu sterkar fyrir svo stóran bát, sem hér var um að ræða. Að vísu er til annar Sliþpur, eign Magnúsar Magnússonar, en hann er miklu minni, og hefir mjög litla dráttarvél, þó voru vélar Magnúsar lánaðar og skyldi reyna með þeim að setja bátinn fram. í gærkveldi flæddi undir bát- inn í flóði, og um kl. 10 í morg- un var búist við að hann væri kóminn á flot. Hefir vinnan reynst mjög erfið, og hafa iðu- lega vírar slitnað og einu sinni Fra. á 4. síSu. WP Kreml í Moskva (til vinstri á myndinni), þar sem sovétstjóinin afhenti svar sitt í gær. Brezklr pegnar svívirtlr af Japðnum í Tientsin i gær. ? Vegabréfi troðið upp í einn þeirra! H S3 LONDON í morgun. FÚ. REZKIR ÞEGNAR í Tientsin áttu enn í gær frekari ójöfnuði að sæta af hálfu Japana. Tveir menn, sem voru að fara gegn um hlið, inn á brezka yfirráða- svæðið, voru spurðir, hvort þeir væru Englendingar, og er þeir svöruðu játandi, var farið með þá inn í kofa nokk- urn og þeir afklæddir f rammi fyrir f jölda Kínverja. öðrum þeirra var þá skipað að opna munninn, og gerði hann það. Var honum þá skip að að opna hann betur, og þegar hann sagðist ekki geta það, var vegabréfi hans troð- ið upp í hann. Fimm brezkir verkamenn við eina af járnbrautunum í Ti- entsin voru stöðvaðir á alþjóða- brúnni svonefndu og afklæddir þar frammi fyrir nokkrum Kín- verjum og leitað í fötum þeirra. Franskir og belgiskir verka- menn, sem unnu með þeim, fengu að ganga leiðar sinnar óáreittir. Frh. á 4. síöu. M' Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. LONDON í morgun. * OLOTOV, utanríkismálaráðherra sovétstjórnarinnar, boðaði Mr. William Strang, ásamt sendiherrum Breta og Frakka í Moskva, á fund í Kreml í gærkveldi, og afhenti þeim þar svar sovétstjórnarinnar við því, sem taldar voru úrslitatillögur Mr. Strangs til að ná samkomulagi um sam- eiginlegt varnarbandalag Englands, Frakklands og Rúss- iands. Svar sovétstjórnarinnar er á þá leið, að tillögur Breta ög Frakka séu ekki nógu víðtækar og feli ekki í sér neina fullnægjandi ábyrgð á öryggi Eystrasaltslandanna, en Rúss- land haldi fast við það, að slík ábyrgð sé innifalin í samn- ingnum. Samtímis kemur frétt um það frá Berlín, að þar hafi verið tilkynt opinberlega í gærkveldi, að þýzkir stórat- vinnurekendur muni innan skamms senda nefnd manna til Moskva til þess að ræða við sovétstjórnina um nýjan viðskiftasáttmála og stóraukin viðskifti milli Þýzkalands og Rússlands. Er þess getið í tilkynningunni, að nefnd þessi muni bjóða sovétstjórninni tíu ára viðskiftasáttmála og lán til vörukaupa í Þýzkalandi, sem nemi 60 miUjónum sterlings- punda, eða yfir 1600 miHjónum króna. Sé búizt við, að Rúss- land kaupi iðnaðarvörur á Þýzkalandi, en það alls konar hráefni, þar á meðal olíu, af Rússlandi. Hikil vonbrigði í London. Eyjaflgðrður kolmórauð ur af framburði ánna. Swatow stendur í biðrtn bðli. Vakað í nótt við varnargarð Glerár, svo að hún flæddi ekki ínn í Akureyrarbæ. Þessar fréttir frá Moskva og Berlín hafa báðar vakið gífur- lega athygli úti um allan heim og mikil vonbrigði í London. — Brezkir stjórnmálamenn höfðu eftir síðustu tiilögur Breta og Frakka, sem Mr. William Strang afhenti sovétstjórninni í þeirri trú, að þar með værí komið til móts 'við allar kröfur hennar, gert sér sterkar vonir um það, að varnarbandalagið gegn yfirgangi Þýzkalands yrði nú loksins að veruleika. Segir fréttastofa Beuters, að menn hafi að vísu aldrei gert ráð fyrir, að samningarnir myndu ganga greiðlega, en ekki heldur að svo örðugt myndi reynast að ná samkomulagi pg raun væri á orðin. Mr. Strang á förum frá Moskva. í fréttum frá Moskva er skýrt frá því, að þar sé af flest- um litið svo á, að erindi Mr. Strang sé lokið með þessu svari sovétstjórnarinnar við síðustu Frh. á 4. sffta. SVO MIKILL VÖXTUR er nú i öllum ám í Eyjafiröi, að fjörðurinn er allur kolmórauður. Eru það aðallega Eyjafjarðará, Hörgá og Glerá, sem vðxturinn er í. Eins og kunnugt er, rennur Glerá til sjávar rétt fyrir norðan Akureyri, eða milli Glerárporps og Akuœyrar. Rennur hún um eyrar norðan við Oddeyrartang- ann, og hefir verið hlaðinn varn- argarður með ánni, svo að hún f læði ekki inn i ^æiinn í vorvöxt- um. Tvær brýr eru á ánni, stór brú við aðalveginn, en lítil tré- brú neðar. I gær, nótt og dag hefir verið svo mikill vöxtur í Glerá, að neðri brúin, fór af, og hefir verið vörður við ána í nótt og dag til þess að sjá um, að áin flæddi ekki inn í bæinn. Hefir áin brotið skörð í varn- argarðinn, og hafa þau verið fylt jafnóðum. Geysilegur hiti var á Akureyri í gær, en í dag er norðan gola og ekki eins mikill hiti. Gerði norðan storm í gær, og er hann að ganga niður í dag. Þoka er í Eyjafjarðarfjöllum, en þó sólskin. Dregnr flr hitannm nm land alt. Bjart veður er nú um alt land, og víðast hvar hæg norð- anátt. Þó er á. Austurlandi strekkings norðanátt. Kólnað hefir töluvert á Norð- ur- og Austurlandi. Var í morg- uh ekki nema um 11 stiga hiti á Akureyri og í útsveitum 7— 10 stig. Á Austurlandi var hit- inn 9—10 stig, og virðist að nú sé heldur að draga úr þeim hit- um, sem verið hafa undanfarna daga víðast hvar á landinu, en þó er einna heitast í Reykjavík nú, eða um 20 stig. | Kinverjar taldir hafa kveikí í borginni. LONDON í morgun. FÚ. ISWATOW geisuðu óg- urlegir eldar í nótt og í morgun, og brennur fjöidi vöruhúsa og verzlana til kaldra kola, án þess að við því verði gert. Hafa Kínverjar sjálfir staðið að þessum íkveikj- um, til þess að gera Japön- um setuna í borginni sem torveldasta. Með Farfnglnm np ð Hengil. TTj* F ungir Reykvíkingar vilja ¦"-* fá sér reglulega gcða, gagnlega skemtiför um helgina, þá eiga þeir að slást í hópinn með Farfuglum, sem ganga á Hengil! 1 Farfuglarnir leggja af stað kl. 3 e. h. á morgun frá íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar, og verður ekið í bifreiðum upp í Svínahraun og þaðan gengið í Marardal. Um nóttina verður gist á Kolviðarhóli, en þaðán verður gengið á sunnudaginn yfir Hengilinn, milli hrauns og hlíða, niður í Grafning, um Nesjavelli, að Heiðarbæ og það- an heim á sunnudaginn. Allir, sem vilja vera með í þessari för, verða að tilkynna þátttöku sína í síma 2165. Eimskip. Gullfoss er væntanlegur hingað M. 6 í fyrramálið, Goðafoss er í Hamborg, Brúarfoss kemur til Grimsby í kvöld, Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar, Sel- foss er á leið til Antwerpen. Hátiðahðld að Hvannepi á morgnn og á sunnndag. ----------------?—------------- Bœndaskélinn par er fimtugur* •» .------------ A MORGUN og á sunnu- daginn fara fram mikil hátíðahöldí að Hvanneyri af tilefni hálfrar aldar afmælis bændaskólans þar. Verður við það tækifæri afhjúpað minnismerki um brautryðjanda bændaskól- ans, Halldór Vilhjálmsson skólastjóra. Vorið 1889 var stofnaður á Hvanneyri í Borgarfirði bún- aðarskðli. Fyrstur varð þar skóla- stjóri Sveinn Sveinsson búfræð- ingur. Hjörtur Snorrason, síðar alþingismaður, var um alllangt skeið skólastjóri á Hvanneyri, en 1907 tók Halldór Vilhjálmsson viö skólastjórn og búskap á Hvann- eyri, og var hann þar samfleytt 29 ár eða þar til hann andaðist, 12. maí 1936. Byggingar voru ekki miklar á Hvanneyri, þegar Halldór Vil- hjálmsson tók þar við, samanbor- ið við þaö, sem nú er, og Hvann- frh. 4 4. sion.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.