Alþýðublaðið - 26.06.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.06.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAGINN 26, JÚNÍ 1939 ALÞVÐUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Borgin verður fallegri, gang- stígarnir á Hringbraut, garð- arnir, Hallgrímur í barna- garðinum og skúrinn, sem vantar. Sigurður skáld og hurðaskellirnir, Þura í Garði og nýtízku danzarnir. Bréf um íslenzkuna, útvarpið og þuluna. Ónæði í strandferð- um, gramur ferðalangur segir sína skoðun. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. SMÁTT OG SMÁTT batnar borgin okkar að útliti, þó að hægt fari, sígur þó í áttina, og er það gott. Það er ekki ýkjalangt síðan að nokkuð var yfirleitt farið að hugsa um þessi mál. ÉG TEL að Matthías Ásgeirsson garðyrkjuráðunautur bæjarins taki þessi mál alveg réttum tökum. Með aðvörunum sínum til fólks er hann að kenna því, og það var — og er — ekki vanþörf á því. GRASGÖTURNAR, á Hringbraut lengjast. þeim fjölgar núna dag frá degi — og jafnframt virðist sem fólk kunni betur að umgang- ast þær. Upp á síðkastið eru það ekki nema sárfáir, sem fremja þau helgispjöll að ganga yfir þær. GARÐARNIR hafa tekið mest- um framförum — og þó sérstaklega barnagarðurinn við Lækjargötu. Hann er prýðilegur — og ég hefði ekki getað trúað því fyrir nokkr- m árum, að nokkru sínni væri hægt að útbúa svona myndarlegan garð þarna. Enda mun ekki skorta á það að vörðurinn, Hallgrímur Þorsteinsson. gæti þess vel, að öll umgengni sé þar í lagi. ÉG HEIMSÓTTI garðinn nýlega og talaði við Hallgrím. Honum þykir mjög vænt um garðinn, en það vár auðfundið að honum gremst það að hafa ekkert skýli til að hlaiipa inn í, þegar eitthvað er að veðri. ,.Á vetrum verð ég að híma undir Iðnskólanum til að geta hamist hérna. Þó var eitt sinn búið að ákveða að reisa skúr hérna og þáverandi borgarstjóri, Knud Zim- sen, sagði sjálfur við mig að fyrra bragði, að það væri óforsvaranlegt að koma ekki upp dálitlu skýli í garðinum." ÞAÐ HLÝTOR að vera hægt að koma fyrir snotrum litlum skúr í einhverju horni garðsins handa garðverðinum. Vilja nú ekki bæj- arráðsmenn gera þetta fyrir mig og Hallgrím —- og Hallgrímur á að minsta kosti alt gott skilið af þessu bæjarfélagi. SIGURÐUR SKÁLD frá Arnar- holti sendi mér kveðju sína nýlega fyrir það, sem ég skrifaði um hann DAGSINS. um helgina. Kveðjan er á þessa leið: „Ég þakka þetta lof; en það er víst um of! það lætur ljúft í eyra — langar samt í meira! Hérna skaltu heyra aðra vísu um ósið, sem aímenningur bjó við: •,,Þjóðar siður þetta er, því er miður, góði. Enginn lokar á eftir sér, og allra sízt í hljóði. Útskýringin er þó til, og oft er lán að fróðum •— eldað var um aldabil alt við skán í hlóðum.“ ÞURA í GARÐI kom í vetur á danzleik, þar sem danzaðir voru nýju danzarnir. Hún lýsir áhrif unum, sem hún varð fyrir, í eftir- farandi vísu: „Ég hef aldrei komið í jafn þægilega þröng, þetta var um vetur og nóttin ekki löng: Þótt alt af væri danzað, fór enginn maður snúning. Eg hef heyrt að sumir fengju magasár af núning!" UNNANDI MÓÐURMÁLSINS skrifar mér eftirfarandi um nýju þuluna við útvarpið: „Þú móðgast vonandi ekki, þótt ég sé þér ekki að öllu sammála um ágæti útvarpsþulunnar nýju. Raunar er raddblærinn ekki óvið- feldinn, og íslenzk sérhljóð eru sæmilega hrein og skýr í fram- burði. En gallarnir eru líka veru- legir. Látum það kyrt liggja, þótt sjaldan sé kveðið reiprennandi að neinu íslenzku orði, sem lengra er en fjórar samstöfur, og obbinn af erlendum orðum sé ýmist svo ó- skýrt eða rangt fram borinn. að oftast þarf bæði mikla þekkingu og hugkvæmni til að geta sér til, við hvað er átt, og eru dæmi þessa legíó. En hitt tekur út yfir allan þjófabálk, að þulan skuli ekki kunna. skil helztu samhljóða ís- lenzkrar tungu, svo sem hver munur sé á p og b, t og d eða k og g, þegar hljóð þessi standa milli sérhljóða. Þó virðist svo sem ein- hver hafi nýlega sagt henni, hver væri hljóðgildi stafanna p, t og k, því að endrum og eins bregður fyrir hjá henni þessum hljóðum. jafnvel milli sérhljóða núna síð- ustu dagana. En útvarpsklefinn á ekki að vera talæfingaherbergi, menn eiga helzt ekki að koma að hljóðnemanum, fyr en þeir eru orðnir altalandi, ekki sízt fast- ráðnir þulir. Það er hneyksli, að Ríkisútvarpið í Reykjavík hafi op- inberan þul, sem hvorki kann að bera fram oröið „útvarp“ né „Reykjavík“! .,EN HVERNIG er það annars, er ekki mál til komið, að hér, •— Hún fléttaði sér rúm úr stráum og hengdi það Hún borðaði það sætasta úr blómunum og undir stórt blað, drakk döggina, og svona leið sumarið og haustið og svo kom hinn langi vetur. Allir fuglarnir, sem höfðu sungið svo fallega Og veslings Þumalína skalf af kulda, því að fyrir hana, flugu leiðar sinnar, trén feldu fötin hennar voru komin í sundur. laufin og biómin visnuðu. Þumallna. Alt sumarið var veslings Þunalína einsömul í skóginum. eins og í öðrum svonefndum „menningarlöndum“, — verði kornið' á lögvernduðum, samræmd- um (,,normaliseruðum“) fram- burði. Slikt er nauðsynlgt, t. d. fyrir íslenzkukennara, leikara, presta, útvarp o. fl. Hin nýja þjóð- stjórn ætti nú að vera svo þjóðleg, að láta þetta til sín taká og skipa nefnd fróðra manna og smekk- vísra, til að gera um þetta tillögur, Virðist liggja nærri, að íslenzku- kennarar heimspekideildar Há- skólans ætti hér hlut að máli. Menn býsnast nú mikið um staf- setningu, og er ekki nema sjálf- sagt að leggja við hana rækt og hafa hana eina um alt land og í öllum greinum. En við erum þó ekki alt af párandi, en oftast mas- andi, og er því ekki síður vert um hið talaða mál. þótt flestum virðist það liggja í litlu rúmi. Útvarpið hefir hér mikil áhrif, og er því furðanlegt. hversu farið er talandi margra ræðumanna, sem þangað er hleypt. Mætti ætla, að útvarps- ráð dæmdi þar oft aðeins eftir hinu ritaða erindi, en hirti ekkert um að kynna sér málfæri flytjandans. sem erlendar stöðvar munu ætíð kynna sér, áður en ráðið er um flutninginn. Og nú virðist svo s'em hinir opinberu þulir sé hér ýmist valdir eftir raddlýtum (J. Þ.) eða hljóðvillum (hin nýja þula). FERÐAMAÐUR í Reykjavík skrifar mér á þessa leið: Eitt af því, sem nauðsynlegt væri að ráða bót á, er ónæði það, sem farþegar verða allajafna fyrir á skipum vegna innheimtu far- miða. Við hjónin erum nýkomin austan af landi með ,,Súðinni“. Konan mín var veik og þrátt fyrir það að stýrimönnum átti að vera kunnugt um ferðir okkar, var stöðugt verið að ónáða okkur með því að spyrja um ákvörðunarstað. Segja má að vísu, að þetta geri ekki svo mikið til, ef fólk er heil- brigt, en það virðist hart aðgöngu að vekja fólk úr fasta svefni með ástæðulausu randi og fyrirspurn- um. Hin góða aðbúð, sem þjónustu- fólkið lét í té, og öll þess fyrir- höfn fyrir líðan farþega varð þann- ig mikið áhrifaminni en ástæða var til að búast við. Sjálfsagt er að amast ekki við því að stýrimenn geri skyldu sína, en það er lítil nærgætni og vafasöm kurteisi, sem kemur fram í þessari hegðun þeirra.“ ÞETTA er þörf hugvekja, en hún er of hörð í garð stýrimanna. Hér eru þeir í flestum tilfellum að framkvæma störf, sem þeim eru fyrirskipuð. En yfirleitt þarf stórra umbóta við í þessu sem öðru í siglingum milli hafna hér við land, og væri ég þakklátur þeim farþeg- um, sem sendu mér línu um það, Slpavarnadeildir i sveitnm. AÐ TILHLUTUN erindreka Slysavarnafélags Islands, Jóns E. Bergsveinssonar, fóru Ey- fellingarnir séra Jón Gu'ðjónsson, Holti undir Eyjafjöllum, Einar Guðmundsson, Ingimundur Ólafs- son og Sigmundur Þorgilsson kennarar og Leifur Auðunsson sundkennari í erindum Slysa- varnafélagsins dagana 12.—20. þ .m. um Borgarfjarðar-, Mýra- og Dalasýslur, til þess úð vinna að stofnun slysavarnadeilda í sveitum þessara sýslna. Átta deildir voru stofnaðar í eftirtöldum sveiium: Á Hvítársíðu, forrn. Torfi Magnússon, Hvammi, Guðm. Böðvarsson skáld, Kirkju- bóli, og Eyjólfur Andrésson, Síðumúla. Að Hvanneyri, form. Runólfur Sveinsson skólastjóri. Á Hvalfjarðarströnd, form. séra Sigurjón Guðjónsson, Saurbæ, frú Ásgerður Þorgilsdóttir, Kala- stöðum, og Þorvaldur Brynjólfs- son, Miðsandi. í Leirár- og Melasveit, form. Sigurjón Hall- steinsson, Stórholti, Júlíus Bjarna- son, Leirá, og Ingvar Hallsteins- son, Lyngholti. 1 Skilamanna- hreppi, form. Björn Lárusson, Ósi, Sig. Sigurðsson, eldri, Stóra- Lambhaga, og Guðm. Björnsson, Litla-Lambhaga. í Borgarhreppi, form. Stefán Jónsson, Brennu- stöðum, Þorsteinn Jóhannsson, Laufási og Einar ( Sigurðsson, Stóra-Fjalli. í Stafholtstungum, form. séra Bergur Björnsson, Stafholti, Geir Guðmundsson, Sundum, og Guðmundur Guð- bjarnarson, Arnarholti. I Norður- árdal, form. Sverrir Gíslason, Hvammi. Undirbúningur er haf- inn að stofnun deilda í Hálsa- sveit og Reykholtsdal og í Dala- sýslu í Laxárhreppi, Hvamms- hreppi, Miðdalahreppi og á Fells- strönd. Skilningur og samúð fólks, sem sótti þessa fundi, var frábær í garð Slysavarnafélagsins og sjálfboðaliða þess, og kom fram á fundunum ríkur áhugi og bezta samvinna að efla slysavarnir á sjó og landi með félagsbundnum samtökum. sem þeim finst ábótavatn. Ef ein- stökum mönnum eða stéttum finst að þær verði fyrir óréttu aðkasti við slíkar aðfinslur. er sjálfsagt að gefa þeim tækifæri til að skýra málin út frá sínu sjónarmiði, en það er nauðsynlegt að umræður hefjist um þessi mál. Hannes á horninu. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bonniy. 7* Karl ísfeld íslenzkaði. um bátanna. Én fyrst og frernst verðið þér þræll tveggja harð- stjóra, fyrsta og annars stýrimanns. Hann horfði brosandi á mig. Við stóðum aftan við stórsigl- una. í sama bili kom feitlaginn eldri maður upp skipsstigann. Einkennisbúningur hans var mjög líkur einkennisbúningi Blighs skipstjóra. Hann var sólbrendur í framan, en svipurinn bar vott um góðmennsku og einbeittni. Hvar sem ég hefði séð hann, hefði ég þekkt, að hann var sjómaður. — Þarna er þá Chistian, sagði hann um leið og hann komst upp á þilfarið. Þetta er einn meiriháttar vitlausraspítali. Ég vildi gjarnan mega drekkja júðunum og henda kvensniptun- um fyrir borð! Bittinú, hver er nú þetta? Það er nýja liðs- foringjaefnið, Byam, það skal ég hengja mig upp á. Velkominn um borð, herra Byam. Faðir yðar var mikils metinn hér hjá okkur. Er ekki svo, Christian? — Þetta er Fryer, fyrsti stýrimaður, hvíslaði Christian að mér. — Þetta er einn meiriháttar vitlausraspítali, hélt Fryer á- fram. Hamingjunna sé lof, að við leggjum úr höfn á morgun. Og ekki er hægt að þverfóta fyrir kvenfólki. Hann snéri sér að Christian: — Farið fram 1 og útvegið skipstjóranum báts- höfn. Það eru fáeinir ófullir ennþá. — Það er agi um borð í skólaskipum úti á sjó, en ekki í höfn. Þarna kemur skipslæknirinn. Ég snéri mér við og horfði í sömu átt og Fryer. Þá sá ég mann, gráhærðan og rauðan í andliti. Læknirinn okkar var með tréfót. Hann horfði bláum tindrandi augum á manninn við hlið mér og veifaði hálftæmdri brennivínsflösku í hendinni. — Fryer, hrópaði hann glaðlega. — Þú hefir víst ekki séð Nelson, grasafræðinginn. Ég sagði honum að taka inn brenni- vín við gigtinni í fætinum. Það er kominn tími til þess að hann taki inn skamtinn sinn. — Hann er farinn í land. Læknirinn hristi höfuðið og þóttist vera dapur í bragði. — Ég þori að hengja mig upp á það, að nú er hann að ausa pen- íngum sínum í einhvern skottulæknirinn í Portsmouth, enda þótt hann gæti fengið, án endurgjalds og hér um borð, lækn- ingu hjá einum lærðasta lækni, sem völ er á. Burt með öll Kínalyf og voltakrossa. Hann veiíaði flöskunni: — Hér er lyfið gegn níu tíundu hlutum allra meina, Alt í einu fór hann að syngja rámum viskýbassa: „Brennivínið bætir allt, bara það sé drukkið nóg,“ hvort sem úti er heitt eða kalt, hvort sem er á landi eða sjó. Svo veifaði hann flöskunni í kveðjuskyni og hvarf niður stigann. Fryer stóð stundarkorn og fór svo niður á eftir. Ég stóð kyrr og horfði í kringum mig. Bligh skipstjóri sást hvergi. Á morgun áttu skipverjar að fá tveggja mánaða laun í forgreiðslu, og daginn þar á eftir áttum við að leggja af stað til ókenndra hafa og landa. „Bo.unty“ yrði máske tvö ár eða lengur í þessari ferð. Og áður en lagt var af stað, gátu sjómennirnir skemmt sér á allan þann hátt, sem sjómenn eru vanir að skemmta sér, þegar þeir eru í höfn. Meðan ég beið eftir Bligh skipstjóra, skemmti ég mér við að horfa á reiðann á Bounty. Ég var fæddur og uppalinn á vest- urströnd Englands og hafði því elskað hafið frá því ég var barn, og ég hafði umgengist menn, sem töluðu um skip og kosti þeirra, eins og hestamenn tala um hesta. Bounty var freigáta og í augum landkrabbans hlaut reiðinn að líta út eins og völundarhús úr reipum. En þótt ég væri ungur og óreyndur vissi ég nöfn á öllum seglunum og ýmsu viðvíkjandi segla- búnaði. Ég reigði höfuðið til þess að sjá sem bezt upp í reiðann, þegar ég heyrði grófa rödd Blighs rétt hjá mér: — Herra Byam! Ég hrökk við og þarna stóð Bligh skipstjóri við hlið mér í einkennisbúningi. Hann brosti lítið eitt og háðslega og sagði: — Skútan er lítil, finst yður það ekki. En þetta er ágætt skip — ágætt skip. — Hann gaf mér merki um að fylgja sér frá borði. Bátverjar okkar voru sannarlega ekki allsgáðir, en þó gátu þeir róið svo að sauð á keipum. Við lögðum brátt við hliðina á hinu stóra skipi Courtnys. Hásetar og yfirmenn báru hönd- ina upp að húfunni, þegar Bligh skipstjóri steig á þilfar. Við gengum aftur eftir þilfari og heilsuðum Courtney skipstjóra, sem beið okkar í brúnni. Courtney og Bligh voru gamlir kunningjar. Þeir höfðu verið saman á „Belle Poule.“ Courtney var af mjög góðum ættum; hann var hár og grannvaxinn, hafði þunnar varir og háðs- lega drætti kringum munninn, Hann heilsaði okkur vingjarn- lega, ræddi um föður minn, sem hann hafði heyrt mikið talað um og leiddi okkur til káetu sinnar, þar sem rauðklæddar her- maður stóð með brugðnum brandi. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég kom inn í káetu á herskipi, og ég horfði forvitnis- augum í kringum mig. Það var borið á borð handa þremur. — Hér fáum við sherry, sagði Courtney, þegar maður kom með glös á þakka. Hann brosti framan í mig og sagði:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.