Alþýðublaðið - 26.06.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.06.1939, Blaðsíða 4
MÁNUDAGINN 26. JÚNÍ 1939 ■iOAMLA BIOS María Walewska. Heimsfræg Metro Gold- wyn-Mayer kvikmynd, er gerist á árunum 1807— 1812 og segir frá ástum pólsku greifafrúarinnnar Maríu Walewesku og Napó- leons keisara. Aðalhlut- verkin leika tveir fræg- ustu kvikmyndaleikarar heimsins, GRETA GARBO og CHARLES BOYER. Síðasta sinn. ........I I I ummmJI L H® ©® T® ST. FRAMTÍÐIN nr. 173. Fund- ur í kvöld kl. 8V2 uppi. Rædd stórstúkuþingsmál. ÞINGSTÚKAN. Stigveiting á morgun kl. 11 árdegis. i ú- i „Gullfoss“ fer á miðvikudagskvöld 28. júní til Vestijarða og Brei'ðafjarðar. Farseðlar óskast sóttir fyrir há- degi sama dag. „Dettifoss“ fer á fimtudagskvöld 29. júní um Vestmannaeyjar til Grimsby og Hamborgar. Farseðlar óskast sóttir fyrir há- degi sama dag. Kaupum tuskur og strigapoka. S8T Húsgagnavinnustofan 1« Baldursgötu 30. Sími 4166. Útbreiðið Alþýðublaðið! I.O.G.T. I. O.G.T. Stórstúkuþingið hefst þriðjudaginn 27. júní með messu í dómkirkjunni kl. IV2 e. h. Fulltrúar og aðrir templarar mæti í Templarahúsinu kl. 1 og verð- ur þaðan gengið í kirkju. Ræðu flytur síra Magnús Guðmundsson frá Ólafsvík, en fyrir altari þjónar séra Friðrik A. Friðriksson frá Húsavík. Að lokinni messu verður þingið sett, kjörbréf rannsökuð og stig veitt. Félagar, sem ætla að fá stórstúkustig, hafi með sér skír- teini frá stúku sinni um rétt þeirra til stigsins. Unglingaregluþingið * i verður sett miðvikudaginn 28. júní klukkan 10 árdegis. Jónas Kristjánsson læknir flytur erindi, Söngfélag I.O.G.T, syng- ur. — Allir templarar velkomnir. Fulltrúar beðnir að afhenda kjörbréf sín til skrifstofu stórstúk- unnar, sem fyrst. Skrifstofu Stórstúku íslands, 25. júní 1939. f Friðrik A. Brekkan. Steindór Björnsson. Jóh. Ögm. Oddsson. H6rð keppni! Engeyjarsundi ------+----- Pétur Eiríksson varð fyrstur á 54 mín- útum, en Haukur Einarsson annar. ------<j,--- ENGEYJARSUNDIÐ fór fram s.l. laugardag í ágæt- asta veðri og sæmilega heitum sjó. Fyrstur varð Pétur Eiríks- son á 54 mín., en Haukur Ein- arsson varð nokkrum sekúndum lengur. Vegna ónákvæmrar tímavörzlu er þó ekki hægt að segja, hver tímamismunur þeirra var. Þriðji maðurinn, Vigfús Sig- urjónsson var 67 mín. Frá Engey lögðu sundkapp- arnir af stað kl. 6,40. Voru Pét- ur og Vigfús smurðir feiti, en Haukur vildi ekki hafa neina feiti, sagðist ætla að reyna að synda án hennar, og þar með sýna fram á, að hún væri ekki nauðsynleg á svo stuttri leið. Sjórinn var um 12° heitur og frekar sléttur, og veittist því sundmönnunum sundið létt, — nema hvað straumur bar þá of- urlítið úr leið, þegar þeir voru miðja vega milli Engeyjar og lands. Tók Pétur þegar í upphafi forystuna og synti frekar létti- lega skriðsund, hafði hann og alla leiðina sama hraða og tók milli 53 og 55 sundtök á mínút- unni. Haukur virtist ekki fara sér að neinu óðslega, en þó fylgdi hann ætíð Pétri eftir, og varð aldrei yfir 100 metra millibil á milli þeirra. Jafnvel, eftir að inn á innri höfnina var komið, náði Haukur Pétri og var hon- um góðan spöl samhliða. Haukur synti alla leiðina bringusund, að undanteknu skriðsundi í Vz mínútu, sem hann tók sem hvíldarsund, þeg- ar hann átti um 200 metra ó- farna að hafnarmynninu. Að jafnaði tók Haukur 45 bringu- sundstök á mínútunni, en herti sig þó ofurlítið seinast. Voru sundkapparnir nokkuð þjakaðir, þegar til lands kom, en náðu sér þó furðufljótt og hresstust við húrrahróp þeirra áhorfenda, sem safnast höfðu saman þarna við steinbryggj- una til að fagna komu þeirra. Þriðji maðurinn, Vigfús Sig- urjónsson, var eins og fyr segir 13 mín. á eftir hinum. Synti Vigfús bringusund og tók hæg og jöfn tök. Er afrek hans sízt fiott afrefe ð iþrötta- vellinnm í gœrfeveldi Beztu úrslit á Islandi i 1000 metra blaugi. MILLI HÁLFLEIKA í gær- kveldi, þegar knattspyrnu- kappleikurinn fór frarn, fór fram 1000 metra hlaup. Var beðið eftir þessari keppni með mikilli eftirvæntingu. Kepp- endur voru 5. og úrslit urðu pessi. Fyrstur varð Ólafur Símonar- son úr Ánnanni á 2 mín. 41,2 sek. Annar varð Sigurgeir Ársæls- son úr Ármanni á 2 mín. 42,2 sek. Þriðji varð Sverrir Jóhannes- son úr K. R. á 2 mín. 49,5 sek. Sigurgeir Ársælsson var fyrstur lengst af, en ólafur hljóp fram úr honum á síðasta sprettinum. Islenzka metiö er 2 mín. 39 sek. og setti Geir Gígja þaö í Kaup- mannahöfn fyrir mörgum árum. Er petta bezta afrek, sem náðst hefir í pessu hlaupi hér á landi, og munaði aðeins 2 sek. að pví væri rutt. Hefði logn verið, pá hefði nýtt met verið sett. — 1000 feátttafeendnr á norræna stðdenta mótinu í Oslo. Einar Maguússon talaöi fyrir íslendinga i gær. AUMRÆÐUFUNDI nor- ræna stúdentamótsins í Osló í dag tók Einar Magnússon til máls af íslendinga hálfu og ræddi um nauðsyn og þýðingu norrænnar samvinnu. Kvað hann virðinguna fyrir lýðræð- inu og persónulegu frelsi vera það, sem bezt tryggði hina nor- rænu einingu. 1000 þátttakendur mættu við setningu norræna stúdentamóts- ins í Oslo á laugardaginn, og eru 625 af þeim aðkomumenn. Var gengið í skrúðgöngu frá Ak- ershus til háskólans, par sem formaður norska stúdentasam- bandsins bauð alla þátttakendur velkomna. Þá flutti háskólarektor ræðu og pví næst kenslumálaráð- herrar Norðurlandanna, og að lokum töluðu stúdentar fyrir hönd hvers lands. Þjóðsöngvar allra Norðurlandanna voru leikn- ir. FO. minna en hinna, sem á undan honum voru, þegar þess er gætt, að þetta er í fyrsta skifti, sem hann þreytir þolsund. Það lengsta, sem Vigfús hefir synt áður eru 1200 metrar, en hér er um að ræða 2600 metra sund. Er Vigfús ekki nema 18 ára gamall og tók hann í fyrra þátt í björgunarsundnámskeiði sjó- manna, og kvað Jón Pálsson, sem var kennari hans þar, Vig- fús mjög efnilegan sundmann. En Vigfús á ekki að taka þátt í erfiðu kappsundi lítt æfður — eins og hann var. Hann er of ungur, en getur orðið góður af- reksmaður, ef hann ofreynir sig ekki, þegar á unga aldri. Þrír bátar fylgdu sundköpp- unum, og voru í bátunum sund- félagar og nánustu vinir kapp- anna. Einnig var með í förinni Maggi Magnúss læknir, en sem betur fór, kom aldrei til, að hann þyrfti að opna lækninga- tösku sína. Jón Pálsson sund- kennari var og með í förinni. f DAð Nætuiiæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- qg Iðunnar-apóteki. OTVARPIÐ: 20,20 Hljómplötur: Göngulög. 20,30 Sumarpættir (V. Þ. G.). 20,50 Tónleikar Tónlistarskólans: Einleikur á píanó (Árni Kristjánsson.). 21,10 Hljómplötur: a) Norrænir söngvarar. b) 21,30 Kvartett í D- dúr, eftir Mendelssohn. 22,00 Fréttaágrip. Dagskrárlok. Erlendu gestirnir á Laugarvatnsmótið koma með Lyru í kvöld kl. 8. Lagt verður af stað austur stundvíslega kl. 10 í fyrramálið frá hafnarbakk- anum, par sem Lyra liggur, og eru íslenzku pátttakendurnir beðnir að mæta þar stundvíslega. Hans Nielsen fólkspingsmaður var í gær jarðaður í kyrþey, en mikill fjöldi manna fylgdi honum pó til grafar, þar á meðal Sveinn Björnsson sendiherra og Stauning forsætisráðherra, sem hélt við það tækifæri hlýlega minningar- ræðu um hinn látna. FO. Sigur&ur Ingimundarson er nýkominn heim frá Noregi, eftir að hafa lokið par námi í efnafræði við Norges tekniske högskole. Heimilið og Kron, blað Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, er nýkomið út, 2. árg., 5.—6. hefti. Hefir inni að halda eftirfarandi greinar: Stað- greiðsla, Um vitamin, Garðrækt og kvillar, Rabarbari o. fl. o. fl. London Regional útvarpsstöðin útvarpar á priðjudaginn kl. 19,45 söngleikn- um „Brúðkaup Figaros“ frá Glyndebourneóperunni við Lon- don, en í söngleik þessum syngur María Markan aðalhlutverkið. FO. Yfir Kaldadal. Á Iaugardag fór fyrsta bifreið- in yfir Kaldadal á pessu ári. Var pað 22 manna bifreið, full af nýútskrifuðum gagnfræðing- um frá Mentaskólanum í Rvilt. Bifreiðarstjóri var Magnús Ein- arsson frá B. S. R. Ferðin gekk vel. SKÓLASÝNINGIN Frh. af 1. síðu. sett hátíðina, sungu börnin nokk- ur lög undir síjórn kennara sinna, en síðan hófust ræðuhöld. Fluttu ræðurnar Jakob Kristins- son fræðslumálastjóri, Guðmund- lir Ásbjömsson, forseti bæjar- stjórnar Reykjavíkur, Ásgeir Ás- geirsson fyrverandi fræðslumála- stjóri og Sigurður Thorlacius skólastjóri. Töluðu peir allir um próun skólamálanna og kennarasamtak- anna, en dvöldu sérstaklega við hina miklu þýðingu, sem verk- lega námið hefir í fræðslumál- unum. Að ræðuhöldunum Ioknum hófst leikfimisýning barnanna og stjórnuðu flokkunum Friðrik Jes- son úr Vestmannaeyjum og Hannes M. Þórðarson. Að þessari athöfn lokinni gengu gestimir um sýningarsal- ina og skoðuðu sýningamar. Það var áberandi í gær, hve fátt manna var viðstatt við opn- un sýningarinnar. Hér er stór- merkilegt starf á ferðinni, sem bæjarbúar eiga að veita mikla athygli. Útbreiðið Alþýíublaðií! Með lækkuðu verði Tarinur 6 manna 5,00 do. 12 manna 7,50 Ragúföt með loki 2,75 Smjörbrauðsdiskar 0,50 Desertdiskar 0,35 Isglös á fæti 1,00 Ávaxtadiskar, gler 0,50 Aleggsföt 0,50 Isdiskar, gler 0,35 Matskeiðar 0,25 Matgafflar 0,25 Teskeiðar 0,15 Bamakönnur 0,50 Kökudiskar stórir 1,50 Speglar 0,50 K. Eiuarsson & Björnssou Bankastræti 11. I m NYJA BIO ap Skólastúlka ffiftist! Hrífandi þýzk skemti- mynd, er gerist í Wien. Aðalhlutverk leika: Gusti Huber, Theo Lingen, Hans Moser, Anton Edthofer. — Þetta er ein hin ágætasta af skemtimyndum, sem TERRA-félagið hefir látið gera, en það félag er nú aftur að hefja þýzka kvik- myndagerð til vegs og virðingar. AUKAMYND: BJÖRGUN ÚR SJÁVARHÁSKA. Siór- fróðleg og athyglisverð kvikmynd um pýzka björgunarstarfsemi. Útbreiðið Alþýðublaðið! V. K. F. Framsókn í Reykjavík og Framtíðin i fiafnarfirði fara sameiginlega skemtiför sunnudaginn 2. júlí austur í Laug- ardal með viðkomu hjá Sogsfossum og viðar. Lagt verður af stað kl. 7 að morgni frá Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Konur til- kynni þátttöku fyrir föstudag. Nánari upplýsingar fyrir félags- konur úr V. K. F. Framsókn eru á skrifstofu félagsins kl. 6—8 s. d. og daglega í síma 3249 og 1842 og fyrir verkakvennafé- lagskonur í Hafnarfirði hjá formanni félagsins, sími 9307 og Guðrúnu Sigurðardóttur, Linnetsstíg 8 og Guðrúnu Nikulásdótt- ur, Öldugötu 19. Lagt af stað úr Hafnarfirði kl. 6V2 að morgni. Konum velkomið að hafa með sér gesti. Skemtinefnd félaganna. Snmaro'stihúsið i Reykholti er búið að opna. Upplýsingar á Ferðeskrifstofu rikisins og i Reykhoiti. Theodóra Sveinsdóttír. AOalfundur Læknafélags fslands verður haldinn í Kaupþingssalnum 27.—29. þ. m. og h»fst kl. 16 þ. 27. DAGSKRÁ: Þriðjud. 27. kl. 16: 1. Formður gerir grein fyrir störfum síðasta félagsárs. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. 3. Kosin stjórn og endurskoðendur. 4. Breytingar á codex ethicus. 5. Árstíðaskrá fyrir Ekknasjóðinn. S. d. kl. 20,30: 6. Erindi: Prófessor Sven Ingvar. Meðferð langvinnra gigtsjúkdóma. (Kroniska Rheumatismens Behandling). 7. Embættaveitingar. Miðvikud. 28. kl. 16: 1. Erindi: Prófessor Sven Ingvar. Mataræði Svía. (Svensk Folknárings Standard). 2. Fyrirhugaðar mataræðisrannsóknir hér á landi. Um- ræður. Mólshefjandi Júlíus Sigurjónsson, læknir. S. d. kl. 20,30: 3. Erindi: Jóhann Sæmundsson, tryggingarlæknir. Bein- brot og slysatrygging. 4. Væntanlegar nefndir gera grein fyrir álitum sínum. Fimtud. 29. kl. 16: 1. Erindi: Prófessor Sven Ingvar. Meðferð lungnabólgu. (Pneumoniens Behandling). 2. Önnur mál. S. d. kl. 19,30: Veislufagnaður að Hótel Borg. . ~ •.»•.y■ 1 J^K.7 Stjórnin áskilur sér rétt til þess að breyta efnisröð dagskrárinnar. Reykjavík, 24. júní 1939. STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.