Alþýðublaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAGINN 1. JÚLÍ 1939. ALÞYÐUBLAÐIÓ ALÞÝ©tJBLAB!B RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: AlþýÖuprentsmiSjan. 4908: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Þar sem Jónas Guð- mundsson, sem síðan um áramót hefir gegnt rit- stjórastarfi við Alþýðu- Maðið í fjarvera F.' R. Valdemarssonar, tekur við öðra starfi nú um þessi mánaðamót, lætur hann af ritstjórn blaðsins í dag. En sökum áframhaldandi fjarveru F. R. Vaidemars- sonar tekur Stefán Péturs- son við ritstjórn og ábyrgð blaðsins fyrst um sinn. ÍHÍ nnin. UNDANFÖRNUM tímum vaxandi þjóðernistilfinn- ingar um allan heim höfum við íslendingar austan hafs lengst af verið furðanlega tómlátir um. líf og starfsemi landa okkar í Vesturheimi, og mun þó lifa þar nú hart nær fimti partur allrar íslenzku þjóðarinnar. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum, að meðal okkar hefir vaknað virkilegur áhugi fyrir því, að treysta þau trygða- bönd, sem binda íslenzka þjóð- arbrotið í Ameríku við þess og okkar sameiginlega ættland. Sú vakning hefir meðal annars komið fram í því, að íslendingar héðan að heiman hafa byrjað að ferðast vestur til að heimsækja landana þar, og einstökum Vest- ur-íslendingum verið boðið heim til gamla landsins til þess að endurnýja gömul tengsl og skapa önnur ný. En nú kemur þessi vakning hér heima fram í nýrri mynd, sem væntanlega ætti að geta orðið til þess í fram tíðinni að bæta fyrir ýmsar van- rækslusyndir gagnvart löndum ol t vestra. Það er Vestur-ís- lenu..ngadagurinn, sem í fyrsta skifti er efnt til á Þingvöllum á roorgun. ísiendingar vestan hafs hafa frá upphafi verið sér þess miklu betur meðvitandi eh við hér heima, hversu sterkum bönd- um þeir eru bundnir við gamla landið. Þeir hafa reynt það á sjálfum sér, að þótf þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. Og þeir hafa aldrei viljað né getað gleymt því, að fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín, nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. Það er engin tilviljun, að þessar ljóðlínur eru til orðnar méðal landa okkar vestan hafs. Því þær láta ekki aðeins í Ijós tilfinningar stórskáldsins, sem mót*ði þser og g*ti okkur þar með öllum, einnig þeim, sem hér heima búa, eitt dýrðlegasta ættjarðarkvæðið, sem við eig- um. Það eru tilfinningar Vest- ur-íslendingsins yfirleitt, sem útrás hafa fengið í þeim. En sambandið við ísland hef- ir ekki aðeins verið löndum okkar vestan hafs tilfinninga- mál. Og þeir hafa ekki aðeins frá því fyrsta og fram á þenn- an dag lagt drjúgan skerf í and- legan fjársjóð okkar íslendinga. Þeir hafa líka, samfara þrótt- miklu menningar- og athafnalífi sín á meðal vestra, fylgst af lif- andi áhuga með hverju stóru framfaraspori okkar hér heima, og stutt mörg þeirra með ráðum og dáð. Það nægir að minna á Eimskipafélagið, — þessa vöggugjöf hinnar endurfæddu íslenzku þjóðar, sem enginn fær ofmetið, hvern þátt hefir átt í þjóðlegri viðreisn okkar og nú- tímamenningu, þótt við höfum ekki ennþá getað þakkað þeim með því, að hefja beinar og stöð- ugar siglingar til Vesturheims, sem betur en alt annað myndu tengja þá við eylenduna þeirra hér lengst austur og norður í hafi. Við íslendingar austan hafs höfum ekki efni á því, að van- rækja þau bönd, sem binda okk- ur við slíka bræður í Vestur- heimi. Því að vissulega er ekk- ert þjóðarbrot til þar vestra, sem á svo einlægan, ávaxtarík- an og affarasælan hátt hefir sýnt rækt sína við sitt gamla land. Það er því ekki aðeins þjóðlegt metnaðar- og tilfinn- ingamál fyrir okkur hér heima, að treysta sambandið við þá bæði í anda og athöfn, heldur og þjóðleg nauðsyn. Þess vegna eigum við að heiðra Vestur-fs- lendingadaginn á Þingvöllum á morgun með sem allra mestri þátttöku og láta hann verða að veglegri sameiginlegri þjóðhá- tíð íslendinga bæði vestan hafs og austan. Skýrsla Landsbankans 1938 SKÝRSLA Landsbankans fyrir árið 1938, sem nýkomin er út, hefir að vanda ýmiskonar fróðleik inni að halda um afkomu atvinnuveganna, peningamál og bankamál á síðast- liðnu ári. Skal hér gefið stutt yfirlit yf- ir það helzta úr skýrslu bank- ans. V erfealfðsfélai Slre- ness laiiirflÉierl- inarstfið. "S" VOR gekkst verkalýðsfélag Akraness fyrir stofmm hlutafélags meðal meðlima sinna, til kaupa á fiskverkunar- stöð, sem er rétt fyrir innan Akraneskauptún, á svonefndum Sólmundarhöfða. — Kaupverð stöðvarinnar var kr. 6000.00, og var Útvegsbanki íslands h.f. seljandi. Var stöð þessi reist fyrir nokkrum árum af samvinnufé- lagi sjómanna á Akranesi. Fisk- verkunarstöðin er keypt með tilliti til þess, að hlutasjómenn á Akranesi geti haft aðstöðu til verkunar á hluta sínum, ef þeir óska þess, og til þess að þeir á einn eða annan hátt geti hag nýtt afla sinn sem bezt. í landi stöðvarinnar er stór matjurta- garður, og er hann leigður nokkrum félagsmönnum í sum- ar, þá hafa og fiskhúsin einnig verið leigð í sumar, Stærsti hluthafi er: Verka- lýðsfélag Akraness, en stjórn hlutafélagsins skipa: Hálfdán Sveinsson, Guðmundur Bjarna- son, Ingólfur Sigurðsson, Svein- björn Oddsson og Erlendur R. Teitsson. , Mjög lítið er nú byggt af í- búðarhúsum hér á Akranesi, að- eins tvö íbúðarhús eru í smíð- um, — auk þess lætur Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður, reisa allstórt fiskgeymsluhús, og er vinna við það hafin fyrir nokkru. Skýrsla Landsbankans hefst á þessum almennu ályktunum: „Síðastliðið ár var mjög ó- hagstætt. Að vísu var tíðarfar sæmilegt, en landbúnaðarafurð- ir lækkuðu mjög í verði og mæðiveikin og aðrar sauðfjár- pestir gerðu bændum þungar búsifjar. Aflaleysið á þorskveið- um hélzt áfram og þó að síld- veiðin væri sæmileg, voru síld- arafurðir í töluvert lægra verði en árið áður. Engin bót varð á viðskiftaörðugleikunum á þessu ári.“ Landbúnaðurinn. Heyskapar- tíð var hagstæð og heyfengur vel í meðallagi. Fyrir garðrækt- ina var sumarið óhagstætt, eink- um norðan lands og austan. Kartöfluuppskera varð þó um 60 þús. tunnur, en gulrófuupp- skera um 15 þús. tn. Gróður- húsarækt fór töluvert vaxandi. Fé varð óvenju vænt um haustið, meðal skrokkþungi 14,27 kg., en 13,44 kg. árið áð- ur. Verðið á saltkjöti var lítið eitt hærra en árið áður, en lægra á freðkjöti. Á innlendum markaði var þó sama verð. Ullin lækkaði hins vegar stór- kostlega í verði, eða um 45%. Verðlag á mjólk og mjólkur- afuroum hefir haldist óbreytt, en mjólkurframleiðslan hefir aukist verulega. Loðdýrarækt fer stórkostlega vaxandi. Eru nú í refabúum landsins um 5000 refir og 2000 minkar. Hátt á fjórða hundrað manns voru í Loðdýraræktar- félagi íslands og meðlimum fer stöðugt fjölgandi. Er hér um tiltölulega nýja og vaxandi at- vinnugrein að ræða. Sjávarútvegurinn. Aflabrögð voru mjög slæm á árinu, en þó nokkuð skárri en tvö næstu ár á undan. Afli togaranna á tog- dag var aðeins 4,1 tonn og er þetta það minsta, sem þekst hefir, enda mun afkoma togara- útgerðarinnar aldrei hafa verið lakari en á þessu ári og stuðl- uðu að því bæði stutt og léleg saltfiskvertíð og lítill afli á síld- veiðum. Afkoma smáútgerðar- innar var nokkuð betri, en þó slæm. Saltfiskverðið var mun hærra en árið áður, en þó svo lágt að kallast verður óhagstætt. ís- fisksalan hefir ekki verið eins góð síðan 1934; var meðalsalan 1262 sterlingspund á hverja ferð. Síldveiðin gekk sæmilega á árinu, en þó lakar en árið áður. sem hafði verið mesta aflaár, er komið hefir. Saltsíldarverðið var lítið eitt lægra en árið áður, en bræðslu- síldarverðið stórum lægra. eða 4,50 kr. á málið á móti 8,00 kr. 1937. Þessi lækkun stafaði sér- staklega af hinu lága verði á lýsi. Karfaveiðin og rækjuveiðin gengu tregara en árið áður, en ufsaveiði jókst talsvert og var verðið á honum hærra en und- anfarið. Iðnaðurinn. Hinn öri vöxtur íslenzkrar iðnaðarframleiðslu, sem verið hefir undanfarin ár, virðist hafa haldið áfram. Músabyggingai: voru álíka miklar og árið áður. í Reykja- vík voru bygð hús fyrir samtals 5800 þús. kr., en 1937 fyrir 5750 þús. kr. Nokkrar iðngrein- ar framleiddu sem hér segir (í svigum framleiðslan 1937): Smjörlíki 1414 tonn (1373), ull- arverksmiðjur unnu úr 255 tonnum af ull (219), 5 stærstu mjólkurbúin úr 9707 tonnum af mjólk (8273). 16 800 gærur voru sútaðar (17 000) og 21 800 önn- ur skinn (5800). Ö1 2913 hl. (2931), gosdrykkir 3408 hl. (3103). Sjóklæði 33500 stk. (33700), vinnuföt 80 200 flíkur (68 400). Kaffibætir 255 tonn (244). Sápa 509 tonn (520). Skóáburður 52 tonn (50). Þvotta og ræstiduft 106 tonn (87). Kex 340 tonn (318). Kassar 96 300 (94 700). Stál- tunnur 25 600 (25 700). Tré- tunnur 68 100 (47 100). Skór 111 300 (83 100) pör. Fiskilínur 5100 (2200) tylftir, öngultaum ar 21,2 (9,2) milljónir o. s. frv. o. s. frv. Verzlunin við . útlönd. Út- flutningurinn var 57,8 millj. kr., en innflutningurinn 49,1 millj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn þann- ig hagstæður um 8,7 millj. kr., en það mun tæplega nægja til að mæta hallanum á hinum svo- kölluðú „duldu“ greiðslum. Fjárhagur ríkisins. Á rekst- ursreikningi ríkissjóðs varð 1,7 millj. kr. tekjuafgangur, en 1,3 millj. halli á eignahreyfingum, þ. e. raunverulegur rekstursaf- gangur var 400 þús. kr., tekjur ríkissjóðs voru um 7% hærri en árið áður, en útgjöldin um 3% hærri. Skuldir ríkissjóðs voru í árs- lok 1938 46,3 millj. kr. Nettó- tekjur skattgreiðenda í Reykja- vík voru 45,4 millj. kr., en 41,6 millj. kr. 1937. Terðlan og bankamð). Verðlagið út um heim fór yf- irleitt hækkandi á árinu 1938 og heimsverzlunin fór talsvert minkandi, en hér á landi hækk- aði verðlagið nokkuð, þrátt fyrir það þótt útlendar vörur lækk- uðu á heimsmarkaðinum. Gæti það bent til þess, að hér á landi hafi verið óeðlileg lánsfjár- þensla, smbr. hér á eftir. Framfærslukostnaður hækk- aði um tæp 2% á árinu, Skuld Landsbankans við er- lenda banka lækkaði um 0,8 millj. kr. á árinu. í skýrslunni er yfirlit um þau opinber verðbréf, sem eru í um- ferð hér á landi. Eru þau að nafnverði samtals um 48,1 millj. kr., en 31,7 millj. kr. af þeim eru í höndum ríkis. bæjarfélaga og banka, sparisjóða, opinberra sjóða og vátryggingarfélaga. Innistæður í bönkum og sparisjóðum voru í árslok 1938 82,8 miilj. kr. Er það aukning um 9,7 millj. kr. eða um 13% og bendir það á greinilega láns- fjárþenslu, því eins og kunnugt er skapa aukin útlán bankanna auknar innistæður. Hitt verður að telja ósennilegt að raunveru- legur sparnaður landsmanna hafi aukist svo gífurlega á ár- inu. Aukning seðlaveltunnar ár- in 1937 og 1938 bendir og til hins sama. Meðalseðlaveltan hækkaði um 12% árið 1937, en um 6% árið 1938. Rekstursafkoma Landsbank- ans. Tekjuafgangur seðladaild- ar bankans var kr. 583 888,59, en þar af er mestur hlutinn lagður til hliðar fyrir væntan- legu tapi, og vextir til ríkissjóðs af — stofnfé. svo raunverulegur tekjuafgangur varð aðeins rúm 3000 kr. Tekjuafgangur sparisjóðs- deildar er á sama hátt kr. 686- 279,11, en þegar frá eru taldar afskriftir og það, sem lagt er til hliðar fyrir væntanlegu tapi, aðeins rúm 33 þús. kr. Þegar frá er talinn afskrifta- reikningur, sem lagður hefir verið til hlioar fyrir væntanleg- um töpum, er hinn raunveru- legi varasjóður beggja deilda Landsbankans, — en það er óráðstafaður tekjuafgangur und anfarinna ára — alls tæpar 2 millj. kr. (seðlabankinn 1,5 millj., sparisjóðsdeildin 0,5 millj. kr.). Til samanburðar má geta þess að jafnaðartölur á efna hagsreikningi beggja deildanna eru tæpar 82 millj. kr. Stofnfé seðlabankans, sem er eign rík- issjóðs, er 3,6 millj. kr., en sparisjóðsdeildin skuldar ríkis- sjóði tæpar 1,3 millj. kr. Brjóstlikan Halldórs Vil- hjálmssonar skólastjóra á Ilvanneyri, sem n úer til sýnis í Austurbæjarbarnaskólanum á skólasýningunni þar. Líkanið hefir verið þar til sýnis þessa viku, en nú eru síðustu forvöð að sjá það, því að síðasti dag- ur sýningarinnar er á morgun. Að því loknu verður likanið flutt til Hvanneyrar og þar verður því valinn staður. Útbreiðið AlþýðuMaðit! um skoðun á bifreiðum og bif- hjólum i logsagnarumdœmi Reykjavikur. Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með bif- reiða- og bifhjólaeigendum, að skoðun fer fram frá 3. til 26. júlí þ. á. að báðum dögum meðtöldum, svo sem bér segir: Mánudag 3. Þriðjud. 4. Miðvikud. 5. Fimmtud. 6. Föstud. 7. Mánud. 10. Þriðjud. 11. Miðvikud. 12. Fimmtud. 13. Föstud. 14. Mánud. 17. Þriðjud. 18. Miðvikud. 19. Fimmtud. 20. Föstud. 21. Mánud. 24. Þriðjud. 25. Miðvikud. 26. á bifreiðum og bifhjólum R. ( 1— 75 76—- 150 151— 225 226—- 300 301— 375 376— 450 451— 525 526— 600 601— 675 676— 750 751— 825 826— 900 901— 975 976—1050 1051—1125 1126—1200 1201—1275 1276—1300 Ber bifreiða- og bifhjóla-eigendum að koma með bif- reiðar sínar og bifhjól að Markaðsskálanum við Ingólfs- stræti, og verður skoðunin framkvæmd þar daglega frá kl. 10—12 f.h. og frá 1—6 e.h. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau á sama tíma, þar sem þau falla undir skoðunina jafnt og sjálf bifreiðin. Vanræki einhver að koma bifreið sinni eða bifhjóli til skoðunar, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bif- reiðalögunum. Bifreiðaskattur, sem fellur í gjalddaga 1. júlí þ. á., skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátrygging ökumanns, verð- ur innheimt um leið og skoðunin fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrii hverja bifreið sé í lagi. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að málí til eftirbreytni. Tollstjórinn og lögreglustjórinn í Reykjavík, 30. júní 1939. Jón Hermannsson. Jónatan Hallvarðsson Mttur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.