Alþýðublaðið - 04.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.07.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGINN 4. JCU 1939. ALÞYÐUBLAÐI0 Er að skrifa sögu klaustr~ anna i kaþólskri tíð á íslandi. Prófessor Guðbrandur við skrifborðið sitt. *-------------------------•’ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓBI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: AfgreiSsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4*906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Púðurtunnan Danzig. AF fréttunum, sem borizt hafa frá Danzig síðustu dagana, verður ekki annað séð, en að Hitler sé nú að búa sig undir að gera alvöru úr hótun- um sínum um að innlima borg- ina í Þýzkaland, jafnvel þótt það kosti nýja Evrópustyrjöld eða heimsstyrjöld með öllum þeim hörmungum, sem henni myndu verða samfara. Stríðsbrjálæðið hefir þegar gripið þessa ógæfusömu borg sjálfa, sem fyrirsjáanlega myndi verða fyrsti blóðugi víg- völlurinn í slíkri styrjöld. Fólk- ið er æst upp í það að stofna, þvert ofan í alþjóðarétt, sjálf- boðaher í borginni undir stjórn þýzkra herforingja, sem streymt hafa þangað undir ýmiss konar yfirskini. Hestar og vagnar eru gerðir upptækir í borginni handa þessum her, eins og styrjöld væri þegar hafin. Vopnum er smyglað þangað frá Þýzkalandi í stórum stíl og komið fyrir á öllum stöðum, sem hernaðarlega þýðingu geta haft. Gaddavírsgirðingar eru settar upp kringum akrana í umhverfi borgarinnar og þó ekki beðið eftir því, að kornið nái þroska, heldur byrjað að slá það hálfþroskað. Það gefur of- urlitla hugmynd um, hvernig ástátt væri um nauðsynlegustu matvælabirgðir, þegar styrjöld vseri búin að standa mánuðum eðá jafnvel árum saman. Fyrirætlun Hitlers virðist af ölíum þessum ráðstöfunum vera sú, að láta fylgismenn í Danzig býrja á því að „taka völdin“ þar í borginni, að svo miklu leyti, sem þeir hafa þau ekki nú þeg- ar, en það myndu þeir væntan- lega gera með því að lýsa yfir fullu sjálfstæði borgarinnar eða jafnvel sameiningu hennar við Þýzkaland og jafnframt neita því, að uppfylla lengur þær skuldbindingar, sem hún sam- kvæmt alþjóðalögum er skyldug til gagnvart Póllandi. Þar með væri Pólland að öllum líkind- um neytt til þess að grípa til vopna til þess að gæta réttinda sinna í Danzig, en það myndi aftur á móti gefa Hitler átyll- una, sem hann vantar til þess að bera Póllandi friðslit og of- beldi á brýn og senda sjálfur her til borgarinnar til þess að „vernda“ hana fyrir „pólskri á- rás.“ Öllu má nafn gefa og allt falsa — einnig það, hver það er, sem nú er að bera eldinn að púðurtunnunni, vel vitandi, að sprengingin geti orðið til þess, að hleypa allri álfunni eða jáfnvel öllum heiminum í bál. Á meðan þessu fer fram í Danzig, eru Bretar og Frakkar, sem hafa bundizt loforðum um það, aS koma Póllandi 'til hjálp- Samtal víð Gnðbrand Jónsson, prófessor. UÐBRANDUR JÓNS- SON prófessor er mik- ilvirkur rithöfundur, og allir lesa bækur hans með á- nægju, eins og allir hlusta á hann sér til ánægju, þegar hann talar í útvarp eða heldur ræður á opinberum mannfundum. Guðbrandur fór utan fyrir nokkru síðan. Hann ætlar að dvelja sumar- langt á meginlandinu, fyrst í Danmörku alllengi, en síð- ar í Frakklandi og víðar. Fáir eru eins miklir vinnu- menn og Guðbrandur. Hann situr alla daga við skrifborð sitt og skrifar, vinnur úr heimildarritum og semur. Ég hafði komizt að því, að hann hefir með höndum samningu ritgerða eða bókar um klaustrin á íslandi og saga þeirra snertir mjög sögu þjóðarinnar og er áreiðan- lega stórmerkileg. Ég snéri mér því til Guðbrandar síð- asta daginn, sem hann var hér heima og bað hann að skýra svolítið frá þessu starfi. Og hann var albúinn til þess: „Ég byrjaði að stunda kirkju- fornfræði árið 1907. Ég var um það leyti mikið með kaþólsk- um mönnum í Danmörku, og ar, ef brotin verði alþjóðalög á því og framtíð þess sem sjálf- stæðs ríkis stofnað í hættu, að gera eina tilraunina enn til þess að fá Sovét-Rússland til að ganga í sameiginlegt vamar- bandalag gegn yfirgangi og of- beldi hins þýzka nazistaríkis. Ef nokkuð gæti stöðvað ofsa Hitlers, þá ætti það þó að vera vissan um það, að hann ætti að austan ekki aðeins í vændum að berjast við lítilmagna eins og Pólland, aðskilið af óraleið- um frá bandamönnum sínum og verndurum í Vestur-Evrópu, heldur og við voldugt herveldi eins og Sovét-Rússland. Því að síðan í heimsstyrjöldinni hefir sú tilhugsun allt af hvílt eins og martröð á þýzkum hers- höfðingjum, að þeir kynnu á ný að verða að heyja styrjöld samtímis við voldug stórveldi bæði að vestan og austan. En Sovét-Rússland ber káp- una á báðum öxlum. Það er eins og þetta ríki, sem svo oft hefir lýst yfir vilja sínum til þess að vernda „verkalýðs- hreyfinguna, lýðræðið og smá- þjóðirnar“ í Evrópu, láti sér það nú, þegar á á að herða, í léttu rúmi liggja, hvort eitt eða tvö rílti verða enn þurrkuð út úr tölu þeirra lifandi og þýzki náz- isminn nálgist með stórum skrefum það takmark að leggja undir sig meginland álfunnar. Það er jafnvel ekki grunlaust lengur, að sovétríkið taki hönd- um saman við nazistaríkið og styðji það með aðflutningum á hráefnum til hergagnagerðar í voninni um, að verða hluthafi í ránsfeng þess áður en lýkur. Það mun að minnsta kosti fæstum þykja líklegt, að Hitler láti sverfa til stáls við Pólland út af Danzig, fyrr en hann þyk- ist hafa vissu sína fyrir vel- viljuðu hlutleysi sálufélaga síns austur í Moskva. það var sérstaklega einn mað ur, sem vakti áhuga minn fyrir þessari fræðigrein. Ég greip þetta viðfangsefni mjög sterk- um tökum og sleit mig svo að segja ekki frá því. Það má segja, að ég hafi um langt skeið varla hugsað um annað. Síðan hefi ég lesið alt, sem ég hefi höndum undir komist um þessa fræðigrein og kynt mér hana í ferðalögum mínum víða um lönd.“ — Segðu mér eitthvað um þessa fræðigrein. „Menn halda, að af því að orðið kirkja kemur fyrir í nafni þessarar fræðigreinar, þá hljóti að vera hér um að ræða ein- hverja hégilju, en það er langt frá því að svo sé. Ástæðurnar eru fyrst og fremst tvær. Kirkj- an er út af fyrir sig svo merki- legur liður úr sögu heimsins, og út úr þeirri sögu má lesa hugarfar margra alda, þá er hin ástæðan. Þegar talað er um ka- þólska siði, þá er allt af gengið út frá því, að þeir hafi allt af verið eins, en þetta er þó ekki nema táknrænt. Uppistaðan í kirkjusiðum kaþólskunnar er alt af eins, og hugarfarið, sem fylgir, en textar og athafnir hafa verið ákaflega margbreyti- legir innan þessa sviðs. í menn- ingarsögu, sem ég hefi lagt einn- ig mikla stund á, er það þýð- ingarmikið, að sjá hvernig menningin hefir borizt landa og þjóða á milli. Einhvers staðar á hvert eitt og einasta atriði sín upptök og svo ræður tilviljun- in því, eða það, sem kallað er tilviljun, en er þó aldrei tilvilj- un, hvort atriðin falla niður eða breiðast út. En það er einmitt kirkjusiðafræðin, sem opnar manni mikla útsýn um það, hvernig menningin hefir breiðzt út. Það má svo að segja gera línurit um þetta sam- kvæmt kirkjusiðafræðinni. Við skulum taka dæmi: Maður finnur bæn í gömlu messubók- arhandriti suður á ítalíu, maður finnur hana í yngra handriti suður á Frakklandi og öðru enn yngra á Englandi, og loks finn- um við þessa sömu bæn á nokkrum velktum skinnblöðum hér 1 Landsbókasafninu. Ef á þessu er byggt, sem á að vera örugt, þá hefir þessi bæn borizt frá Ítalíu til Frakklands, frá Frakklandi til Englands og frá Englandi til íslands. Og þegar þessi leið er fundin, þá er ekk ert líklegra en að önnur og þýðingarmeiri menningaratriði hafi einmitt farið þessa sömu leið til okkar lands. Þessi fræðigrein er ekki mik- ið iðkuð hér og því ekki í há- vegum, en annars staðar er hún ákaflega mikils metin. Það ©r eins með þessa fræðigrein og aðrar, að hún hefir miklu víð- ara svið en nafn hennar bendir til. Auðvitað er það víst, að hin- ar mýmörgu stofnanir kirkj- unnar hafa haft einhver áhrif og þá kirkjusiðirnir ekki sízt. Klaustrin hér á landi hafa á reiðanlega haft: gífurleg áhrif á menningu þjóðarinnar. Hver munkaregla hefir sína sérstöku siði og siðabækur, sem ekki standast á við hinar almennu. siðabækur og það er kunnugt, að einmitt hér á landi hafa munkareglurnar haft alveg sér- stök áhrif á kirkjusiðina. Á 15. öld var danskur bisk- up í Skálholti, sem hét Jón Stef- ánsson Krabbe og var af sömu ættinni og þeir, sem nú bera nafnið Krabbe. Honum þótti nóg um áhrif klaustranna á sið- ina og hann gaf út bréf, sem er til enn í dag, þar sem hann kvartar undan þessu og bannar klerkum sínum að nota munka tíðir og lætur bréfinu fylgja sér- staka tíðaskipan, sem nota eigi, en hún var að hætti Niðaróss- biskupsdæmis. Þessi siðaskipan hefir sennilega aldrei komizt á. íslendingar hafa allt af verið þverir við því að breyta siðum sínum. En þetta, með öðru meiru, sýnir áhrif klaustranna. Klaustrin hafa verið og eru enn þann dag í dag menningarmið- stöðvar. Kannast til dæmis allir íslendingar við það, að því er haldið fram, að ákaflega mikið af fornritum okkar hafi annað- hvort verið samin í klaustrun um, eða afrituð í ótal eintökum þar. í íslenzkri rithandarfræði gerir maður mjög greinilegan mun á munkarithönd og annari rithönd, en það er sá ljóður á klaustrunum, að maður veit ekkert, eða mjög lítið, um þau, annað en það, sem út snýr, þau loka að sér. Það eru til þúsundir manna, kvenna og karla, í klaustrum úti um heim, sem ekki hafa komið út fyrir klaust- urmúrana í 50—70 ár. Þetta fólk lifir algeru innra lífi, utan hins borgaralega heims, og þess lífs sér ekki stað á borgaralega vísu.“ — Hve margir heldur þú að munkarnir hafi verið, er þeir voru flestir hér á landi? „Munkarnir hér hafa vafa- laust skipt þúsundum, en maður þekkir ekki með nafni nema fáa tugi, og flestir þeirra, sem við þekkjum, eru ábótar og príorar, sem flestir hafa og staðið í borg- aralegu annríki. Hinir hurfu inn í sjálfa sig, eilífðina og guð. En það er einmitt þarna, sem helzt er að leita hinna nafnlausu höf- unda margra íslenzkra lista- verká. Þeir voru og eru nafn- lausir vegna þess, að íslenzkir miðaldahöfundar gátu sjálfra sín að engu, og þeir voru nafn- lausir, af því að þeir voru munkar og horfnir borgaralegu lífi. Ég er nú að semja sögu ís- lenzku klaustranna. Þetta er liður í þeirri vinnu, sem ég hefi unnið að í áratugi: að koma upp íslenzkri menningarsögu. Ætlun mín var sú að geta komið henni út sem heild, en ég er búinn að sjá, að það auðnast mér ekki. Ég er að vísu búinn að vinna alla undirbúningsvinnu og sneplar liggja hjá mér svo að þúsundum skiptir. En ég get því miður ekki lokað að mér, eins og munkarnir. Ég verð að standa í veraldaramstri til þess að hafa ofan í mig að éta. Hins vegar býst ég við, að þetta myndi verða svo voldug útgáfa, að mér myndi ekki takast að fá útgefanda. Ég ætla því að kljúfa þetta niður 1 margar ritgerðir og freista á þann hátt að svæla þeim út. Þú kannast við ritgerð- ir mínar um „Dómkirkjuna á Hólum“ og „Frjálst verkafólk á íslandi“. Þær eru báðar liður í þessu starfi. Það er ómögulegt að skilja íslenzka sögu á ka- þólska tímabilinu nema maður þekki íslenzku klaustrin og klausturandann og mín von er, að þetta starf mitt hjálpi mönn- um til þess. GULLBRÚÐKAUP eiga í Hafnarfirði í dag, 4. júlí, sæmdarhjónin Margrét Jónína Hinriksdóttir og Gissur Guð- mundsson, til heimilis Merkur- götu 8 þar í bænum. Hafa þau átt heima í Hafnarfirði síðustu 18 árin, eða síðan 1921 og búa þar enn út af fyrir sig, þótt þau séu nú mjög hnigin á efri aldur, hann aðeins tæpra 88 ára, en hún bráðum 71 árs. Hafa þau eignazt 17 börn og 14 þeirra komizt upp, en þar af eru nú 13 á lífi, öll viður- kenndar sæmdar- og atorku- manneskjur. Gissur er fæddur í Saurbæ í Ölfusi 31. ágúst 1851, sonur Guðmundar, sem þar bjó, Giss- urarsonar frá Reykjum, Þór- oddssonar frá Djúpadal undir Eyjafjöllum. Móðir Gissurar var Sigríður Gísladóttir frá Reykjakoti. Ólst Gissur upp hjá afa sínum, Gissuri, á Reykjum, og konu hans, Guðrúnu Guð- mundsdóttur og dvaldist þar síðar, einnig hjá föðurbróður sínum, Þóroddi Gissurarsyni, til 37 ára aldurs. Kona Gissurar, Margrét Jónína, er fædd í Seli við Reykjavík 3. október 1868, dóttir Hinriks Helgasonar frá Læk í Ölfusi, Runólfssonar, og Ólafar Sigurðardóttur frá Ég vinn að þessu mér til hug- arhægðar, en hvorki mér til lofs né frægðar. Annars er það eitt, sem mig langar til að ljúka við til fullnustu, áður en ég yfirgef þennan skemtilega heim. Það er yfirlit yfir íslenzkt kirkjulíf á miðöldum. Slík bók væri, ef vel tækist, ómissandi hverjum þeim. manni, sem fæst við þetta tímabil í sögu vorri. Það er bein- línis ótrúlegt, að enginn skuli hafa fyrir löngu tekið sig upp af eyrinni og samið slíka bók.“ — Þú hefir heimsótt klaustur víða um heim? „Já, ég hefi heimsótt klaust- ur víða um lönd og lagt sérstaka stund á að kynna mér siði og iíf þeirra klausturreglna, sem vitað er að hafi starfað hér á landi. Það er auðvitað undir- stöðuatriði til að geta unnið það verk, sem ég er að vinna.“ VSVi Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 21.—28. maí (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 76 (40). Kvef- sótt 97 (114). Gigtsótt 1 (1). Iðra- kvef 8 (19). Influenza 5 (12). Kveflungnabólga 0 (2). Taksótt 1 (2). Skarlatssótt 0 (1). Ristill 0 (1). Heimakoma 1 (0). — Manns- lát 4 (11). — Landlæknisskrif- stofan. FB. Hrauni í Ölfusi. En móðir henn- ar var Ingibjörg Bessadóttir frá Leiðólfsstöðum í Stokkseyrar- hreppi, Guðmundssonar frá Hömrum í Grímsnesi. Þegar þau Gissur og Mar- grét giftust fyrir 50 árum, reistu þau bú í Gljúfurárholti í Ölfusi og bjuggu þar í samfleytt 31 ár, eða frá 1889 til 1920. Má nærri geta, að oft hafi verið þröngt í búi með hinn stóra barnahóp. En hjónin voru b;«ði fram úr skarandi dugnaðar- og myndarmanneskjur. Stundaði Gissur sjóróðra jafnframt bú- skapnum og réri samtals 50 vetrarvertíðir og 20 vorvertíð- ir, enda var hann afburðasjó- maður. Eins og enn í dag, var Gljúf- urárholt í þjóðbraut, þegar þau Gissur og Margrét bjuggu þar. Var þar jafnan gestkvæmt, og þótti mörgum gott að koma þangað, þótt efnin væri elíki mikil. Munu margir eldri Ár- nesingar og Rangæingar, sem kynntust þeim þá, senda þeim lilýjar kveðjur í dag, og svo munu einnig margir Hafnfirð- ingar gera, sem hafa lært að þekkja þessi sæmdarhjón og meta mannkosti þeirra hina tvo síðustu áratugi. Útbreiðið Alþýðublaðið! Gullbrúðhjónin: Margrét Jónina Hinriksdóttir og Gissur Guð- mundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.