Alþýðublaðið - 10.07.1939, Blaðsíða 1
Hátíðleo athðfn (eg-
ar Esja var skírð.
,111 i )
Skipið kenrar i ágúst.
HIÐ NÝJA SKIP Skipaút-
gerðar ríkisins var skírt Esja
í skipasmíðastöðinni í Álaborg
með mikilli viðhöfn á laugardag-
inn. Ingiríður krónprinzessa fram-
kvæmdi athöfnina að viðstöddu
ýmsu stórmenni. Öll blöð Kaup-
mannahafnar skrifuðu á laugar-
dagskvöld og í gærmorgun um
athöfnina og lýsa henni. Segja
þau, að hún hafi farið vel fram
og að skípið sé hið glæsilegasta.
Pegar krónprinzessan hafði skírt
skipið, afhenti skipasmiðastöðin
henni að gjöf brjóstnælu úr
platínu, settri demöntum. — Al-
þýðublaðið spurði forstjóra
Skipaútgerðar ríkisins í morgun,
hvenær skipið myndi leggja af
stað heimleiðis, og sagði hann,
að jþað myndi koma heim síð-
ari hluta ágústmánaðar. Verður
skipshöfnin sú sama og var á
gÖmlu Esju, nema einum vél-
stjóra fleira. ;
Svartur sjór af sildfrá Skaga
og austur að Langanesi.
Landbarður var^T^ til Siglufjarð-
ar oo Hjalteyrar Miína um helgina.
-------.— » , .
í dag er ekki gott veiðiveður vegna þoku
SfLD er nú fyrir öllu Norðurlandi vestan frá Skagaströnd *
og austur að Langanesi, sagði fréttamaður Alþýðublaðs-
ins á Sigluf irði í símtali í morgun. Virðist það vera ný ganga
— síldin ekki eins feit og lítið eitt smærri. Stillilogn er á mið-
unum, en npkkur þoka, og er því ekki sem bezt veiðiveður í
dag. Þó eru öll skip að veiðum.
Síldarafli er ekki orðinn nálægt því eins mikill og á
sama tíma í fyrra, en þó hefir borizt meira á land síðast-
liðna viku en sömu viku í fyrra. Núna um helgina má segja,
áð hafi verið landburður af síld á Siglufirði og Hjalteyri.
Klukkan 7 á laugardagskvöld
höfðu verksmiðjurnar tekiö á
móti þessum afla í bræðslu,
mælt í málum:
7 km. boðhlaup mn«
hverfis Rvík í kvöld.
Keppt um fagurt horn, sem
Alþýðublaðið hef ir géfið.
Svípjóðarfararnir sýna á und<*
an fimleika á fpréttaveliinum.
¥ KVÖLD fer fram í
"¦¦ fyrsta skipti boðhlaups-
keppni umhverfis Reykja-
yíkurbæ. Hefst boðhlaupið á
íþróttavellinum og endar
þar.
Keppt verður um horn er Al-
þýðublaðið hefir gefið, en Rík-
arður Jónsson skorið út.
Framan á hornið er grafið
Ármannsmerkið og: „Boðhlaup
Ármanns umhverfis Reykjavík.
Gjöf frá Alþýðublaðinu," en
hinum megin á hornið er grafin
mynd af hlaupara með Ár-
mannsmerki á brjóstinu.
Tvær boðhlaupssveitir taka
þátt' í keppninni, Ármann og
K.R., og um 15 menn í hvorri
sveit. Vegalengdirnar, sem hver
einstakur maður hleypur, verða
þessar — og í þessari röð:
1675, 800, 400, 200 og 8 sinnum
150 metrar, svo 200, 800 og að
l'okum 1500 metrar, og hleypur
síðasti maður W-i hring á I-
þróttavellinum. Er því brautin
811, sem hlaupin er, 6975 metr-
Síldarverksmiðjur ríkis-
ins á Siglufirði 11783
Grána 3000
Rauðka 3000
Raufarhöfn 2167
Húsavík 516
Djúpavík * 1210
Hjalteyri 15000
Samtals 36676
ar.
Meðal keppenda í þessu fyrsta
boðhlaupi umhverfis bæinn
verða margir af okkar mestu
hlaupagörpum, og keppa m. a.
frá K. R. Sverrir Jóhannesson,
Indriði Jónsson, Sveinn Ing-
varsson, Jóhann Bernhard og
Georg L. Sveinsson, og í sveit
Ármanns verða m. a. Sigurgeir
Ársælsson, Ólafur Símonarson,
Brandur Brynjólfsson, Gísli
Kærnested og Baldur Möller.
Áður en boðhlaupskeppnin
hefst, fer fram á íþróttavellin-
ttm kl, 8V2 fimleikasýning úr-
ALÞÝÐUBLAÐSHORNIÐ
valsflokka karla og kvenna —
undir stjórn Jóns Þorsteinsson-
ar fimleikakennara, en þessir
flokkar sigla n. k. fimmtudag á-
leiðis til Stokkhólms, til þess að
taka þar þátt í alþjóðafimleika-
sýningunni í Lingiaden.
Verður skemmtilegt að sjá í
í kvöld þá fimleika, sem þessir
flokkar ætla að sýna á Lingiad-
enmótinu.
Meðan boðhlaupið stendur yf-
ir, sýna úrvals glímumenn úr
Ármanni íslenzka glímu. Einnig
mun Lúðrasveitin Svanur
skemmta fólki'.
Verður áreiðanlega margt
manna á íþróttavellinum í
kvöld, því þar verður margt til
skemmtunar, og mun margan
fýsa að sjá, hvað Svíþjóðarfar-
a'rnir hafa að sýna, og ekki
verður síður skemmtilegt að sjá,
hvernig boðhlaupskeppnin um-
hverfis Reykjavík fer.
Auk þess hafa verksmiðjumar
á Austfjörðum tekið á móti all-
miklu af síld, og til Akraness
hefir þorizt töluverð síld. Til
samanhurðar má geta þess, að á
sama ííma í fyrra höfðu borizt
á land rúm 80 þúsund mál.
Fjöldi síldveiðiskípa köm inn
um helgina með afla.
Frá kl. 7 á laugardagskvöld
og þangað til i morgun hafa
þessi skip komið til Ríkisverk-
smiðjanna á Siglufirði:
Valur með 200 mál, Freyja 100,
Vestri 500, Jón Þorláksson 150
Garðar Vm. 200, Gáutur 180,
Valur 260, Geir 800, Skagfirðing-
ur 700, Björgvin Vm. 550, is-
pjörn 550, Árni Árnason 450,
Grótta 500, Kári 500, Höskuldur
600, Rifsnes 1000, Björninn og
Islendingur 550, Gotta 200, Val-
björn 500, Fylkir og Gyllir 500,
Freyja, Súg., 250, Ólafur Bjarna-
son 1000, Nanna 500, Veiga og
Gísli Johnsen 700, Málmey 700,
Brynjar og Anna 400. Snorri
400, Asbjörn 600, Þór og Christí-
ane 570, Vébjörn 500, Haraldur
480, Hermóður Akr. 550, Freyja
650, Bangsi 300, Heimir 700,
Björgvin 450, Gunnbjöm 600,
Sægný 200, Frigg og Lagarfoss
500, Nói 100, Auðbjörn 600, Þor-
geir goði 550, Hrönn 500, Sæ-
bjöm' 300.
Tíu af þessum skipum komu
tfnn í nótt með um 6 þúsund mál.
Til Rauðku komu þessi skip:
Freyja með 800 mál, og er á
leið inn aftur með 1300 mál, og
Pilot með 4—5 hundmð mál.
Grána hefir fengið um 2000
mál siðan á laugardag.
Til Djúpuvíkur komu um helg-
ina: Þór með 910 mál. En kl. 9
í morgun haf&i frétzt til Djúpu-
víkur um að þessir togarar væru
á leið inn:
Kári með 900 mál, Rán 800,
Baldur 300, Tryggvi gamli 1300
og Garðar 1200.
Til Hjalteyrar höfðu komið um
hádegi í dag fré því á laugar-
dagsmorgun.
Lanpr fundur
hjá Molotov.
Ea enoina árangnr seg-
ir rússneska fréttastofan
LONDON í morgun. FO.
SENDIHERRAR BRETA OG
FRAKKA í Moskva ásamt
William Strang, erindreka
brezku stjórnarinnar, áttu enn
viðræður við Molotov utanríkis
málaráðherra Sovét-Rússlands
í gærkveldi. Stóð fundur þessi
í þrjár klukkustundir og er sá
lengsti, sem haldinn hefir ver-
ið af þessum aðilum siðan þrí-
veldasamningarnir hófust.
Ekkert hefir verið látið uppi
opinberlega uin árangur þessa
fundar af hálfu aðila sjálfra, en
hin opinbera rússneska frétta-
stofa skýrir svo frá, að enginn
jákvæður árangur hafi náðst.
Sendiherrar Bretlands og
Frakklands hafa neitað að gefa
aðrar upplýsingar en þær, að
samningar hafi ekki enn verið
undirritaðir en þeim verði hald-
ið áfram.
Japanskur hermaður á verði við rafmögnuðu gaddavírsgirðing-
arnar umhverfis forréttindasvæði Breta í Tientsin. j,
Æsingafnndir haldnir gegn
Breíisi i Robe i Japan.
-----------------------4------:-----------------
Samningar Breta og Japana eiga að
byrja í Tokio seint í þessari viku.
1
LONDON í morgun. FU.
KOBE í JAPAN hefir verið
efnt til mikillar hópgöngu
og fundarhalds til þess að láta
í Ijósi andúð á Bretum. Tóku
60 000 manns þátt í þessum
fundum.
Að fundunum loknum var
ályktun óvinsamleg Bretum
símuð til þeirra Chamberlains
forsætisráðherra, Lord Halifax
og Sir Archibald Clark Kerr,
brezka sendiherrans í Kína.
Brezknr fréttaritari skoð-
ar „lelkvelli" nazista á
Biskupahæðinni i Danzig.
-------------------------------<?—;—
Leikföngin, sem hann sá, voru loftvarna
byssur, herflutningavagnar og gaddavír
Umræðurnar milli Breta og
Japana um deiluna í iTientsin
hefjast að öllum líkindum næst-
komandi fimmtudag eða föstu-
dag með undirbúningsviðræðum
milli brezka sendiherrans i To-
kio, Sir Rofaert Craigie, og jap-
anska utanríkismálaráðherrans,
Arita.
LONDON í gærkveldi. FÚ.
JP RÉTTARITARI Reuters í
f- Danzig fór í dag inn á hið
forboðna svæði á Biskupahæð-
inni, þar sem Pólverjar segja, að
Þjóðverjar séu að koma sér upp
víggirðingum. En eins og fyrr
hefir verið frá skýrt, fullyrða
nazistar í Danzig, að sú starf-
semi, sem þarna fer fram, sé
ekki önnur en lagning barna-
leikvalla.
Fréttaritari þessi skýrir svo
frá, að svæðið sé allt undir
strangri gæzlu hersveita og af-
markað gaddavírsgirðingum og
Skallagrímur með 2000 mál, Ar-
inbjörn 850, Gulltoppur 850,
Belgaum 1650, Skutull, ísaf., 1800,
Fróði 140J| Armann, Rvk., 1550,
Jökull hiH alls lagt upp 1650
mál.
sé þar aragrúi herflutninga-
vagna og loftvarnabyssa.
Þegar hann var spurður þess,
hvað hann væri að gera á þess-
um stað, svaraði hann, að hann
væri bara kominn til þess að
skoða barnaleikvellina, og vakti
svarið hlátiir liðsforingja þeirra,
er spurt höfðu.
Albert Förster, foringi flokks-
deildar þýzkra nazista í Danzig,
sagði' í dag í ræðu, sem hann
hélt, að íbúar Danzigborgar
hefðu margendurtekið vilja
sinn til að sameinast þýzka rík-
inu. Á meðan á ræðu hans stóð,
mátti heyra raddir úr áheyr-
endafjöldanum, sem hrópuðu:
„Pólverjar verða að hverfa burt
úr Danzig".
SS-maður einn réðist að frétta-
ritara Reuters, sem staddur var
í áheyrendahópnum, og lét í
ljósi við hann reiði sína gagn-
vart hinum ensku dagblöðum.
Færeyingar kveðjð
i krtU.
Giæsiieg kveðjnhátið
i gærkveidi.
IT NATTSPYRNUMENN-
¦"• IRNIR frá Færeyjum
kveðja landið í kvöld. Þeir
fara heimleiðis með Dronn-
ing Alexandrine. Síðasti leik-
ur þeirra var í gærkvöldi, og
fór hann fram í ausandi
rigningu. Úrslit urðu þau, að
K.R. setti 8 mörk, en Fær-
eyingar 1. Kl. 8 í gærkvöldi
hófst eiginlega kveðjuhátíð-
in fyrir gestina. Hún hófst
með því, að þeir sýndu f jóra
færeyska dansa, sem vöktu
feikna fögnuð meðal áhorf-
enda, en þeir munu hafa ver-
ið um 3000. Að því loknu
hófst fimleikasýning K.R.-
stúlknanna, sem fóru til
Danmerkur, undir stjórn
Benedikts Jakobssonar. —
Tókst sýningin mjög vel og
vakti óskipta athygli, enda
eru., stúlkurnar framúrskar-
andi leiknar. (
Þá hófst kappleikurinn.
Keppti nú við Færeyinga 1. fl.
K.R., að viðbættum nokkrum
meistaraflokksmönnum. Leik-
urinn stóð aðeins í klukkutíma,
og settu K.R.-ingar 3 mörk í
fyrri hálfleik og 5 í seinni hálf-
leik. Færeyingar settu aðeins
1 mark í fyrri hálfleik.
Veður var vont meðan kapp^
Frh. á 4. síou. J