Alþýðublaðið - 12.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.07.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAG 12. JÚLÍ 1939 ! ALÞYÐUBLAÐIÐ Dýraverndunarfél. íslands á 25 ára afmæli á morgun. ' ....♦ v AMORGUN eru 25 ár liðin síðan Dýraverndunarfélag íslands var stofnað. Flestir munu þó hafa haldið, að þessi félgsskapur væri miklu eldri. Svo áhrifaríkur hefir hann verið og svo mörgu góðu komið til leiðar. .----------------—-------- ALÞYÐUBLAÐID mT&TJéBI: F. R. VALDEMARSS©N. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: AEÞÝÐUHÚSINO (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: |90O: Afgreiðsla, auglýsingar. ÍÖOl: Ritstjórn (innl. fréttir). t2: Ritstjóri. 3: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: AlþýSuprentsmiðjan. 4'906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐ J AN Besteiro. VIÐ fréttina um það, að gamli spánski jafnaðar- mannaforinginn Julian Besteiro hafi nú, hér um bil sjötugur að aldri, verið dæmdur af herrétti Francos í Madrid í þrjátíu ára fangelsi, sakaður um það, að hafa gegnt embætti í þjónustu spönsku lýðveldisstj órnarinnar og boðað kenningar jafnaðar- manna í mörg ár, rifjast upp fyrir manni nokkur ummæli, sem blað kommúnista hér, Þjóð- viljinn, hafði um þennan mann snemma í marz i vetur, þegar hann ásamt Miaja og nokkrum öðrum forvígismönnum spánska lýðveldisins tók á sig það þung- bæra hlutverk, að gera enda á borgarastyrjöldinni eftir að Barcelona var fallin, öll frek- ari vörn, orðin vonlaus og fyr- irsjáanlegt, að hún gæti ekki orðið til neins annnars en að lehgja píslarvætti hinnar þraut- píndu spönsku þjóðar. Það voru ekki falleg orð, sem Þjóðviljinn valdi Besteiro við það tækifæri. „Svikari“, „flugu- maður Englendinga“, „hægri maður, sem alltaf hafði hatað þj óðfylkinguna og beið aðeins eftir tækifæri til að svíkja hana“, „pólitískur braskari, leiddur af eigingirnd, hugleysi, persónulegu hatri og metorða- girnd“- Þetta eru aðeins nokkur dæmi úr leiðara Þjóðviljans þ. 10. marz í vetur. Og þennan sama mann, sem kommúnistar lýsa þannig, hafa nú fasistar Francos dæmt í þrjátiu ára fangelsi! Hvaða dóm skyldi hann hafa fengið hjá kommúnistum, ef þeir hefðu mátt ráða yfir örlögum hans? Er það máske bara tilviljun, að þessi maður, sem kommúnistar hata svo mjög, eins og ummæli Þjóðviljans bera vott um, er nú grafinn lifandi á gamals aldri af fasistum Francos? Eða kemur ef til vill hér í Ijós einhver alvarlegur skyld- leiki milli Francofasismans og Moskvakommúnismans eitthvert sameiginlegt markmið, sem báð- ir þessir aðilar stefna að? Eru ekki hatursyrði Þjóðviljans um Besteiro og hefnd Francos á honum eftirtektarverð merki eins og hins sama, hinnar blindu og æðisgengnu baráttu ofbeldis- flokkanna beggja, fasista og kommúnista, gegn lýðræðinu og jafnaðarstefnunni? Toga þessir flokkar, þegar allt kemur til alls, ekki í sama endann? Ef svo væri ekki, þá mætti það einkennilegt teljast, að þeir skuli vera svo hjartanlega sam- mála í hatri sínu og ofsóknum gegn þessum gamla forvígis- manni lýðræðisins og jafnaðar- stefnunnar á Spáni. Besteiro, „hugleysinginn“, sem Þjóðviljinn talar um, var eini maðurinn í stjórn spánska lýðveldisins, sem ekki flýði, þegar vörnin var á þrotum og Franco tók Madrid. Hann kaus heldur að láta eitt yfir sig og alla hina ganga, sem engan kost áttu þess að komast undan. Honum fór í því atriði mjög ólíkt hinni marglofuðu „hetju“ Þjóðviljans, kommúnistanum Passionariu, sem heimtaði að spánska þjóðin héldi áfram að úthella blóði sínu í vonlausri borgarastyrjöld, æsti flokk sinn til uppreisnar og bræðravíga á bak við vígstöðvarnar, en steig sjálf sama daginn og sú upp- reisn hófst, upp í flugvél til þess að bjarga sinni eigin dýr- mætu persónu úr allri hættu. Hún er nú í Moskva og getur haldið áfram að leika hetju í blöðum og á lýðskrumsfundum kommúnista þar á svipaðan hátt og flokksbræður hennar hér heima í Þjóðviljanum. En Be- steiro valdi sér hitt hlutskiptið: að standa við hlið spönsku al- þýðunnar á stund hörmunganna og láta það sama ganga yfir sig og hana. Fyrir það heitir hann „hugleysingi“ og ,,svikari“ á máli Þjóðviljans. Það hefir sýnt sig á Spáni eins og annars staðar, að það er sitt hvað orð og gerðir. Komm- únistar eru allsstaðar nógu fljótir til, þegar um það er að ræða að rífa kjaft, en þeir eru ennþá fljótari að koma sér und- an, þegar hætta er á ferðum. Það er ekki að fullu upplýst enn, hvern þátt kommúnistar hafa með allri framkomu sinni átt í óförum hinnar spönsku þjóðar. En svo mikið er þegar vitað, að þeir hafa verið góðir hjálpar- menn Francos í herbúðum lýð- veldisstjórnarinnar með sínum eitruðu bardagaaðferðum og ofbeldisverkum gegn þeim flokk um og' mönnum, sem raunveru- lega börðust fyrir frelsi og lýð- ræði á Spáni. Bex-gmálið í Þjóð- viljanum af fjandskap komm- únista þar við Besteiro og aðra helztu forvígismenn lýðveldis ins er óræk sönnun þess, að slík orð eru ekki töluð út í blá- inn. Kaupum tuskur og strigapoka. 9F* Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Simi 4166. Áður fyrr var ill meðferð á skepnum einn versti þjóðarlöstur okkar, og er þess jafnvel getið sem þjóðareinkennis í ferðasög- um erlendra manna. Var hér hvort tveggja valdandi, skap- harka og skilningsleysi, samfara slæmum skilyrðum, sem náttúra landsins skapaði. 111 meðferð á skepnum kom fram í mörgum myndum: of mikilli ásetningu, of miklum útigöngum, hryllilegum deyðingaraðferðum, taglhnýting- um og fleiru. Það var ölium beztu mönnurn ljóst, að hér var um þjöðarlöst að ræða, sem varð að útrýrna, hvað sem það kostaði, og Dýra- verndunarfélagið hefir, stutt af vaxandi menningu í landinu, unnið hér geysilega mikið starf og gjörbreytt meðferð á dýrum og umgengni manna við þau. Hefir hér verið unnið mikið menningarstarf. Brantryðlandioo. Það var Tryggvi heitinn Gunn- arsson bankastjóri, sem var brautryðjandi i dýraverndunar- málunum. Hann hóf útgáfu „Dýravinarins" árið 1885. Fyrsta eintak þessa blaðs var þýðing á samnefndu dönsku blaði, sem dýraverndunarfélag kvenna í Kaupmannahöfn gaf út, og ann- aðist Páll amtmaður Brienr þýð- inguna. Var þetta eintak prent- að í Kaupmannaböfn og kostnað- ínn greiddi nefnt félag. Síðar gaf Tryggvi blaðið út og lét það fylgja annað hvort ár þjóðvina- félagsbókunum. Kom blaðið þann ig út í 32 ár. Náði það geysi- miklum vinsældum og Iærðu mörg börn í sveitum einmitt lestur með þessu blaði. Það naut og styrks úr landssjóði. Stofnnn Díraverndnnar- félaislns. En það var fyrst 1912 að nokk- ur skriður kæmist á stofnun dýra- vemdunarfélags hér á landi. Hafði um það verið rætt á Ár- nesingamóti. Lítið varð þó úr framkvæmdum fyrr en 1914, er Góðtemplarastúkurnar kusu nefnd til að undirbúa stofnun slíks félagsskapar. Var þetta all- fjölmenn nefnd og boðaði hún til fundar 13. júlí 1914. Ottó N. Þorláksson hafði framsögu á þessum fundi, og var síðan fé- lagið stofnað með 37 meðlimum. Skipuðu fyrstu stjóm þess: Tryggvi Gunnarsson formaður, sem gegndi því starfi til dauða- dags, FIosi Sigurðsson, Jóhann Ögm. Oddsson, Ottó N. Þoriáks- son og Ingunn Einarsdóttir frá Bjarmalandi, en hún hafði ásamt Tryggva Gunnarssyni lengi bar- izt fyrir bættri meðferð á dýrum. 1916 hóf félagið útgáfu „Dýra- verndarans“, sem síðan hefir kom ið út mánaðarlega og náð mikl- um vinsældum, enda hefir félagið eignazt með blaðinu fjölda öt- ulla vina um allt land. Var út- gáfa „Dýraverndarans“ samþykkt á fundi félagsins 28. febrúar 1915. Starfseml félaosins. Auk blaðaútgáfunnar hefir að- alstarf félagsins beinzt að því, að fá fram löggjöf um dýra- verndun, og hefir því orðið á- kaflega mikið ágengt í því efni. 1915 samdi félagið og fékk sam- þykkt á alþingi fmmvarp um al- menna dýravemdun. Var það fyrsta sinni, sem nokkur slík lög vora sett hér á landi og mörkuðu því tímamót. Var þetta beinlín- is kennsla í meðferð dýra, því að þó illa væri farið með dýr, þá var það ekki af mannkosta- leysi, heldur miklu fremur af hugsunarleysi og þekkingarskorti. Sáust áhrif laganna líka undir eins, og strax og þau urðu al- menningi kunn, sást vemlegbreyt ing til batnaðar. I þessum lög- um var gert ráð fyrir, að sett yrði reglugerð um deyðingu hús- dýra, og á því sviði urðu breyt- ingamar mestar, þö aÖ langt væri frá því að siðsamleg aflífgun væri þá þegar tekin upp af öll- um. Félagið tók þá þegar að sér að panta og selja helgrímur og húsdýrabyssur, og hafði það þá starfsemi með höndum í mörg ár. Þá fékk félagið og samþykkt lög um friðun fugla og önnur um geldingu húsdýra, en sú að- ferð, sem áður var beitt, var hryllileg. Eitt af viðfangsefnum félagsins hefir verið að reyna að koma í veg fyrir, að eitrað væri fyrir dýr á víðavangi. Var það gert alloft þegarum skaðskemmdardýr væri að ræða og féll þá margt annara dýra fyrir eitrinu. Þann- ig er t. d. talið að flestir ernir í landinu hafi drepizt. Auk þess er eitran mjög slæm aðferð og mannúðarlaus. Er mjög skammt að minnast þeirra deilna, sem risu á alþingi um eitmn fyrir svart- bak, sem gert hafði nokkurn usla í bústofn bænda í Breiðafjarðar- eyjum og raunar víðar. Þetta em hin beinu áhrif, sem Dýraverndunarfélag íslands hefir haft, en þó að þau séu mikil og merkileg, þá er þáð víst að hin óbeinu áhrif þess, sérstaklega í gegn um blaðið, hafa orðið miklu meiri, og er það eðlilegt. Nú má til dæmis heita, að það sjáist alls ekki að hnýtt sé hestum i tagl hvers annars. Yfirleitt eru menn hættir að líta á húsdýrin eins og skynlausar og tilfinning- alausar skepnur. TrjBBvasjóínr. Félaginu hefir orðið ákaflega gott til vina, en enginn einn mað- Hift islenzka Fornrltatélaa* Nýtt bindi er komið úts Vatnsdæla saga Hallfreðar saga, Kormáks saga, Hrémundar páttr halta, Hrafns páttr, Guðrúnarsonar, Elnar Ól. Sveinsson gaf út. Verð kr. 9,00 heft og kr. 10,00 i skinnbandi. FÆST HJÁ BÓKSÖLUM. Aðalútsala hjá: Bókaverzlen Sigfnsar Evnnndssðnar. {Óhagsiæðnr verzl- nnarjðfnnðnr nm tæpar 11 milli. kr. VERZLUNARJÖFNUÐ- | URINN hefir, það sem af er þessu ári, orðið óhag- stæður um tæpar 11 millj. króna, Hefir verzlunar- jöfnuður aldrei orðið jafn «; óhagstæður á þessu tíma- I: bili árs, og veldur því fyrst I: og fremst mikill innflutn- !; ingur á útgerðarvörum —. I vegna óvenjumikillar þátt- i; tölcu í síldveiðunum. Þá j> ber og þess að gæta, að mestur hluti útflutnings- ;> ins á að koma á síðári hluta j! ársins. | Alls var innflutt 30. f. ;; m. fyrir kr. 30 155,00 þús. j| Útflutt fyrir kr. 19 237,00 j; í fyrra á sama tíma var >: verzlunarjöfnuðurinn ó- !; hagstæður um rúmlega 8 milljónir króna, Vonandi gefast síldveið- !; arnar svo vei, að verzlun- arjöfnuðurinn verði hag- jj stæður í lok ársins. ur hefir reynzt því annar eins bjargvættur og Tryggvi Gunnars- son heitinn. Þegar hgnn lézt árið 1917 ánafnaði hann félaginu all- ar eigur sínar, og er bú hans haföi verið gert upp kom í ljós að eigur hans námu 52 þúsund krónum. Var sú kvöð á frá gef- andans hendi, að verja meetti helmingi vaxtateknanna til dýra- vemdunarstarfsemi til ársloka 1939, en frá ársbyrjun 1940 má verja öllum vaxtatekjunum í sama tilgangi. Er Tryggvasjóður, eins og þessi sjóður er nefndur, nú 88 þúsund krónur. Þá hefir gjaldkeri félagsins, Ölafur Ólafs- son kaupmaður, stofnað sjóð til minningar um Jón Ólafsson bankastjóra, að upphæð 2 þús- und krónur, og skal verja vaxa- íekjum hans til dýravemdunar- starfsemi. Er þessi sjóður nú að upphæð kr. 3000. Loks á félag- ið Minningarsjóð Guðlaugs Tóm- assonar, og er hann að upphæð um 700 krónux. Á félagið þannig í föstum sjóðUm rúmar 90 þús- undir króna. Hafa þessir sjóðir komið í mjög góðar þarfir, og það gefur að skilja að árangurinn af starf- semi félagsins hefði ekki orðið svona góður og raun er á, ef fé- lagið ekkl hefði notið Tryggva- sjóðs. Um skeið rak Dýraverndunarfé- lagið Tungu hér fyrir innan bæ- inn, og var þar hirt um dýr. Þegar bilaöldin hófst minnkaði þörfin fyrir slíka miðstöð, og fyr- ir nokkmm ámm seldi félagið búið. Starfað ifram á sama Brnndvelll. 1 stjóm Dýravemdunarfélags- ins em nú: Þórarinn Kristjánsson hafnarstjóri, formaður, Ólafur ól- afsson kolakaupmaður, gjaldkeri, Lúðvíg C. Magnússon ritari og meðstjórnendur Bjöm Guðmunds son innheimtumaður og Sigurður Gíslason lögregluþjónn. Tíðindamaður Alþýðublaðsins spurði Þórarin Kristjánsson hafnarstjóra, formann félagsins um framtíðarfyrirætlanir þess. Hann sagði, að félagið myndi halda áfram að vinna á sama gmndvelli og áður, því að enda þótt miklar umbætur hafi fengizt í meðferð dýra á undanförnum áram, þá er margt Frh. á 4. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.