Alþýðublaðið - 12.07.1939, Side 4

Alþýðublaðið - 12.07.1939, Side 4
MIÐVIKUDAG 12. JÚLÍ 1939 — GAMLfl BIOB? Með kveðja frð lister FIoí! Spennandi og afar skemti- leg frönsk sakamálakvik- mynd, gerð af sömu snilld og glæsileik, er einkennt hefir franskar myndir und- anfarið. Aðalhlutverkin leika: Edwige Feuillére, Fernand Gravey og Louis Jouvet. Útbreiðið Alþýðublaðið! Atvinna Unglingspiltui getur fengið atvinnu í Mjólk urbúi Hafnarfjarðar frá 25. þ. m. Umsóknir sendist til Ólafs Runólfsson- ar, Strandgötu 17 fyrir 18. þ. m. Bypgingarfélag verkamanna: SkrániDd fé Skráning þeirpa, sem ætla að ger- ast meðlinatr I hinu nýstofnaða Eygg- ingarfélagi verkamanna í Reykjavík fer fram í Iðnó föstudaginn 14. þ.m. frá kl. 6 e. h. til kl. 9 að kvoldi. — Stofngjald og fyrsta ársgjald sam- tals 15 krónur greiðist við skrán- ingu. Stlórnin. DÝRAVERNDUNARFÉLAG ÍSLANDS Frh. af 3. síðu. eftir ög mörgu er mjög ábóta vant um me'ðfer'ð fslendinga á húsdýrum sínum. Allir íslendingar munu vilja stuðla að pví, að þetta aldar- fjórðungsafmæli Dýraverndunar- félags Islands megi verða upphaf að nýjum sigrum í sögu þess, og að það geti nú á næstu tím- um aukist og eflzt margfaldlega. LIN GIADENMÓTIÐ I Frh. af 1. síðu. Sigríður Vaigeirsdóttir og Vigdís Jónsdóttir. En í karlaflokknum eru: Bjarni Árnason, Borgþór Jónsson, Jens Magnússon, Sigurður Norðdahl, Gísli Sigurðsson, Hjörleifur Bald- vinsson, Hörður Kristófersson, Gunnar Steingrímsson, Sveinn Stefánsson, Geir ólafsson, Guðni Jónsson, Skúli Björnsson og Einar Bjarnason. AIIs er gert ráð fyrir að á 8. þúsund manns frá um 30 löndum taki þátt í Lingiaden- mótinu, og gert er ráð fyrir að á mótinu verði sýnd öll þau fim- ieikakerfi, sem nú eru uppi í heiminum. Á Lingiadenmótinu sýna Ár- mannsflokkarnir tvisvar hvor, en auk þess munu þeir halda fimleikasýningar í Þórshöfn og Bergen á útleiðinni; en frá Stokkhólmi fara þeir til Kaup- mannahafnar og hafa þar sýn- ingu í Tivoli. Á heimleiðinni verður komið við í Leith og þar haldin sýning- Ef til vill munu flokkarnir halda sýningu á fleiri stöðum. Þeir, sem sáu hina glæsilegu fimleikasýningu Ármenninganna s. I. mánudagskvöld, efast ekki um, að landinu verður sómi að frammistöðu þeirra á Lingiaden. Á morgun verður .66 ára Guðrún Egils- dóttir, Víðimel 31. SILDARVERKSMIÐJURNAR Frh. af 1. síðu. byggja á Raufarhöfn, en hefir ekki notað þá heimild, til skaða fyrir síldveiðiútgerðina, eins og bezt sýnir sig nú. Um aðra fregn Morgunblaðs- ins vil ég segja það, að um stækkanir í Siglufirði hefir að- eins einu sinni verið rætt á fundum verksmiðjustjórnar, en engin tillaga verið lögð fram og engin ákvörðun tekin — svo að fregnin í Morgunblaðinu hlýtur að vera frá óáreiðanleg- um heimildum. Eins og kunnugt er, hefir Siglufjarðarbær farið fram á að mega byggja nýja síldarverk- smiðju, en leyfi er ekki veitt fyrir því enn sem komið er. Blað kommúnista segir í dag, að atvinnumálaráðherra, Ólafur Thors, hafi nú falið stjórn síldarverksmiðjanna að svara beiðninni. Þetta er alrangt. At- vinnumálaráðherra hefir aðeins leitað umsagnar stjórnar síldar- verksmiðjanna um málið, eins og venjulegt er, undir slíkum kringumstæðum.“ 130 sorsk sildveiðiskip til Islaod. KHÖFN í morgun. FÚ. „Arbeiderbladet" í Oslo segir frá því, að Norðmenn sendi á þessu sumri alls 130 veiðiskip til þess að stunda síldveiðar á ís- landsmiðum. í sænskum blöðum er frá því skýrt, að Svíar sendi til íslands 30 veiðiskip. Eimskip. Gullfoss er á leið til Khafnar frá Leith. Goðafoss er í Reykja- vík. Brúarfoss er á Isafirði. Detti- foss er á leið til Hull frá Ham- borg. Lagarfoss er á Akureyri. Selfoss fer til Djúpuvíkur í kvöld. Hryllilegt morð í Noregi igær. 19 ára unglinonr myrðir 77 nra gamia konu og siær bróðnr hennar, 80 ára, i rot. OSLO í morgun. FB. ROÐALEGT morð var framið í gær á bænum Stensmyren í Nedre Eiken í Noregi, þar sem tvö systkini áttu heima, Lars og Inga Stens- myren. Lars 80 ára, en Inga 77 ára. Árásarmaður þeirra er 19 ára piltur og var nýkominn til þeirra í vinnu. Um nóttina fór hann inn í svefnherbergi þeirra og sló í höfuð gömlu konunni með flösku og brotnaði flaskan, en konan rotaðist. Gamli maðurinn vaknaði, en árásarmaðurinn sló hann einnig í rot. Þegar pilturinn hafði leitað að peningum lagði hann á flótta til skógar. Þegar nágrannar komust að því, sem gerzt hafði, var gamla konan flutt á sjúkrahús, en þar lézt hún skömmu síðar. Líðan bróðurins er slæm; en hann er ekki talinn í lífshættu. Árásarmaðurinn var handtek- ínn síðdegis í gær. Hann er af Tataraættum. Vafasamt er, hvort hann er með öllum mjalla. Hann kveðst hafa framið morðið í nokkurs konar draumleiðslu. NRP. BREZKA ÆFINGAFLUGIÐ Frh. af 1. siðu. oft endurtekið á næstu vikum, þangað til hver einasti flug- maður í brezka flughernum hef. ir fengið tækifæri til að kynn- ast frönskum flugskilyrðum og lært að þekkja Frakklandskort- ið engu síður en það enska. Franskar sprengjuflugvélar munu einnig verða látnar fljúga norður yfir England til þess að kynnast flugskilyrðum og stað- háttum þar. MacBride (Daily Herald). Þjóðverjnm lizt ekki á blikona. BERLIN í morgun. FO. Þýzka blaðið „Deutscher Dienst“ tekur æfingaflug brezka loftflot- ans til Frakklands sérstaklega fyrir og segir, að flug þetta væri Þjóðverjum í raun og veru óvið- komandi, ef franska blaðið „Paris Midi“ hefði ekki birt um það ummæli, þar sem kenndi fávís- legs vopnaglamurs. Hefir „Paris Midi“ látið svo ummælt, að flug þetta hefði leitt í ljós, að áfangalangdrægi þess- ara flugvéla sé svo mikið, að borgir eins og Niirnberg, Leipzig og jafnvel Hamborg mættu vara sig, og að þessar borgir væri auðveldlega hægt að leggja í rústir, ef í slíkt færi. Segir „Deutscher Dienst“, að það væri einnig auðvelt fyrir þýzka loftflotann að færa sönnur á, að hann gæti náð til ýmissa franskra borga, svo sem Bor- deaux, Orleans og Le Havre, og gert þeim sömu skil. En Þjóð- verjar álitu skynsamlegra og sómasamlegra að vera ekki með neitt slíkt hjal, sem skoða megi eins og að bera eld að púðri. Lyra fer ki. 7 annað kvöld til Berg- en. í DAG Næturlæknir er Bergsveinn öl- afsson, Hringbraut 183, sími 4985. Næturvöröur er í Reykjavikur- apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. OTVARPIÐ. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20.20 Hljómplötur: Dönsk söngl. 20,30 Útvarpssagan. 21,00 Samleikur á harmóníum og píanó (Eggert Gilfer og Fritz Weisshappel). 21.20 Hljómplötur: a) Þjóðlög, sungin. b) Lög leikin á Ha- vaja-gítar. 22,05 Fréttaágrip. Dagskrárlok. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H/F. Frh. af 1. síðu. til vara Nikulás Friðriksson. Á- kveðið var á fundinum, að hluta- féð skyldi verða 15 þúsund krónur, en stjórninni var gefin heimild til að hækka það upp í 25 þúsund krónur, ef nauðsyn krefði. Fyrsta verk þessa nýja hlutafélags er að gera ýmsar breytingar og endurbætur á Al- þýðuprentsmiðjunni, enda verð- ur hún framvegis starfrækt af því. Tvö skemmtiferðaskip eru hér i dag: „Oslofjord“ með 310 farþega frá New York og „Arandorra Star“ frá London ,með 300 farþega. Ferðaskrifstofan Hekla sér um móttökur „Oslo- fjord“, en Geir H. Zoéga tekur á móti „Arandorra Star“. Eitt ferðamannaskip hefir tilkynnt komu sína, og bætist það við þau skip, sem áður höfðu ákveðið að koma.Er það „Orion“fráLondon, og kemur það 1. ágúst. Að gefnu tilefni og alleinkennilegri frásögn Al- þýðublaðsins um boðhlaupið um- hverfis Reykjavík skal það tekið fram, að allir þeir, sem kepptu í Ármannssveitinni, eru gamlir virkir félagsmenn vorir, sem hafa margoft tekið þátt í sýningum og keppnum á undanförnum ár- um fyrir félagsins hönd. — Með þökk fyrir birtinguna. F. h. glímu- fél. Ármanns. Jens Guðbjörnss. 4. flokks mótið (drengir innan 13 ára) heldur áfram í kvöld kl. 8 milli Vals og Fram, og á eftir milli K. R. og Víkings. Sænska stjórnin hefir ákveðið að herða á á- kvæðum um dvalarleyfi útlend- inga í Svíþjóð, aðallega með til- liti til yfirvofandi óróleika í al- þjóðamálum. FO. í skipasmíðastöð Þorgeirs Jósepssonar á Akra- nesi var síðast liðinn laugardag lagður kjöiur að vélbát, sem Ytri-Akranesshreppur gengst fyrir smíði á. Skipið verður smíðaö úr eik, 50—55 sinálestir að stærð, með 150 hestafla, Die- selvél. Yfirsmiður er Eyjóifur Gíslason úr Reykjavík. Báturinn er smíðaður með styrk frá Fiski- málanefnd. FO. Drottningin fór frá Vestmannaeyjum í gær- morgun áleiðis til útlanda. Súðin fer kl. 9 í kvöld í strandferð vestur og norður. Hæsti vinningur í 5. flokki Happdrættis Háskól- ans kom upp á nr. 18160 í um- bo'ði frú Marenar Pétursdóttur, Laugavegi 66, og í Varðarhús- inu. Næst hæsti vinningurinn, 5 þús. kr., kom upp í umboðinu á Akran®si. E.s. Lyra fer héðan fimmtudaginn 13. þ. m. kl. 7 síðdegis til Bergen um Vestmannaeyjar og Thorshavn. Fiutningi veitt móttaka tii há- degis á fimmtudag. Farseðlar sækist fyrir kl. 6 á miðvikudag, annars seldir öðr- um. P. Smith. & Go. I. O. G. T. ST. FRÓN nr. 227. Fundur ann- að kvöld kl. 8V2. Dagskrá: 1. Upptaka nýrra félaga. 2. Skýrsla um bindindismálafund- inn að Strönd á Rangárvöllum. Félagar, fjölmennið og mætið annað kvöld kl. 81/2 stundvís- lega. BS KVM BIO OB Slíkt teknr eng- in með sér. Amerísk stórmynd frá Col- umbia film. Snilldarvel samin og ágætlega leikin 1 af sjö frægum leikurum: Lionel Barrymore, Jean Arthur, James Steward, Edward Arnold, Mischa Auer, Ann Miller, Donald Meck. Sjáið þessa mynd, hún 1 veitir óvenjulega góða og E eftirminnilega skemmtun. |j FASTEIGNASALA. 24 þúsund króna sólríkt steinhús til sölu. Jón Magnússon, Njálsgötu 13 B. Heima kl. 6—10 síðd. Sími 2252. Það tilkynnist, að Ragnheiður Guðmundsdóttir, andaðist á Landakotsspítala þriðjudaginn 11. þ. m. Guðrún Eiríksdóttir. Eiríkur Eiríksson. Ránargötu 51. Vélskðlinn í Reykjavík tekur til starfa 1. okt. Umsóknir sendist skólastjóra fyrir 1. sept. Um inntökuskilyrði, sjá lög nr. 71, 23. júní 1936, um kennslu í vélfræði, og reglugerð Vélskólans frá 29. sept. 1936. SKÓL AST J ÓRINN. Abranes — Borgarnes. Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga strax oftir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl. 1 e. h. Fagra- nesið fer tfl Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 síðdegis. Hagnðs Onnniangsson, bifreiðarstjéri. Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes. Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. ©g föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. ©g laugardaga. M.s. Fagranes annast sjóleáðina. Nýjar upphitaðar hifreiðar með útvarpi. Steindór Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. Orðsending til kaupenda út um land Munið að Alþýðuhlaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalla. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.