Alþýðublaðið - 21.07.1939, Page 2

Alþýðublaðið - 21.07.1939, Page 2
FÖSTUDAG 21. JÚLÍ 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ H.C.ANDERSEN Svínahirðirinn. Einu sinni var fátækur prins; hann átti konungsríki, sem var mjög lítið, en það var samt nógu stórt til þess að hann gæti gift sig —— og hann vildi gifta sig. Það var máske dálítil ofdirfska af honum, að þora að segja við dóttur keisarans: Viltu eiga mig? — en hann þorði það nú samt, því að hann var frægur maður, og það voru margar prinsessur, sem hefðu tekið honum með þökk- um, en það gerði nú ekki keisaradóttirin. Nú skulum við hlusta á. Á gröf föður prinsins óx rósatré og það var nú fallegt rósatré. Það bar blóm aðeins fimmta hvert ár, og það var aðeins eitt blóm, en það var rós, sem angaði svo yndislega, að þegar maður lyktaði af henni, gleymdi maður þrautum sínum og áhyggjum. Og svo var fallegur næturgali, sem gat sungið svo vel, að það var eins og öll falleg lög væru í hálsinum á honum. Hann ætlaði að gefa prinsessunni bæði rósina og næturgalann, og sendi henni hvort tveggja. H«fi opnað sanmastofu fyrir allskonar kvenfatn- að. KJartan Brandsson, Strandgðtu 33, Hafnarfirði, simi 9039. I Qarveru minni til 1. ágúst verð- ur tannlækningastofan lokuð. Engilbert fiuömundsson tannlæknir. Útbreiðið Alþýðublaðið! Útvarpið vikuna, sem leið. .— ♦ ERINDI próf. Sven Ingvars úr Lundi um fæðu úr dýra- ríkinu, sem Magnús Pétursson bæjarlæknir flutti á sunnudags- kvöldið, var á ýmsan hátt hið fróðlegasta. Prófessorinn hélt mjög fram ágæti slíkrar fæðu, en varaði hins vegar við einhliða jurtaáti. Yfirleitt tók hann mál- stað hinna gömlu, góðu hitaein- inga, sem um eitt skeið voru taldar mannsins meginn, en hafa nú um tíma orðið að þoka fyrir fjörefnunum í hugUm manna (og mögum ef til vill líka). Appel- sínuandstæðingar fagna mjög þessum fyrirlestri próf. Ingvars og telja hann sönnunargagn um ágæti innlendra fæðutegunda. Mörgum mun hafa þótt inn- lenda fréttastofan furðulega ör- lát á tima sinn á mánudaginn, er hún skýrði frá skemmtifundi Sjálfstæðismanna nyrðra ' og gerði þá frásögn að aðalfréttum kvöldsins. Ef til vill er þó ekki rétt að telja í þetta sinn eftir þá fróun, sem þessi ágæti flokkur kann að hafa haft af þessum fréttum af sjálfum sér, þar sem hann mun ekki telja sig hafa ver- ið of vel haldinn í útvarpinu í sinni babýlonsku herleiðingu undanfarið. En þess er þá að vænta, að öllum flokkum verði gert jafn hátt undir höfði í þess- um efnum, eða öllu heldur jafn fágt, því að sú pólitíska auglýs- ingastarfsemi, sem raunverulega er fólgin í slíkum fréttum, á ekki iheima í útvarpinu, hvaða flokkur |sem í .hlut á. Þrjú erindin þessa viku, erindi Páls Isólfssonar um kirkjuhljóm- Ieikamötið í Danmörku, Ingólfs Davíðssonar um kartöflusjúk- dóma og Bergljótar Benedikts- dóttur um jurtalitun, hafa að sjálfsögðu öll fengið alltakmark- aðan hóp áhugasamra áheyrenda, en geta auðvitað hafa verið jafn góð og gagnleg þrátt fyrir það, og voru það lika á ýmsan hátt. Sumarþætti flutti að þessu Sínni Steinþór Sigurðsson skóla- stjóri um sumarið í óbyggðum, i sveitum, í bæjum og á sjó, dýralíf, ferðalíf o. s. frv. Fyrir- lesturinn var snoturlega saminn og vel fluttur, en efni auðvitað að engu leyti nýstárlegt, né brugðið yfir það nýju ljósi. Ó» viðkunnanlegt var að heyra mann, sem hefir jafn prýðilegt vit á plúsum og mínusum og Steinþór skólastjóri, nota orða- samhandið „ekki ósjaldan“ í metkingunni „ekki sjaldan“. Otvarpssagan var að þessu sinni smásaga (eftir Þ. Þ. Þ., liðleg, en fremur léttvæg. Ef til vill verður heppilegast að lera upp sína smásöguna hvert sunnu- dagskvöld yfir hásumartímann, og má líka vera, að sú sé ætl- unin. Ég mun ef til vill víkja nokkuð að útvarpssögunum und- ahfarið og framvegis, við siðara tækifæri. Erindi Sigurðar Einarssonar, frá útlöndum, um „Lebensraum"- pólitfk Þýzkalands og Italiu, var með, afbrigðum snjallt og fróð- iegt og í rauninni hið eina er- indi vikunnar, sem þorri hlust- enda mun hafa veitt nokkra at- hygli. Erindi Sigurðar Einarsson- ar, frá útlöndum, eru og jafnan með því bezta, sem i útvarpið er flutt. Sigurður gengur jafnan beint að efni sínu, án allra skraddaraþanka og málalenginga, og heldur því föstum tökum til enda. List (hans i frásögn og flutningi er svo ótvíræð, að þar eru hlustendur af öllum sauða- húsum á eitt sáttir, og raddir þær, sem áður fyrr heyrðust á stangli um hlutdrægni i frétta- flutningi Sigurðar, eru nú að mestu eða öllu þagnaðar, enda ástæðulausar frá upphafi. Margír munu sakna þess, að SigurðUr skuli vera hættur að segja hlust- endum frá erlendum bókum, eins og hann gerði öðrum þræði, þangað tíl hinar erlendu stjóm- málafréttir vom fólgnar honum einvörðungu, en bókmenntafrétíir V. Þ. G. Hin fyrri verkaskipting milli þeirra var, að mínu áliti, fullt svo heppileg, enda vom hlustendur yfirleitt ánægðari með hana. Sigurður þýddi „Lebens- raum“ með „lífsrúm". Ég er ekki ánægður með þessa þýðingu, einkum vegna þess, hve illa hún fer í samsetningum (t. d. „lífs- rúmspólitik"). „Lifsrými" væri Setra. Eða hvernig færi á því, að taka upp orðið „rúmhelgi" i nýrri merkingu, sbr. „landhelgi", — tala um þýzka og ítalska rúm-* helgi“? Hvort „raumfremde Máchte" gætu þá nefnzt „órúm- helg riki“ (sbr. ófriðhelgur) er annað mál, sem ég leiöi minn hest frá að sinni. Ýmsar smávillur höfðu slæðzt inn i gneinina um útvarpið vik- una 2.-9. júlí, og var þessi verst: sem sizt er engin afsökun, sem á að vera: en slíkt o. s. frv. Framvegis munu útvarpsfréttirn- ar bírtast á mánudögum hér í blaðinu. mr. Eriendar binðindlshéttir. Síðan áfengisbannið var af- numið í Bandaríkjunum, hafa farið fram 9000 atkvæðagreiðslur um héraðabönn. Af þeim hafa yfir 6000 verið með banni. • 139 sænskir þingmenn eru fé- lagsbundnir albindindismenn. Af þeím tilheyra 100 sósíali9ta- fltíkknum. * Sonur frakkneska sendiherraps í Noregi hefir komið miður prúð- mannlega fram þar í landi, Hvað eftir annað hefir lögreglan tekið hann fyrir það að aka bifreið ölvaður, en sökum tignar hans hefir ekki þótt fært að refsa hon- um. Almenningur hefir á ýmsan hátt látið vanþóknun sina á þessu i ljós, og undrazt, að svo hátt- settur maður geti hegðað sér þannig. * Eyjan Prince Edward er nú einá fylkið í Kanada, sem hefir fullkomið áfengisbann, og virðist vera ánægð með það- Fyrir nokkru sagði forsætisráðherrann, að ekki kæmi til mála nein breyt- jng á bannlögunum. Hann er vist maöur, sem meinar það, sem hann segir, því að þegar hann hélt ný- lega ensku konungshjónunum veizlu, er þau heimsóttu Kanada, þá voiu veittir þar aðeins óáfengir drykkir. Þessi litla eyja, á fjölfar- inni skipaleið, í St- Lawrence- flóanum getur haldið bannlög og látið þau gefast vel- Hví skyldi ekki eyjan okkar, hér norður í höfum, geta það líka? Hvítir eru jöklar hennar, heilnæmt loftslag- ið. tært beigvatnið, fallegir hvítu fossamir og brimgarðurinn í kringum hana, og hreinir skyldu lifnaðarhættir íbúa hennar einnig véra. — Hrekjum hinn erlenda fjanda af höndum okkar, sem einna verst hefir farið með þjóð- ina, sem margt hefir þó þolað. Reynsla hinna fylkjanna í Ka- nada hefir ekki orðið sú, að eyj- an Prinœ Edward hafi séð á- stæðu til þess að feta, í fótspor þeirra og afnema bannið. Pétur Sigurösson. QJHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 27. Karl ísfeld íslenzkaði. Mér geðjaðist þegar í stað vel að tungu Tahiti-búa, og með hjálp taio míns,. dóttur hans og hinnar ungu Maimiti, sóttist mér verkið vel. Brátt kom að því, að ég gat varpað fram spurn- ingum á máli Tahitibúa og skilið svörin. Mér er víst óhætt að segja, að ég hafi verið fyrsti hvíti maðurinn, sem gat talað tahitisku reiprennandi, og sá fyrsti, sem reyndi að rita það. Ég bjó mér til stafróf með þrettán bók- stöfum — fimm hljóðstöfum og átta samhljóðendum, og það voru öll þau hljóð, sem komu fyrir í málinu. Hitihiti talaði málið, eins og aðeins höfðingjunum er fært. Almenningur hafði mjög takmarkaðan orðaforða, aðeins nokkur hundruð orð. Hitihiti hafði mikinn áhuga á starfi mínu og varð mér til ómetanlegs gagns, enda þótt hann, eins og landar hans, ýrði fljótt þreyttur á andlegum störfum. Þennan örðugleika gat ég yfirstigið á þann hátt að koma mér vel við konurnar og skipta starfi mínu í tvennt. Ég lærði af Hitihiti orð í sambandi við styrjaldir, trúarbrögð, sjómennsku, skipasmíði, jarðyrkju, og því um líkt. En af Hina og Maimiti lærði ég orð, sem notuð voru um störf kvenna og skemmtanir. Ég opnaði kistu míng daginn, sem ég kom, og gaf gestgjafa mínum ýmsa þá hluti, sem ég áleit, að myndu gleðja hann og konurnar mest. Þetta atvik innsiglaði vináttu okkar. En enda þótt gestgjafi minn væri hrifinn af þjölunum, önglunum, hníf- unum og skartgripunum, fann ég þó, að ekki var hægt að kaupa vináttu hans, og bar ég meiri virðingu fyrir honum, eftir að ég komst að því. Ég héld, að honum, dóttur hans og frænku, hafí þótt vænt um mig, og létu þau það í ljós á marga vegu, sem ekki er hægt að misskilja. Ég hlýt að hafa þreytt þau mjög með penna mínum og bleki og þrotlausum spurningum, en þol- inmæði þeirra þraut aldrei. Stundum kom það fyrir, að Maimiti baðaði út höndunum og sagði hlæjandi: — Hættu nú, ég get ekki hugsað meira! Eða gamli höfðinginn sagði, eftir að hafa hlustað á spurningar mínar lengi með mikilli þolinmæði: Við skulum fá okkur dúr, Byam! Vertu varkár, annars sprengirðu höfuðkúpurnar á okkur báðum með öllu þessu grufli! En morguninn eftir var hann alltaf jafnfús á að hjálpa mér. Á hverjum sunnudegi tók ég handrit mitt og fór með það um borð í Bounty, til þess að sýna herra Bligh það. Ég verð að segja það honum til hróss, að allt, sem hann tók að sér að fram- kvæma, var vel gert. Hann hafði mikinn áhuga á starfi mínu og lét aldrei undir höfuð leggjast, að lesa yfir með mér orða- skrána, til þess að sjá, hvað ég hefði innt af hendi um vikuna. Hefði skapgerð hans að öðru leyti jafnast á við hugrekki hans, dugnað og skilning, hefði nafn hans verið skráð gullnum stöfum í sögu Englands. Rétt eftir að við komum til Tahiti, hafði Bligh skipað svo fyrir, að stórt tjald væri reist rétt hjá lendingarstaðnum. Nelson og aðstoðarmaður hans, hinn ungi garðyrkjumaður að nafni Brown, höfðu, ásamt sjö mönnum, setzt þar að, til þess að safna brauðávaxtaplöntum og setja þær í potta. Brauðávaxtatrén fella ekki fræ. Herra Nelson sagði mér, að skoðun sín væri sú, að tré þetta hefði verið ræktað og kynbætt frá upphafi vega, þangað til fræið hafi horfið úr ávextinum, eins og á sér stað um bananana. Svo virðist, sem brauðávaxta- tréð þróist bezt, þegar það er ræktað af mannahöndum í nánd við bústaði þeirra. Daglega fór Nelson langar gönguferðir, til þess að leita að ungum trjám, sem mikill vöxtur var í. Höfðingjarnir höfðu gefið þegnum sínum ströng fyrirmæli um það, að veita Nelson alla þá aðstoð, sem þeir væri unnt. Þeir af skipshöfninni á Bounty, sem urðu að vera um borð, virtust hafa gleymt ruddamennsku þeirri, sem skipstjórinn hafði sýnt þeim á leiðinni. Aginn var ekki eins strangur um þessar mundir, og skipverjar fengu oft landgönguleyfi. Allir, að undanteknum lækninum, höfðu eignazt taio, og margir þeirra höfðu eignazt vihkonu í landi. Tahiti var á þessum árum Paradís sjómannanna — ein af gróðursælustu eyjum á jörðunni, loftslagið milt og heilnæmt, íhaturinn ágætur og fólkið óþving- að, vingjarnlegt og gestrisið. Hver óbreyttur háseti gat farið inn í fyrsta húsið, sem hann kom að og var þar boðinn og vel- kominn. Og um ástalífið er það að segja, að lífið undir krónum pálmanna, var, eins og Múhameðstrúarmenn hugsa sér Paradís. Þegar ég hafði búið um hálfan mánuð hjá taio mínum, heim- sóttu mig einn morguninn nokkrir af skipsfélögum mínum. Þeir höfðu róið hingað frá Matavaiflóanum. Tíu eða tólf Tahiti- búar réru bátnum, en þrír hvítir menn sátu aftur í. Gestgjafi minn hafði farið um borð í Bounty til þess að borða miðdegis- verð með Bligh, og þegar báturinn nálgaðist, stóð ég á strönd inni ásamt Hina, Maimiti og eiginmanni Hina, ungum höfð- ingja, sem hét Tuatau. Þegar öldutopparnir lyftu bátnum, sá ég, að hvítu ménnimir, sem stóðu aftur í bátnum, voru þeir Christian og Peckover. Stundarkorni seinna sá ég, mér tii mik- illar undrunar, að Bakkus gamli sat á afturþóftunni. Þegar bátu^inn rann upp í fjöruna, klifraði læknirinn yfjr borðstokkinn og hökti í áttina til mín til þess að heilsa mér, en tréfóturinn boráðist djúpt í fjörusandinn. Ég bar aðeins mitt- isskýlu, eins og hinir innfæddu —- og var orðinn mjög sól- brenndur. — Jæja, Byam, sagði Bakkus, þegar hann tók í hönd mér. Ég hélt í fyrstu, að þér væruð Indíáni. Mér fannst tími til kominn, að ég færi að svipast um í landi. Og hvert átti ég að fara annað en hingað til þess að heilsa yður? Svo lét ég Tene- riffa-vín á tíu eða tólf flöskur og hélt á þeim með mér. Hann snéri sér að skyttunni, sem stóð í bátnum: — P#ck- over, sagði hann, — biddu þá að fara varlega mað körfuna. Éf

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.