Alþýðublaðið - 24.07.1939, Síða 3
MÁNUDAG 25. JÚLÍ 1939
ALÞYÐUBLAÐIÐ
ng er
f baráttn alpýðnnnar.
----.....
Ræða Magnus Nilssen f Rauðhólum í gær
—---+■---
TJ'* INING alþýðunnar er lífsskilyrði hennar. Hún hefir
ekki ráð á því að láta aukaatriði, smávægilegar erj-
ur eða mismunandi skoðanir í einstökum atriðum tvístra
sér. Við Norðmenn getum talað af reynslu um þetta, því
að óeining og sundrung hefir óvíða herjað samtök alþýðunn-
ar eins miskunnarlaust og í Noregi.
Með látlausri, markvissri baráttu verður alþýðan
smátt og smátt að byggja samtök sín, skapa þeim fyrst
grundvöll og sækja síðan fram. í hvert sinn, sem sigur hefir
unnizt á, jafnvel hversu smávægilegt sem það er, verður að
styrkja það og undirbyggja, með því — og með því einu. er
hægt að komast að markinu: frjálsu verkafólki, heilsteyptu
og heilbrigðu þjóðfélagi, þar sem allir lifa jafn réttháir og
frjálsir í andlegum og atvinnulegum skilningi.“
Iijúkrunarkonurnar á Þingvöllum í fyrradag. Pálmi Hannes-
son skýrir á Lögbergi sögustaðinn fyrir hinum erlendu gestum.
Hátiðleg setotog hjákrnn-
arkvennamðtsins i gær.
.....-------
Salurinn í Gamla Bió skreyttur blóm-
um og fánum allra Morðurlandaþjóðanna
«-------------------------1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
RITSTJÓRI:
F. R. VALBEMARSSON.
í fjarveru hana:
STEFÁN PÉTURSSON.
AFGREIÐSLA:
ALÞÝÐUHÚSINU
(Inngangur frá Hverfisgötu).
SÍMAR:
4900: Afgreiðsla, auglýsingar.
4901: Ritstjórn (innl. fréttir).
4902: Ritstjóri.
4903: V. S. Vilhjálms (heima).
4905: Alþýðuprentsmiðjan.
4906: Afgreiðsla.
5021: Stefén Pétursson (heima).
ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN
♦-------------------------♦
Norræn verka-
lýðshrevfíng.
TLS" EIMSÓKN nokkurra þekkt-
ustu forvígismanna AlþýÖu-
flokkanna og verkalý'öshreyfing-
arinnar á Norðurlöndum, siem
ikomu hingað í gærkveldi tii þess
að sitja hér fulltrúafund nor-
rænna alþýðusamtaka, þann
fyrsta, sem haldinn er hér á
landi, er þýðingarmikill viðburð-
ur í sögu íslenzku verkalýðs-
hreýfingarinnar.
Meðal Alþýðuflokkanna og
verkalýðssamtakanna annars stað-
ar á Norðurlöndum hafa slíkar
heimsóknir o,g slíkir fundir um
langt skeið verið árlegir viðburð-
ir úg átt mjiöig verulegan þátt
í því að skapa og móta það,
sem um allan heim er viðurkennt
iog virt í dag sem norræn verka-
lýðshreyfing. Nú heimsækja
nokkrir þekktustu fulltrúar henn-
ar í fyrsta sinn Alþýðuflokkinn
og verkalýðssamtökin hér á
landi til sameiginlegs fullti'úa-
fundar. Með því er undirstrikað
sterkara en nokkru sinni áður,
að einnig íslenzki Alþýðuflokkur-
inn og íslenzku verkalýðssamtök-
in tilheyra hinni norrænu verka-
lýðshreýfingu.
Og þó að þar með sé ekki
annað viðurkennt en það, sem
Alþýðuflokkurinn og verkalýðs-
hreyfingin hér á landi hafa- frá
upphafi verið sér meðvitandi, þá
fögnum við þessari heimsókn
og þeirri viðurkenningu, sem í
henni felst. Pví að tilheyra hinni
norrænu verkalýðshreyfingu er
aðalsmark á okkar tímurn. Hvergi
í heiminum stendur verkalýðs-
hreyfingin í dag eins föstum .fót-
Um og á Norðurlöndum, ’ og
livergi hefir hún unnið stærri
sigra í baráttunni fyrir bættufn
kjörum hins vinnandi fólks. Á
þeim alvarlegu oig órólegu tím-
um, sem yfir heiminn hafa geng-
ið síðustu áratugi og í ýmsum
löndum hafa leitt til þess, að
verkalýðshreyfingin hefir í bráð
verið bæid niður af blóðugu ein-
ræði og ofbeldi, hafa Alþýðu-
flokkarnir og verkalýðssamtökin
á Norðurlöndum staðið af sér
allar öfgar og starfað svo mark-
visst að friðsamlegum umbótum
á lífskjörum alls hins vinnandi
fólks, að einræði og ofbeldi,
hvort heldur í mynd nazismans
eða kommúnismans, hefir engar
rætur náð iað festa í löndum
þeirra. Pað er ekkert skrum,
heldur sannieikur, sem viður-
kenndur er af öllum, sem fylgzt
hafa með þjóöíélagsþróuninni úti
um heim hina síðustu áratugi,
að það er fyrst og fremst hinni
norrænu verkalýðshreyfingu að
þakka, að friður, frelsi og lýð-
ræði á sér öruggara heimkynni
á Norðurlöndum í dag, en nokk-
urs staðar annars í heiminum.
Alþýðuflokkurinn og verkalýðs-
samtökin eru yngri og óreynd-
ari á íslandi en í Danmörku,
Þetta var höfuðinntakið í
ræðu Magnus Nilssen Stórþings-
forseta og varaforséta norska
Alþýðuflokksins í Rauðhólum í
gær. Þegar hann kom þangað,
ásamt Stefáni Jóh. Stefánssyni
frá Þingvöllum; þar voru hinir
norrænu gestir í gær, var hon-
um vel fagnað. Áður en Magnus
Nilssen tók til máls, kynnti St.
J. St. hann fyrir fólkinu, en
síðan hóf hann ræðu sína. Stóð
í-æðan í tæpa hálfa klukkustund.
Veður var hið bezta meðan ræð-
an var flutt, og fólk lá allt í
kring um ræðupallinn.
Við voinm fðir »g smðir.
Magnus Nilssen hóf ræðu sína
með því að biðjá afsökunar á
því, að hann skyldi ekki geta
flutt ræðu sína á íslenzku, en sér
væri hins vegar huggun í því, að
íslendingar, margir að minnsta
kosti, myndu skilja sig. Hann
lýsti nokkuð sögu norska Al-
þýðuflokksins. „Fyrst vorum við
aðeins lítill hópur manna, sem
börðumst fyrir hugsjónum jafn-
aðarstefnunnar. Og við máttum
sannarlega þola ofsóknir, háð,
spé og svik. En það fékk ekki á
okkur. Fyrsta verkalýðsfélagið í
Noregi var stofnað 1874 og fyrsta
flokksfélagið 1884. Á þessum
tímum var verkalýðurinn að
öllu ofurseldur atvinnurekandan-
um, sem boðaði og bauð, en
verkamannsins skylda var að
hlýöa möglunarlaust, eða þolaf
það að verða kastað út.
Smátt og smátt óx hreyfingin
Noregi og Svíþjóð. Þa,ð er af
þeirri ástæðu, að þau hafa hér
orðið fyrir alvarlegri áföllum af
völdum þeirra öfga, sem borizt
hafa utan úr heimi undanfarna
tvo áratugi, en ekki af hinu, að
stefnan sé ekki sú sama og ann-
ars staðar á Norðurlöndum. Al-
þýðuflokkurinn hér á iandi hefir
frá upphafi tekið sér bræðra-
flokkan-a þar til fyrirmyndar og
starfað á lýðræðisgrundvelli eins
og þeir, að friðsamlegum umbót-
um á stjórnarfari, atvinnuháttum
og öllum lífskjörum hins vinn-
andi fólks. Hann á að sjálfsögðu
aldurs síns vegna mikið eftir ó-
unnið af því, sem Alþýðuflokk-
arnir í Danmörku, Noregi og
Svíþjóð hafa þegar gert. En hann
stendur eftir þá storma, sem yfir
hann hafa gengið, í dag meira
einhuga um stefnu hinnar nor-
rænu verkalýöshreyfingar en
nokkru sinni áður í fullri vissu
þess, að hún muni í framtíðinni
einnig bera þann árangur fyrir
lalþýðuna hér á landi, í baráttu
hennar fyrir frelsi, lýðræði, jöfn-
uði og bættum lífskjörum, sem
liún hefir þegar borið meðal
frændþjóða okkar á Norður-
löndum.
og efldist; hún varð að þola
maiiga ósigra, en þeir stæltu okk-
ur, Qg sundrungin kenndi okkur
betur en margt annað, þó að
erfitt væri að berjast á þeim ár-
um, þegar jafnvel þrír flokkar
voru til í Noregi, sem töldu sig
verkalýðsflokka.
f dag eflagasti flokkur
landsins.
Nú er þetta allt gjörbi"eytt.
Verkalýðurinn á svo að segja,
einhuga samtök, því að klofn-
ingsmenn heyrast ekki í okkar
röðum. Alþýðuflokkurinn er öfl-
ugasti flokkur landsins, hefir 70
þngmenn af 150 og fer með völd-
in. Verkamaðurinn er orðinn jafn
rétthár og atvinnurekandinn; nú
sitja þeir við sama borð og
semjá um sín mál. Með löggjöf
og verkalýðsbaráttu hefir
flokkurinn og Alþýðusambandið
skapað þessi straumhvörf.
Aðalbaráttumál okkar er að
vernda lýðræðið og alþýðustjórn-
ina. Þetta er eðlilegt, þegar menn
hafa í huga þá tírna, sem við lif-
um á, þegar einræði og ofbeldi
brýtur réttindi fólksins og sjálfs-
forræbi og einræðisstefnur vaða
um löndin eins og eyðandi plág-
ur. Við skiljum það, norskir Al-
þýðuflokksmenn, sem nú berum
fulla ábyrgð á landi og þjóð,
að þetta verður að vera okkar
höfuðviðfangsefni, hvað sem
öðru líður.
En jafnframt sækjum við fram
að því marki að auka velmegun
alþýðunnar. Alþýðan, hið vinn-
andi fólk, er framleiðslustéttin,
sem allt þjóðfélagið byggist á.
Þess vegna störfum við fyrst og
fremst að því, að bæta þjóðfé-
lagslega aðstöðu þess. Það ger-
um við með margs konar trygg-
ingarlöggjöf. Við tryggjum þeim,
sem slitið hafa kröftum sínum í
þágu framleiðslunnar, þolanlegt
líf á ævikvöldinu, við tryggjum
verkamanninn, sjómanninrt og
verkakonuna gegn slysum, við
tryggjum alla þjóðina gegn sjúk-
dómum. Þannig aukum við sam-
ábyrgð allra þjóðfélagsþegnanna,
kennum þeim samstarf og sam-
hjálp, sönnum, að allir eru
bræður og að hver á að hjálpa
öðrum.
Við berjumst af oddi og egg
gegn einu mesta böli nútímans:
atvinnuleysinu. Af 600 milljónum,
sem fjárlög okkar hljóða upp á,
eyðum við 200 milljónum til at-
vinnu og framkvæmda. Við höf-
um á þessu 41/2 ári, sem Alþýðu-
flokksstjórnin hefir farið með
völd, getað minnkað atvinnuleys-
ið um helming, en það var á-
kaflega mikið hjá okkur.“
Að lokum sagði Magnus Nils-
sen: „íslenzk alþýðuhreyfing er
sú yngsta á Norðurlöndum; þó
veit ég það, að hún hefir unnið
stærri sigra en okkur tókst á jafn
iöngum tíma í upphafi. Mitt
hlutverk hér er að bera íslenzk-
um verikalýð og samtökum hans
bróðurkveðju norska verkalýðs-
ins. Ég geri það hér með með
þeirri ósk, að innan skamms tíma
verði íslenzk alþýðuhreyfing
voldug og sterk, sem ég er og
sannfærður um að hún verður,
þegar henni vex aldur. Á öllum
Norðurlöndum á stefna Alþýðu-
flokkanna nú vaxandi fylgi að
fagna. Alþýðuflokkurinn hér á
-Islandi hefir' nú þegar mikil á-
hrif, og stefiva hans er sú sama,
sem við aðrir Alþýðuflokksmenn
á Norðurlöndum fylgjum.“
Eftir ræðuna var leikinn norski
þjóðsöngurinn; þá sa,gði St. J.
St- nokkur orð, og hrópaði mann-
fjöldinn ferfalt húrra fyrir
Magnus Nilssen og norsika Al-
þýðuflokknum, en síðan voru
leiknir þjóðsöngvar Danmerkur,
Svíþjóðar og íslands og loks al-
þjóðasöngur jafnaðarmanna.
Sicemmtunin í Rauðhólum var
vel sótt. Veður var ágætt, en
við og við komu smáskúrir. Odd-
ur Óiafsson, formaður Rauðhóla-
nefndar, setti skemmtunina, en
síðan talaði Haraldur Guðmunds-
son. Lúðrasveit Reykjavíkur lék
álltaf við og við. Þegar líða tók
á daginn hófust ýmsar smá-
skemmtanir, og í gærkveldi var
dansað.
Afmælismót K.
R. er í kvöld.
IKVÖLD fer fram á íþrótta-
vellinum merkilegt íþrótta-
mót, sem K. R. heldur í sam-
bandi við 40 ára afmæli sitt.
Verður keppt í þessurn greinum:
800 m. hlaupi, langstökki, kúlu-
varpi, stangarstökki, sleggju-
kasti, 200 m. hlaupi ög 300 m.
hlaupi. Verða keppendur 28 tals-
ins og þar á meðal flestir beztu
íþróttamenn landsins. í 800 m.
hiaupinu eru mikiar líkur á því,
að Sigurgeir bæti hið gamla met
Geirs Gígju, og er það ein trygg-
ing þess, að margt skemmtilegt
verður að sjá, því að 800 m.
hlaup er einhver sú allra
skemmtilegasta íþrótt, sem til er.
í iangstökkinu verður án efa hörÖ
keppni milli þeirra níu þátttak-
enda, sem skráðir eru, og hver
veit, nema Kristján ryöji metinu
í kúluvarpinu, þegar hann kernur
í keppnina við Sigurð Finnsson.
Stangarstökkið verður einvígi
milli Þorsteins Magnússonar og
Hallsteins Hinrikssonar, og í
sleggjukasti mætast þrír góðir
menn. í hiaupunum tveim má bú-
ast við góðum tímum af mörgum
mönnum. Allt þetta sýnir, að
yiargt verður athugavert að sjá,
og ættu bæjarbúar að fjölmenna
á mótið. Það hefst kl. 8V2.
Otiíþróttamót hér á landi
hafa haft illt orð á sér fyrir það,
hve mikill snigilsgangur væri á
þeim. Nú hafa íþróttamenn á-
kveðið, að hrista þetta óorð af
sér, og má telja víst, að á rnánu-
daginn muni allt ganga vel og
skipulega.
IVf ÓT norrænna hjúkrun-
T arkvenna, það 6. í röð-
inni, hófst í gær með guðs-
þjónustu í dómkirkjunni, og
messaði Sigurgeir Sigurðs-
son biskup. Úr kirkjunni
gengu hjúkrunarkonurnar
fylktu liði í Gamla Bíó, þar
sem mótið var hátíðlega sett.
Bar salurinn í Gamla Bíó
— og þó sérstaklega sviðið,
greinileg merki þeirrar há-
tíðar, sem þarna átti fram
að fara. Fánar allra Norður-
landaþjóðanna hengu þar
hlið við hlið, danski, sænski,
íslenzki, norski og finnski
— en fremst var allt blómum
skrýtt. Uppi á sviðinu sátu
formenn allra hjúkrunar-
kvennafélaganna og nokkrar
aðrar hjúkrunarkonur, er
gegna trúnaðarstörfum fyrir
stétt sína.
Gestir voru margir, þ. á. m.
forsætisráðherra, horgarstjóri,
biskup, sendiherrar Norður-
landanna, að þeim sænska und-
anteknum, sem nú dvelur á
Siglufirði, og nokkrir læknar
og prestar.
Setniogarræða og ávörp.
Setningarhátíðin hófst með
því, að hljómsveit, undir stjóm
V. von Urbantschitsch lék há-
tíðahljómleika. Að því loknu
bauð varaformaður Félags ís-
lenzkra hjúkrunarkvenna, —
Kristín Thoroddsen, gestina
velkomna til þessa 6. móts
norrænna hjúkrunarkvenna,
með þeirri ósk, að þetta mót
mætti .verða þeim ánægjulegt
og gagnlegt, því að ,,það hefir
lengi verið von okkar á Islandi
— að geta boðið til hjúkrunar-
kvennamóts hér, til þess að
þakka fyrir alla þá gestrisni og
velvild, sem okkur hefir verið
sýnd, þegar við höfum heim-
sótt bræðraþjóðirnar.“,
Pétur Halldórsson borgar-
stjóri bauð hinar erlendu hjúkr.
unarkonur velkomnar, með
þeirri ósk, að hver einstök
hjúkrunarkona mætti minnast
dvalarinnar hér á Islandi með
hlýjum hug, og að þessi heim-
sókn þeirra mætti verða til þess
að tengja bræðraböndin enn
fastar milli Norðurlandaþjóð-
anna.
Þá setti Sigríður Eiríksdóttir,
formaður „Samvinnu hjúkrun-
arkvenna á Norðurlöndum,“
mótið með stuttri setningar-
ræðu, þar sem hún sagði m. a.:
„Við höfum freistað gæfunnar
og tekið að okkur að halda
hjúkrunarkvennamótið hjá okk-
ur að þessu sinni, og við vonum
að það megi verða okkur öllum
til mikils gagns og ánægju.
Lýsi ég því 6. mót „Samvinnu
hjúkrunarkvenna á Norður-
löndum“ sett.“
Að því loknu hófust ávörp
formanna hjúkrunarkvennafé-
laganna, og talaði fyrst frá
Danmörku: Elisabeth With. Frá
Finnlandi: Maj-Lis Juslin. Frá
Noregi: Bertha Helgestad. Frá
Svíþjóð: Elisabeth Lind. Þökk-
uðu þær allar hinum íslenzku
stéttasystrum sínum fyrir að
hafa boðið þeim hingað til ís-
lands, og lauk sú síðasta ávarpi
sínu með því að segja, að „við
höfum allt frá því, að ákveðið
var að halda hjúkrunarkvenna-
mót á íslandi, hlakkað til þeirr-
ar stundar að það yrði, og nú,
þegar við höfum komið hingað
og dvalið aðeins einn dag, þá
erum við þegar farnar að
hlakka til að heimsækja ísland
aftur.“
Að hverju ávarpj loknu lék
hljómsveit þjóðlög viðkomandi
lands, og risu þær tæplega 600
hjúkrunarkonur, sem þarna
voru saman komnar, úr sætum
sínum og sungu með. Setningar-
hátíðinni lauk með því, að þjóð-
söngur íslands var leikinn og
sunginn.
Brindi fiutt i gær.
Fundur hófst á ný með því, að
sýnd var Íslandskvikmyndin
eftir Dam sjóliðsforingja, og að
henni lokinni voru lesnar
skýrslur frá ritara og gjaldkera
hjúkrunarkvennasambandsins.
„Kröfur þjóðfélagsins til
h júkr unark venna“ var fyrsta
mál á dagskrá fundarins kl. 3V2
og hafði framsögu í því ung-
frú Marie Madsen frá Dan-
mörku. Sagði hún m. a.: „Þjóð-
félagið gerir miklar kröfur til
okkar, og á líka að gera það,
því við kynnumst kostum þess
og þá ekki síðum göllum, betur
en margar aðrar stéttir, og því
verðum við að finna til þeirrar
ábyrgðar, sem á okkur hvílir.
Það er þjóðfélagið, sem trúir
okkur fyrir umsjá hinna sjúku,
og felur okkur einnig að kenna
okkar ungu stúlkum hjúkrun,
og ríður ekki hvað sízt á því,
að það sé vel gert, að okkur
takist að vinna traust nemend-
anna til okkar, og að þær kunni
að treysta sjálfum sér. Við verð-
um fyrst og fremst að komast í
samband við þá, sem við eigum
Frh. á 4. síðu.