Alþýðublaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 2
þRIÐJUDAGINN 1. ÁGÚST 1939. ! ALÞYÐUBLAÐIÐ X.AMDERSEM Svínahirðirinn. — Þetta er fyrirtak, sagði prinsessan, um leið og hún gekk fram hjá. — Ég hefi aldrei heyrt svona fallegt lag. Farið inn og spyrjið hann, hvað hljóðfærið kosti, en ég kyssi hann ekki. — Hann vill fá hundrað kossa hjá prinsess- unni, sagði hirðmærin, sem inn fór. — Eg held hann sé orðinn brjálaður, sagði prins- essan og fór, en þegar hún hafði gengið stund- arkorn, nam o+QiSaT* — Segið honum, að hann skuli fá jafnmarga kossa og í gær, hina getur hann fengið hjá hirðmeyjunum. — En okkur er það svo óljúft, sögðu hirðmeyjarnar. — Þvættingur, sagði prinsessan. Fyrst ég kyssi hann, þá getið þið kysst hann líka. Hraðferðir Steindórs til Akureyrar um Akranes érui Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. ®g föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Afgrelðsla okkar á Aknreyri er á bif- relðastöð Oddeyrar, sfmi 260. M.s. Fagranes annast sjólelðlna. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Blfrelðastðð Steindérs Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. „Berlingske Aftenavis“ í Kaupmannahöfn birtir grein um íslenzka leiklist og viðtal við systumar Þóm og Emilíu Borg. Flytur blaðið jafnframt myndir af Stefaníu Guðmundsdóttur, Emilíu, Þóm og Óskari Boxg. — Bendir blaðið á þjóðleikhúsið í Reykjavík sem viðeigandi minnis- merki um Stefaníu Guðmundsr döttur og líkir leiklist hennar við list ítölsku leikkonunnar Eleo- nora Duse. FÚ. Útbreiðið Alþýðublaðið! Útvarpið vikuna, sem leið. hlýða á — kunna þessu mjög illa, ekki sízt vegna þess, að margir þeirra hafa einmitt betri tíma til að hlusta á há- degis- og síðdegisútvarp á sunnudögum en aðra daga vik- unnar. Mér finnst, að útvarps- notendur eigi a. m. k. kröfu á skýringu á þessu fyrirbrigði og tel vafalítið, að hægt sé að lag- færa þetta með góðum vilja. Steindór Steindórsson kenn- ari flutti sumarþætti, og voru þeir einkum hugleiðingar um ferðalög á landi, í langferðabíl- um og utan þjóðvega, og heil- ræði til ferðamanna og gest- gjafa. Ekkert var nýtt eða merkilegt í þáttum þessum, en búningur og flutningur sæmi- legur. Áskell Löve fil. stud. flutti erindi um aldintrjárækt á ís- landi og virtist bjartsýnn á það mál, einkum eplarækt. Pétur Sigurðsson flutti stuttan en fróðlegan íþróttaþátt um undir- búning næstu Olympiuleika 1 Helsingfors 1940. Pétur Ólafs- son blaðamaður flutti erindi, er hann nefndi „Júlí 1914““, um aðdraganda og upptök heims- styrjaldarinnar fyrir 25 árum. Hér var auðvitað um miklu meira efni að ræða en rúmast VEÐUPtBLÍÐAN og kvöldfeg urðín undanfarna viku og vikur hafa vafalaust haft þau áhrif, að margur hlustandi hefir fundið minni löngun hjá sér en elli mundi til að sækja fró og fræðslu í útvarpið, enda er ekki annað sýnna en að útvarps- ráð hafi ætlazt til þessa smá- greiða af náttúrunnar hendi, er það samdi dagskrána. En nú, er dag fer að stytta og búast má við regni í 40 daga og 40 nætur eftir allan þurrkinn, er þess að vænta, að útvarpið bæti ráð sitt, eða öllu heldur: að ráðið bæti útvarpið, svo að menn kjósi fremur að vera innan dyra en utan um háútvarpstímann. Útvarpið frá fulltrúafundi norrænu félaganna á sunnudag- inn var að sínu leyti mjög á- nægjulegt, ræður útlendu full- trúanna allar hlýlegar 1 vorn garð og vitnandi um einlægan áhuga á norrænni samvinnu, flutningur ágætur og framburð- ur óvenjuskýr. Þó verður að á- telja það, vegna alls almenn- ings, að ræðurnar skyldu ekki vera fluttar í íslenzkri þýðingu í útvarpinu þá um leið eða síð- ar. Sýnist sem það hefði mátt gerast á kostnað einhvers af grammófónglymjandanum, sem virðist einna stundvísastur og friðhelgastur dagskrárliður út- varpsins. Fyrirlestrum um víð- tæk efni er sýnilega oft skorinn alltof þröngur stakkur að tíma j til, fréttir oft styttar um of eða j tekur á móti gestum til sumardvalar. Gisting og matur felldar niður vegna of skamms ?elt með sanngjörnu verði. Umhverfið er yndislega fag- fréttatíma (en lengd hans ætti urt. eingöngu að ákvarðast af fyrir- liggjandi fréttaefni í hvert sinn), en grammófónninn og harmonikan eiga að öllum jafn- aði óáreitt helming eða tvo þriðju útvarpstímans. í sambandi við sunnudags- fréttirnar væri ekki úr vegi að spyrja, hvers vegna aldrei eru fluttar hádegisfréttir á sunnu- dögum. Mörgum mun finnast sem nægilegur starfsmanna- kostur sé við fréttasöfnun út- varpsins til þess að rækja hana á sunnudögum líka. Kvöldfrétt- irnar á sunnudögum (þær út- lendu) eru einnig oftast minni og lítilfjörlegri en rúmhelga daga. Menn, sem leggja í vana sinn að hlusta á fréttir — og vafalaust eru þær sá dagskrár- liður, sem flestir hlustendur gæti með góðu móti í einum stuttum fyrirlestri, en þó gátu þeir, sem áður voru alveg ó- kunnugir þessum málum, verið nokkru nær eftir hann. Búning- ur erindisins var í meðallagi, en flutningur þar fyrir neðan. Ekki má gleyma erindi séra Arne Möllers, sem hann flutti fyrra sunnudagskvöld í sam- bandi við mót norrænu félag- anna. Kom þar fram hjá hon- um, sem áður, velvild hans til íslenzku þjóðarinnar og brenn- andi áhugi á norrænni sam- vinnu. Prentvillupúkinn virðist gera sér nokkuð dælt við þessa stuttu útvarpspistla. í síðustu grein- inni voru þessar villur (báðar í fyrra dálki): þótt nokk- uð hafi þegar breytzt til batnað- ar, fyrir: þótt nokkuð hafi þetta o. s. frv., og störf og tæki til sjálfsnáms, fyrir: söfn o. s. frv. mr. Júlíana Sveinsdóttir listmálari hefir fengið tilboð um að sýna myndir eftir sig á haustsýning- unni í Charlottenborg, en þetta er vandaðasta listsýning hvers árs í Danmörku. FÚ. Socialdemokmten í Kaupmannahöfn birtir grein um Norrænu listasýninguna í Gautaborg og getur einkum mál- verka Jóns Stefánssonar, og Júlí- önu Sveinsdóttur. F.Ú. Gistihósið í Þrastalundi Forstöðukona gistihússins veitir leyfi til silungsveiði með stöng í Soginu. Allar upplýsingar gefur Ferðaskrifstofa ríkisins í Reykjavík eða í síma í Þrastalundi. RIDER HAGGARD: KYNJALANDIÐ Spennandi frá upphafi til enda, 528 bls. í stóru broti. KOSTAR AÐEINS KR. 3,00. Rider Haggard er heimsfrægur fyrir Afríkusögur sínar. Margir kannast við Náma Salómons og Hvítramannaíand, sem báðar hafa komið út á íslenzku. Kynjalandið er ein af beztu sögum Rider Haggards. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8, Rvfk. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 34. Karl ísfeld íslenzkaði. eins og þeir væru menn. Þeir hafa haft nægan mat, lítið að gera, og nóg af konum. Þegar við fórum frá Tahiti, var ég undrandi yfir því, að þeir skyldu ekki allir vera flúnir upp í fjöllin. Það hefði ég gert, ef ég hefði verið sjómaður. Þegar dagar liðu og við fjarlægðumst Tahiti, varð dvölin þar nærri því eins og draumur í endurminningu okkar. Og smám saman fór lífið að ganga sinn vanagang um borð. Eng- ir óþægilegir viðburðir högguðu rósemd okkar. Bligh gekk sínar venjulegu göngur á þilfarinu, en hann talaði sjaldan við nokkurn. Oftast var hann niðri í klefa sínum, þar sem hann vann af dugnaði að því að kortleggja eyjarnar. Þannig gekk allt sinn vanagang, þangað til að morgni hins 23. apríl. Þá komum við auga á Namuka, eina af Vináttueyjunum. Bligh hafði komið hér áður, ásamt Cook, og hann hafði í huga að ná þar í vatn, áður en haldið væri lengra áleiðis til Endea- vour-sundsins. Það hafði frétzt um skipkomuna og voru margir hinna inn- fæddu, ekki einasta frá Nomuka, heldur einnig frá eyjunum í kring, komnir á staðinn. Þegar við höfðum varpað akkerum, vorum við umkringdir af bátum. og þilfarið var þéttskipað villimönnum. í fyrstu truflaði þetta starf okkar um borð, en allt komst í röð og reglu, þegar tveir höfðingjar komu um borð, sem Bligh kannaðist við frá því hann hafði komið þarna árið 1772. Við gátum komið þeim í skilning um, að það yrði að reka fólkið af þilfarinu, og þeir tóku svo hraustlega til verka, að eftir stundarkorn voru engir á þilfarinu, nema skips- höfnin, höfðingjarnir og fylgdarlið þeirra. Bligh skipstjóri kallaði á mig, og bað mig að vera túlk. Það kom í ljós, að kunnátta mín í máli Tahiti-búa kom að litlu gagni hér. En með bendingum og einstökum orðum gátum við gert þeim skiljanlegt, til hvers við hefðum komið. Þegar höfðingjarnir höfðu kallað nokkur skipunarorð til mannanna á bátunum, hröðuðu þeir sér að landi. Cook skipstjóri hafði gefið eyjunum nafnið Vináttueyjarn- ar, en það var fjarri því, að mér sýndist íbúarnir vingjarn- legir. Þeir voru svipaðir Tahiti-búum á vöxt og litarhátt — og það var bersýnilegt, að kynþátturinn var sá sami, en fram- hleypni þeirra og frekja féll mér ekki í geð. Þeir voru rumm- ungsþjófar og stálu öllu, sem hönd á festi. Christian var þeirr- ar skoðunar, að ekki væri vert að treysta þeim, og stakk upp á því, að send væri vopnuð varðsveit með þeim, sem sendir voru 1 land eftir við og vatni. Bligh skipstjóri hló að slíku: — Þér ætlið þó ekki að gefa í skyn, að þér séuð hræddur við þessa betlara? — Nei, skipstjóri, en mér finnst við hafa ástæðu til þess að gæta allrar varúðar í umgengni við þá. Samkvæmt minni skoðun ... Hann fékk ekki að ljúka við setninguna. — Og hver hefir spurt um yðar skoðun? Skollinn sjálfur, hefi ég þá ekki ráðið hjartveika kerlingaruglu næstráðandi á skipið! Komið, herra Nelson, við verðum að gera eitthvað til þess að friða þessa hugleysingja. Svo fór hann ofan í skips- bátinn. Nelson fór á eftir honum, því að hann þurfti að ,ná í nokkrar brauðávaxtaplöntur í stað þeirra, sem höfðu visnað á leiðinni. Svo fóru þeir 1 land ásamt höfðingjunum tveimur. Þetta samtal hafði farið fram í viðurvist margra, og ég tók eftir því, að Christian veittist örðugt að stilla sig. Bligh hafði þann óheppilega sið, að gera slíkar athugasemdir við yfirmenn sína, án þess að hugsa hót um það, hverjir væru við- staddir. Það má ef til vill færa honum það til málsbóta, að hann var sjálfur svo harðgerður, að hann hafði ekki grun um það, hve særandi slíkar athugasemdir voru, ekki sízt fyrir mann eins og Christian. Það var tilviljun, að ekkert bar við þennan dag. Það, að báðir höfðingjarnir höfðu farið með Christian, var trygging fyrir því, að ekki yrði ráðizt á okkur Seinna um daginn komu eyja- skeggjar um borð til þess að verzla við okkur. Þeir höfðu hinar venjulegu verzlunarvörur sínar: grísi, fugla, kókoshnot- ur og yamsrætur. Allan seinni hluta dagsins og næsta dag stóð þessi verzlun yfir, og að morgni þriðja dags var bátur sendur í land eftir vatni, undir forystu Christians. Þá kom það í ljós, að varfærni Christians hafði ekki verið ástæðulaus. Menn okkar voru ekki fyrr komnir í land, en villimennirnir fóru að gera óspektir. Bligh hafði ekki neitað því að senda varðsveit með skipsbátunum, en hann hafði gefið ákveðna skip- un um það, að ekki mætti nota vopnin. Haward stjórnaði öðr- um bátnum, en ég hinum. Christian gekk á land upp með menn sína til þess að sækja vatnið. Eyjarskeggjar þyrptust 1 að vatnsbólinu, sem var mörg hundruð metra frá ströndinni. Allt var gert, sem hugsanlegt var, til þess að halda þeim 1 skefjum, en þeir urðu stöðugt nærgöngulli. Við höfðum ekki verið lengur en hálftíma í landi, þegar búið var að stela öxun- um frá sumum skógarhöggsmönnunum. Christian leysti verk sitt af hendi svo vel, sem kostur var á, það kom okkur öllum saman um. Það var snarræði hans að þakka, að villimennirnir réðust ekki á okkur og tóku okkur höndum, Þeir voru um það

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.