Alþýðublaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGINN 1. ÁGÚST 1939. H8GAMLA B!ö 11111 IHið mibla afrek 1 Bnldog Drammonds! Aðalhlutverk leikur: John Barrymore, John Howord o. fl. m Þessi kafli úr sögu Bulldog g Drummomds e; isá lang i skemmtilegasti sem hingaö | til hefir komið. Komini heim Engilbert Guðmundsson tannlæknir L ©• ©• To MINERVA nr. 172. Fundur anna'ð kvöld kl. 8.1/2. Embættismanna- kosning o .fl. Æt. KVEÐJA ALÞÝÐUFLOKKSFULL TRCANNA Frh. af 1. síðu. komum ekki hingað, eins og eitt blað hefir viljað halda fram, til þess að blanda okkur í íslenzk stjórnmál. Við erum sannfærðir um að för okkar hefir borið góð- an árangur og við hlökkum til áframhaldandi árangursríkrar samvinnu um sameiginleg á- hugamál og viðfangsefni. Við þökkum enn þá einu sinni alla gestrisnina og við óskum ykkur alls hins bezta í starfinu á komandi árum. ERNST BERG, fulltrúi De samvirkende Fag- forbund í Danmörku. AXEL STRAND, fulltrúi Arbetarnas Landsorga- nisation í Svíþjóð. MAGNUS NÍLSSEN, fulltrúi Det norske Arbeider- parti. HEDTOFT-H AN SEN, fulltrúi Danmarks socialdemo- kratiske Forbund.“ Kveðja VeHnerströms landshðfðinoja. Vennerström landshöfðingi í Vermalandi fór einnig, ásamt konu sinni, heimleiðis með skip- inu. Bað hann við burtförina Á jyðublaðið fyrir eftirfarandi kveðjur: „Ég kom í sumar til íslands uppgefinn og slitinn til þess að Hvíla mig, og ég sný aftur heim til starfs míns eins og nýr mað- ur eftir mánaðardvöl í faðmi ís- lenzkrar náttúru á Þingvöllum, í Þrastalundi, í Þjórsárdal, aust- ur við jökla og í uihgengni við hina íslenzku vini mína, sem voru mér jafn vingjarnlegir nú og á ferðum mínum til íslands áður. Ég er íslandi og íslend- ingum þakklátur, eins og alltaf áður, fyrir þá líkamlegu og andlegu hressingu, sem ég hefi híotið hér. Einkum gleður það mig að hafa fengið tækifæri til að end- urnýja kunningsskap minn við Alþýðuflokksmenn á íslandi og hina gáfuðu, hyggnu og tryggu menn og konur, sem fylgja hug- sjónum jafnaðarstefnunnar. Ég hefi aldrei efazt um mátt ís- lenzkra jafnaðarmanna til að leiða hreyfinguna út úr þeim innri erfiðleikum, sem sundr- ungin hefir skapað, og Al- þýðuflokkarnir annars staðar á Norðurlöndum hafa orðið að stríða við og sigrazt á. Eftir að ég hefi kynnt mér hina íslenzku verkalýðshreyfingu, er það mín bjargfasta sannfæring, að sigur náist í hinni hörðu baráttu inn- an verkalýðshreyfingarinnar 1 náinni framtíð, og að útkoman verði sú sama og í Svíþjóð, Nor- egi, Danmörku og Finnlandi, eða með öðrum orðum, að hinn mikli vinnandi fjöldi fylki sér um jafnaðarstefnuna, um ör- ugga og raunhæfa endurbóta- pólitík til hagsbóta fyrir allar vinnandi stéttir, í samvinnu við alla góða lýðræðissinna. Á afturhaldssömum tímum eins og þeim, sem við lifum á, þegar villimennskan grípur um sig, þegar ofbeldið kemur 1 stað réttlætisins og frelsi alþýðunn- ar er fótum troðið, er ekkert jafn mikilsvert og gagnkvæm samvinna á grundvelli lýðræð- isins á milli allra þeirra, sem unna frelsi og réttlæti. Þetta finnst mér vera hlutverk ís- lenzka verkalýðsins eins og verkalýðsins annars staðar á Norðurlöndum.“ Ivar Vennerström. VIKINGUR - K. R. Frh. af 1. síðu. sama aukaspyrnu, skaut K. R.- ingur á mark Víkinga, en Ed- wald varði, hlupu þá þrír K. R.-ingar á hann og ruddu honum inn í markið- Fyrir petta dæmdi dómarinn, Þráinn Sigurðsson, aukaspymu á K. R. og var það þetta, sem K. R.-sinnar voru hon- um gramastir fyrir, því að þeir héldu því fram, að þarna hefði orðið löglegt mark. Það mun vera leyfilegt að hrinda markverði, ef það er gert löglega, en að þessu sinni er deiluatriðið það, hvort K. R.-ingar hafi notað hendurnar. Dómarinn hélt því fram, að þeir hefðu notað hendurnar og dæmdi eftir því. Beztu menn á vellinum voru þeir Schram, Brand ur og Edwald. Ljótur galli er það á mörgum leikmönnum, að skapið hleypur með þá í gönur, svo að leikur þeirra verður harð- ur. Eru það sérstaklega ’Birgir og Haraldur, sem brenna sig á því. Ljótt er einnig að sjá það, hve mikið Edwald gerir sér far um að tefja leikinn. Eftir Jeikinn urðu dálitlar æs- ingar, stóðu menn í hópum fyr- ír utan búningsklefana ög gerðu óp að dómaranum, þegar hann fór burt undir lögrqgluvernd. Stigastaðan er nú þannig: Víkingur 3 stig, K. R. 2 stig, Fram 2 stig og Valur 1 stig, öll eftir tvo leiki. X+Z Viðtal vIS pátttakendnr I leiknam. Alþýðublaðið hafði í morgun rSk Æmi/? Skattnr i piparsvetna, barnlaus hjón og skllla á Frakklandi. LONDON í morgun F.O. I gær var birt hin nýja til- skipun frönsku stjórnarinnar, sem miðar að því að auka íbúatölu Frakklands. Samkvæmt henni verður aukaskattur lagður á pip- arsveina, barnlaus hjón, ekkjur, ekkjumenn og hjón, sem skilið hafa, eigi þetta fólk ekki böm. Nemur aukaskattur þessi frá 2 — 14o/o af skattskyldum tekjum bamlausra hjöna og frá 3—20% af skattskyldum tekjum hinna. Fé þessu ver^ur variö til styrkt ar þeím, sem köma upp mörgum börnum. Hjón, sem eignast barn á fyrstu tveim ámm hjúskapar síns, fá 2000—3000 franka. Hjón- um, sem búa í sveit, em yngri en 30 lira og hafa ræktað jörð- ina í fimm ár, er boðið lán með hagkvæmum kjörum, ef þau eru fús til að halda áfram sveitabú- skap i 10 ár eftir það. tal af Þráin Sigurðssyni, sem dæmdi leikinn í gærkveldi. — Hann sagði: „Sú saga gengur um bæinn, að Björgvin Schram hafi ætlað að slá mig í leiks- lokin í gærkvöldi, en það er al- gerlega rangt og enginn fótur fyrir því. Hins vegar er það rétt, að áhorfendur gerðu að- súg að mér, svo að lögreglan varð að gæta mín, en kapp- liðsmenn áttu engan þátt í því. Um aðaldeiluatriðið, áhlaupið á markmann Víkinga, vil ég segja þetta: Það var alveg bersýni- legt, að Björgvin Schram og Þorsteinn Einarsson notuðu báð- ir hendurnar er þeir hlupu á markmanninn og ruddu honum inn í markið með knöttinn. Það er vitanlega ólöglegt, og þó að úrslitin yltu á þessu marki, bar mér skylda til að dæma auka- spyrnu á K.R. Björgvin Schram segir um þetta í viðtali við Alþýðublaðið í morgun: „Ég er mjög óánægð- ur með þennan leik. Ég tel Vík- inga hafa vferið rangstæða, er þeir settu mark sitt. Ég tei, að í miðjum seinni hálfleik hafi mið- framvörður Víkinga stöðvað knöttinn í marki með hendinni, og síðast ruddi ég markmanni Víkinga inn með brjóstinu, og það er fullkomlega löglegt. Ég hef alltaf reynt Þráin Sigurðs- son að öllu hinu bezta, en ég neyðist til að segja, að K.R. hefir verið óskiljanlega óheppið í gærkveldi, ef þau mistök, sem ég tel að hafi verið í dóm- unum, hafa öll verið óviljaverk.“ Gunnar Hannesson, einn af áhugasömustu liðsmönnum Vík- ings,segir: „Leikurinn var of harður, en svona er nú kappið. K.R. lék harðara en við og að mínu viti unnum við leikinn á góðum leik á tímabili, góðu samspili og hraða. Það er eðli- legt, að leikur K.R. væri harð- ur, þeir höfðu allt að vinna og við höfðum yfirhöndina, því finnst mér, að ekki sé hægt að neita með sanngirni. Við eig- um nú að keppa til úrslita við f DAfi Næturlæknir er Björgvin Finns- son, Garðastræti 4, sími 2415. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Söngvar úr tónfilmum. 20,30 Erindi: Nýtízku jurtakyn- bætur (Áskell Löve, fil. stud.). 2l,00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Konsert í D-dúr, eftir Chausson. b) Symfónía fyrir píanó og hljómsveit, eftir d’Indy. 22,00 Fréttaágrip. Dagskrárlok. Kveðjusamsæti heldur knattspyrnufélagið Fram fyrir Hr. Hermann Lindemann, knattspyrnukennara og ísfirzku knattspyrnumennina, í Oddfellow Aðgöngumiðar að samsætinu fást hjá Verzl. Sig. Halldórssonar, öldugötu 29 og Lúllabúð, Hverf- isgötu 59. Eimskip: Gullfoss er í Reykjavík, Goða- foss kom hingað kl. 2i/2 í dag frá útlöndum, Brúarfoss er i Kaupmannahöfn, Dettifoss er á leið til Grimsby, Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar, Sel- foss er á leið hingað frá Ant- werpen. Drottningin fór frá Vestmannaeyjum kl. 8 í morgun á leið til útlanda. Súðin var á Raufarhöfn í gærkvöldi. Nokkrir aðgöngumiðar eru enn þá óseldir að sam- söng sænska karlakórsins K. F. U. M. á föstudaginn kemur i Gamla Bíó, og verða þeir seld- ir í bókav. Sigf. Eymundssonar. Salan er ekki lengur bundin við þau skilyrði, að kaupandinn sé annaðhvort í Norrænafélaginu eða K. F. U. M. Kórinn dvelur hér aðeins einn dag, og verður þetta því eina tækifærið til að hlusta á þennan ágæta kór. Orion, enskt skemmtiferðaskip, kom um hádegið. Verður það hér í dag og á morgun. Hið mikla afrek Bulldog Drumm- onds heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika: John Barrymore, John Howard o. fl. Fram annað kvöld, og vitan- lega gerum við allt, sem í okk- ar valdi stendur til að vinna — og vinna þar með íslandsmótið.“ Úrslit í kvöld í 1. fl. mótinu. í kvöld fer fram úrslitakapp- leikur í 1. flokks mótinu milli Vals og ísfirðinga. Eftirvænting er mikil fyrir þessum leik — og hafa ísfirðingar mikla mögu- leika til að vinna. Kominn heim Alfreð Gfslason læknia* Útbreiðið Alþýðublaðið! w* Lady X vill skilnað. fyrsta flokks skemtimynd frá United Artists. Töfrandi skrautleg og skemti leg. Leikin áf hinum fögru vinsælu leikurum: Merle Oberon og Laurenoe Olivier. Öll niyndin er tekin í eðli- legum litum. Aukamynd: MICKEY GERIR GALDRA Litskreytt Mickey Mouse teiknimynd. sw Atvinnnie Samkvæmt lögiam lam atvinnuleys- isskýpslaai* fer fram skráning at- vimaulausra s|únaaniia9 verka- manna, verkakvenna, iðnaðar- manna og kvenna á ©oodtemplara- húsinu við Templarasund 2., 3. og 4. ágúst n. k., kfi. 10—8 að kveldi. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera viðtmnir að gefa nákvæmar upplýsingar um heim- ilisástæður s&nar, eignir og skuld- ir, atvmnudagfa og tekjur á siðasta ársfJérðungi, hve snarga daga peir hafi verið atvinnufiausir á síðasta ársfJórðungi vegna sjúkdóms, hvar peir hafi haft viranu, livenær peir hafi hætt vinnu, og af hvaða ástæð- um, hve nær peir hafi flratt til bæj- arins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskaparstétt,ómagafjöfida,stjrki, opinber gjold, húsafieigu og um pað í hvaða verkafiýðsféfiagi menn séu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðarfiega og tekjur konu og barna. Borgarstjórinn í Reykjavik, 31, júli 1039. Pétur Halldórsson. heldur Knattspyrnufélagið Fram fyrir hr. Hermann Lindemann knattspyrnukennara og knattspyrnumenn frá ísafirði n.k, fimmtu- dagskvöld í Oddfellowhöllinni kl. 10,30 s.d. Aðgöngumiðar seldir í Verzlun Sig, Halldórssonar, Öldugötu 29, og Lúllabúð, Hverfisgötu 59. Verð aðgöngumiða kr. 1,50. Frammarar! Fjölmennið STJÓRNIN. f. S. f. Landsmét I. flokks. ISFIRÐINGAR - VALUpi keppa i kvðld klukkau 8.30. Úrslltaleikur? Verður jafntefll? Sfðastf fefkur fsffrðfnganna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.