Alþýðublaðið - 17.08.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.08.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR FIMMTUDAGUR 17. ÁG. 1939 187. TÖLUBLAÐ | Danzigborprar daeidir til dauða i Beriia! SAMKVÆMT frétt frá Varsjá, sem birt var í erlendum blöðum fyrir stuttu, hefir lögregl- an í Danzig látið flytja ýmsa af þeim mönnimi, sem þar hafa verið teknir fastir fyrir pólitískar sakir, til Berlínar. Þrír af þessum mönnum liaía síðan verið dæmdir til dauða af nazistadómstól í Berlín, þar á meðal verkamannaforinginn Otto Stiller frá Danzig. Hér er um algert brot á alþjóðalögum að ræða. Ekkert samkomulag á kostn að Póllands, segja Bretar. Svar EBfifflaBisls vlð baktjaldamakkl mbndul veldanna Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, LONDON í morgun. NGIN ORÐ fá framar breytt þeirri einföldu en geysi- lega alvarlegu staðreynd, að England er staðráðið í því að grípa tafarlaust til vopna ásamt bandamönnum sín- um, ef Þýzkaland ræðst á sjálfstæði Póllands, hvernig svo sem reynt yrði að breiða yfir slíka árás með hártogunum í einstökum atriðum deilunnar um Danzig. Þessi orð stóðu. í ritstjórnargrein blaðsins „Times“ í gær og eru almennt tekin sem svar brezku stjórnarinnar við bollaleggingum möndulveldanna, Þýzkalands og Italíu, sem síast hafa út frá fundum þeirra Ribbentrops og Ciano greifa í Salzburg og Hitlers og Burckhardts í Berchtesgaden, um að semja íum friðsamlega lausn Danzigdeilunnar á kostnað Póllands. Svipaðnr f jðldi erlenðra ferðamanna og i fyrrasnmar ----- -4--- Samtals komu 6432 útlendingar með skemmtiferðaskipunum, en 6176 í fyrra. T GÆR kom síðasta skemmtiferðaskipið hingað, Arandorra Star, og hafa þá komið hingað á þessu sumri samtals 12 skemmti- ferðaskip með 6432 farþega. Eru það nokkru fleiri ferða- menn en komu hingað með skemmtiferðaskipunum í fyrra, en þá voru þau 16 að tölu, en farþegarnir ekki nema 6176. Skip Eimskipafélagsins hafa yfir sumarmánuðina maí, júní og júlí flutt 1305 farþega á milli landa, og er það svipaður far- þegafjöldi og var í fyrra sumar, og sama er að segja urn far- þegaflutninga Bergenska gufu- skipafélagsins, en með „Dron- ning Alexandrine“ komu um 300 erlendir farþegar, sem er heldur meira en í fyrra sumar. Flestir farþegar hafa komið frá Englandi, eða, samkvæmt skýrslu útlendingaeftirlitsins, 2028, en frá Norðurlöndum hafa flestir komið frá Svíþjóð, eða 850. Ástæðan til þess, að ekki hafa komið fleiri skemmtiferðaskip í sumar, er fyrst og fremst talin vera hin aukna ófriðarhættá í álfunni, og er sérstaklega áber- andi, hvað miklu færri Þjóð- verjar hafa komið í sumar en í fyrasumar. Skemmtiferðafólkið, sem hingað hefir komið, er frá 33 löndum, og skiptist fjöldi ferða- fólksins þannig á lönd- in: England 2028, Banda- ríkin 11900, Þýzkaland 1107, Svíþjóð 850, Frakkland 446, Danmörk 292, Sviss 84, Belgía 68, Noregur 68, Ítalía 60, Finnland 46, Kanada 40, Hol- land 23, Rúmenía 19, Ungverja- land 19, Argentína 11, Búlgaría 9, lönd undir þýzkri vernd (Tékkía) 8, Danzig 6, Grikk- land 6, Mexíkó 6, Ástralía 5, Júgóslavía 5, Portúgal 4, Egyptaland 3, Suður-Afríka 3, Brasilía 2, Japan 2, Luxemburg 2, Lettland 1, Spánn 1, Tyrk- land 1 og Uruguay 1, en óvíst er um þjóðerni 5 manna. Allflestir þessara farþega hafa aðeins dvalið hér í einn eða tvo daga, aðeins 29 urðu hér eftir til lengri dvalar, en í fyrra voru þeir 22, sem voru eftir af skemmtiferðaskipunum. Oft hefir verið um það rætt, á hvern hátt væri hægt að fá ferðafólkið til að dvelja lengur hér við land en verið hefir, og hafa margar nýtilegar tillögur um það efni komið fram, en þó hlýtur eitt aðalskilyrðið til þess að vera það, að skemmtiferða- fólkið geti ferðazt og gist sem ódýrast hér á landi, eða að minsta kosti, að þeim sé ekki selt dýrara en öðrum, og hefir Frh. á 4. siSu. „Times“ bætir því við þessa yfirlýsingu sína, að það sé ekki hægt að gera sér vonir um neinn árangur af samkomulagsumleit- unum nema því aðeins, að vopn- in verði slíðruð, kröfur nazista um það, sem þeir kalla „lífs- rúm“ fyrir Þýzkaland, verði látnar niður falla, og Tékkar fái aftur fullkomið frelsi til þess að stjórna sér sjálfir. Lord Halifax er aftur farinn til Yorkshire til þess að njóta þar sumarleyfis síns, og þykir það benda til þess, að ástandið hafi að minnsta kosti ekki versnað þessa síðustu daga, sem hann hefir verið í Lond- on, en það er þó eftir sem áð- ur talið mjög alvarlegt, og því er lýst yfir, að Lord Hali- fax muni koma til London aftur um næstu helgi, og Chamberlain einnig, sem nú er í sumarleyfi norður ‘á Skotlandi. MacBride (Daily Herald). SamninoamaKkið i Salz- bnro oo Berchtesoaden. LONDON í morgun. FÚ. Brezku og frönsku blöðin eru nú þeirrar skoðunar, að gert hafi verið alltof mikið úr mik- ilvægi heimsóknar Burckhardts — þjjóðabandalágsfulltílúans í Frh. á 4. síðu. Dönsku blaðamennirnir hrifnir af nerðurfðrinni. ----»---- Þeir voru í glampandi sólskini á Ak- ureyri í gær, eti í dag au&tur við Mývatn. KUREYRARBÆR tók á ***■ móti dönsku og ís- lenzku blaðamönnunum í gær kl. 4Ú2 í glampandi sól- skini og hita eftir kalda, dynjandi skúr, og sama góða veðrið hélzt allt kvöldið. Blaðamennirnir komu til Blönduóss í fyrrakvöld kl. 7 á ferð sinni frá Borgarnesi. Þeir höfðu þennan dag, eftir fremur hryssingslega sjóferð, borðað við Hvítárbrú hjá Theódóru Sveinsdóttur. Þoka var á fjöll- um og útsýni lítið, en rigning- una stytti upp um nón, og bjart veður var á Holtavörðuheiði. í Vatnsdalshólum var stað- næmzt um stund. Þar var skýrt frá þeim skoðunum, sem fram hafa komið um myndun hól- anna og margar myndir teknar. Þar var fagurt veður og hélzt það, það sem eftir var dagsins. Að Blönduósi var snæddur kvöldverður í Kennaraskólan- um. Kvöldverðinn sátu Guð brandur ísberg sýslumaður, Páll Kolka læknir og sóknar- presturinn. Páll Kolka læknir sagði nokk- Jkk, á á. *t»U. Bær siðan á 14. ðld grafinn npp í Diórsárdal! ÞEIR Aage Roussell og Kristján Eldjárn hafa gert rannsóknir að Stöng í Þjórsár- dal, þar sem Gaukur Trandils- son bjó. Stöng er austan megin dalnum, undir vesturhlíð Stangarfjalls, skammt frá Rauðá, þar sem hún kemur fram úr Gjánni. Bærinn hefir orpizt vikri og mold svo mjög, að ekki sá móta fyrir tóftum á yfirborði. Fjós- rúst var örfoka að nokkru. Sá- ust þar stórar báshellur, og leiddi það til þess. að hinn gamli bær fannst. Rannsóknunum er ekki lokið, en nokkrar stofur eru þegar komnar í ljós. Merkust er setu- stofa, fjórum sinnum átta metr- ar, með veggjum úr torfi og grjóti. Standa veggir því sem næst í fullri hæð. Meðfram langhliðum eru set upphækkuð, sem hafa forðum verið gerð af timbri. Sér enn holur eftir stoðir þær, er fest hafa setbekkinn í gólfið. Einn- ig sér steina þá, er borið hafa setstokkinn. Á miðju gólfi hefir brunnið eldur — eins konar langeldur — en umhverfis stór- ar hellur, reistar á rönd, og hefir eldstæðið verið eins og stór fer- hyrndur aflangur kassi að lög- un, niðurgrafið í gólfið. Úr stofu þessari liggja dyr inn í skála stóran, er var ekki grafinn út til fullnustu síðast er fréttist. Ann- að rúm er þegar rannsakað. Er það fremur lítið bakrúm með inngangi frá skála. Tvær djúp- ar steinrennur liggja þar með- fram báðum langhliðum, og opn- ast báðar út gegnum útveggina, niður að bæjarlæknum. í renn- um þessum er beinarusl, aska og kol, og bendir margt til þess, að alls konar sorpi hafi verið kast- að þangað. Stofa lík þessari hef- ir aldrei fundizt á landi hér fyrr. Geta fornfræðingarnir þess til, að hér sé um að ræða baðstofu í fornum stíl. í bæjarrústum á Stöng hafa fundizt nokkrir smáhlutir, með- al annars greiða og greiðubrot haglega gert. Það mun vera sjaldgæft eða dæmalaust á landi sér, að hægt sé að grafa upp bæ, sem eins og þessi stendur svo að segja með kyrrum kjörum síð- an á 14. öld. Væri full ástæða til, að athug- aðir væru möguleikar þess, að rústir þessar væru gerðar svo úr garði, að hægt væri að skoða þær lengur en rétt á meðan á rannsóknunum stendur, t. d. með því að skýla þeim með járnþaki, svo að endurbygging sé ekki nefnd. (FÚ.) Stórkostlegar heræfingar fara nú fram samtímis á Þýzkalandi og Ítalíu. Á efri myndinni sést ítalskt riddaralið á leiðinni yfir ána Pó við heræfingarnar á Norður-Ítalíu. Á neðri myndinni þýzk hersveit með loftvarnabyssu við æfingar loftflotans hjá Oldenburg. Hermennirnir breiða hey yfir loftvarnabyssuna, til þess að hún skuli síður sjást úr flugvélum. Tveir póiskir landamæra- ver ðlr drepnir af ÞJóð veijnm Stöðugir árekstrar LONDON í morgun. FÚ. T ANDAMÆRAVÖRÐUR frá Danzig skaut til bana kl. 3 í fyrrinótt pólskan landamæravörð. í tilkynn- ingu um þetta segir, að landamæravörðurinn hafi verið 15 metra innan landa- mæranna Danzigmegin, en nánari upplýsingar um þetta er enn ekki unnt að fá í Var- sjá. Pólverjar hafa lokað landa- mærum efri Schlesiu gegnt Þýzkalandi og handtekið Weis- ner, leiðtoga ungmennaflokksins þýzka í þessu landamærahéraði, og er hann sakaður um undir- róður og njósnir. Þessi hluti landamæra Pól- lands og Þýzkalands er syðri hluti landamæranna, sem Þjóð- verjar lokuðu í gær, og fyrir norðan landamæri Póllands og Slóvakíu. í Varsjáfregninni segir, að þessi hluti landamæranna verði lokaður áfram, þar til Þjóðverj- ar geri fullnægjandi grein fyr- ir, hvers vegna þeir hafi lokað hluta af landamærum Póllands og Þýzkalands, eða opni þau á ný til umferðar. í hálfopinberri fregn frá Var- sjá segir, að handtaka Weisners og 60 fylgismanna hans hafi verið ákveðin vegna þess, sem kom i ljós við rannsókn á tveim- ur atburðum: Síðastliðinn fimmtudag iserð- við landamærm. ist pólskur landamæravörður, en s.l. mánudag var pólskur lög- reglumaður drepinn, og gerðist hvort tveggja atburðurinn á þessum slóðum. Maðurinn, sem myrti lögreglumanninn, er tal- inn í flokki þeirra, sem hand- teknir hafa verið. Rannsóknirn- ar hafa einnig leitt í ljós, segir Varsjáfregnin, að þarna var starfandi njósnarafélag, sem m. a. hafði að verkefni að aðstoða við árásir á pólska landamæra- verði. í annarri fregn segir, að í gærkveldi hafi verið þóf mikið í borg nokkurri í Schlesiu milli nazistiskra stormsveitarmanna og pólskra löggæzlumanna og kom til nokkurra átaka, en eng- inn meiddist eða særðist alvar- lega. í Danzigfregn er þess getið, að pólskir landamæraverðir hafi skotið á nokkra þýzka blaðamenn á Danzigsvæðinu, en engan þeirra hitt. Fiskafli í salt nam 31. júlí síðastlfðinn 35215 þurmm tonnum. Á sama tíma í fyrra nam hann 33 205 þurrurn tonnum. Fiskbirgðir á öllu landinu námu 31. júlí síðastliðinn 25 622 þurmm tonn um tonnum. Á sama tírpa í fyrra námu þær 15082 þurrum tonnúm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.