Alþýðublaðið - 17.08.1939, Side 2
FIMMTUDAGUR 17. ÁG. 1939
At*>YÐUBLAÐIÐ
— Hvað fannstu nú? spurðu bræðurnir. — -—- Svei, sögðu bræðurnir. — Það er leir, sem
Ó, sagði Hans klaufi. — En hvað kóngsdótt- hefir verið kastað upp úr skurðinum.
irin verður glöð.
fiaos klaníi.
— Halló, hérna kem ég, sagði Hans klaufi. — Nei, nú
dámar mér ekki.
— Já, sagði Hans klaufi. — Og það er bezta
tegund af leir, það er ekki hægt að halda á
honum. Svo fyllti hann vasa sína.
En bræðurnir héldu áfram og sprettu úr spori,
svo að þeir urðu langt á undan.
Maðurinn.
EG gekk yfir Skólavöröuhoitið
og sá þar einkennilega sjón.
Þá hugsa'ði ég: Einkennileg
skepna er maðurinn. Hann reis-
ir stjörnuturn og hreykir sér hátt,
tekur langan og mikinn sjónauka
óg horfir út í geiminn, sér. þar
vetrarbrautir, sólkerfi, sólir og
stjömur, sem ekki verða taldar,
þótt talið sé í billjónum. Hve
agnarsmár er hann þó sjálfur
til samanburðar við hinar ógur-
legu stærðir himintunglnanna og
vegalengdir geymsins. í litlu
hreiðri, í lítilli hauskúpu þessa
litla manns, er heili, sem hann
segir sjálfur, að sé engu minna
furðuverk, en sólnavefur himn-
anna. Með þessum heilarannsakar
hann himin og jör'ð, rafeind frum-
lunnar engu síður en hina fjar-
lægustu fastastjörnu, reiknar út
fjarlægðirnar í himingeimnum,
þyngd og stærð sólna og stjarna
log gang þeirra, setur upp svo
háar tölur, að hann svimar sjálf-
an. Svo gengur hann upp á
Skólavör'ðuholt, hreykir sér upp
á stein rétt hjá Leifsstyttunni,
þekur neöð í sunnangoluna, eins
og hreindýr á óróatímabili vors-
ins, tekur neftóbakshorn upp úr
vasa sínum, stingur því í hægri
nösina, hallar höfðinu aftur á bak
svo hornið vísar til himins, hell-
ir nösina fuila, og svo hina
\7instri líka, andvarpar þægilega
efns og hann hafi afrekað eitt-
hváð mikilvægt og — hugsar
ekkert.
Þannig er maðurinn. Getir þú
skrifað nákvæma lýsingu af hon-
um, þá láttu okkur fá hana.
Pétur Sigurösson.
Kaupum tuskur og strigapoka.
PT Húsgagnavinaustofan
Baldursgötu 3». Sáui 4166.
UMRÆÐUEFNI
Síldin og síldveiðarnar.
Blaðamennirnir og fréttim-
ar. Hverjir spyrja helzt um
síldarfréttir? Steinninn á
Lækjartorgi. — Bíll SÍF.
Blómaliturinn á Austurvelli.
Umbætur nauðsynlegar á
umferðinni í Aðalstræti. Bréf
frá Siggu um gangstéttirnr
við Bankastræti.
ATHUGANIR
HANNESAR Á HORNINU.
SÍÐASTI HÁLFI MÁNUÐUR-
INN hefir fært íslendingum mörg
vonbrigði. Aflinn bregzt, síldveið-
arnar verða litlar, fólkið fær ekk-
ert kaup, það kemur heim blá-
suautt í sumar, verr statt en þegar
það fór. Svona lítur það út í dag,
þegar ég skrifa þessi orð, ef til vill
gerbreytist þetta — og það vona
allir. Þetta getur gerbreytzt á einni
einustu viku. Svo mörg skip stunda
nú síldveiðar, og svo margar verk-
smiðjur eigum við og stórar þrær,
að kunnugir telja, að við getum
aflað og tekið á móti yfir þrjú
hundruð þúsund málum á einni ein-
ustu viku.
Á HÁLFUM MÁNUÐI með
geipiveiði getum við að líkindum,
eftir því, sem mér er tjáð, náð öllu
aflamagninu, sem var í fyrra, þegar
það, sem er komið á land nú, bæt-
ist við. Þetta sýnir líka betur en
nokkuð annað, hvílíkt happdrætti
síldveiðarnar eru. Menn hafa líka
undanfarinn hálfan mánuð hér í
Reykjavík hagáð sér eins og verið
væri að draga í happdrætti, bar
sem allir ættu nokkra möguleika.
Skrifstofur blaðanna eru á hverj-
um morgni umsetnar af fólki, sem
spyr um síld — og aftur síld. Það
er ekki nein sérstök stétt manna,
sem spyr um þetta, neldur allir,
verkamenn og heildsalar, sjómenn
og læknar, járnsmiðir og prestar,
yfirleitt allra stétta menn.
VIÐ BLAÐAMENNIRNIR bíð-
um líka í eftirvæntingu á hverjum
morgni og hverju kvöldi eftir síld-
arfréttunum. Hvar hefir síld sézt?
Hefir flugvélin séð nokkrar torfur?
Hafa nokkrar fréttir borizt af mið-
unum? Síðasta spurningin er loka-
spurningin hjá okkur, begar frétta-
ritarar blaðanna á síldarstöðvun-
um hafa sagt: „Engin síld í nótt.“
Okkur finnst það stórfrétt ef síld
veiðist, en engin ef enga síld er að
fá. Þetta er auðvitað rangt, hvort
tveggja er jafnmikil frétt, munur-
inn er aðeins sá, að önnur er góð,
en hin vond, og mér að minnsta
kos.ti finnst góð frétt alltaf betri
frétt.
ER STEINNINN Á LÆKJAR-
TORGI ekki búinn að standa bar
DAGSINS.
helzt of lengi? Þegar hann var tek-
inn af horninu, var honum valinn
staður þarna, og finnst mér sannar-
lega, að hann hafi fengið að vera
barna alltof lengi öllum til leið-
inda.
ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON
forstjóri niðursuðuverksmiðju SFÍ
er smekkmaður. Nýjasta uppátæki
hans er að búa út smekklegasta
bílinn í bænum, sem ekur út vör-
um. Hann er mjög fallega málaður,
og auk þess er hann skreyttur með
hinum mörgu myndarlegu vöru-
merkjum SÍF.
MÉR FINNST guli liturinn helzt
of sterkur í blómaríkinu á Aust-
urvelli, yfirleitt finnst mér litur-
inn of skerandi í augun. Þetta eiga
hvorki að vera skammir né gagn-
rýni á starfi garðyrkjuráðunautar
bæjarins, sem hefir gert svo margt
prýðilegt. En væri ekki hægt að
hafa litina næsta sumar dálítið
mýkri, svo að maður hvílist betur,
þegar maður fær sér sæti á bekkj-
unum umhverfis styttuna?
BREYTINGIN Á UMFERÐA-
REGLUNUM um Austurstræti og
Hafnarstræti og raunar nokkrar
fleiri götur hefir áreiðanlega orðið
til stórra bóta. Ég hefi ekki rekizt
á nokkurn mann, sem ekki hefir
lokið á þetta lofsorði. En það barf
að gera meira. Umferðin um Að-
alstræti er oftast í hinu mesta öng-
bveiti. Það kemur fyrir bráfald-
lega, að bílar standa í röðum með-
fram gangstéttunum á móts við
Silla & Valda, svo að næstum er
ógerningur fyrir aðra bíla að kom-
ast áfram. Þetta barf að laga hið
allra bráðasta. Þá er og barna
stöðvunarstaður fyrir strætisvagna,
fyrir framan Matstofuna, og ba<ð
kemur oft fyrir, að strætisvagnar
geta ekki komizt að staðnum fyrir
bílum, sem standa kyrrir. Það barf
að banna þetta tafarlaust og á-
kveða einnig einstefnuakstur um
Aðalstræti.
WS*®3 SásfcfcSK
EINHVER SIGGA skrifar mér
og kallar mig „Elsku Hannes“, sem
ég er auðvitað mjög hrifinn ai'.
Hún biður mig að athuga gang-
stéttirnar meðfram Bankastræti og
rífast I bví, að þser séu lagaðar og
bað strax. Þetta er alvég rétt.
Gangstéttirnar, sérstaklega gang-
stéttin frá horninu norðanvert við
strætið, er alveg ófær til lengdar.
Það þarf að helluleggja allar stétt-
irnar eða malbika þær. Það þýðir
ekki að hafa gamla lagið að bera
salla ofan í þarna. Bankastræti er
einn fegursti og fjölfarnasti götu-
spottinn í Reykjavík, og það er
skömm að því að gera hann ekki
vel úr garði.
Hannes á hornmu.
Útbreiðið Alþýðublaðið!
Hinar vinsælu hraðferðir
Steindórs
fil Akureyrar um Akraaes erns
Frá Reykjavik: Alla mánudagamiðvikudaga
föstudaga og sunnudaga.
Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga
Jaugardaga og sunnudaga.
Afgreiðsla okkar á Aknreyri er á bif-
reiðastðð Oddeyrar,
H.S. Fagranes aranast sjéleiðina.
Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi.
AMar okkar hraðfeiðir eru um Akranes.
Stelndó
CfiAMÆS NORDHOFF eg JAMES NORMAN HALL:
Uppreisnkn á Bounty.
45. Karl ísfeld ísienekaii.
ruð aðrar eyjar, þar sem gott er að vera. Ég ræð ykkur báð-
um til þess að hugsa ekki framar til heimferðar. Það eru ákaf-
lega lítil líkindi til þess, að við komumst nokkru sinni heim
til Englands aftur. Reynið að gleðjast yfir lífinu, eins og það er.
Eftir að við skildum við bát Blighs, höfðum við haldið áfram
sömu stefnu, í vestur til norðvesturs, þar til liðið var á dag.
Því næst breyttum við stefnu og sigldum nú í austur. Er við
höfðum siglt í þá átt skamma hríð, var enn breytt um stefnu,
og frá því hafði verið siglt í suðaustur. Við fórum nú um
slóðir, sem aldrei höfðu verið farnar áður. Það var bersýni-
legt, að Christian leitaði að eyjum, sem aldrei höfðu áður ver-
ið fundnar, því að lagzt var við akkeri á nóttunni, svo að ekki
væri siglt fram hjá eyjum 1 myrkrinu. Þessir dagar og þessar
nætur voru mjög kyrrlátar og friðsamar. Við vorum allir fegnir
því að losna við Bligh. Norðaustan byr var á, og Bounty leið
lengur. Christian hélt uppi ströngum aga, en hann var svo
réttlátur, að enginn hafði ástæðu til að kvarta. Hann var fædd-
ur foringi og vissi, hvernig átti að stjórna án þess að viðhafa
ljótt orðbragð eða berja skipverja sína, sem Bligh áleit að
væri nauðsynlegt. Það virtist svo sem allir hefðu orðið fegnir
því að losna við Bligh. Norðaustan byr var á og Bounty leið
undan vindi. Minnkandi tungl var, og eitt kvöldið rétt eftir sól-
setur sást land í vesturátt.
Síðla daginn eftir vorum við komnir að rifinu, sem virtist
liggja umhverfis eyjuna. En um sundið milli rifs og eyjar var
mörgum smábátum róið. Eyjan virtist vera um 8 mílur á
lengd, og virtist töluvert hálend, þó ekki jafnhálend og Tahiti.
Láglendið virtist ekki nándar nærri jafngróðursælt og á Ta-
hiti. Eins og við aðrar eyjar í Kyrrahafinu var mjög aðdjúpt
við rifið og við sigldum fram með landi mjög nálægt. Fjölda
báta, sem hver haföi tíu til tólf manna áhöfn, var ýtt frá landi
og þeir komu brátt alveg að okkur. Eyjarskeggjar líktust mjög
Tahitibúum að hörundslit, vexti og í klæðaburði, og höfðu ber-
sýnilega aldrei séð evrópiskt skip fyrr. Við reyndum að fá þá
til þess að koma til okkar, en það reyndist örðugt. Að lokum
réri einn báturinn í veg fyrir okkur og nam þar staðar í um
30 metra fjarlægð. Mennirnir voru sterkbyggðir og vel vaxn-
ir. Samkvæmt skipun frá Christian ávarpaði ég þá á máli Ta-
hitibúa og spurði þá, hvað eyjan héti. Þeir skildu, hvað ég
sagði, og sögðu, að eyjan hé'ti Rarotonga. Þeir virtust verða
mjög undrandi á orðum mínum. Einn þeirra svaraði mér og
var mjög óðamála, en ég skildi fæst af því, sem hann sagði.
Enda þótt við værum mjög vingjarnlegir við þá, fengust þeir
ekki til þess að koma nær okkur. Christian vildi gefa þeim
nokkra smámuni. Hann vafði þeim í böggul og lét fljóta til
þeirra. Þeir tóku böggulinn án þess að opna hann til þess að
vita, hvað í honum væri.
Þegar útséð var um það, að hægt væri að fá þá til þess að
koma um borð, gaf Christian skipun um að setja upp segl —
öllum til mikillar óánægju. Ef dæma mátti eftir framkomu
mannanna á bátnum, þá hefðu þeir ekki bannað okkur að stíga
á land. Mér er það alltaf hulin ráðgáta, hvers vegna Christian
valdi ekki þessa ey sem felustað. Rarotonga liggur 700 mílur
fyrir sunnan og vestan Tahiti, og hann hafði enga ástæðu til
að óttast, að nokkrir aðrir Evrópumenn en við, vissum um til-
veru eyjarinnar.
Mér til mikillar undrunar gerði hann mér orð eitt kvöldið
og bauð mér að matast með sér. Ég hitti hann sitjandi í klefan-
um, með eitt af sjóbréfum Cooks yfir Kyrrahafið útbreytt fyrir
framan sig. Hann tók kurteislega á móti mér, og þegar hann
hafði sent varðmanninn burtu, var hann hinn alúðlegasti.
— Ég hefi boðið yður til kveldverðar með mér, sagði hann —
... iiniiii in— iii iii iiíiii i.—tt" anmurn irirrr'~im ir-
en þér þurfið ekki að sitja við sama borð og ég, ef yður «r
það á móti skapi.
Gegn vilja mínum svaraði ég orðum hans vingjarnlega. —
Ég var orðinn gramur yfir þeirri óhamingju, sem hann hafði
leitt yfir okkur. En frammi fyrir honum hvarf mér öll gremja.
Ég stóð hér frammi fyrir Fletcher Christian, vini mínum, en
ekki uppreisnarmanninum, sem hafði rekið 19 manns út í opinn
dauðann, á þann hátt «ð skilja þá eftir í opnum báti í margra
þúsunda mílna fjarlægð frá heimkynnum sínum. Christian
þarfnaðist manns, sem hann gæti trúað fyrir hagsmunum sín-
um, og ég hafði aðeins dvalið inni hjá honum örstutta stund,
þegar hann fór að tala um uppreisnina.
— Þegar ég hugsa um Bligh, hóf hann máls, — þá hefi ég
engar áhyggjur. Ég varð að þola honum svo margt, að mér er
sama, hvað fyrir hann kann að koma. En þegar mér verður
hugsað til þeirra, sem með honum fóru------—.
Hann kreisti aftur augun, eins og hann vildi reyna að þurrka
myndina úr huga sér af hinni brothættu bátsskel með nítján
manns innanborðs. Rödd hans var svo harmþrungin, að ég
gat ekki annað en haft samúð með honum. Ég vissi, að hann
myndi aldrei öðlast sálarfrið. Hann bað mig að láta mér víti
hans að varnaði verða og framkvæma aldrei neitt að óhugsuðu
máli. Þrátt fyrir samúð mína með honum, hrökk það út úr
mér, að uppreisn, sem hefði verið svo nákvæmlega og leyni-
lega áformuð, hefði naumast verið gerð að óyfirlögðu ráði.
— Hamingjan góða, hrópaði hann. — Álítið þér, að uppreisn-
in hafi verið fyrirfram áformuð? Tíu mínútum áður en Bligh
var tekinn fastur, datt mér ekki uppreisn í hug, fremur en
yður sjálfum. Hvernig getur yður dottið slíkt í hug?
— Hvað átti maður að álíta annað? spurði ég. — Þetta skeði,
þegar þér voruð á verði. Þegar Churchill vakti mig höfðuð
þér algerlega náð skipinu á yðar vald, og vopnaðir menn stóðu
við allar klefadyr. Það er óhugsandi, að þetta skyldi geta skeð,
án þess að um það hefði verið rætt áður.
— En samt lem áður var það nú svo, svaraði Chriatiaa al-