Alþýðublaðið - 28.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.08.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 28. AGÚST 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Hans ilaiiff. WlmWTJW FM"':' lilóðð' Það eru víst hirðmenn, sagði Hans klaufi, — þá verð ég að gefa dómaranum það bezta. Niræð koia segir frá Mn- um sóðii og gðmln dðpm Hún fylgíst enn með og þykir lætin ljót í heimsviðburðunuin fólkinu úti i heiml. Og svo sneri hann við vósum sínum og sletti —- Þetta var vel af sér vikið, sagði konungs- leðju íraman í hann. dóttirin, þetta hefði ég ekki gert, en' ég skal áreiðanlega læra það. mm^Mm^f-, Og svo varð Hans klaufi konungur, fékk konungsdótturina, kórónuna og sat í hásæti. En þessi saga er eftir blaði dómarans, svo að það er máske ekki vert að trúa henni. !«»??!« E - .Berjatínsla. KRON hefir nú útvegað berja- fólki ágæta dvalarstaði austur i sveitum, þar sem gott berjaland er. Er það í Haukadal, Þrasta- lundi, Syðri-Reykjum í Biskups- tungum og víðar. Ber eru mikil um þessar mundir, og er nauð- synlegt að ná þeim, íáður en þau fara að skemmast, og er á-, gætur markaður fyrir þau. Fóik, gem vill fara í berjaferðir, getur snúið sér til skrifstofu KRON, simi 1727. Farsróttir og mahiidauöi í Reykjavík vikuna 30. júlí til 6. ágúst (í svigum töiur næstu viku á undan): Hálsbólga 28 (18). ^jSWjfrrl Kvefsótt 36 (28). Taugaveiki 1 (0). Iðrakvef 8 (18). Kveflungna- bólga 3 (3). Munnangur 0 (3). Hlaupabóla 0 (4). Mannslát 2 (9). Lar.dlæknisskrifstofan. FB. Farisóttir og manndauði vikuna 6.—12. ágúst (í svigum tölur næstu viku á undan); Háls- bólga 18 (28). Kvefsótt 6 (36). B.lóðsótt 2 (0). Taugaveiki 0 (1). Iðrakvef 9 (8). Kveflungnabólga 0 (3). Munnangur 1 (0). Mannslát 1 (2). Landlæknisskrifstofan. FB. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Kjósar-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir, p—¦——WBBSS......."-""......." '"*""'"........"WBIW' Laugarvatn, Þrastalundur, Hafn- arfjörður, Barðastrandapóstur, Borgarnes, Akranes, Norðanpóst- ar, Dalasýslupóstur, Snæfells- nesspóstur, Meðallands- og Kirkjubæjarklausturspöstar, Grímsness- og Biskupstungna- póstar. Til Reykjavíkur: Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Kjósar-, Ölfuss og Flóapóstar, Þingvellir, Laugarvatn, Þrasta- lundur, . Hafnarf jörður, Austan- póstur, Borgarnes, Akranes, Norðanpóstar, Stykkishólmspóst- ur, Gullfoss frá ísafirði, Súðin austan um úr hringferð. Útbreiðið Alþýðublaðið! EKKJAN Sesselja Guð- mundsdóttir er níræð í dag. Hún býr nú í „Franska spítalanum" ásamt dóttur sinni, Guðrúnu Jónsdóttur. Sesselja gamia er ættuð austan úr Hrunamannahreppi og bjó að Hrunakrók lengst af með manni sínum, Jóni Jónssyni frá Hörgs- holti. Hrunakrókur var efsti bærinn í Hrunamannahreppi. Hann er nú kominn í eyði fyrir nokkuð löngu síðan. Þau hjónin áttu 10 börn, sex þeirra náðu fullorðins aldri, en fimm eru nú á lífi, þau Ingimar skóíastjóri, Jón fisksali, Guð- rún, Tómas verkamaður og El- ísabet, sem býr suður í Garða- hverfi. Alþýðublaðið heimsótti Sesselju á föstudagskvöld og hafði stutt samtal við hana. Þrátt fyrir sinn háa aldur er Sesselja mjög ern og hefir góða fótavist; vinnur hún að prjóni af elju og dugnaði. Hún notar ekki gleraugu, iog heyrn hennar er enn fullkomin. — Viltu segja mér eitthvað frá gömlum dögum? „Ég veit ekki, hvað ég á til aö taka," segir Sésselja og brosir. „Það er frá svo mörgu að segja. Tírharnir nú eru svo gerólíkir þeim tímum, sem ég lifði á mín æskuár og aðalbúskaparár, að þið, unga fólkið, getið ekki gert ykkur þá I hugarlund." — Hvenær komstu fyrst til Reykjavíkur? „Þá var ég 23 ára gömul, eða árið 1872. Þá var ég send til Reykjavíkur með belju að aust- an. Þegar við komum í Foss- voginn tjölduðum við, en ég gekk til bæjarins með beljuna. Gömul kona, sem bjó í Skálholtskoti, keypti beljuna, og fór ég beint til hennar með hana. Stórt tún var þá umhverfis Skálholtskot, en á þvi túni eru nú Skálholts- stigur og Þingholtsgöturnar. Þeg- ar ég kom hingað, var einmitt verið að lemja grjótið í tugthús- ið, og gerðu það danskir stein- smiðir. Þetta átti að vera mikil Sesselja Guðmundsdóttir. bygging, og var í.'þá.daga talið,, að hún stæði alllangt fyrir utan bæinn! í þessari sömu ferð kom ég til Hafnarfjarðar, og man ég sér- staklega eftir því, hve vatnið var ;tært og gott í læknum. Við tjöld- tuðum1 í Firðinum, en létum hest- ana vera á beit í Setbergi. Allt ferðalagið tók vikutíma, og ég verð að segja þér það, að ég' þóttist hafa framazt mikið við þetta mikla ferðalag. En heldur þú, að ungu: dömunum "'hér í Reykjavlk þætti gaman að því, að leiða belju hér um göturnar nú? Ég held varla"*. — Varstu á þjóðhátíðinni 1874? „Nei; ég var þá nýbyrjuð að búa, en hann séra Jóhann í Hruna hafði stórt boð fyrir öll 'hjón í sókninni, og það var mikil veizla, heilu nauti. var slátrað, og eftír matinn var bændunum boðið upp á biiennivín, en kon- unum koníak. — Þú skalt ekki halda, að neinn hafi drukkið sig blindfullan, því að það vár álit- inn hinn mesti ósiður í þá daga og fordæmt af öllum." — Hvað er það elzta, sem þú manst eftir? „Það var, þegar miennirnir komu að norðan til þess að sakja hundana. Þá var ég 7 ára gömul, og ég man vel eftir því, þegar þeir komu heim til okkar til að vita, hvort þeir gætu feng- ið hund. Þá var mikið hundafár fyrir norðan, og margar sýslur voru alveg hundlausar. Hunda- mennirnir fengu marga hunda, og ráku þeir stóra hópa norður Kjöl, en hvolpana höfðu þeir undir peysunum- Hundarnir voru dýrmætir í þá daga. Það kom sér vel fyrir iokkur i Árnessýslu, að við skyldum hafa hjálpað Norðanmönnunum, eins og við gerðum, því að tveimur vetrum síðar urðum við að leita á náðir þeirra. Kom þá upp mikil kláðapest í fénu, svo að skera varð niður allan fjárstofninn milli Ölfusár og Þjórsár. Þá var farið norður og Norðanmenn beðnir um fé, og brugðust þeir sannarlega vel við; þeir jafnvel gáfu lömb. Þannig hjálpuðum við hver öðrum í gamla daga." — Þú fylgist véf með öllum fréttum og opinberum málum? . „Já; ég hlusta á útvarpið á hverjum degi, og það er nú næstum því eina skemmtunin, sem ég hefi. Ég hefi sérstaklega gaman af því að hlu-sta á fréttir Ferðafélagsins, þegar það er að fara til Kerlingarfjalla, því að það rifjar upp fyrir mér grasa- íerðirnar í gamla daga. En þær voru ekki neinir lystitúrar í þá daga, það skaltu ekki halda, kunningi! Ef það var sólskin, þá sváfum við í. sólskininu, en' tínd- um á.næturnar, þegar dögg var á. — Það var samt sem áður oft gaman í þessum ferðum til fjallanna, og þú mátt trúa, að þá gerðust mörg ævintýri hjá unga fólkinu. Á þessum árum voru ekki skálarnir tilað sofa í, heldur sváfum við í heimaofpum tjöldum, og okkur leið vel. Það var taíinn hinn mesti eymdarskap- 'ur a'ð eiga ekki tjald í þá daga". — Jæja; hvernig lízt þér á á- standið í' heiminúm núna? „Þa'ð eru aumu lætin í fólkinu lúti í heimi núna. A'ð þeir skuli n'ú ætla sér að fara að deyða og eyða öllu því á fáum mínútum, sem 'befir tekið þá áratugi að byggja upp. Það er annars anzl skrítið, að þeir skyldu fara að semja, Hitler og Stalin." — Sækir þú kirkju núna? „Nei; ég hlusta á messurnar í útvarpinu, og mér líkar þær vel. En í gamla daga taldi ég ekki eftir mér að fara þriggja tíma garig til kirkjunnar í Hruna, þó iað í kalsaveðri væii." Þessi níræða heiðurskona er Frh. á 4. siðu. J ^^- *.'*œ* .. ii BMBMl ie.'.'!i!"iLr.!. ^g CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsiiiii á Bounty. §4. Karl Isfelá íeleíizkaSi. Ég settist við hlið hennar og hristi hárið frá augunum. í sömu andránni horfðumst við í augu, og Tehani brosti. Svo sneri hún sér undan. Allt í einu fór hjarta mitt að slá hrað- ar. Hönd hennar hvíldi á rótarhnyðjunni rétt við hönd mína. Ég tók í hönd hennar, og hún dró hana ekki að sér. Hún laut höfði og horfði ofan í tært vatnið — og við þögðum bæði lengi. Ég horfði ekki ofan á vatnsflötinn, heldur á hina fögru stúlku, sem sat við hlið mér. Hún var í kyrtli úr hvítu efni og armar hermar og axilir voru silkimjúkar. Og fætur hennar voru nettir, svo að prinsessa hefði mátt öfunda hana af. — Tehani, sagði ég og tók með báðum höndum um hönd hennar. Hún svaraði egnu, en leit upp og sneri sér að mér. Og áður en við gátum sagt nokkuð hvíldi hún í örmum mínum. Hinn daufi ilmur af hörundi hennar gerði mig nærri því ölvaðan, og um stund hafði ég svo ákafan hjartslátt, að ég gat ekkert sagt. Það var 'hún, sem fyrst tók til máls. — Byam, sagði hún og strauk fingrunum gegnum hár mitt. — Átt þú enga konu? — Nei, svaraði ég. — Ég á engan mann. I sömu andránni heyrði ég kvenrödd neðan frá ánni: — Tehani, Tehani. Og Tehani svaraði og bað stúlkuna að bíða. Svo sneri hún sér að mér. — Það er bara þernan mín, sem kom ásamt mér í land, Ég bað, hana að bíða við ósinn, þangað til ég kæmi. — Kemur þú frá Tetiaroa? spurði ég og lét höfuðið hvíla á öxl hennar. — Nei, ég hefi verið á Raiatea ásamt frænda mínum. Við höfum verið á sjó í tvo sólarhringa. — Hver er frændi þinn? Stúlkan sneri sér að mér undrandi og spurði: — Veiztu það ekki? — Nei, sagði ég. — Þú talar mál okkar eins og þú værir inrifæddur. En hvað þið eruð einkennilegir, Eriglendingarnir. Ég hefi aldrei talað við Englending fyrr. Frændi minn er Vehiatua, höfðingi yfir Taiarapu. — Ég hefi heyrt hans getið. — Ert þú höfðingi í þínu landi? — Kannske ofurlítill höfðingi. — Ég vissi það! Ég vissi það um leið og ég sá þig. Hitihiti hefði ekki gert hvern sem var að taio. Aftur varð þögn. — Tehani, sagði ég. — Já. — Hún lyfti höfðinu og ég kyssti hana á enskan móð, beint á munninn. Við gengum til baka og leiddumst, en þernan gekk á eftir okkur og augun stóðu í henni af undrun. Vehiatua var kominn í land og var að borða morgunverð, þegar við komum. Hann var virðulegur og góðlegur óldungur með silfrað hár. Þegnar hans sátu umhverfis hann meðan hann mataðist, þeir báru honum brauðávexti, steiktan fisk, nýjari' af glóðinni, og banana. Þessi gamli höfðingi var tatto- veraður um allan líkamann nema andlitið, og það var sú fegursta myndskreyting, sem ég hafði nokkru sinni séð. Mér þótti vænt um, að ég bar aðeins mittisskýlu, því að það þykir ekki kurteisi að nálgast höfðingja nema með naktar axlir. Vehiatua virtist ekkert undrandi, þegar hann sá mig. — Jæja, Tehani, sagði hann vingjarnlega við -frænku sína. — Morgunverðurinn þinn er tilbúinn um borð. Og hver 6r þessi ungi maður, sem með þér er? — Það er taió Hitihitis ¦— hann heitir Byam. — Ég hefi heyrt á hann minnzt. Vehiatua sneri sér að mér og bauð mér að matast með sér. Ég settist við hlið hans og svaraði spurningum hans viðvíkjandi Bounty, sem hann hafði heyrt mikið rætt um. Hann var undrandi á því, hve fær ég var. orðinn í tungu Tahitibúa, og ég sagði honum frá'verk- efni þvi, sem mér hafði verið falið og hvernig taio minn hefði verið mér til mikillar hjálpar. — Og nú hefir þú og hinir setzt að hér á eyjunni? -----Við verðum* hér að minnsta kosti fyrst um sinn, sagði ég. — Það getur verið, að Georg konungur skipi okkur að koma heim, þegar næsta herskip kemur, eftir tvö eða þrjú ár. — Já, sagði hinn aldni höfðingi, maður verður að hlýða konungi sínum. Brátt kom Tehani aftur í land, eftir að hún hafði neytt morgunverðar og haft fataskipti. Hár hennar hafði þornað í sólskininu, hún var greidd og ilmvötn borin í hár hennar. Hún gekk á undan fylgdarliði sínu með virðuleik, sem hefði sæmt enskri hefðarkonu. Höfðinginn kinkaði kolli til mín og stóð á fætur.. — Við skulum fara til húss ættingja míns. Feitur, vöðvamikill maður lagðist á k'né fyrir framan Ve- hiatua. Höfðinginn stökk upp á axlir hans léttilega, eins og hann hefði mikla æfingu. Maðurinn stóð á fætur stynjandi. Vehiatua, Teini og fleiri höfðingjar á þeim tímum máttu ekki ganga, því að ef fætur þeirra snertu jörðina, varð landareign hins óbreytta manns eign höfðingjans. Hvert sem þeir fóru voru þeir bornir af manni, sem var æfður til starfsins. Tehani gekk við hlið mér, og við fylgdum frænda hennar og gengum eftir sandinum fram með ströndinni. Þegar við fórum fram hjá fiskimannaþorpunum, flýttu fiskimennirnir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.