Alþýðublaðið - 31.08.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.08.1939, Blaðsíða 1
RITSTJORI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN IXX. ÁRGANGUR FIMMTUDAGUR 31. ágúst 1939. 199. TÖLUBLAÐ. hb*. JHBHHBQUinB Göring. Frick. Landvarnaráð teknr vlð æðstu vðldum um ðll hermál og stjðrnmál á ÞýzkalandL —,---------------4—:--------------- Það getur gefið út lög og tilskipanir án sampykkis Hitlers sjálfs! _----------------«..-------------- Ekki talið vonlaust enn, að friðsamleg lausn Iáist. ItMn 9Hn Funk. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í mor?un. "LJITLER gaf í gær út tilskipun um stofnun landvarna- ¦*¦ ¦*¦ ráðs á Þýzkalandi, sem fær æðsta vald bæði um her- mál og stjórnmál, og getur gefið út bæði lög og tilskipanir án samþykkis hans. I landvarnaráðinu eiga sæti Göring flugmálaráðherra, Hess staðgengill Hitlers í nazistaflokknum, Frick innan- ^ríkisráðherra, Funk ríkisbankastjóri og Keitel hershöfð- jingi. ; Þessi tilskipun vekur stórkostlega athygli um allan "heim, en mönnum er enn algerlega óljóst, hvort hér er um að ræða síðustu ráðstöfun áður en stríð brýzt út, eða einhverja stefnubreytingu af hálfu þýzku stjórnarinnar. Svo mikið er víst, að samningaumleitanir halda áfram milli London og Berlín. Svar brezku stjórnarinnar við síðustu orð- sendingu Hitlers var afhent býzku stjórninni klukkan hálf ell- efu í gærkveldi (eftir íslenzkum tíma) og þess er fastlega vænzt í London, að Hitler hafist ekkert að, fyrr en hann hefir svarað því, og að friðurinn haldist þá að minnsta kosti þar til seinni- partinn í dag. Ástandið er þó "af öllum talið mjög ískyggilegt, en nokkrar vonir gera menn sér enn um málamiðlun af hálfu Mussolinis, sem víst þykir, að muni gera allt, sem hann getur, til þess að afstýra stríði á þessari stundu. Alllr Pólverjar innan 40 ára kallaðir tll vopna. koma niður ekki aðeins á ein- staklingum, heldur og á bæjar- og sveitarfélögum. Franska stjórnin tekur járnbrautirnar í sínar hendur. 2?" ¦-t<í. sis ¦ Ástandið við pólsku landa- mærin er stöðugt að verða í- skyggilegra, og er ekki annað sjáanlegt en að landið sé nú umkringt af óvinaher á allar hliðar. Skömmu eftir að fréttin barst út. um liðssamdrátt Þjóðverja í Slóvakíu við suðurlandamæri Póllands, varð það kunnugt og opinberlega viðurkennt af sovét-, stjórninni, að hún hefði aukið að miklum mun herlið sitt við landamæri Póllands að austan, og í gær komu að lokum fregnir um það, að Lithauen hefði mik- inn viðbúnað við landamæri sín og Póllands og var því jafnvel leygt, að í Kaunas (Kovno) væru gerðar kröfur til þess, að Pól- land léti Vilna og héraðið um- hverfis það af hendi við Lit- hauen, en Vilna hefir lengi ver- ið þrætuland milli þess og Pól- lands, Pólska stjórnin hefir undir þessum kringumstæðum séð sig knúða til þess að kalla alla Pól- verja undir 40 ára aldri til vopna, og var fyrirskipunin gef- in út um það af Moscicki Pól- landsforseta síðdegis í gær. Má heita, að þar með hafi farið fram almenní herútboð á Pól- landi. að semja við senatið um að opna aftur landamærin til fólksflutn- inga. í fréttum frá Varsjá í dag seg. ir, að nýjar ákvarðanir hafi verið teknar, sem leiði af sér skerðingu á réttindum Pólverja í fríríkinu, m. a. hafi timbur- flutningar verið bannaðir. Virki hafa verið hlaðin við vegamót, á landamærum Danzig. Tilkynningar hafa verið birt- ar í Bæheimi og Mæri, þar sem menn eru varaðir við að fremja nokkur hermdarverk, og verði hegningin fyrir slík brot látin London í morgun. FÚ. Tilskipun var gefin út á Frakk- landi í gær um að járnbrautirn ar verði settar undir stjórn hins opinbera. Það var tekið fram, að þegar tilskipunin kæmi til framkvæmda, mætti stöðva lest ir hvar sem væri. 47 járnbrautarlestir með skóla börn fóru í gær frá París og voru 1000 í hverri. Þau eru flutt í örugga staði úti á landsbyggð- inni. Fjöldi manna vinnur að því í nágrenni London að moka upp sandi, sem nota á í garða, sem hlaðnir verða í London í varn- arskyni gegn loftárásum. 110 mokstursvélar eru hafðar í gangi. í London er haldið áfram að flytja listaverk og verðmæta forngripi og aðra muni á ör- ugga staði. M. a. hafa mynda- rúður úr kirkjum verið teknar og fluttar í örugga geymslu. Kvikmyndir, sem eru sögulega mikilvægar, hafa einnig verið fluttar í örugga geymslustaði, m. a. kvikmyndir frá Búastríð- inu. Nánari samvinna Þizka- lands oð Sovét-Mssiands I hinu opinbera málgagni pýzku stjórnarinnar, „Deuts- che Diplomatische Korrespon- denz", er tilkynnt, að þýzka stjórn Frh. á 4. sífcu. Neðanjarðarvíggirðingar Þjóðverja við Eín. Bretar irí a tlutlepi Dana, meðan Þjóðverjar gera pai ------------------«------------------ Tilkynning um öað afhent dönsku stjórninnf. Keitel. öisp samnmgamenn handteknir 1 Paozig! Þýzkir lcynilögregiumenn hafa handtekið tvo Pélverja, sem staddir voru í Danzig til þess LONDON í morgun FU. Yl REZKA stjórnin hefir *-* tilkynnt dönsku stjórn- inni, að Bretar muni virða hlutleysi Danmerkur, meðan Þýzkaland geri það. Utanríkismálaráðherrar Norð- urlanda komu saman á fund í Osló í gær. Utanríkismálaráð- herra Finnlands sagði þar, að friðarvilji væri fyrir hendi meðal leiðtoga þjóðanna, eins og sæisí á því, að þeir ynnu að því að varðveita friðinn, og sam- komulagsumleitunum væri haldið áfram dag frá degi. Þetta spáði góðu um það, að styrjöld yrði afstýrt. Jugósiavía hiutlaus? Þýzkaland gaf í gær Júgósla- víu fullvissun um, að það myndi virða hlutleysi hennar, á svip- aðan hátt og Þýzkaland hefir áður fullvissað Holland, Belg- íu, Sviss og Luxemburg um hið sama. í Belgrad er lögð áherzla á Frh. á á. síðu. Tveirtogararkomainnm samtals jHr 5 pisund m —,— ? Garlar með 2666 og Haukanes 24§01 *¥* VEIR TOGARAR hafa -*¦ komið inn með metafla í dag og í gærkveldi. Togar- inn Garðar frá Hafnarfirði kom til Djúpuvíkur í gær- kveldi með 2666 mál af síld og togarinn Haukanes frá Hafnarfirði kom í morgun til Krossaness með 2400 mál og gátu hvorugir togaranna bor- ið meira. Garðar.mun því vera orð- inn hæstur að afla af öllum síldveiðiskipunum. Hann hef- ir nú fengið yfir 12000 mál. Afli þessara tveggja tog- ara mun vera algerlega eins- dæmi, enda haf a þeir til sam- ans yfir 5000 mál — og er það eins og 4 meðaltúrar. T-il Djúpuvíkur komu einnig í gær Tryggvi gamli með 1837 og Kári me'ð 1717 mál. Sviði landaði í Krossanesi í gærmorgun 2000 málum og'fór strax út aftur. Á Siglufirði var í nótt saltað í Í380 tunnur. Nokkur skip komu snemma í morgun me'ð gððán afla. Meðal peirra voru með full- fermi Árni Árnason, Venus, Már,. Fór mestur hlutinn af afla peirra í bræðslu, en pó nokkuð 1 salt. 10 herpinótaskip komu og til Siglufjarðar í nótt. Til Hjalteyrar komu í nótt og í gær þessir togarar: Belgaum ineð 1600 mál, Gullfoss með 1000 Ajrinbjörn hersir 1800 mál, Gull- toppur með 2000 mál og línu- veiðaramir Jökull með 1200 mál og Annann með 650 mál. þá komu til Hjalteyrar nokkrir velbátar nieð sæmilegan afla. Sólskin og blíða er fyrir öllu N*orðurlandi í fliag og ágætt veiði veður. Prær Raufarhafnarverksmiði- urnar eru fullar. Eimskip. Gullfoss er í Réykjavík, Goða- foss er á leið til Vestmannaeyja frá Hull, Brúarfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Grimsby, Dettifoss er á lei'ð til Grimsby, Lagarfoss er á Akureyri, Selfoss íer á leiö til Immingham frá Ant- werpen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.