Alþýðublaðið - 31.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.08.1939, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 31. ágúst 1039. ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSS@N. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima), 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Taglhnýtingur i skreiðarferð Stalins? H 4LLDÓR KILJAN LAX- NESS skrifaði fyrir nokkrum vikum langa vand- lætingargrein í Þjóðviljann út af því, „að forráðamenn dönsku st j órnarf lokkanna1 ‘ hefðu þá „fyrir skömmu gengið til Ber línar til þess að gera þar fyrir hönd danska ríkisins tryggða- sáttmála við þýzka fasista", eins og hann komst að orði. Taldi hann þann sáttmála vera augljósa yfirlýsingu þess, ,,að Danmörk væri opinberlega dregin undir pólitískt áhrifasvið Þýzkalands, dönsk viðskipta- pólitík og utanríkisstefna sam- hæfð heimspólitík möndulveld- anna“. Halldór Kiljan Laxness fór í þessu sambandi hinum hrakleg- ustu orðum um forvígismenn danska Alþýðuflokksins, sem þá höfðu dvalið hér í nokkra daga, kallaði þá „umboðsmenn möndulríkj anna og andkomm- únistiska sáttmálans“ og kyn- okaði sér jafnvel ekki við að setja komu þeirra hingað í sam- band við heimsókn þýzku kaf- bátanna, á sama hátt og komm- únistar höfðu gert nokkrum dögum áður og orðið sér til skammar fyrir. En fyrir okkur dró hann þær ályktanir af sátt- mála Danmerkur og Þýzka- lands, að við yrðum að gera það að „skilyrði fyrir áframhald- andi samstarfi11 við Danmörku, ,,að danska stjórnin fjarlægðist aftur stefnu andkommúnistiska sáttmálans, þ. e. a. s. utanríkis- pólitik möndulríkjanna, sem beint er gegn okkar eðlilega verndara, Bretlandi, og sam- hæfði stjórnarstefnu sína nor- rænum hagsmunum og lýðræð- isblökkinni, sem á höfuðfulltrúa sína í Bretum, Frökkum og Rússum“(!). Við yrðum í sam- bandi við sáttmála Danmerkur og Þýzkalands að gera Dönum það skiljanlegt svo að ekki yrði um villzt, að við vildum ekki „gerast taglhnýtingar í þeirri skreiðarferð“. Með slíkum og þvílíkum orð- um lét skáldið og sannleiksvitn. ið refsivönd sinn dynja á hinni litlu Danmörku fyrir það, að hún skyldi leyfa sér að gera hlutleysissamning við hið þýzka nazistaríki til þess að forða sér undan öllum grun um það, að hafa nokkurn fjandskap í huga við svo hættulegan nágranna. Fyrir hinu óraði Halldór Kiljan Laxness vissulega ekki, þegar hann skrifaði þessa vandlæting- argrein, að eitt þeirra þriggja stórvelda, sem hann telur vera í ,,lýðræðisblökkinni“ og ætlast til að Danmörk semji stjórnar- stefnu sína að, Sovét-Rússland, Fullnægir kartðfluuppskeran í haust neyzlupörf landsmanna? ■ ■ ■» —- Þetia sumar er óvenjulega gott fyrir land- búnaðinn, hvað sprettu og nýtingu snertir. Samtal við Steingrfm Steinpórs- son feúnaðarmálastjéra. ÞETTA ÁR virðist ætla að verða óvenjulega gott fyrir landbúnaðinn, hvað sprettu og nýtingu heyja snert- ir. Kartöfluræktin hefir vaxið allmikið og ég tel nokkrar líkur til þess, að kartöfluuppskeran verði í haust svo mikil, að hún nægi landsmönnum að langmestu leyti. Um þetta er þó enn ekki hægt að fullyrða ákveðið. Við erum að senda út skýrslueyðublöð til hreppstjóra, og þegar þau eru komin í okkar hendur, þá sjáum við þetta nákvæmlega." Þetta sagði Steingrímur Stein þórsson búnaðarmálastjóri í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Hann er nýkominn úr ferðalagi úr Skagafirði, en fyrr í sumar fór hann um Vestfirði í fyrsta skipti og kynnti sér búskapar- lag þar og afkomu bænda. — HvaS segir þú um búskap- inn á Vestfjörðum? „Þar er dugnaður mikill og fyrirhyggja. Flest býli eru vel setin, og þó að efni manna séu vitanlega misjafnlega góð, þá komast flestir sæmilega af.“ — Tíðarfarið hefir verið gott í sumar. „Já, óvenjulega gott, og þetta ár verður töluvert betra en meðalár fyrir landbúnaðinn. Sprettan hefir alls staðar verið mjög góð og nýting heyja ágæt. Upp á síðkastið hefir nýtingin myndi áður en þrjár vikur væru liðnar vera búið að gera allt annan og örlagaríkari „tryggða- sáttmála við þýzka fasista“ heldur en hin varnarlausa Dan- mörk. En Sovét-Rússland, sem Hall- dór Kiljan Laxness hefir hing- að til lofsungið fyrir okkur í tveimur löngum bókum og ó- teljandi blaðagreinum sem höf- uðvígi verkalýðshreyfingarinn- ar og lýðræðisins í heiminum í baráttunni gegn ofbeldi þýzka nazismans, er bersýnilega ekk- ert feimið við það að „sam- hæfa viðskiptapólitík sína og utanríkisstefnu heimspólitík möndulveldanna". Þvi að það hefir ekki aðeins gert hlutleys- issamning við Þýzkáland eins og Danmörk, heldur gefið því fullkomlega frjálsar hendur til þess að ráðast á Pólland og sjálfa ,,lýðræðisblökkina“ og lofað því að auki bæði olíu og benzíni á flugvélarnar og járni og stáli í fallbyssurnar til þess að sú árás beri sem beztan ár- angur! Það skal ósagt látið, hvort Halldór Kiljan Laxness hefði skrifað hina löngu vandlæting- argrein um hlutleysissáttmála Danmerkur og Þýzkalands, ef hann hefði vitað það fyrir, að Sovét-Rússland yrði aðeins þremur vikum síðar búið að segja þannig skilið við „lýðræð- isblökkina" og sjálfur Stalin orðinn „umboðsmaður möndul- veldanna og andkommúnistiska sáttmálans". í öllu falli hefir Halldór Kiljan Laxness fram að þessu ekki fundið neina hvöt hjá sér til þess að segja hinu stóra Soyét-Rússlandi Stalins til syndanna á svipaðan hátt og hinni litlu Danmörku Staun- ings. En það skyldi þó aldrei vera vegna þess, að honum leiki hugur á að „gerast taglhnýting ur í skreiðarferð“ Stalins? ekki verið góð hér á Suðurlandi, vegna óþurrkanna, en það er þó ekki svo slæmt, að stór skaði hljótist af. Sums staðar voru þurrkarnir líka helzt of miklir, svo að nýting túna varð ekki eins góð og annars hefði orðið. Hið sama er og einnig að segja um annað þurrlendi.11 — Og garðræktin? „Hún hefir verið með lang- mesta móti. Það mun aldrei hafa verið sett jafnmikið niður og gert var 1 vor og víða sér maður nýrækt, þegar maður fer um sveitirnar. Þá hefir spretta í görðum verið alveg ágæt og uppskeran á að fara eftir því. Lítil eða engin sýking hefir orð- ið í görðunum víðast hvar.“ — Heldurðu, að kartöfluupp- skeran muni þá í fyrsta skipti nægja okkur? „Um það get ég ekki sagt neitt með fullri vissu, en ég tel mjög líklegt, að hún nái mjög langt, og það væri sannarlega æski- legt núna, *þegar svo ófriðlega lítur út, að okkur mætti takast sjálfum að framleiða nægar kartöflur handa okkur, því að þær eru ein helzta fæðutegund okkar bæði í sveit og við sjó. Við erum einmitt um þessar mundir að senda hreppstjórum skýrslueyðublöð um kartöflu- framleiðsluna. Þegar þau eru aftur komin í okkar hendur, þá vitum við þetta með vissu.“ — Hvernig gengur kornrækt inni? „Hún breiðist hægt út, og svo virðist sem bændur séu tregir til að ráðast í tilraunirnar. Þó er nokkur aukning einnig á þessu sviði, og það má segja, að víðast hvar, þar sem tilraunirnar hafa verið gerðar til kornrækt- ar, hafi þær tekizt sæmilega og sums staðar ágætlega. Þetta þarf auðvitað mikið að aukast.“ — Hvernig voru fénaðarhöld í vor? „Þau voru yfirleitt góð, þeg- ar tekið er tillit til fjárpestar- innar, en hún hefir valdið slæm- um búsifjum. Pestin virðist nú fara miklu hægar yfir og sums staðar þar, sem pestin hafði geisað, eru bændur nú að vinna bústofn sinn upp aftur. Þá hefi ég orðið var við það á einstaka stað, sem pestin var að byrja, að það er eins og hún hafi strax hjaðnað aftur, og gefur það til kynna, að við séum komnir yfir það versta og að það muni takast að verja heil byggðarlög fyrir þessum vá- gesti. Þeta sést þó betur í haust við fjárheimturnar.11 — Og hvernig er svo með verðið á landbúnaðarafurðum? „Öllum er kunnugt um það, að verð á mjólk og kjöti er ó- breytt á innanlandsmarkaði, én Steingrímur Steinþörsson. nokkur von mun vera til þess, að verð á kjöti á erlendum markaði muni fara dálítið hækkandi." — Og hvað segir þú mér svo um Síberíu? Hvenær verður farið að reisa þar nýbýli? „Um það get ég ekkert sagt að svo komnu máli. Undanfarið hefir verið unnið að plægingu landsins, svo að það verði nægi- lega búið til ræktunar. Ég tel alveg sjálfsagt, að landið verði tekið til einhverra gagnlegra nota næsta vor.“ Þetta sagði búnaðarmála- stjóri. Sem betur fer eru um- mæli hans um landbúnaðinn á þann veg, að maður verður að telja, að afkoma sveitabænda sé ekki mjög slæm. Auðvitað hafa þeir haft við ákaflega mikla örðugleika að stríða á undan- förnum árum, sérstaklega vegna fjárpestarinnar, en sumarið í sumar ætti að vera mikil hjálp fyrir þá. Þó að mikið velti á sjávarútveginum um afkomu þjóðarbúsins, þá veltur ekki minna á landbúnaðinum. Ef sveitabúskapurinn heldur á- fram að dragast saman, mun verða þröngt á eyrinni, og um leið verður þröngt fyrir dyrum hjá mörgum alþýðumanninum við sjóinn. En vonir manna hníga að því, að landbúnaðurinn aukist og betra verði að lifa í sveitinni en atvinnulítill við sjóinn. Ivernlg Hkar peim baiða- laoið vlð pýzka nazismann? — ♦------------------- Það er ná orðin útkoman af hinni „skil~ yrðislausuafstöðumeðSovét-Rússlandi14 EINS og menn mnna var eitt af þeim *, skilyrðum, sem kommúnistar settu á oddinn í samningunum um sameiningu Alþýðuflokksins og Kommún- istaflokksins í fyrra, að Alþýðu- flokkurinn og blöð hans tækju skilyrðislausa afstöðu með Sov- ét-Rússlandi og Stalinstjórn- inni. Þetta var eitt af þeim f jór- um aðalskilyrðum kommúnista, sem voru ófrávíkjanleg, en Al- þýðuflokkurinn vildi ekki ganga að. í umræðunum um málið kom það greinilega fram, að þeir Al- þýðuflokksmenn, sem ekki vildu ganga að þessari kröfu komm- únista, álitu það hreinasta bjálfaskap og um leið stór- hættulegt, ef flokkur verka- manna á íslandi ætti að fara að taka ábyrgð á og verja allar gerðir rússnesku stjórnarinnar eða einhverrar annarrar stjórn- ar í útlöndum, og þeir bentu á, að það væru aðeins kommún- istaflokkar undir rússneskri yf- irstjórn, sem slíkt gerðu, en Al- þýðuflokkarnir væru. alls staðar óháðir og ekki stjórnað af öðr- um en meðlimum sínum, al- þýðufólkinu. En svo voru aftur aðrir menn, sem töldu sig til Alþýðuflokks- ins, svo sem Héðinn Valdimars- son, sem svöruðu því til — og tóku upp rök kommúnista — að Rússland væri föðurland alls verkalýðs og sá varnarmúr lýð- ræðisins, sem ofbeldi og naz- ismi myndu brotna á. Og eins og til að undirstrika þessi orð skrifaði Einar Olgeirsson marg- ar greinar og stórar í blað kom- múnista, þar sem hann benti á, að ísland og allar lýðræðisþjóð- ir ættu að leita stuðnings og verndar undir hinum stóra og skjólgóða væng Stalins! Alþýðuflokkurinn bar gæfu til þess að verða áfram sjálf- stæður flokkur, en úr flokkn- um fóru nokkrir menn, sem völdu þá leið að skuldbinda sig til að verja gerðir Stalinstjórn- arinnar í einu og öllu, og nú höfum við séð daglega í blaði kommúnista, Þjóðviljanum, hvernig þeim hefir tekizt þetta hlutverk. Þarna rembast þeir eins og rjúpan við staurinn við að verja hinn illa málstað Hit- lers og Stalins, sem alþýðan í landinu og allir sannir lýðræð- isvinir horfa á með fyrirlitn- ingu. Það er ólíklegt, að kommún- istaflokknum haldist lengi á þeim mönnum eftir þetta, sem hingað til hafa fylgt honum í þeirri trú, að hann væri sá flokkur, sem öruggastur væri til sóknar og varnar fyrir verka- lýðinn gegn nazismanum. Því að aldrei hefir nokkur flokkur svikið svo smánarlega stefnu sína eins og kommúnistaflokk- urinn, síðan hann tók að sér að verja svik sovétstjórnarinnar við lýðræðisríkin og bandalag hennar við Hitler og þýzka naz- ismann. Verkamaður. Kartðflor, 30 aiara kg. Gulrófur, 30 aura kgu Rabarbari, 31 aura kg. BREKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3570. Morskí kolaskip tfl norgka flotans kér við land? N! KAUPM.HÖFN í gærkv. F.O. QRSK BLÖÐ ræða allmikiÖ i dag þá ráðstöfun islenzkra stjórnarvalda að banna sölu á kolum til -erlendra skipa, nema með sérstöku leyfi. Osloblaðið „Aftenposten“ skrifar um málið á þá leið, að þetta muni geta leitt til þess. að norsk veiðiskip verði að hætta veiðum, áður en þau mundu annars hafa gert. Norskir útgerðarmenn hafa átt með sér fund um málið, og mun það hafa komið til mála að gera út kolaskip til íslands til þess að bæta úr þörfum norska véiði- flotans. Norska stjórnin hefir skipað ne'fnd meö nærri ótakmörkuðu valdi til þess að liafa með hönd- um yfirstjórn á útbýtingu og sölu matvæla og annarra nauð- synja. Norsk verzlunarhús og verzl- unarfélög gefa í dag út áskor- anir til almennings um það að stilla kaupum sínum í hóf, til þess að ekki þurfi til þess að koma, að efnafólkið hrifsi til sín óhóflega mikið af vörum, en fá- tækara fólkið, sem aðeins getur ibeypt lítið í einu, verði að fara varhluta af því. Póstferðir á morgun. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- Öog Flóapóstar, Þingvellir, Þrasta lundur, Hafnarfjörður, Fljátshlíð- arpóstur, Austanpóstur, Akranes, Borgarnes, Snæfellsnesspóstar, Stykkishólmspóstur, Norðanpóst- ur, Dalasýslupóstur. Til Reykja- víkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvellir, Þrasta- lundur, Hafnarfjörður, Meðal- lands- og Kirkjubæjarklausturs- póstar, Akranes, Borgarnes, Norð anpóstar. Hiiaar vinsselo hraðferðir Steindórs til Akureyrar um Akranes erus Frá Reykjavík: Alla mánudaga miðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Aknreyri: Alla mánudaga, fimtudaga laugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Akuroyri er á feif- reiðastiið Oddeyrar, M.s. Fagranes annast sjélelðisia. Nýjar upphitaðar bifreiðar með átvarpl. Allar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. Steindór

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.