Alþýðublaðið - 31.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.08.1939, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 31. ágúst 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ — Fljúgið út í heiminn, og hjálpið ykkur sjálfir! sagði vonda drottningin, — fljúgið sem stórir fuglar — en raddlausir. En hún gat ekki gert þeim svo illt, þótt hún hefði allan hug á því — þeir urðu ellefu yndislegir, viiltir svanir. Með undarlegu gargi flugu þeir út um hallargluggana, yfir hallargarðinn og skóginn. sr?e Svanirnir. í næstu viku kom hún Lísu litlu fyrir uppi í sveit hjá bændafólki, og það leið ekki á löngu, áður en hún sagði kóngínum svo margt ljótt um veslings prinsana, að hann kærði sig ekkert um að sjá þá framar. Það var enn árla morguns, þegar þeir flugu þar fram hjá, sem Lísa systir þeirra lá sof- andi í stofu bóndans. Þeir svifu yfir bænum, teygðu úr löngum hálsunum og blökuðu vængjum, en enginn heyrði þá né sá. Þeir urðu að halda aftur af stað, hátt uppi í skýj- unum, út í víða veröld. Loks flugu þeir inn í stóran, myrkan skóg, sem lá alveg niður að sjávarströnd. Skátar. Skálaferð um næstu helgi. Lagt af stað frá Miklagarði á laugar- daginn kl. 41/2 e. h. Um kvöldið verður afar skemmtilegur varð- eidur. Farmi'ðar seldir í Mikla- garði á föstudagskvöld frá kl. 9 —10. Þess er fastlega vænzt, að allir skátar og róversar, sem eru í bænum, verði með í þessari lokaútilegu félagsins í sumar. Hraðferðlr B. S. A. Mla daga nenia másMidaffa um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- lands, sími 1540. Bifrelðastðð Jtkureyrar. r Utvarpið vikuna sem leið. -----*----- AíNI JÖNSSON FRÁ M0LA flutti sumarþætti, léttur í máli og hressilegur a'ð vanda, og kom víða við, sagði frá ferð sinni um Austur-Skaftafellssýslu í sumar, drap á landnámskenningar Barða Guðmundssonar, benti á söng sem ráð við sjóveiki o. s. frv. Bílsöngvafarganið íslenzka taldi hann stafa frá vondum veg- um og eiga rétt á sér meðan þeir væru ekki gerðir greiðfærari. Ftestum munu þó hafa þótt þau tíðíndi fágætust, er hann sagði af búskaparfyrirætlunum Gunnars bónda Gunnarssonar á Skriðuklaustri. Ég man þá tíð, að mörgum þóttu frásagnir Gunn ars um stórbúskap Örlygs bónda á Borg nokkuð ýkjukenndar. Nú byggir Gunnar sjálfur hús, yfir 1500 fjár á frumbýlingsári sínu, auk einhvers stærsta íbúðarhúss í sveit á Islandi, stórrar rafstöðvar o.s.frv. Hann ætlar sér að fram- kvæma og lifa búskaparævintýri Örlygs bónda í nýjum stíl. Og hver veit nema einkaflugvélin úr „Vikivaka“ verði líka aÖ veru- leika í landnámsstarfi hans. Guðmundur Einarsson mynd- höggvari flutti erindi um fjall- göngur. Hefir námskeið í háfjalla göngum verið haldið hér í sum- ar undir forustu þýzks kennara, vafalaust að miklu leyti fyrir at- beina Guðmundar Einarssonar, semvirðist mikill áhugamaðurum þetta mál, og telur það jafnvel hafa svo mikla hagsmunalega þýðingu," að aukin kunnátta Is- lendinga í háfjallagöngum ætti að geta dregið úr núverandi at- vinnuleysi. Var helzt að skilja, að þetta mætti verða með þeim hætti, að hundruð ungra manna hefðu þá atvinnu, er stundir líða að fylgja „alþjóðaæsku" á ís- lenzk fjöll. — Annars var mikill hluti fyrirlestrarins lýsing á nú- ifma tækni í fjallgöngum, en fæstir hygg ég að hafi verið miklu nær eftir þá lýsingu, enda ekki við því að búast, þótt fram- setning hefði verið skýrari. G. E. talaði um þetta áhugamál sitt áf mikijli fylgni, eins og vera ber, en komst sums staðar ekki sem heppilegast að orði 1 mála- flutningi sínum. T. d. sagði hann að þetta spursmál (þ. e. háfjalla- göngur) væri nú meðal íþrótta- mainna „í brennipunkti tilverunn- air“. Fjallgöngur, skíðagöngur og sund sagði hann að væru í- þróttir „bygg'ðar upp af náttúru- öflunum“. Yfirleitt var máli og málfari fyrirlesarans töluvert á- bóta vant, jafnvel rangur fram- burður á algengum íslenzkum orðum („iljina“ fyrir „ilina" o. fl.) 'Þetta fjallgöngumál hefir a'ó sjálfsögðu margt til síns ágætís, þótt sá, er þetta ritar, hafi ekki mikla trú á hinni hagnýtu hlið þess. Til þess að sýna, hversu furðu- lega ósammála ágætir og þjóð- legir listamenn geta verið um „spursmál í brennipunkti tilver- unnar“ vil ég geta hér sko'ðana annars þjóðkunnugs Guðmundar — skáldsins á Sandi — á þessum efnum. Guðmundur skáld hefir a. m. k. tvivegis í sumar láti'ð í Ijós ótvíræða andúð sína á fjöll- unum og öllu príli upp um þau. í síðari grein sinni kemst hann svo að orði út af útvarpsfyrir- Iestri, er hann hafði sent útvarps- ráði til flutnings um Jónsmessu, en ekki hafði fundið náð fyrir augum ráðsins: „í Peirri íyllingu tímans gerði Steinþór Sigurðsson eindregna tilraun til þess að fara meÖ þjóð vora upp á „ofurhátt fjall“, — þ. e. a. s. upp á öræfi landsins, sem era allrí alþýðu til mikillar bölvunar, því að þaðan kemur sandrok og öskufall og hraun- íeðja og jökulhlaup yfir byggð- irnar. . . . Það fylgdi þessu máli, að höfundur þess hefði undanfarin sumur verið uppi á öræfum, sennilega látlaust. Þetta hét sum- arþáttur.“ He'gi Hjörvar las smásögu eft- ir Johan Falkberget. Væri vel, að skáldskapur hans yrði kunnari hér á landi en verið hefir. Axel Thorsteinsson flutti gott erindi um flóttamannamálin, og ungfrú Ágústa Björnsdóttir fróðlega og skipulega ferðasögu- þætt'i frá Vestfjörðum. Ferðasög- ur, bæði innlendar og erlendar, era jafnan vel þegnar af hlust- endum, og mætti útvarpið gjam- an verða sér úti um meira af slíku efni. En gæta yrði vand- fýsni í vali þess, því að fram- boð yrði sjálfsagt nóg. Um leið og ég býð Sigurð Einarsson velkominn heim úr för sinni til útlanda, þykir mér ástæða til að bera fram að nýju þá ósk margra útvarpshlestenda, sem hér var gerð að umtalsefni, meðain hann var fjarvistum, aðer- lendar fréttir verði fluttar í há- degisútvarpi á sunnudögum eftir- leiöis. Þeir, sem hlusta að stað- aldri á hádegisfréttir, sakna þeirra mjög á sunnudögum, enda ætti fréttatimi sízt að vera styttri þá daga en aðra, þar sem út- varpsnotendur hafa þá yfirleitt bezt næði til að hlusta á þær. Stariskraftar útvarpsins virðast nógir til þess að annast þessar sunnudagsfréttir, en séu einhverj- ir aðrir örðugleikar á töku þeirra eða flutningi, væri fróðlegt að fá að vita, hverjir þeir eru. Ekki er ástæða til að ætla annað en að þessi sanngjarna ósk margra hlustenda fái fljótar og göðar undirtektir. mr. Fundir islenzk-dönsku sambandslaga- nefndarinnar standa nú yfir í Kaupmannahöfn, segir fréttarit- ari Alþýðubl. þar. f fyrradag voru nefndarmennirnir allir í heimsókn hjá konungi. RIDER HAGGARD: | KYNJALANDIÐ Spennandi frá upphafi til enda, 528 bls. í stóru broti. KOSTAR AÐEINS KR. 3,00. Rider Haggard er heimsfrœgur fyrir Afríkusögur sínar. Margir kannast við Náma Salómons og Hvítramannaland, sem báðar hafa komið út á íslenzku. Kynjalandið er ein af beztu sögum Rider Haggards. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8, Rvík. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisntai á Bounty. 57. Karl ísfeld ísleazkaði. Inni í húsinu stóð Hina og tók á móti okkur. Hún breiddi út stórt brekán og lagði á það hvítt klæði. Vehiatua var ekkju- maður. Hann átti systur, sem var eldri en hann og kom nú fram sem fulltrúi ættar hans. Hún hét Tetuanui. Hún breiddi nú klæði yfir hitt klæðið, og náði það yfir helming þess. Þetta táknaði sameiningu hinna tveggja ætta, og okkur Te- hani var þegar í stað skipað að setjast hlið við hlið á klæðið. Báðum megin við okkur var gjöfunum raðað. Því næst vor- um við formlega beðin um að taka á móti þessum gjöfum. Þegar við höfðum gert það, báðu Hina og Tetuanui um pao- niho. Allar innfæddar konur bera slík áhöld. Það er stutt kefli úr gljáfægðu tré, sem hákarlstönn er smellt í. Við há- tíðleg tækifæri var siður að rispa á sér höfuðið með tönninni, svo að blæddi niður yfir andlitið. Meðan áhorfendurnir störðu á þær með aðdáun, sýndu stúlkurnar okkur þann heiður að skera sig í höfuðið, svo að blæddi úr, og óskaði ég, að ég einungis gæti andmælt þessu framferði. Taorni tók þær svo við hönd sér og leiddi þær kringum okkur aftur og aftur, meðan blóðið streymdi við- stöðulaust niður á klæðið. sem við sátum á. Því næst var okk- ur sagt að standa á fætur og ábreiðan, sem blettuð var blóði hinna tveggja fjölskyldna, var með varúð brotin saman og lögð til hliðar. Nóttina áður hafði Vehiatua sent tvo piimato eða fjall- göngumanna sinna upp á fjöllin. Skyldur þessara manna voru arfgengar. Allir höfðingjar höfðu tvo slíka til þess að sækja hauskúpur forfeðra sinna, er þeir þurftu þeirra við til einnar eða annarrar trúarathafnar; en að þeim athöfnum loknum fóru þeir með þær aftur til launfylgsnanna hátt uppi í fjöll- unum, þar sem þær voru örugglega varðveittar gegn van- helgun af óvinahöndum. Hver þessara piimato hafði í báðum höndum stuttan staf með hvössum broddi. Stafirnir v'oru gerðir af „járnviði11. Með aðstoð þessara stafa klifu þeir upp og niður snarbratta hamraveggi, þar sem jafnvel vafnings- viðurinn gat naumast fengið nokkra festu. Hauskúpurnar af forfeðrum Vehiatua áttu að vera vitni að hinum hátíðlegu trúarathöfnum, sem nú áttu fram að fara. Þegar athöfnin við móttöku brúðurinnar í húsi mínu var • afstaðin, héldum við í fylkingu heim að húsi Vehiatua, og þar fór fram nákvæmlega sams konar athöfn. Þetta var til merkis um móttöku mína í hús Tehanis-fjölskyldunnar. Því næst settumst við að hátíðlegu borðhaldi, sem stóð fram á seinni hluta dags. Hinn samkvæmislegi hluti brúðkaupsins var nú afstaðinn. Hinn trúarlegi þáttur þess var eftir. Hann fór fram 1 einka- musteri Vehiatua, á oddanum ekki alllangt frá bústað hans. Presturinn, Taomi, gekk í broddi hinnar hátíðlegu skrúðfylk- ingar. Musterið var rjóður eitt í skugganum af geysiháum banyantrjám, og var rjóðurflötin lögð steinhellum. Öðrum megin rjóðursins gnæfði pyramídi, 30 metra langur og 20 metra breiður. Iiann var með fjórum stöllum 15 metra háum, og á burst hans sá ég fuglsmynd eina skorna af tré. Hitihiti og dóttir hans leiddu mig út í eitt hornið í rjóðrinu, en Te- hani ásamt Vehiatua og öðrum ættingjum settust beint and- spænis mér. Því næst kom gamli presturinn hátíðlega í átt- ina til mín og spurði: — Þú óskar eftir að ganga í hjúskap við þessa konu; mun ást þín ekki kólna? — Nei, svaraði ég. " Þar næst gekk Taomi þangað, sem hin unga brúður mín beið hans, og lagði fyrir hana sömu spurningu. Og þegar hún svaraði neitandi, gaf hann hinum merki, sem þá komu fram frá sætum sínum og breiddu út hið hvíta klæði, þar sem blóði hinna tveggja fjölskyldna hafði verið blandað saman. Nú komu fram fleiri prestar, og báru þeir með lotningu haus- kúpur forfeðra Vehiatua. Voru nokkrar þeirra svo við aldur. að maður hefði getað trúað, að þær myndu hrynja í mola, ef þær væru snertar. Þessi hljóðu vitni að athöfninni voru lögð hvert við annars hlið á hellurnar, svo að hinar tómu augna- tóttir þeirra gætu séð giftingu afkomanda síns. Tehani og mér var nú boðið að setjast á hin blóði roðnu lín, og haldast í hendur. En ættingjarnir hópuðust til beggja handa. Presturinn sneri sér því næst til hinna voldugu höfð- ingja og hermanna, það er að segja til hauskúpna þeirra, sem voru andspænis okkur, nefndi þá hvern fyrir sig með fullu nafni og virðulegum nafnbótum þeirra, kallaði þá til vitnis og bað þá leggja blessun sína yfir samband Tehani við hinn hvíta mann frá landinu handan hafsins. Að þessu loknu sneri Taomi sér til mín. — Þessi kona verður innan skamms eiginkona þín, sagði hann í alvarlegum rómi. — Mundu, að hún er kona og er veik fyrir. Óbreyttur alþýðumaður getur barið konu sína í reiði, en það getur enginn höfðingi. Vertu henni góður og vertu nærgætinn við hana. Hann þagnaði andartak og horfði á mig, síðan sneri hann sér að Tehani og rnælti: — Þessi maður verður innan skamms eiginmaður þinn, Hafðu vald á tungu þinni, þegar þér þykir; vertu þolinmóð; berðu umhyggju fyrir vellíðan hans. Verði hann veikur, þá verður þú að annast hann; ef hann í orustu verður sár, þá verður þú að græða sár hans. Hjónabandið lifir á ástinni. — Hann þagnaði nú aftur, og um leið og hann horfði á okkur bæði, endaði hnan mál sitt með þessum orðum: — E maitai ia mai le mea ra ee na reira orua! Þetta mætti þýða þannig: —„ Það væri dásamlegt, ef þannig gæti farið um ykkur. Hátíðablærinn í orðum og framkomu Taomi hafði svo djúp áhrif á ungu stúlkuna við hljð mína, að hönd hennar skalf í minni, og er ég leit á hana, sá ég að 'tár blikuðu í augum hennar. Presturinn rauf hina djúpu þögn, sem ríkti eftir þess- ar alvarlegu áminningar, með langri bæn til Taaroa, og bað hann að blessa sameiningu okkar og varðveita hin gagnkvæmu kærleiksbönd okkar. Eftir langa stund lauk hann bæn sinni og hrópaði jafnskjótt: — Færið mér tapai! Prestlingur einn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.