Alþýðublaðið - 31.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.08.1939, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 31. ágúst 1939. PHg GAI^LA BlÖ Sönqur móðnrliiiar Áhrlfamikil og hrífandi fög- ur söngmynd. Aðalhlutverkin leika og syngja: Benjamino Gigli og Maria Cebotari. Skólafðtin ðr fatabfiðiODi. SW PAUTC EBÐ ■IHWB—II II lllllll llllllll I I ■ RlMISiMS Sultið tll vetrarins Rabarbari Bláber Krækiber 0,35 kgr. 2,00 1,15 E 1 Súðin austur um land til Siglufjarðar laugardag 2. sept. kl. 9 sd, Pantaðir farseðlar óskast sóttir og flutningi skilað á morgun. Nýtízku-steinhús, með falleg- um bletti nærri miðbænum, óskast keypt. Góð útborgun. Jón Magnússon, Njálsgötu 13 B, heima kl. 6 síðdegis, sími 2252. Opinbert uppboð verður haldið föstudaginn 8- sept. n. k. og hefst pað við Arnarhvol kl. 2 e. h. Verða ]>á seldar bifreiðarnar R. 11, 21, 210, 270, 357, 460, 618, 711, 725, 744, 810, 822, 937, 955, 964, 1000 og 1276. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík. Sultudósir undir 1 kgr. og 5 kgr. Sultuefnið Marmelit Með því er hægt að laga sultu á 10 mín., sem geymist éendanlega. — Pakki, sem nægir í 3 kgr. rabarbara 0,60. G^kaupíélaqi^ verða kallaður, var byggður upp fyrra. Hófst vinna við hann í septembermánuði. í sumar hefir hann verið fullgerður, og hafa tilraunir verið gerðar með hann undanfarna daga — og í dag verður hann tekinn til afnota. Fór vitamálastjóri, Emil Jóns- son, ásamt blaðamönnum austur um hádegi í dag til að opna vit- ann til notkunar. Hinn nýi viti stendur á jafn- sléttu í fjörunni, og fellur sjór að honum 1 stærstu flóðum. Hann er 26 metrar á hæð, mjög fallegur og rammbyggður og sést mjög víða ú.r toppi hans. Það var ekki hægt að koma vit- anum fyrir á hæð. Ljósmagn vitans er 6000 kerti, og er hann miðlungsstór að magni í sam- anburði við aðra vita við strend- ur landsins. Vitinn kostar með öllu upp- kominn um 60 þúsundir króna. Kemur mestur hluti kostnaðar- ins á áætluð vitaútgjöld ársins 1938, þar sem hann var byggð- ur að fullu það ár, en hinn hluti kostnaðarins kemur á þetta f jár- hagsár vitamálanna. En í ár eru útgjöldin til vitabygginga á- ætluð 65 þúsundir króna. Vitavörður verður bóndinn á Baugsstöðum, Páll Gunnarsson, en yfirsmiður hefir verið Sig- urður Pétursson frá Sauðár- króki. Þá hefir verið fullgerður í sumar vitinn á Þrídröngum, en hann hefir enn ekki verið tek- inn til afnota, þar sem ljósa- tækin eru ókomin. Einnig hefir í sumar verið unnið að vita- byggingu á Miðfjarðarskeri í Borgarfirði. Það mun vekja mikla gleði sjófarenda, að viti skuli nú vera kominn á svæðið milli Ölfusár og Þjórsár. Þarna hefir alla tíð verið mikil hætta fyrir skip í dimmviðrum á haustum og vetrum. I DAG SAUMAKLÚBBUR I. O. G. T. Saumafundur á morgun kl. 4 e. h. 1 G.T.-húsinu. Nefndin. Útbreiðið Alþýðublaðið! I. S. f. S. R. R. Snndmeistarsniét í. S. í. fer fram í Sundhöll Reykjavíkur dagana 9., 11. og 13. okt. n.k. Skrifleg þátttökubeiðni sendist undirrituðum með viku fyrirvara. Sundráð Reykjavíkur. Box 546. Vltlnii wi§ Bangsstaði tekinn til afmnta I dag. ........... ♦ -- Vitinn hefirööOO kerta Ijósmagnog næg- ir fyrir svæðið milii Ölfusár og Þjórsár. T^T ÝR VITI við Knarrarós, skammt fyrir vestan Baugsstaði, en þeir eru rétt fyrir austan Stokkseyri, verður tekinn til afnota í dag. Þetta er eini vitinn á svæð- inu frá Selvogi og alla leið austur að Dyrhólaey, nema Vestmannaeyjavitinn, sem kemur þó auðvitað ekki til greina þarna við ströndina. Þarna, fram undan Lofts- staðasandi, Stokkseyri, Eyrar- bakka og Þorlákshöfn (Hafnar berg) er ákaflega hættuleg sigl- ingaleið, og hefði viti þurft að vera kominn þarna fyrir löngu. Hafa fjöldamörg skip far- izt þarna, og er skemmst að minnast brezka togarans. sem fórst milli Stokkseyrar og Eyr arbakka, fram undan Hrauns- árcs, við Gamla-Hraun í hitt eð fyrra. Knarraróssviti, eða Baugs- staðaviti, eirm og hann mun Næturlæknir er Kristján Gríms- son, Bverfisgötu 39, sínú 2845. Næturvörður er í Laugavegs- og tngöilsapóteki. OTVARPIÐ: 19.30 Lesin dagskrá næstu viku. 19,40 Auglýsingar. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Frá Ferðafélagi íslands. 20,25 Hljómplötur: Létt lög. 20.30 Frá útlöndum. 20,55 Otvarpshljómsveitin leikur. (Einleikur á fiðlu: Þórar- inn Guðmundsson). 21.30 Hljómplötur: Dægurlög. 21,50 Fréttaágrip. Dagskráriok. Ungbarnavernd Líknar er opin alla Jrri'öjudaga og fö'studaga frá kl. 3—4. Ráðlegg- íngarstöð fyrir barnshafandi kon- ur opin fyrsta miðvikudag íhverj um mánuði frá kl. 3—4 í Templ- arasundi 3. DANSLEIHUR (eingöngu eldri dansarnir) verður í G.T.-húsinu næstkom- andi laugardag (2, sept) kl. QVz e. h. Áskriftalisti og aðgöngu- miðar frá kl. 2 e. h. á sama stað, Sími 3355. Hljómsveit S. G. T. spilar. Kaupið Alþýðublaðið! Grænmetissalan við Hótel Heklu er flutt á torgið við Stein bryggjuna. Þetta eru viðskipta- vinir mínir beðnir að athuga. Selt frá kl. 8—12 dag hvern. m NÝJA BfÚ Tvífarini Br. Clitterhoise Óvenju spennandi og sér- kennileg sakamálamynd frá Warner Bros. Aðalhlutverkin leika: Edward G. Robinson, Claire Trevor, Humphrey Bogart o. fl. Böm yngri en fá ekki aðgang. 16 ára Auglýsið í Alþýðublaðinu! Fiskveiðafloti Dana vátryoffður stríðshættn. D Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KFIÖFN í mogrun ANSKIR fiskimenn hafa nú vátryggt báta sína gegn stríðshættu, og nema vátrygg- ingargjöldin samtals 2 milljón- um króna. Þar af greiða íiski mennirnir sjálfir fimmta hlut- ann, en ríkið hitt. Danska stjórnin ræddi í dag gengi dönsku krónunnar í sam bandi við fall sterlingspundsins, en Svíþjóð, Noregur og Finn- land hafa nú þegar hætt að skrá gengi sitt eftir sterlingspund- inu. RCSSAR OG ÞJÖÐVERJAR. Frh. af 1. síðu. in hafi, eins og henni sé skylt samkvæmt þýzk-rússneska sátt- málanum, skýrt Rússum frá þeim samningaumleitunum, sem nn fara fram, enda sé þýzk-rúss- neski sáttmálinn þegar kominn til framkvæmda. JÚGÓSLAVIA HLUTLAUS? Frh. af 1. síðu. það, að engin þau deilumál séu uppi meðal Balkanríkjanna sem réttlæti styrjöld. Það er al- menn skoðun manna, að Júgó- slavía sé staðráðin í því að verða hlutlaus í átökum, sem til kynni að koma milli stórvelda álfunn- arr Danskt sfeólasklp í heimsókn hér. Viðtal viö skipstjérann, berra Weber, nm störfin nm borð i slíkum skipnm. DANSKT skólaskip, Fanö, hefir legið hér á höfn- mni undanfarna daga. Er það þriggja mastra skonnorta 220 tonn að stærð með 12 manna áhöfn, þar af 8 nem- endur á aldrinum 16—17 ára. Hitti tíðindamaður Al- þýðublaðsins skipstjóra skonnortunnar, herra Weber, í morgun og átti stutt viðtal við hann. „Það eru nú ekki orðin mörg seglskipin í Danmörku," segir Weber, „og er þetta nú orðið 18 ára gamalt, var byggt í Kaup mannahöfn 1921, en útgerðarfé- lagið, sem við erum frá, á ann- að nokkuð yngra. Er það „Ro- nö“, sem einnig hefir komið til íslands.“ — Er ekki erfitt að sigla seglskipum? „Jú, og strákarnir hérna, þeir fá sannarlega að vinna, og er þetta strangur vinnuskóli fyrir þá, en þeir hafá bara gott af því, og getur komið sér vel fyrir þá, þegar þeir eru orðnir yfirmenn á skipum og eiga að fara að skipa öðrum fyrir verkum.“ — Og þið siglið um öll höf? „Nei, ekki get ég nú sagt það, en víða komum við. Við leggj- um úr höfn 15. apríl og erum flakki fram undir jól, og ganga þá allir strákarnir undir próf Þeir, sem bezt standa sig, eru látnir á stærri skip, en hinir fá að læra betur. En allir una þeir hag sínum vel hér um borð, þrátt fyrir sitt lága kaup, því að fyrstu 3 mán- uðina fá þeir 10 krónur í kaup á mánuði, en svo 20 krónur mánuði og allan tímann frí vinnuföt." — Hafið þið hjálparvél? „Hjálparvél höfum við að vísu, 120 hestafla, en hana spör um við eins og við getum. Við erum ósparir á seglin, því að nemarnir fá nóg af vélunum að segja, þegar þeir fara héðan.1 Það er erfitt að tala við nokkurn mann nú þessa dagana án þess að talið beinist fljótt að Hjartans þakkir fyrir vinarhug, sem mér var sýndur á níræðisafmælinu. Sesselja Guðmundsdóttir. Jarðarför mannsins míns, Ragnars E. Kvaran, landkynnis, fer fram laugardaginn 2. september kl. 2 e. h. frá dómkirkjunni. Þórunn Kvaran, Hér með tilkynnist að móðir okkar, ekkjan Guðlaug Sigurðardóttir, andaðist að heimili sínu, Óðinsgötu 21, 30. ágúst 1939. Jarðar- förin ákveðin síðar, Guðný Guðmundsdóttir. Jóel Guðmundsson. Októvía Guðmundsdóttir, Þorlákur Guðmundsson. FIMTUDAGSDANSKLÚBBURmN. Dansleikur i Alfpýðuhúsinu við Hverfisgðtu í kvöld klukkan 10. HljóDisveit DDdir stjórn Bjaroa Böðvarssouar Aðgöngumiðar á kr. ^ verða seldir frá kl. 7í hvöld. ■■■•ö”# VöruatgreiOslu Raftæk|aeinkasiilunnar verður lokað eftir hádegi fimtudag og föstudag í þessari viku sökum vörutalningar. RaffækjaelDlcasDlB rfkisinso Allt á sama stað Hefi opnað fyrsta flokks hús fyrir bílasmurningu. Allar tegundir bíla smurðar. Allt á sama stað. H.F. Efflill Vilhjálmsson, Laugavegi 118. Sími 1717. ófriðarhættunni, sem nú leggst eins og mara á alla. „Haldið þér, að það verði stríð?“ spyr skipstjórinn. „Ég fyrir mitt leyti er frekar bjart- sýnn,“ heldur hann áfram, „þó að ég seint í gærkveldi hafi. fengið 185 orða skeyti í því til- felli, að stríð brytist út.“ Héðan fer skonnortan að öll- um líkindum til Keflavíkur og Frakklands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.