Alþýðublaðið - 07.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.09.1939, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 7. SEPT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Þegar hún var aftur komin í föt og hafði fléttað hár sitt, fór hún að lindinni og drakk og gekk því næst lengra inn í skóginn, án þess að vita, hvert hún ætti að fara. Hún hugs- aði um bræður sína. Og hún fann eplatré, og þar neytti hún miðdegisverðar. Því næst gekk hún inn í skóginn, þar sem hann var dimmastur. Þar sást enginn fugl og enginn sólargeisli. Þarna var hún svo einmana. -- Og nóttin var dimm. Hún var döpur í bragðiog lagðist til hvíldar. Þá sýndist henni greinarnar sveigjast til hliðar og drottinn horfði á hana blíðlega, og englarnir gægðust yfir axlir hans og undir handarkrika hans. — Þegar hún vaknaði um morguninn, vissi hún ekki, hvort hana hefði dreymt þetta, eða hvort það hefði verið raunveruleiki. Smygl I Keflavík. Sí'ðastli'ðinn sunnudag köm S.s. Bni með 5000 tómar síldartunnur til Keflavíkur, og fundust við til Keflavíkur, og fundust við follskoðun í skipinu 9 flöskur af spíritus, 6 fiöskur af wbisky og 2 kassar af sveskjum. Þessar vör- ur voru ger'ðar upptækar og iriál- ið rannsakað og dæmt í lögreglu- rétti Keflavíkur. Reyndist bryt- inn vera eigandi, og hlaut hann 1580 króna sekt- FÚ. Úíbreiðið Alþýðublaðið! til kaupenda út um land Munið að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. Útvarpið vikuna sem leið. « VALTÝR STEFÁNSSON ritstj. flutti rösklegt erindi um heimsökn og ferðir dönsku blaða- mannanna, sem hingað komu í sumar og, rakti stuttor'ðar um- sagnir peirra um álit sitt á land- inu að ferðalokum. Enginn vafi er á því, að Blaðamannafélagið hefir beitt sér fyrir mikilsverðri landkynningu með heimboði dönsku blaðamannanna, og er gott til þess að vita, að félagið skuli ætla að halda slíkum heim- boðum áfram. Er þess að vænta, að ríkið sjái sér fært að leggja af mörkum nauðsynlega styrki í þessu skyni, þar sem svo mik- ill skilningur er nú vaknaður á gíidi landkynningarinnar, að rík- ið starfrækir skrifstofu til að annast þau mál. — En ætti ríik- ið, eða þessi skrifstofa þess.ekki einmitt að fara svipaðar leiðir í landkynningu sinni og Blaða- mannafélagið hefir gert að þessu sinni, þ. e. að kynna landið þann- ig, að einhverju leyti, að bjóða hingað árlega erlendum manni eða mönnum, sem líklegir væru til að rita um ferðir sínar eftir á af sanngirni og skilningi, og á þann hátt, aÖ það vekti at- hygli? Til þess yrði auðvitað að velja rithöfunda, seni| vinsælir væru og fjöllesnir í heimalandi sínu, og heizt miklu víðar, skáld, blaðamenn, ferðasagnaritara og fræðimenn. Ég get ekki séð, að nein lítillækkun yrði í því fólgin, þótt opinbert væri, að slík heirn- boð væru þáttur í landkynning-. arstarfsemi ríkisins, en allt ylti á því, að hingað yrðu valdir úrvalsmenn einir og rausnarlega (þó ekki of rausnarlega) við þá gert- rfér skulu ekki að þessu sinni bornar fram tillögur um neina sérstaka rithöfunda, en víst er um það, að ein óljúgfróð bók um Island eftir höfund, sem nýtur heimsfrægðar, myndi verða jafndrjúg til landkynningar og þátttaka vor í heimssýningunni í New York, þótt sú ráðstöfun sé auðvitað allrar virðingar og þakka verð. Helgi Hjörvar flutti sumarþætti og dvaldi að vonum einkum við þá yfirvofandi styrjöld, sem nú er orðin að veruleika. Erindi Helga var vel sarnið og vel flutt eins og vænta mátti, en þó myndu ýmsir vinir hans hafa kosið það nokkuð öðruvisi. Hin- ar átakanlegu lýsingar hans á Versala amningunum og meðferð slgurvegananna á Þjöðverjum eft- ir stríðið virtust ekki hafa annan tilgang en afsaka væntanlegt of- beldi af Þýzkalands hálfu nú. Ég vil hvetja þá menn, sem ef til viil hafa hrærzt til aumkvunar með þýzku nazistunum af þessum lestri Helga, að lesa kaflana um. Þýzkaland í bókinni „Vitfirrt ver- öld“ eftir Douglas Reed, frétta- iritara „Times“ í Berlín. Bókþessi nmn koma út í haust á vegum M. F. A. Sannleikurinn er sá, að Ver- sailasamningarnir voru, þrátt fyr- ir alla sína galla, geysistört skref í réttlætisátt um landaskiptingu í Evrópu, þótt árangri þeirra hafi þegar verið spillt vegna yfir- gangs Þýzkalands. Skaðabætum- ar voru að lang mestu leyti látn- ar niður falla, eins og kunnugt er, þótt Þýzkaiand hefði að lík- indum átt eins hægt með að greiða þær og að vigbúa sig, eins og raun er á orðin, til þess að steypa veröldinni í nýja bölv- um eða algera glötun. Og víst er um það, að hefði setulið Banda- manna ekki verið hvatt heim úr Rínarhéruðunum fimm ámm fyrr en ákveðið hafði verið, þá væri engin heimsstyrjöld háð í dag. Ég held, að enga „hvatvísi í dómum“ þurfi til þess, a'ð menn hér á laridi myndi sér sínar á- kveðnu skoðanir á orsökum þeirr ar heimsstyrjaldar, sem nú er skollin á, þótt sjálfsagt sé að gæta varúðar urn að láta þær í ljós á ótilhlýðilegan hátt. SigurðUT Einarsson flutti snjallt erindi um viðhorfið um borð í Gullfossi á heimleið frá Kaup- mannahöfn, er fregnirnar bárust um þýzk-rússneska samninginn „eins óg þjófur úr heiðskíru lofti“. Hins vegar fræddi hann hlustendur íítið um orsakir eða lilgang þessara örlagaþrungnu samninga, enda liggja að sjálf- sög'ðu engin óræk gögn fyrir um það efni ennþá. Um sónötu Hallgrhns Helga- sonar er sá sem þetta ritar því miður ekki dómbær. En hljóm- fróðir rnenn lofa bæði verkið og meðferð meistarans á því. Frú Guðbjöiig Birkis flutti þarí- legt erindi urn hagnýtingu berja, er þyrfti að birtast á prenti sem fyrst- Frú Unnur Bjarklind (Hulda skáldkona) las upp rónr- antíkska sveitasögu („Hreinlífir menn“) og meinlausa. mr. úr Fatabúðinnl. Kaupum tuskur og strigapoka. flST Húsgagnavinnustofan -úga Baldursgötu 30. Sfmi 4166. Auglýsii í Alþýðublaðinu! Hinar vinsælu hraðferðir Steindórs til Akureyrap um Akranes erui Frá Reykjavík: Alla mánudagamiðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudafa, Smtudaga laugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á reiðastöð Oddeyrar, M.s. Fagranes annast sjélelHma. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Allar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. Stelndór CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 63. Karl ísfeld íslenzkaði. Komdu með börnin, Peggy, við Byam skulum líta eftir þeim, meðan þið Tehani rannsakið eyjuna. Við Stewart teygðum makindalega úr okkur 1 skugganum. Dsetur okkar sváfu í vöggum sínum, hreyfðu sig annað slagið, en opnuðu ekki augun. — Byam, hvað álítið þér, að sé orðið af Christian? spurði Stewart. — Stundum dettur mér í hug, að hann hafi framið sjálfsmorð. — Það hefir honum aldrei dottið 1 hug. Hann fann til svo mikillar ábyrgðar gagnvart samsærismönnum sínum, að slíkt er útilokað. — Ef til vill hafið þér á réttu að standa. Þeir hafa þá senni- lega setzt að á einhverri eyjunni. Mér þætti gaman að vita, hvar þeir eru. — Ég hefi oft hugsað um það, svaraði ég. — Það kann að vera, að þeir hafi siglt til Navigator-eyjanna, eða til ein- hverrar kóraleyjarinnar, sem við fórum fram hjá 1 norður- leiðinni. Stewart hristi höfuðið: — Það held ég ekki, sagði hann. — Þeir staðir eru allir of kunnir. Það hljóta að vera fjöl- margar óþekktar, gróðursælar eyjar í hafinu hér umhverfis. Christian hefir áreiðanlega leitað hér að aðsetursstað, þar sem hann hefir mátt vera nokkurn veginn óhultur. Ég svaraði ekki, og lengi lá ég á bakinu með hendurnar undir hnakkanum. Friður og fegurð eyjarinnar hreif mig nrjög. Fyrir utan hinn hvíta kóralboga gáraðist flötur Kyrra- hafsins. Ég leitaði í huganum að grískri setningu, og að lok- um fann ég hana, Sjórinn dökkur sem vín. Stewart talaði við sjálfan sig í hálfum hljóðum: Þetta er tilvalinn staður handa einbúa, hér getur hann látið hugann reika. — Mynduð þér vilja búa hér? spurði ég. — Ef til vill. En ég myndi sakna þess að sjá aldrei' enskan mann. En þér, Byam, sem búið eingöngu meðal hinna inn- fæddu, óskið þér aldrei eftir nærveru manna af yðar eigin kynstofni? Ég hugsaði mig um andartak, áður en ég svaraði: — Nei, þess hefi ég ekki óskað ennþá. Stewart brosti. Þér eruð þegar að hálfu leyti orðinn Tahiti- búi. Enda þótt mér þyki vænt um Peggy, myndi mér leiðast á Matavai, ef Ellison væri þar ekki. Mér er farið að þykja vænt um þann pilt, og hann dvelur hjá okkur tímunum sam- an. Það var hörmulegt, að hann skyldi gerast uppreisnar- maður. — Það er ekkert illt í þeim pilti, sagði ég, — og nú verður hann að sigla burtu ásamt Morrison og eyða því, sem eftir er ævinnar, meðal mannætna á einhverri eyju hér vestur frá. Aðeins vegna þess, að hann gat ekki neitað sér um, að sveifla byssusting við nefið á Bligh. ,,Resolution“ verður hleypt af stokkunum eftir sex vikur, sagði Stewart. — Morrison hefir nærri því gert kraftaverk! Þetta er lítið en laglegt skip og þolir hvaða storm sem er. Konur okkar komu nú aftur, og á eftir þeim kom Tuahu, sem bar angandi blóm, sem þær höfðu bundið r blómvendi. Ég veitti sérstaka athygli blómi með langa anga og dásam- legan ilm. Það var óþekkt á Tahiti og stúlkurnar veltu því fyrir sér, hvað það gæti heitið. — Þetta blóm er algengt á eyjunum vesturfrá, þar sem mannæturnar búá, sagði Tuahu. — Ég sá breiður af þessum blómum á Anæa, þegar ég var þar í fyrra. íbúarnir á Anæa hafa gefið þessu blómi nafn, og það höfurn við líka, en ég man hvorugt. — Tafano, hrópaði Tehani allt í einu. — Já, það er víst nafnið, sagði bróðir hennar, og ég skrif- aði hjá mér nafnið til þess að hafa það með í orðabókinni. Við sóttum matarílátin fyrir stúlkurnar, en því næst vikum við karlmennirnir okkur aísícis, að sið Tahiti-búa, meðan við mötuðumst. Þegar máltíðinni var lokið, og við höfðum öll hreiðrað um okkur í skugga trjánna, sagði Tuahu okkur þjóð- söguna um eyjuna. — Langar ykkur til þess að heyra, hvernig á því stendur, að hér búa engir menn? Það er vegna þess, að það er hættu- legt að dvelja hér á nóttunni, hóf hann máls. — Oft hafa menn reynt að sofa hér til þess að reyna hugrekki sitt, eða vegna þess, að þeir vissu ekki, hvað það er hættulegt að sofa hér. En allir hafa þeir komið til Tahiti að morgni þöglir og niðurbrotnir og þeir hafa eftir á annaðhvort dáið eða brjálazt. Frá því menn fyrst muna hefir komið hingað kona á hverju kvöldi, þegar sól er hnigin. Hún er fegurri en allar aðrar konur undir sólunni, hefir hreimfagra rödd, sítt, fagurt hár og ómót- stæðileg augu. Hún leikur sér að því að tæla mennska menn, en faðmlög hennar gera menn vitskerta. Stewart kinkaði kolli. Hann sleit upp tvö strá, annað langt, en hitt stutt, svo rétti hann þau í áttina til mín, gaf stúlkun- um hornauga og sagði: — Við skulum draga um það, hvor okkar á að dvelja þar í nótt, Tehani greip stráin úr hendi hans. — Þú mátt vera hérna í nótt, ef þú vilt, sagði hún við Stewart, —- en Byam kemur í land. Ég vil ekki láta neinar töfrakonur tæla hann. Stewart sigldi til Matavai daginn eftir þessa skemmtiferð okkar, og fjórir mánuðir liðu, áður en ég sá hann aftur. Þegar ég renni augunum í huganum yfir þennan tíma, þá finnst mér hann ekki lengri en fjórar vikur. Það hefir oft verið sagt —-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.