Alþýðublaðið - 08.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.09.1939, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ FÖSTODAOUR 8. SEPt. 1939. «-------------------------'• ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALÐEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AF6REI® SjL A: ALÞÝBUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4962: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. áít21 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦-------------------------♦ Oengi íslenzku krónnnnar. Éff ITT af þeim m-örgu erfiðu viðfangsefnum, sem stjórn- arvöld landsins ver'öa innan skamms að taka afstöðu til er það, hvernig skrá skuli gengi íslenzku krónunnar meðan á styrj- öldinni stendur, og hvaða tak- maik banka- og peningapólitík þjóðarinnar skuli setja sér. Menn eru yfirleitt sammála um það, að þessum málum hafi í síðasta heimsstríði hvergi nærri verið skipað eins vel og skyldi og að talsvert mikið af erfiðleik- um og öngþveiti stríðstímanna pg ranglæti í skiptingu teknanna á milli einstakra stétta þjóðfé- lagsins, hafi niátt rekja til skakkr ar stefnu í banka- og peninga- málum þjóðanna; á það engu síður við hinar hlutlausu þjóðir en við þær, sem tóku þátt í ófriðnum. Hin óskaplega dýrtíð stríðsár- anna og örbirgð heilla stétta, átti ekki aðeirns rót sína að rekja til vöruþurrðarinnar, heidur staf- aði að talsvert miklu leyti af skakkri stefnu í peningamálum og vantandi skilning á lögmálum -þeim, sem um þau gilda, einnig á stríðstímum. í sjáifu sér þarf þetta engan að furða. Síðasta heimsstyrjöld er einstæð í sögu mannkynsins að fjölda mörgu leyti og reynsl- an hafði þvi ekki kennt mönn- um, hvemig taka bæri á þessum málum, en hún er alitaf öruggasti lærimeistarinn. En nú ríður á að hagnýta sér þann lærdóm, sem fékkst i sið- ustu heimsstyrjöldi svo að ekki þurfi að endurtaka sömu viliuna, þó að vitanlega verði ekki siglt fram hjá öllum skerjum frekar en þá. Eins og kunnugt er, er gengi ísíenzku krónunnar sem stendur með lögum bundið við sterlings- pundið, þannig að 27 islenzkar krónur eru í hverju pundi. Fréttir hafa þegar borizt um það, að ýmsar htutlausar þjóðir, sem áð- ur miðuðu gengi sitt við pundið, hafa horfið frá því. Það má vel vera, að ofsnemmt sé fyrir okk- ur íslendinga að taka slíka á- kvörðun, meðan allt er i óvissu Ineð verzlun okkar við útlönd, sem við eigum meira undir en flestar ef ekki allar aðrar þjóðir, og nneðan ekki verða meiri breyt- ingar á gengi pundsdns heldur en orðið er. En það er rétt að gera sér þegar grein fyrir þvi, hver hætta okkur gæti verið bú- in af því aö festa gengi íslenzku krónunnar við mynt einnar styrj- aldarþjóðarnir. Að visu er mikið undir því komið, hvaða stefnu Bretar sjálf- ir taka upp I peningamálum sín- lun, hvort þeir reyna eða þeim tekst að halda uppi gengi pundsins, þannig að það haldi ekki áfram að falla í hlutfalli við dollar og mynt annarra hlut- lausra þjóða. Fari hins vegar svo, að pundið haldi áfram að falla og stórkostleg verðhækkun verði á Englandi, verður afleiðingin sú, ef við höldum fast við núverandi sterlinggengi og tekst að halda uppi viðskiptunum við útlönd, að verðhækkunin flæðir yfir okk- ur utan frá og dýrtíðin magnast í landinu. Vitanlega koma hér til greina mismunandi hagsmunir neytenda og framleiðenda eins og mönnum mun orðið ljóst af umræðunum um gengismálið nú fyrir skemmstu. Ekki má líta á málið eingön:gu frá sjónarmiði neytand- ans, sem vill hafa verðið sem lægst á neyzluvörum sínum eða framleiðandans, sem vill fá sem hæst verð fyrir framleiðsluvörur sínar. Hér verður að fara bil beggja. Við veröum eftir beztu getu að forðast óhæfilega dýrtíð, en við verðum einnig að skapa framleiðslunni, einnig þeirri sem framleiðir fyrir erlendan markað — ef hægt verður að koma út- flutningsvöxum okkar á erlendan markað — lífvænleg skilyrði, án þess þó að gefa henni óhæfileg- an stríðsgróða á kostnað neyt- endanna, alls almennings í land- inu. Út frá þessu sjónarmiði verður að taka ákvarðanir uni gengi ís- lenzku krónunnar í framtíðinni, þegar viðskiptaástandið, sem stríð ið skapar, fer eitthvað að skýr- ast. Það dugar ekki að láta reka á reiðanum eins og ýmsar hlut- lausar þjóðir gerðu í síðasta stríði. Hin óskaplega 'dýrtið stríðs tímans var án efa að talsverðu leyti að kenna því, hve stefnu- lausar og aðgerðarlausar hinar hlutlausu þjóðir voru í banka- og peningamálunum eða máske öllu heldur því, að þœr voru þess ekki meðvitandi, að þær gætu haft sjálfstæða stefnu í þessuni málum og létu því áhrifin frá verðbólgu styrjaldaraðilanna ná fullum tökum á sér. Það er engin vafi á því — og hefir það Jiegar að nokkru leyti komið í ljós •— a-ð þær þjóðir, sem gera má ráð fýri.r, aö við höfum mest saman við að sælda, Bandaríkin og Norður- lönd, munu, a. m. k. ef þær tíragast ekki inn í stríðið, reyna að forðast verðbólgu striðsþjóð- anna eftir því sem hægt er. Ætt- um við að fylgjast sem bezt með því, hvaða stefnu þessar þjóðir ;taka í peningamálunum, þótt vit- anlega verðum við að taka okk- ar ákvarðanir algeriega sjálf- stætt út frá okkar sérstöku stað- háttum. XXX Kartðflnr, 30 aura kg. Gulrófur, 30 aura kg. Tomatar, 1. fl. 0,75 aura l/2 kg. BREKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3570. Dðnsku kennararnir ferðuðust frá Eyjafjöll- um til Mývatns. FjallagrðS: Hlustuðu á 15 fyrirlestra um ísland. Vi@ seljum í heildsðlu ágæt, hreinsuð fjallagrös. Viðtal við fararstjórann Lars Bækhöj skólastjéra. Samband isl. Samvinnufélaga Sfmi 1080 •• Ororkubætur. Umsóknum um ororkubætur á fiessu ári sé skilað hingað á skrifstofuna fyrir lok pessa mánaðar. Eyðuhlðð fyrir umsóknir I ofan* greinda átt fást hér á skrifstof- unni, og elnnlg í Soodtemplara- húsinu, par sem umsækjendum, peim er pess éska, verður veitt aðstoð til að fylla út eyðublððin frá kl. 2—5 e. h. hvern virkan dag. Nýir umsækjendar um cirorku- bætnr verða að láta fæðingar* vottorð svo og vottorð hér- aðslæknis um heilsufar sitt fylgja umsókn sinni. En peir umsækjendur, sem lðgðu fram vottorð héraðslæknis nm heilsu~ far sitt með umséknum sínum 1938, eiga að láta héraðslækni athuga heilsufar sitt nú. Allir umsækjendur verða sjúlfir að borga kostnað pann, sem læknisskoðunin kann að hafa í fðr með sér. Borgarstjérinn í Reykjavik, 5. sept. 1939. Pétur HaUdérsson. ELLILA.UN Umsóknum um ellilaun á pessu úri sé skiiað hingað ú skrifstof- una fyrir lok pessa mán» aðar. Eyðuhloð fyrir umsóknir i ofan- greinda átt fást hér á skrifstof* unni, og einnig i ©oodtemplara« húsinu, par sem umsækjendum, peim er pess óska, verður veitt aðstoð til að fylla út eyðublððin frá klukkan 2 — 5 eftir hádegi hvern virkan dag. Nýir umsækj" endur verða að ftáta fæðingar»> vottorð fylgja umsókn sinni. Borgarstjórinn í Reykjavik, 5. sept. 1939. Pétur Halldórsson. ararnir, sem verið hafa hér á landi um hálfsmánaðartíma, eru nú að kveðja Island. Fóru 30 þeirra með Lyru í gærkveldi, en hinir 29 fara með fyrstu ferð til Kaup- mannahafnar. Átti Alþýðublaðið viðtal við fararstjóra hinna dönsku kennara, Lars Bækhöj skóla- stjóra, um dvölina hér. „Við komum hingað til að læra,“ segir Bækhöj, „og vildum við kynnast íslandi og íslenzk- um atvinnuháttum sem bezt, og ég held, að okkur hafi tekizt það, að svo miklu leyti, sem það er unnt í hálfsmánaðardvöl. Við höfum líka haft nóg að gera. Fyrst í vikunámsskeiði á Laug- arvatni, þar sem við hlustuðum á alls 15 ágæta fyrirlestra, og svo ferðalög um Suður- og Norðurland.“ — Og hvernig hefir ykkur svo líkað dvölin hér? „Ég get ekki nógsamlega lof- að alla þá, er stutt hafa að því að gera dvölina hér sem á- nægjulegasta. Við höfum hlust- að á fræðandi fyrirlestra og skoðað ýmsa af fegurstu stöðum landsins, svo að við getum ekki verið annað en þakklátir fyrir allt, sem okkur hefir verið veitt hér. Hallgrímur Jónasson kenn- ari hefir verið með okkur allan tímann hér; stjórnaði hann námsskeiðinu á Laugarvatni og sá um öll ferðalög okkar, og á hann sérstaklega miklar þakkir skyldar fyrir allt starf sitt.“ — Þið hafið ferðazt mikið? „Já, já,“ 'segir Bækhöj og byrjar að telja upp alla þá staði, sem þeir kennararnir hafa kom- ið á, og var skemmtilegt að heyra, hversu vel hann bar fram öll hin íslenzku staðanöfn. Kennararnir hafa ferðazt víða um Suðurland og komizt alla leið austur að Eyjafjöllum, en fyrir norðan skoðuðu þeir Ak- ureyri og Mývatnssveitina. í norðurferðinni lentu nokkr- ir þeirra í því ævintýri, að sofa heila nótt í bíl á Holtavörðu- heiði. Lentu kennararnir þar 1 svarta þoku og ljósaútbúnaður bílsins bilaði, svo að þeir urðu að nema staðar og bíða þess að birti, en það var ekki fyrr en undir morgun. „En þeir höfðu bara gaman af því,“ bætir Bæk- höj við söguna, — Þetta er víst í fyrsta skipti, sem danskir lýðháskólakennar- ar koma á námsskeið hér á ís- landi? „Já, en það hafa þó nokkrir komið hingað og ferðazt um landið, þó að það hafi ekki verið í skipulögðum hópum eins og nú. Félagsskapur lýðháskóla- og landbúnaðarskólakennara gengst á hverju sumri fyrir námsskeiðum um eitthvert sér- stakt efni, og er þá ferðazt til staðarins, sem taka á fyrir, og námsskeiðið haldið þar, en nú höfum við flutt okkur frá heimalandinu og haft námsskeið hér á íslandi.“ — Er mikill áhugi fyrir ís- lenzkum málefnum í lýðháskól- unum? „Já, hann hefir alla tíð verið mjög mikill. Eins og þér ef til vill vitið, þá eru dönsku lýðhá- skólarnir nú um 100 ára gaml- ir, og stofnandi þeirra, Grundt- vig, hafði mikið dálæti á ís- lenzku fornsögunum. Hefir andi Grundtvigs alla tíð haldizt í skólunum, en nú í seinni tíð hef- ir áhuginn fyrir hinu nýja ís- landi vaknað.“ — Hefir ferðaáætlun ykkar ekkert breytzt vegna styrjald- arinnar? „Jú, það breytast nú flestir hlutir við slík ósköp. Flestir kennaranna ætluðu að fara heim með Gullfossi, en vegna þess að för hans hefir seinkað og enginn veit hvað lengi, þá reyna nú allir að komast með Lyru í kvöld, en þeir, sem ekki komast með Lyru, verða að bíða eftir Gullfossi eða Drottning- unni. En allir viljum við komast sem fyrst heim og taka upp störf okkar þar.“ Vér þökkum Bækhöj fyrir samtalið og óskum honum og stéttarbræðrum hans góðrar heimferðar. Þegar trúin fer afvega. ■fTlKUBLAÐIÐ „The Christian Century“ er eitt Iiið merk- asta kirkjurit, sem gefi'ð er út í hinum enskumælandi heimi. Ný- lega birtist þar grein eftir Henry W. Crane, er segir þetta: „Hinar stórfelldustu byltingar og ógurlegustu viðbur'ðir, sem átt hafa sér stað í heiminum, hafa átt rætur sínar að rekja á ein- hvern hátt, beint eða óbeinlínis til trúarbragðanna. Fleiri og ótta- legri glæpir hafa verið framdir af mönnum og þjóðum í nafni trúarinnar, en hægt er að ásaka hina vantrúuðu um. Og víst er það, að ein aðalorsök afneitunar og vantrúar er hið mikla böl lélegra trúarbragða. Ekkert er eins óttalegt og afvegaleidd trú“. „Sú staðhæfing, að trúarbrögð yfþdeitt séu blessunarrík, er hin mesta villukenning. Þau eru oft eins vond og þau eru góð. Þau geta lýst og hitað, eins og raf- magnið, og gefið kraft, en þau geta líka biennt, blindað og eyði- lagt. Á hvom veginn sem trúar- lífið fellur, er það ógurlegt afl. Þegar trúin stendur á bak við vissan hugsunarhátt manna eða athafnir, þá er sem þaö verði vilji guðs. Sé það svo sett í samband við grimmd og vondar gerðir, þá verða afleiðingarnar skelfilegar. Eins þegar trúin stendur að baki góðum verkum manna og dyggöum, verða af- leiðingamar stórfelldar á þann veg. Trúin getur engu síður Steypt í glötun, en frelsað. Al- veg eins og á dögum Krists, er vantrú og afneitun á trúar- brögðum ekki aðal vandamálið á þessu sviÖi nú á dögum, held- ur liitt, hvernig hægt er að efla göfuga og háleita, siðbætandi og skapandi trú gegn hinni lélegu, neikvæðu og fátæklegu trú, sem ekki samræmist sönnu siðgæði. Það var ekki vantrúin, sem kross- festi Krist. Það var sérstök trú. Það vom leiðtogar þeirrar trú- ar (ofstækistrúar), sem komu því til vegar, að hann var líflátinn, en ekki guðsafneitarar og van- trúarmenn. Þannig er það enn þann dag í dag. Það eru ekki hinir vantrúuðu, heldur viss teg- und trúaðra, já, sjálfkjörnir „trú- aðir“, sem krossfesta guðs son að nýju og vanvirða nafn hans á meöal manna“. Pétur Sigurðsson íslenzkaði. Kappleikurinn milli S iipvátryggingarf élagsius og Ti^ggingarstofnunar ríkisins fór þannig, a'ð Sjóvátryggingar* félagið vann með 2 :0. Áheit á Stranðarkirkju: 5.00 frá Þ. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.