Alþýðublaðið - 13.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.09.1939, Blaðsíða 2
Samanburður Tímans. Fyrir nokkru birti Tíminn sam- anburð á meistaramótum Noregs og íslands. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að við stöndum Norð- mönnum langt að baki, en þeir standi aftur á móti ekki framar- lega í þessum greinum. Þessi sam- anburður er að mörgu leyti órétt- látur og villandi, eins og síðar verður greint. í fyrstá lagi búa ,.stjörnur“ þær, sem á norska mótinu keppa, við svo miklu betri aðstæður, bæði til æfinga og í atvinnulífinu, þar sem þeim er hjálpað, að ekki er sam- bærilegt. Tökum dæmi um sama: Við ætl- um að bera saman getu tveggja hlaupara og látum annan hlaupa á móti ofsaroki, en hinn á undan því. Mundi Tíminn telja það réttlátan samanburð? En þannig er mismun- urinn í rauninni á íslenzkum í- þróttamönnum, sem eiga við alla hugsanlega erfiðleika að stríða, og norsku íþróttamönnunum, sem allt er gert fyrir. Annað er það, að Norðmenn standa í raun og veru framarlega í frjálsum íþróttum í Evrópu. Ein mitt þetta meistaramót skipaði þeim á bekk næst stórveldunum, Þýzkalandi, Svíþjóð, Finnlandi og Ítalíu. Á þessu sést, að það er mjög ó- réttlátt, að ’bera mót okkar saman við heil lönd, sem hafa allt, sem okkur vantar, fjölda að velja úr, aðstæður góðar, keppni við erlend ríki o. s. frv. Vilji einhverjir endi- lega hafa þá mikilmennsku í frammi, þá ber þeim að taka til greina fjölda, aðstæður og sam- bönd. Annan samanburð mátti gera og miklu sanngjarnari. Það var að at- huga afrek íþróttamanna í Norður- Noregi og bera þau saman við okk- ar manna. Norður-Norðmenn búa að öllum líkindum við sömu erfið- leika og íslenzkir íþróttamenn, og eru sennilega töluvert fjölmennari. Sá samanburður sýnir, að við stöndum þeim í engu að baki. Hér fara á eftir árangrar, sem íþróttamenn N.-Noregi náðu í keppni við N.-Svíþjóð: 106 m. Öiesvold 11,2, Leifseth 11,3. Hér yrði keppni milli þessara og Sveins Ingvarssonar, sem náði IÞROTTIR þó, vegna regnþungra brauta, ekki betri tíma en 11,6 á meistaramót- inu. 400 m. Leifseth 52,2, Bö 54,7. Hér yrði enn keppni milli Sveins, Sigurgeirs Ársælssonar og Norð- mannsins. 1500 m. Kvamme 4:23,4, Jovik 4:25,2. Hér eigum við Sigurgeir og Ólaf Símonarson báða betri með 4:11,0 og 4:19,1. 5000 m. Hagen 16:37,4, Aas 17:01,6. Sigurgeir er sýnilega betri en Hagen, en Ólafur gæfi Aas harða keppni. Sigurgeir hefir feng- ið 16:06,4, en Ólafur 17:04,2 mín. Hástökk: Wormdahl 1,75 m. Sörbö 1,65. Þetta eru sömu hæð- irnar og Sig. Sigurðsson og Krist- ján Vattnes náðu á meistaramót- inu. Stangarstökk: Wormdahl 3,45, Skar 3,10 m. Við eigum Þorstein Magnússon og Hallstein Hinriks- son, sem hafa stokkið 3,22 og 3.20 í ár. Langstökk: Sörbö 6,32, Leifseth 6,15. Jóhann Bernhard (ekki Hin- riksson, eins og Tíminn sagði) hef- ir stokkið 6,38 í ár og Sigurður Sigurðsson 6,30. Kúluvarp: Sundal 13,48, Olsen 13,03. Sigurður Finnsson kastaði á meistaramótinu 13,14, en hefir kastað lengst 13,15. Kristján Vatt- nes hefir kastað 13,29 í ár, en náði 13,05 á meistaramótinu. Spjótkast: Henriksen 52,91, Has- selberg 49,52. í ár hafa náðst bezt- ir árangrar 47,93 af Ingvari Ólafs- syni og 46,08 af Anton B. Björns- syni. Tveir okkar beztu spjótkast- arar, Vattnes og Jens Magnússon, eru báðir meiddir í handlegg í ár, en byrja að líkindum að kasta aftur í vor. Þeir hafa báðir kastað yfir 50 m. Kringlukast: Meidell 41,75, Ol- sen 40,09. Vattnes náði á meist- aramótinu 41,06, en hefir kastað lengra í ár. Ólafur Guðmundsson, sem á metið, 43,46, hefir í ár kast- að 36,84, en meiddist um mitt sum- ar. Sleggjukast: Meidell 46,67, Kjæreng 39,25. Vilhjálmur Guð- mundsson kastaði á meistaramót- inu 41,24 m., en Helgi Guðmunds- son 32,26. 1000 m. boðklaup: N.-Noregur 2:06,1. Við eigum tvö félög, sem hlaupa undir 2:10,0 mín., svo að blandað lið myndi ábyggilega hlaupa betur en Norðmennirnir. Eftir þennan samanburð gizka ég á, að Norðmennirnir ynnu lands- kapplik í þessum greinum með 66 stigum gegn 63 (5 — 3 — 2 — 1 stig gefin fyrir 1., 2., 3. og 4. mann). Þessi samanburður er við íþróttamenn, sem hafa svipaðar að- stæður og við, en eru þó af miklu fjölmennari þjóð. Zeus. ERLENDAR FRÉTTIR Finnska meistaramótið. Meistaramót Finnlands í frjáls- íþróttum fór fram á Olympiusta- dion í Helsingfors nýlega. Beztu árangrar urðu: 200 m. grindahlaup: Storskrubb 24,8 sek. (met), Virta 24,8 sek. Hástökk Kalima 1.94 m., af Ur- sin 1,94 m. 200 m.: Tammisto: 21,8 sek. 400 m. grindahlaup: Virta 53,2 sek. (met), Storskrubb 53,8 sek. 5000 m.: Kurki 14:32,2 mín., Pe- kuri 14:32,4 mín., Járvinen 14:40,4 mín. Þrístökk: Rajasaari 15.49 m., IIo- vaara 15,21 m. Stangarstökk: Reinikka 4,00 m., Ládesmáki 3,90 m. 10 000 m.: Máki 30:09,4 mín., Þeir fá makleg málagjöld. í aukaleik, sem Arsenal og Tottenham Hotspur, knatt- spyrnufélögin í Norður-Lond- on, léku nýlega, vildi til at- vik, sem er mjög lærdóms- ríkt fyrir íslenzka knatt- spyrnumenn og knattspyrnu- áhorfendur í seinni leikhelming fékk ArsenaJ vítisspyrnu á Totten- ham. Kirchen skaut, og mark- vörðurinn, Mark, varði skot- ið meistaralega, en lá kyrr nokkur augnablik með knött- inn í höndunum. Áður en hann gat staðið upp eða kom- ið honum frá sér, kom Kirc- hen vaðandi, sýnilega illur yfir að hafa ekki sett mark. Hann rak hnén í brjóst Marks til að koma boltanum inn í markið, en Mark missti ekki boltann — heldur and- ann. Dómarinn dæmdi auka- spyrnu og jafnóðum hófust kröftug óp frá áhorfendum, sem lýstu með því vanþókn- un sinni á verki Kirchén’s. „Buh, buh!“ æptu þeir. Það, sem eftir var leiksins, mátti Kirchen varla snerta knött- ;; inn, því að þá skall óveðrið á aftur. Hinar 40 þúsundir hegndu honum fyrir óheiðar- legan leik. Allir með, áhang- endur og andstæðingar, æptu af öllum mætti: „Buh!“ Það borgar sig ekki að leika óheiðarlega í Englandi. Salminen 30:46,6 mín., Isohollo 30:47,7 mín. Spjótkast: Nikkainen 72,66 m., Járvinen 70,51 m. N. Nicklén. Fyrir skömmu var haldið í- þróttamót í Stokkhólmi, þar sem þátttakendur voru starfsmenn á hótelum í Stokkhólmi, Oslo og Helsinki. Athyglisverðasti árang- urinn var í hástökki, þar sem N. Nicklén frá Helsinki stökk 2,00 m. Hann er aðeins 1,74 m. á hæð og vinnur við fatageymslu á einhverju hótelinu í Olympíuborginni tilvon- andi. Lou Ambers sigraði Henry Arxnstrong. Lou Ambers hefir nú unnið aft- ur heimsmeistaratitilinn í léttvigt með því að sigra Henry Armstrong. Bardaginn fór frani á Yankee Sta- dion, New York, í viðurvist 30 000 ■ áhorfenda. Ambers vann 7 lotur, en Armstrong 3. Hinar 5 voru al- veg jafnar, Jarvinen, í Viborg kastaði Matti Járvinen spjóti 76,48 m. Er það bezti árang- ur í þeirri grein í ár. Stríðið og íþróttirnar. Margir munu þeir, sem hyggja, að styrjöldin sé drepandi fyrir allt íþróttalíf í heiminum. Eins og gef- ur að skilja, stöðvast allar íþróttir í stríðslöndunum, þar eð allir ungir menn verða að fara í herinn. En i hlutlausum löndum, mun styrjöld- in sáralitla þýðingu hafa, nema um hungursneyð eða alvarlegan skort sé að ræða. í heimsstyrjöld- inni 1914—1918 var þróttalífið í fullu fjöri í löndum eins og Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Bandaríkjunum framan af. En hér á íslandi var lítið líf í þeim, í það minnsta hin síðari ár. íslenzkir íþróttamenn eiga að setja sér það mark, að vinna ís- lenzkar íþróttir upp og auka áhug- ann á þeim. Hvílíkur samanburð- ur á íslenzka æskumanninum, sem er að stunda íþróttir sínar, meðan þýzki, tékkneski, franski, enski eða pólski æskumaðurinn liggur í skotgröfunum og býst við dauða sínum þá og þegar! Og svo eftir stríðið: Hvarvetna á íslandi hraust sál í haustum líkama, en í stríðslöndunum úttaugaðir her- menn, sem hafa glatað lífi sínu! Gullhamrar, sem geta orðið að veruleika. Útbreiðið Alþýðublaðið! Svanirnir. Þá gekk Lísa upp á ströndina og sig bak við runna. Svanirnir settust nalægt henni og vængjuðu sig. — Um leið og sólin rann í sæ, svanahamirnir og eftir stóðu ellefu fallegir drengir. Það voru bræður Lísu. fellu Hún -rak upp hátt hljóð, því að þótt þeir hefðu breytzt mikið, þekkti hún þá samt, og hún hljóp til þeirra, og þeir urðu frá sér numdir af gleði, þegar þeir sáu systur sína, sem nú var orðin stór og falleg. Þeir hlógu og grétu, og brátt skildu þau, hve vond stjúpa þeirra hafði verið við þau. (MAJULTgg NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsiaiti á Eounty. 68. Karl ísfeld íslenzkaði. ingu þá, sem þér verðskuldið. En viljið þér nú, eða viljið þér ekki, segja mér, hvar Bounty er? — Ég hefi sagt yður allt, sem ég veit, skipstjóri. Ég mun áreiðanlega finna Bounty og alla, sem fóru með skipinu, það megið þér vera viss um. Og yður er alveg ár- angurslaust að reyna að hylma yfir með þeim. Ég var svo reiður, að ég gat ekki svarað. Allan þann tíma, sem liðinn var frá því uppreisnin var gerð, hafði mér ekki dottið í hug, að ég yrði álitinn einn af uppreisnarmönnum. Enda þótt ég hefði ekki haft færi á því að tala við Bligh morg- uninn, sem uppreisnin var gerð, vissu bæði Nelson og fleiri af þeim, sem fóru í skipsbátinn, að ég var ekki meðal upp- reísnarmanna. Og ég hafði álitið sjálfsagt, að Bligh væri þetta kunnugt, og mér var óskiljanlegt, hvernig á því stóð, að ég hafði verið settur á svarta listann meðal uppreisnarmanna. Mig langaði til þess að vita, hvernig Bligh hefði gengið ferða- lagið heim, og hversu margir hefðu komizt með honum, en Edward vildi ekki leyfa mér að spyrja. — Það eruð þér, sem á að spyrja, en ekki ég, sagði hann. — Þér neitið ennþá að segja mér, hvar Christian er? — Ég veit ekki meira um það en þér, skipstjóri, svaraði ég. Hann sneri sér að liðsforingjanum. — Herra Parkin, farið með þennan mann undir þiljur og sjéið um það, að hann nái ekki sambandi við nokkurn mann. Bíðið andartak. Biðjið herra Hayward að koma hingað inn. Ég varð undrandi, þegar ég heyrði nafn Haywards nefnt. Skömmu seinna var hurðin opnuð og Thomas Hayward, fyrr- um káetufélagi minn, kom inn. Ég gleymdi hlekkjunum og gekk fram til þess að heilsa honum, en hann horfði á mig með hinni mestu fyrirlitningu og hélt höndunum fyrir aftan bakið. — Þekkið þér þennan náunga, herra Haywai’d? — Já, skipstjóri. Það er Roger Byam, fyrrum liðsforingja- efni á Bounty. — Þökk fyrir, sagði Edwards. Hayward horfði á mig kulda- lega og fór. Verðirnir fóru með mig inn í klefa, sem bersýni- lega var ætlaður föngum. Það var hræðileg hola og megnasti óþefur þar inni. Nú fékk ég bönd bæði um hendur og fætur, og tveir varðmenn stóðu við dyrnar. Um klukkutíma seinna var komið með Coleman og Skinner, og þeir voru lagðir í bönd. Eng- inn fékk að koma til okkar, nema varðmaðurinn, sem feérði okkur matinn, og honum var stranglega bannað að tala við okkur og við máttum ekki heldur tala hver við annan. Þarna lágum við allan daginn og það leit svo út, sem hann ætlaði aldrei að líða. Og líðan okkar var hin aumkvunarverðasta. XV. HAMILTON LÆKNIR. Næstu fjóra daga hugsuðum við ekki um annað en eymd okkar og niðurlægingu, við Stewart, Coleman og Skinner. Klef- inn, sem við vorum læstir inni í, var hræðileg pestarhola. Og þar sem skipið lá við akkeri 1 Suðurhöíum, var hitinn og óþef- urinn óþolandi. Varðmennirnir skiptust á annan hvorn klukku- tíma, og ég minnist þess, hversu varðmennirnir, sem voru leystir af verði, voru fegnir því að geta farið upp á þiljur og fengið sér svalandi loft. Við fengum mat kvölds og morgna. Á þann eina hátt gátum við greint nótt frá degi, því að enginn sólargeisli gat skinið á okkur. Það eina, sem við fengum að borða, var saltkjötið og harða brauðið, sem skipverjar höfðu komið með alla leið frá Englandi. Við fengum aldrei að bragða nýtt kjöt eða grænmeti, sem þeir höfðu þó nóg af, eftir að þeir komu til Tahiti. Samt sem áður langaði okkur svo mikið til þess að fá að koma út undir ferskt loft, að við gleymdum matarraunum okkar. Við gátum aðeins risið á fætur og gengið eitt skref. Lengra náðu böndin ekki. Fimmta morguninn, sem við vorum þar í böndum, kom lið- þjálfinn inn til okkar með fjölmenna varðsveit. Fætur mínir voru leystir, og ég var leiddur upp stigann, aftur eftir þiljunum og inn í klefa stjórnborðsmegin. Þetta var klefi læknisins og læknirinn sjálfur, sem hét Hamilton, beið þar eftir mér. Hann sendi varðmennina burtu. Þegar hann sá, að ég hafði handjárn, kallaði hann á liðþjálfann og bað hann að leysa hendur mínar. Maðurinn hafði litla löngun til þess. — Parkins liðsforingi skipaði svo fyrir......... — Þvættingur, greip læknirinn fram í. — Leysið hendur hans. Ég ábyrgist. Því næst var ég leystur, og liðþjálfinn fór út. Læknirinn snéri lyklinum í skránni og brosti. — Ég er ekki hræddur um, að þér flýið, herra Byam, sagði hann, en ég vil ekki, að við séum truflaðir. Fáið yður sæti. Hann var karlmannlegur maður, um fertugsaldur,, hafði viðfeldna rödd og kurteis í framkomu. Hann virtist vera ó- venju vel hæfur skipslæknir. Ég settist á fatakistuna og beið, — Fyrst, sagði hann — vildi ég fá að frátta eitthvað af

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.