Alþýðublaðið - 13.09.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.09.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN KX. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGUR 13. sept. 1939. 210. TÖLUBLAÐ. Frakkar é umkrinoja Saarbriícken Herflutningar Breta til Frakk- lands halda áfram dag og nótt Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. 'E, RAKKAR halda jafnt og þétt áfram sókn sinni á svæð- •*¦ inu frá Saarbrucken til Forbach, og er fullyrt, að þeir séu nú í þann veginn að umkringja Saarbriicken, en hún er stærsta iðnaðarborg Saarhéraðsins. Frönsku herforingjarnir eru taldir vera þeirrar skoð- unar, að víggirðingar Þjóðverja, hin svonefnda Siegfried- lína, sé veikust fyrir á þessum slóðum, og er því búizt við stærri tíðindum þaðan innan skamms. Brezkar hersveitir taka nú þátt í bardögunum, og vörp- uðu brezkar flugvélar í gær sprengjum á járnbrautarlínur Þjóðverja á bak við Siegfriedlínuna. Herflutningar Breta til Frakklands halda áfram nótt og dag, og vekur koma hinna brezku hermanna mikinn fögnuð á Frakklandi. Tilrannlr til aA fi Italii IH með banilamönnum ? Viðræðwr brezka sendiherrans í Róma~ borg og Ciano greif a vekja mikla athygli RÓM í morgun. FÚ. 1T>REZKUM blöðum verður ¦*-* tíðrætt um fund, sem þeir Percy Lorraine, sendiherra Breta í Róm, og Ciano greifi, utanríkismálaráðherra ítala, áttu í fyrra dag, og draga af viðræðum þeirra þá ályktun, að Bretar séu að reyna að fá It- aliu til þess að ganga í lið með bandamönnum. Hins vegar virðist stefna itölsku stjórnar- innar vera sú, að vera sem lengst hlutlaus, í þessu sambandi segir „Po- polo d'Italia" í gær: „Kjörorð okkar er að vinna og þegja. Vér munum halda á- fram okkar mikla starfi. Vér vinnum, byggjum og framleið- um. ítalska þjóðin óskar þess eins, að hún sé látin í friði." Rússar óttast bandalaa Breta og fjrtja. BERLIN í morgun F.Ú. Utanríkismálaráðherra Tyrk- iands hefir verið bdoið að koma 'til Moskva til viðræðna um ýmis utanrikispólitisk efni, og er talið, að hann muni taka þessu boði. Er þetta sett í samband við Frh. á 4. síðu. Ráðhúsið í Saarbriicken, borginni, sem-. mest er barizt um á vesturvígstöðvunum. verjar hafa tekið Lodz aftsir af Þjóðverjum. Eii sékn Þjóðverja fer harðnandi á vf gstSð vununt f Suður^Péllandi. __-------------. ? :'—>------------ Frá fréttaritara Alþýðubiaðsins, Kaupmannahöfn í morgun. EFTIR tveggja sólarhringa látlausar orustur tóku Pól- verjar íðnaðarborgina Lodz, sem er önnur stærsta borg Póllands og liggur miðja vegu milli vesturlandamær- anha og Varsjá, aftur af Þjóðverjum í gær. . Við Varsjá hefir Þjóðverjum ekkert miðað áfram, og Pólverj- ar vinna nú nótt og dag að því að hlaða varnargarða utan um borgina, og haf a svo margir boðið sig fram til þess, að ekki hafa nálægt því allir komizt að, sem vildu. Einu vígstöðvarnar á Póllandi, þar sem sókn Þjóðverja virðist nú miða eitthvað áfram, eru suðurvígstöðvarnar. Þar sækja þeir fram í áttina til Lublin og Lemberg, en eru þó hvergi komnir yfir fljótin Weichsel, San og Dniestr, sem skilja þá frá'þeim borgum. Pólska stjórnin, sem síðustu daga hefir haft aðsetur sitt í Lublin, hefir nú aftur flutt sig, í þetta sinn norður og austur á bóginn, til Brest-Litovsk. 12-15000Þjéðveriar falln ir á PðUandi. t". - r- ¦ - LONDON í gærkv. F.Ú. Fréttaritari fyrir aftan pólsku véglínuna skýrir frá því, að gizk- að sé á, að Þjóðverjar hefí misst 12 til 15 000 menn á vígvöllun- um í Póllandi, flesta seinlustu dagana. 1 fregn frá London er fullyrt, að tala fallinná oor særðra her- manna á Þýzkalandi sé miklu bærri en uppskátt hefír verið látið opinberlega. Er þegar sagð- ur hörgull á læknum og hjúkr-- unarkonum. Flutnmgar særðra manna hafa einnig gengið erfið- Iega, og hafa margir dáið vegna þess, að þeir komust ekki undir lækqishendur. *l fregn frá Vín segir, að allir spítalar og skólar séu fullir af seiirðum mönnum. 17 loftárásir voru gerðar á Varsjá . í - gær. Tvær þýzkar sprengjuflugvélar voru skotnar niður, og féllu þær logandi til jarðar rétt utan við borgina. 1 Lublin gerðu þýzkar flug- vélar mikinn usla, eyðilögðu gamlan sögulegan turn og gaml- ar frægar byggingar. Þjóðverjar halda áfram upp- teknum hætti að gera loftárásir á varnarlausar borgir, til dæmis Brzese, Koweo, Zamas og Sied- fydz. Það hefir vakið athygli, að margir af þeim þýzku flug- mönnum, sem fallið hafa í hend- ur Pólverjum, eru kornungir drengir. I Iregji frá Berlín er sagt, að Göring hafi skipað Himmler, yf- irmann leynilöganeglunnar (Gesta- po), fuílíi úa Fricks innanrikis- ráðherra, með fullu umboði tii þess að koma fiiam fyrir hwns hðnd. Það er staðfest í París, að þýzkur yfirforingi og 20 menn hafi gerzt liðhlaupar úr þýzka hernum á Hunangsvæðinu á vesturvigstöðvunum. Yfirforingirm á að hafa sagt, að ef lögð væri flotbrú yfir Rín myndu þúsundir Þjóðverja koma yfir ána og ganga Frökkum á hönd. Það hefir verið skýrt frá því, að þegar aðvörun var gefin um þflð í gær i París, að loftárás væri í aðsigi, hafi margar þýzkar flugvélar verið knúðar til þess að snúa við og hverfa til Þýzka- lands aftur. Ghamberlain on Lord Chatfield_í París. LONDON í morgun. FÚ. Herforingjaráð Breta og Frakka kom saman á fund í Frakklandi í gær, og tóku þátt í fundinum Chamberlain for- sætisráðherra Breta og Lord Chatfield, landvarnaráðherra Breta. Aðalfulltrúar Frakk- lands voru þeir Daladier for- Frh. á 4. síðu. Matvælaskömmtun hef st nú um land allt um næstu helgi. ----------------»..... Matvælaseðlum verður úthlutað hér í Reykja- vík í barnaskólunum á laugardag og sunnudag. A LLIR HEIMILISFEÐUR í Reykjavík eiga, samkvæmt ±\ nánari auglýsingu, að mæta á laugardag og sunnu- dag í barnaskólum borgarinnar til að taka við skömmtun- arseðlum sínum og gefa skýrslur um matvælabirgðir sínar. Nefnd, sem bæjarráð hefir skipað, hefir umsjón með þessari skömmtun, eins og nefndir í öllum hreppum og 'bæjum landsins. í nefndinni eiga sæti: Kjartan Ólafsson steinsmiður, Ragnhildur Pétursdóttir, Guðmundur Ás- björnsson, Gunnar Thoroddsen og Árni Benediktsson. Skrifstofa nefndarinnar verður í S.R.-húsinu við Tryggva- götu (Ferðaskrifstofan), og opnar hún á mánudag. Skrif- stofustjóri verður dr. Björn Björnsson. Allar nefndir í breppum og bæjum standa undir yfirstjórn ríkisnefndar, en skrifstofustjóri hennar er Sigtryggur Klemenzson lög- fræðingur. Þjéíverjar mæta nú vax- andi mitspyran i SiévaMn. ?-------------------~ ¦ Heil herdeild var afvopnuð, af því að hún vildi ekki berjast gegn Pólverjum. LONDON í morgun. FÚ. IFREGN frá Bratislava í Slóvakíu er sagt frá því, að slóvakisk herdeild, sem senda átti til Póllands, hafi neitað að fara inn í járnbraut- arlest, sem átti að flytja hana þangað, og bæði yfirforingjar herdeildarinnar og undirmenn- irnir neituðu að berjast gegn Pólverjum, Þjóðverjar hafa af- vopnað herdeildina og kyrrsett hermennina í Bratislava. Þýzku yfirvöldin hafa bann- að Slóvökum að fljúga yfir ná- grannahéruðin, þar sem her- mennirnir í loftvarnabyssu- stöðvum Þýzkalands gæti skot- ið þær niður í misgripum, en hin sanna orsök banns þessa er sögð sú, að slóvakiskir flug- menn hafa hver á fætur öðr- um f logið til Póllands og gengið í lið með Pólverjum. í fregn, sem birt er í hol- lenzku blaði, er sagt, að um 10 000 liðhlaupar úr slóvakiska hernum hafi flúið til Ungverja- lands. Þeir hafa verið kyrrsett- ir. Lúðrasv'eit Reykjavíkur spilar ekki á Austurvelli í kvöld vegna forfalla nokkurra spilaranna. Um leið og þessi úthlutun á skömmtunarseðlum fer fram á laugardag og sunnudag, fer fram talning birgða í land- inu, bæði á heimilum og í verzl- unum. Fólk er stranglega áminnt um að fara í einu og öllu eftir reglum í þessu efni, bæði um meðferð skömmtunarseðla og framtalningu á birgðum, því að framtalningin er borin sam- an við skýrslur verzlana. Skömmtunín verður ekki af skornum skammti, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, hvað sem síðar kann að yerða. Hér fara á eftir öll aðalatrið- in úr reglugerð ríkisstjórnar- innar um matvælaskömmtun- ina og birgðatalninguna, og er mjög áríðandi fyrir fólk að kynna sér hana nákvæmlega. Regiuoerðin nm skömmt- unina og birgðatalningar „Frá 18. sept. 1939 að telja er bannað að selja rúgbrauð og hveitibrauð, rúg, rúgmjöl, hveiti, hveitimjöl, hafragrjón, fitflntningsstjðriiin var skipnð í nwgnn. Finnnr Jðnsson er Inll- trni Jliiýðnflokksins. NEFND sú, sem á að hafa á hendi stjórn á öllum út- flutningi frá landinu, var Aip- uð í morgun. I nefndinni eiga sæti Finnur Jónsson alþingismaöur, fuiltrui Alþýðuflokksins, Jón Árnason framkvæmdarsrjóri, fulltrúi Fram sóknarf lokksins og Riohard Thors framkvæmdarstjóri, fulltrúi Sjáif- stæöisflökksins. Enn er ekki fylli- lega ákveðið hvort nefndin verð- ur skipuð 5 mönnum, en það verður ákveðið í dag, og ef svo /verður, er talað um, að þeir Skúli Guðmundsson aiþingismaður og Ólafur Johnsen stórkaupmaður, taki sæti í nefndinni. Nefndin hefir í hyggju að haía skrifstofu sínai í Hafnarhúsinu,<og hélt hún fyrsta fund sinn í <miorg>- un. haframjöl, hrísgrjón, matbaun- ir, bankabygg og aðrar korn- vörur, nema fóðurbygg, hafra og fóðurmais, enn fremur kaffi og sykur, nema gegn seðj.um, sem út eru gefnir að tilhlutun ríkisst j órnarinnar; Ríkisstjórnin sendir ölium hreppsnefndum og bæjar- stjórnum skömmtunarséðla, miðaða við mannf jölda á hverj- um stað, og skulu þær úthluta seðlum til allxa heimila, þann- ig að hverjum heimilismanni sé ætlaður einn seðill. Úthlutun- in fer fram í fyrsta sinn 16. og 17. sept. n.k., á þann hátt, að móttakendur skulu kvaddh" Wn. á i. stia.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.