Alþýðublaðið - 13.09.1939, Síða 1

Alþýðublaðið - 13.09.1939, Síða 1
m AIÞÝÐUBLAÐIÐ EITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGUR 13. sept. 1939. 210. TÖLUBLAÐ. ringja Saarbrtícken Herflutningar Breta til Frakk- lands halda áfram dag og nótt Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. "P RAKKAR halda jafnt og þétt áfram sókn sinni á svæð- A inu frá Saarbriicken til Forbach, og er fullyrt, að þeir séu nú í þann veginn að umkringja Saarbrucken, en hiín er stærsta iðnaðarborg Saarhéraðsins. Frönsku herforingjarnir eru taldir vera þeirrar skoð- unar, að víggirðingar Þjóðverja, hin svonefnda Siegfried- lína, sé veikust fyrir á þessum slóðum, og er því búizt við stærri tíðindum þaðan innan skamms. Brezkar hersveitir taka nú þátt í bardögunum, og vörp- uðu brezkar flugvélar í gær sprengjum á járnbrautarlínur Þjóðverja á bak við Siegfriedlínuna. Herflutningar Breta til Frakklands halda áfram nótt og dag, og vekur koma hinna brezku hermanna mikinn fögnuð á Frakklandi. Ráðhúsið í Saarbrucken, borginni, sem mest er barizt um á vesturvígstöðvunum. Iverjar hafa tekii Mz aftor af hjiiverjnm. Eti sékn ÞJééverja fer harðiftandi á vígstéévunnm i SiiðinvPéllandi. — ------»— Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. EFTIR tveggja sólarhringa látlausar orustur tóku Pól- verjar iðnaðarborgina Lodz, sem er önnur stærsta borg Póllands og liggur miðja vegu milli vesturlandamær- anna og Varsjá, aftur af Þjóðverjum í gær. Við Varsjá hefir Þjóðverjum ekkert miðað áfram, og Pólverj- ar vinna nú nótt og dag að því að hlaða varnargarða utan um borgina, og hafa svo margir boðið sig fram til þess, að ekki hafa nálægt því allir komizt að, sem vildu. Einu vígstöðvarnar á Póllandi, þar sem sókn Þjóðverja virðist nú miða eitthvað áfram, eru suðurvígstöðvarnar. Þar sækja þeir fram í áttina til Lublin og Lemberg, en eru þó hvergi komnir yfir fljótin Weichsel, San og Dniestr, sem skilja þá frá þeim borgum. Pólska stjórnin, sem síðustu daga hefir haft aðsetur sitt í Lublin, hefir nú aftur flutt sig, í þetta sinn norður og austur á bóginn, til Brest-Litovsk. 12-15000 Þjóíverjar falln ir á Péilanði. LONDON í gærkv. F.Ú. Fréttaritari fyrir aftan pólsku véglínuna skýrir frá því, a'ð gizk- að sé á, að Þjóðverjar hefi misst 12 til 15 000 menn á vígvöllun- um í Póllandi, flesta seinustu dagana. 1 'fregn frá London er fullyrt, að tala fallinna osr særðra her- vnanna á Þýzkalandi sé miklu hærri en uppskátt hefir verið láti'ð opinberlega. Er þegar sagð- ur hörgull á læknum og hjúkr- unarkonum. Flutningar særðra tuanna hafa einnig gengið erfið- Iega, og hafa margir dáið vegna þess, að þeir komust ekki undir læknishendur. 1 fregn frá Vin segir, að allir spítalar og skólar séu fullir af síarðum mönnum. 17 loftárásir voru gerðar á Varsjá í gær. Tvær þýzkar sprengjuflugvélar voru skotnar niður, og féllu þær logandi til jarðar rétt utan við borgina. í Lublin gerðu þýzkar flug- vélar mikinn usla, eyðilögðu gamlan sögulegan tum og gaml- ar frægar byggingar. Þjóðverjar halda áfram upp- íeknum hætti að gera loftárásir á varnarlausar borgir, til dæmis Brzese, Koweo, Zamas og Sied- fydz. Það hefir vakið athygli, að margir af þeim þýzku flug- mönnum, sem fallið hafa í hend- ur Pólverjum, eru kornungir drengir. 1 fregn frá Berlín er sagt, að Göring hafi skipað Himmler, yf- irmann leynilögreglunnar (Gesta- po), fulltrúa Fricks innanrikis- ráðherra, með fullu umboði til þess að koma fnam fyrir hams hðnd. Tiirannir til ai fá Italii I lið með Mamönnom ? Viðræður brezka sendiherrans í Róma* borg og Ciano greifa vekja mikla athygli RÓM í morgun. FÚ. ■p* REZKUM blöðum verður tíðrætt um fund, sem þeir Percy Lorraine, sendiherra Breta í Róm, og Ciano greifi, utanríkismálaráðherra ítala, áttu í fyrra dag, og draga af viðræðum þeirra þá ályktun, að Bretar séu að reyna að fá ít- alíu til þess að ganga í lið með bandamönnum. Ilins vegar virðist stefna ítölsku stjórnar- innar vera sú, að vera sem lengst hlutlaus, í þessu sambandi segir „Po- polo d’Italia“ í gær: „Kjörorð okkar er að vinna og þegja. Vér munum halda á- fram okkar mikla starfi. Vér vinnum, byggjum og framleið- um. ítalska þjóðin óskar þess eins, að hún sé látin í friði.“ Rdssar ðttast bandalag Breta og Tyrkja. BERLÍN í morgun F.Ú. Utanríkismálaráðherra Tyrk- (ands hefir verið bdSið að koma til Moskva til viðræðna um ýmis utanríkispólitísk efni, og er talið, að hann muni taka þessu boði. Er þetta sett í samband við Frh. á 4. síðu. Það er staðfest í Paris, að <' þýzkur yfirforingi og 20 menn hafi gerzt liðhlaupar úr þýzka hernum á Hunangsvæðinu á vesturvígstöðvunum. Yfirforinginn á að hafa sagt, að ef lögð væri flotbrú yfir Rín myndu þúsundir Þjóðverja koma yfir ána og ganga Frökkum á hönd. Það hefir verið skýrt frá þvi, að þegar aðvörun var gefin um það í gær i París, að loftárás væri í aðsigi, hafi margar þýzkar flligvélar verið knúðar til þess að snúa við og hverfa til Þýzka- lands aftur. Cbamberlain og Lord Cbatiield i Paris. LONDON í morgun. FÚ. Herforingjaráð Breta og Frakka kom saman á fund í Frakklandi í gær, og tóku þátt í fundinum Chamberlain for- sætisráðherra Breta og Lord Chatfield, landvarnaráðherra Breta. Aðalfulltrúar Frakk- lands voru þeir Daladier for- Frh. á 4. síðu. Matvælaskömmtun hefst nú um land allt umnæstu helgi. ---4---- Matvælaseðlum verður úthlutað hér i Reykja- vik i barnaskólunum á laugardag og sunnudag. A LLIR HEIMILISFEÐUR í Reykjavfk eiga, samkvæml '*"*■ nánari auglýsingu, að mæta á laugardag og sunnu- dag í barnaskólum borgarinnar til að taka við skömmtun- arseðlum sínum og gefa skýrsíur um matvælabirgðir sínar. Nefnd, sem bæjarráð hefir skipað, hefir umsjón með þessari skömmtun, eins og nefndir í öllum hreppum og bæjum landsins. í nefndinni eiga sæti: Kjartan Ólafsson steinsmiður, Ragnhildur Pétursdóttir, Guðmundur Ás- björnsson, Gunnar Thoroddsen og Árni Benediktsson. Skrifstofa nefndarinnar verður í S.R.-húsinu við Tryggva- götu (Ferðaskrifstofan), og opnar hún á mánudag. Skrif- stofustjóri verður dr. Björn Björnsson. Allar nefndir í breppum og bæjum standa undir yfirstjórn ríkisnefndar, en skrifstofustjóri hennar er Sigtryggur Klemenzson lög- fræðingur. ÚtflDtningsstjórnin var skipnð í mnrgnn. finnnr Jónsson er fnll- trúi JUpýMobksins. NEFND sú, sem á að hafa á hendi stjórn á öllum át- DJðAverjar mæta nú vax- andi mótspyrnu i Slóvakiu. .....---- Heil herdeild var afvopnuð, af því að hún vildi ekki berjast gegn Pólverjum. LONDON í morgun. FÚ. IFREGN frá Bratislava í Slóvakíu er sagt frá því, að slóvakisk herdeild, sem senda átti til Póllands, hafi neitað að fara inn í járnbraut- arlest, sem átti að flytja hana þangað, og bæði yfirforingjar herdeildarinnar og undirmenn- irnir neituðu að berjast gegn Pólverjum. Þjóðverjar hafa af- vopnað herdeildina og kyrrsett hermennina í Bratislava. Þýzku yfirvöldin hafa bann- aö Slóvökum að fljúga yfir ná- grannahéruðin, þar sem her- mennirnir í loftvarnabyssu- stöðvum Þýzkalands gæti skot- ið þær niður í misgripum, en hin sanna orsök banns þessa er sögð sú, að slóvakiskir flug- menn hafa hver á fætur öðr- um flogið til Póllands og gengið í lið með Pólverjum. í fregn, sem birt er í hol- lenzku blaði, er sagt, að um 10 000 liðhlaupar úr slóvakiska hernum hafi flúið til Ungverja- lands. Þeir hafa verið kyrrsett- ir. Lúðrasveit Reykjavíkur spilar ekki á Austurvelli kvöld vegna spilaranna. a forfalla nokkurra Um leið og þessi úthlutun á skömmtunarseðlum fer fram á iaugardag og sunnudag, fer fram talning birgða í land- inu, bæði á heimilum og í verzl- unum. Fólk er stranglega áminnt um að fara í einu og öllu eftir reglum í þessu efni, bæði um meðferð skömmtunarseðla og framtalningu á hirgðum, því að framtalningin er borin sam- an við skýrslur verzlana. Skömmtunin verður ekki af skornum skammti, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, hvað sem síðar kann að verða. Hér fara á eftir öll aðalatrið- in úr reglugerð ríkisstjórnar- innar um matvælaskömmtun- ina og birgðatalninguna, og er mjög áríðandi fyrir fólk að kynna sér hana nákvæmlega. Reglugerðin nm sfeðmmt- nnina og birgðatalningar „Frá 18. sept. 1939 að telja er bannað að selja rúgbrauð og hveitibrauð, rúg, rúgmjöl, hveiti, hveitimjöl, hafragrjón, flutningi frá landinu, var uð í morgun. í nefndinni eiga sæti Finnur Jónsson alþingisma'ður, fulltrúi Alþýðuflokksins, Jón Ámason framkvæmdarstjóri, fulltrúi Fram sóknarflokksins og Riohard Thors framkvæmdarstjóri, fulltrúi Sjálf- stæðisflökksins. Enn er ekki fylli- lega ákveðið hvort nefndin verð- ur skipuð 5 mönnum, en það verður ákveðið í dag, og ef svo verður, er talað um, að þeir Skúii Guðmundsson alþingismaður og Ólafur Johnsen stórkaupmaður, talii sæti í nefndinni. Nefndin hefir í hyggju að hafa skrifstofu sina í Hafnarhúsinu, og hélt hún fyrsta fund sinn í 'morg- un. haframjöl, hrísgrjón, matbaun- ir, bankabygg og aðrar korn- vörur, nema fóðurbygg, hafra og fóðurmais, enn fremur kaffi og sykur, nema gegn seðlum, sem út eru gefnir að tilhlutun ríkisst j órnarinnar. Ríkisstjórnin sendir öllum hreppsnefndum og bæjar- stjórnum skömmtunarseðla, miðaða við mannf jölda á hvei'j- um stað, og skulu þær úthluta seðlum til allra heimila, þann- ig að hverjum heimilismanni sé ætlaður einn seðill. Úthlutun- in fer fram í fyrsta sinn 16. og 17. sept. n.k., á þann hátt, að móttakendur skulu kvaddir Vft. i Á.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.