Alþýðublaðið - 13.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.09.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 13. s«pl. 1939. ALÞYÐUBLADID Samnlngiir Stalins vlð Hitler hleypti styrjðldinni af stað. ♦ Rússnesku kommúnistarnir gátu afstýrt henni, en þeir kusu heldur vináttu við nazista og ofurseldu flokksbræð- ur sína og alla alþýðu í Evrópu hörmungum striðsins. ■ ■ ♦ Eftir Finn Jénsson. ♦-------------------------'I ALÞYÐUBLAÐIÐ HITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSS0N. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFSREBDaLA: ALÞÝÐUHÚSINU (iBHgangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 48#«: AfgreiSsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4993: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5921 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMI® J AN «----------------—--------♦ Hinir vonsviknu. ENGIR standa eins von- sviknir í dag, eftir hin ægilegu svik Sovét-Rússlands við friðinn, lýðræðið og verka- lýðshreyfinguna í heiminum, eins og þeir fylgismenn komm- únista, sem í góðri trú hafa látið leiðast af þeim undanfarin ár. Á meðal þeirra eru bæði verkamenn og menntamenn, sem í allri einlægni hafa trúað því, að Sovét-Rússland væri ríki verkalýðsins og höfuðvígi verkalýðshreyfingarinnar, lýð- ræðisins og friðarins í heimin- um. Þeir hafa trúað fagurgala kommúnista um þetta og ekki séð í gegn um moldviðrið, sem þyrlað hefir verið upp til þess að breiða yfir úrkynjun sovét- stjórnarinnar, afturhvarfið frá hugsjónum byltingarinnar og hina vaxandi harðstjóm þar eystra. Þeir hafa látið blekkja sig til þess að trúa því, að þrælkunar- vinnan, sem rússnesku verka- mennirnir hafa verið látnir vinna og gengið hefir undir nafninu Stakhanovvinna, væri fórn frjálsra verkamanna fyrir „uppbyggingu sósíalismans‘.‘. En í raun og veru hafa rússnesku verkamennirnir af einræðis- stjórn Stalins og hinni nýju yf- irstétt hans verið arðrændir á blygðunarlausari hátt en þekkzt hefir í heiminum síðan á fyrstu og verstu tímum auðvaldsins, þegar verkamennirnir voru alls staðar réttlausar verur. Þeir hafa látið blekkjast til þess að trúa því, að gömlu bol- sévikaforingjarnir, Bukharin, Rykov, Pjatakov, Sinoviev, Ka- menev og hvað þeir nú allir hétu, hefðu verið teknir af lífi fyrir svik við málstað verkalýðs- . hreyfingarinnar og sósíalismans og samsæri við þýzka nazism- ann. En í raun og veru lét Stalin skjóta þá alla vegna þess, að þeir voru -í vegi fyrir svikum hans sjálfs og vináttusamningi við Hitler. Þeir hafa látið blekkjast til þess að trúa því, að hin nýja stjórnarskrá Stalins táknaði „fullkomnasta lýðræðið í heim- inum“. En í raun og veru er hún ekkert annað en gríma til þess að hylja blóðuga harð- stjórn, sem ekki stendur um hársbreidd nær lýðræðinu en nazistastjórn Hitlers. Og þeir hafa að endingu látið blekkjast til að trúa því, að Sov- ét-Rússland væri sá múrveggur „rnóti stríði og fasisma11, sem myndi bjarga heimsfriðinum og verða smáþjóðunum örugg vörn gegn öllum yfirgangi þýzka naz- ismans. En þegar á herðir og héimsfriðurinn er beinlínis und- ir því kominn, að Sovét-Rúss- land standi við hlið Englands og Frakklands í baráttunni gegn yfirgangi Þýzkalands, gwir RÚSSAR og Þjóðverjar eru búnir að gera með sér vin- áttusamning, sem næst gengur hreinu hemaðarbandalagi. Þetta gerðist þegar eftir að þeir höfðu gert verzlunarsamning um, að Þjóðverjar lána Rússum 430 mill- ’jón króna virði í ýmiss konar vél- um, en fá í staðinn alls konar nauðsynjar, sem þeir þurfa að kaupa í ófriði, svo sem olíu, benzín, matvæli o. fl. Með verzl- unarsamningnum sömdu Rússar raunverulega við Þjóðverja um að fæða þá í væntanlegri styrj- öld. Sultuiinn verður Þjóðverjum því ekki að falli eins og í sijðasta ófriði, hið kommúnistiska Rúss- land sér um þá hlið styrjaldar- innar. Nazistunum þótti þessi aðstoð ekki nóg, þeir fóm fram ámeira og fengu það. Rétt eftir að geng- ið hafði verið frá verzlunarsamn- ingnum, flaug von Ribbentrop ut- anríkisráðherra til Moskva. Stalin tók við honum opnum örmum. Þeir settust að samningsborðinu strax um kvöldið, og kl. 2 um nóttina vora undirskrifaðir samn- ingar, sem raunveralega sameina nazista og kommúnista. Undirskriftir fóra þegar fram í viðurvist Stalins. Moskva var í tilefni af þessari hátíð skrýdd hakakrossfánum, og von Ribben- trop lét svo um mælt, að nú hefðu þeir Hitler og Stalin inn- siglað vináttu sína. Árangur samninga þeirra, sem kommúnistar gerðu við nazista, var ekki lengi að koma í ljós. Strax, þegar Hitler hafði staðfest Stalin vináttusamning við Hit- ler, lofar honum að taka ekki þátt í neinum samtökum, bein- um eða óbeinum, gegn Þýzka- landi, og gefur honum þar með frjálsar hendur til þess að ráð- ast á Pólland og steypa verka- mönnum og allri alþýðu Evrópu út í blóðbað nýrrar heimsstyrj- aldar. Nú sjá allir þessir menn, hvemig þeir hafa verið sviknir og dregnir á tálar af kommún- istum. Þeir standa í dag uppi áttaviltir og ráðalausir og vita ekki, hvert þeir eiga að snúa sér. Þúsundir verkamaima og menntamanna hafa undanfarnar tvær vikur, sem liðnar eru frá því að vináttusamningur Stalins og Hitlers var undirskrifaður, snúið baki við kommúnistaflokk unum fyrir fullt og allt. En finna þeir leiðina aftur til verkalýðshreyfingarinnar hver í sínu landi? Gera þeir sér það ljóst, að blekking þeirra var í því falin að taka Sovét-Rúss- land fyrir verkalýðshreyfing- una? Að þeir hafa með blindu fylgi við Sovét-Rússl. brugðizt verkalýðshreyfingunni og látið leiða sig hartnær yfir í herbúð- ir nazismans? Ef þeir hafa sið- ferðislegt þrek til þess að gera einu sinni alvarlega upp við sjálfa sig, að endurskoða í full- kominni einlægni afstöðu sína, þá er von til þess, að þeir verði enn þeir liðsmenn verkalýðs- hreyfingarinnar, sem þeir upp- haflega vildu verða. Annars ekki. vináttu sína og Stalins, réðst Ihann inn í Pólland með her sinn. Bretland og Frakkland gátu þá ekki setið hjá lengur, og sunnu- daginn 3. sept. sögðu báðir Þjóð- verjum stríð á hendur. Evrópu- styrjöldin geisar því enn á ný með öllum þeim ögnum, skelfing- um og hörmungum, sem nýtízku hernaður leiðir yfir þjóðirnar. * Þeir, sem hafa hlustað á út- varpið erlendis frá undanfarna daga, hafa margir mátt fyllast undrun. Skömmu síðar gerði Molotov í rússneska þinginu grein fyrir samningmn kommúnista og naz- ista. Ræðu hans var síðar út- varpað á ensku og þýzku frá Moskva. Hann taldi, að Bretar og Frakkar hefðu ekki sent nógu fína menn til Moskva. Þeir hefðu sent þangað undirtyllur úr stjórn- arráðum sínum, alveg umboðs- lausar. Þeir hefðu ætlað að fá Rússa út í stríðið, án þess að vilja lofa þeim nokkrum fríðind- um í staðinn. Rússum og Þjóð- verjum hefðT alltaf vegnað vel, sagði Molotov, þegar þeir hefðu verið vinir, og nú væri vináttan yið hið nazistiska Þýzkaland hinu kommúnistiska Rússlandi fyrir öllu öðra. Samningamir tryggðu Rússum frið og vináttu við Þýzkaland nazistanna. Hin lífsnauðsynlega barátta gegn naz- ismanum var nú alveg gleymd. Og kommúnistamir í rússneska þinginu klöppuðu Molotov lof í lófa, að ræðu hans lokinni. * Daginn eftir hélt hinn nýi dýr- lingur kommúnista, Adolf Hitler, ræðu á þingi nazista í Þýzka- landi. Hann sagðist vilja ,^und- irstrika alla ræðu Molotovs orði til orðs“. Vinátta hins kommún- istiska Rússlands og hins nazist- iska Þýzkalands væri innsigluð með þessum sanmingi. Hitler fór að öllu leyti hinum lofsamlegustu orðum um hinn nýja pólitíska skilning og samúð, sem væri með þessum tveim stefnum og þjóð- um, og fagnaðarlátum áheyrenda hans ætlaði aldrei að linna. Vin- átta kommúnista og nazista virð- ist þannig vera orðin fullkomin. Og til þess að undirstrika þetta enn betur, sendu Rússar fyrir nokkram dögum sérstakan hern- aðarfulltrúa frá Moskva til Ber- línar um Svíþjóð, og Hitler lét sækja hann til Stokkhólms í einkaflugvél sinni. öll hin gamla barátta, allt hið gamla hatur kommúnista á nazistum og naz- ista á kommúnistum er gleymt í í einu vetfangi. Hitler og Stalin sameinast á blóðvelli Evrópu f heimsveldadraumum kúgaranna. Villimennska ófriðarins, helstunur særðra manna, hungur og morð kvenna og bama og sundurtætt- ar, blóði drifnar leifar ástvin- anna, sem berjast á vigvöllunum, eru innsigli og afleiðingar þess- arar nýju vináttu. Og hvar lendir svo þetta allt saman? Er þessi nýi hildarleikur endalok þeirrar menningar, sem frjálslyndir menn hafa öldum saman varið lífi sínu til að efla í Eviópu? Eiga öll andleg og veraldleg verðmæti álfunnar eftir að hverfa í svart- nætti nazismans? Eða verður framsókn þessarar helstefnu stöðvuð með samtökum lýðræð- isríkjanna. Ef til vill verður ekki úr því skorið nerna á löngum tíma, en á meðan líða hundrað milljónir manna hörmungar ó- friðarins. * Kommúnistamir, sem ráðaRúss landi, hafa nokkur undanfarin ár haldið uppi í ræðu og riti hat- i amrnri baráttu gegn nazismanum, og kommúmstamir okkar hafa, eftir venju, hlýtt þeim rækilega. Öll þeirra barátta snérist gegn nazismanum. Nazismahættan var svo mikil, að þeir buðust til að leggja niður allan gamlan f jandskap gegn lýðræðinu og sam leinast í þeirri baráttu öllum lýð- ræðisöflum til vinstri og hægri í öllum löndum í öflugri baráttu gegn nazismadrepsóttinni, sem þeir voru öðram sammála um, að stefndi að því að drepa frelsi og menningu mannkynsins. Kommúnistarnir virtust gripnir heilagri hrifningu í þessari bar- áttu gegn nazistunum. Öll mök við nazistana, þó ekki væri annað en venjuleg kurteisi þjóða í imilli, vora í augum kommúnista glæp- ir og landráð. Vandlæting þeirra umvöndum og fyrirlitning gegn þeim, er gerðu sig seka i slíku, virtist ekki eiga sér nokkur minnstu takmörk. Nazistarnir vora hættulegri ó- vinir í augum kommúnista, en fjandinn sjálfur í augum rétttrú- aðra. Kommúnistar kváðust nú vilja g.eyma öllu sínu gamlahatri á stjómum auðvaldsrikja þeirra, er lúta lýðræðinu, og berjast við hlið' þeirra gegn hinum sameig- inlega fjandmanni. Isamræmi við þessa „nýju línu“ spuröi Einar Olgeirsson rikisstjómina á alþingi í vetur, hvort hún væri ekki enn- þá búin að biðja brezka auðvald- valdið um vernd fyrir yfirgangi þýzkra nazista. Kommúnistar vissu, að einir gátu þeir ekki veitt nazistunum viönám, þeir hrópuðu á hjálp gegn þessum óvættum hvaðanæva að, og loks lögðu þeir sjálfan kommúnista- flokkinn niður og stofnuðu „lýð- ræðis'-flokkinn, „Sameiningar- flokk alþýðu" (sósíalistaflokkinn), tf! þess að geta barizt enn knöft- ugar en áður gegn höfuðóvinin- um, nazistunum, að þeir sögðu. * Úti um allan heim börðu þeir sér á brjóst og sóra og sárt við lögðu, að þeim væri þessi barátta gagn nazismanum fyrir öllu öðra. Hver sá, sem dirfðist að draga einlægni þeirra í efa, var kallað- ur nazistabulla eða öðrum slíkum ónefnum. Þetta nazistahatur þeirra var af ýmsum tekið alvarlega, enda virtist stefna þeirra í utan>- rikismálum vera þannig, að ó- hætt mætti treysta því, að komm- únistar og nazistar væra féndur. Rússar sýndust vilja nálgast lýðræðisríkin, og þess vegna sendu Bretár og Frakkar menn til Rússlands fyrir tveim mánuðum til þess að semja við Rússa. All- ur heimurinn beið milli vonar og ótta eftir þvi, hvemig þessir samningar tækjust. Talið var, að Þjóðverjar myndu ekki þora að stofna til styrjaldar, ef hin fcommúnistiska stjórn Rússlands fengist til að semja við Breta og Frakka. Samningarnir drógust viku eftir viku, og loks sendu Bretar og Frakkar helztu hern- oðarséi-fræðinga sína til Moskva til þess að flýta fyrir samningum. Þá sýndu kommúnistarnir í Rúss- landi skyndilega hið rétta eðli sitt og gerðu í snatri vináttu- og verzlunarsamninga við höfuð- fjandann, nazistana. Þeir höfðu allan tímann haft Breta og Frakka ab ginningarfíflum. Blöð kommúnista úti um allan heim, einnig hér á íslandi, höfðu viku eftir viku heimtað, að samning- um þessum væri hraðað til þess að frelsa heiminn frá hörmung- um stríðsins og undan kúgun nazismans. Það er ekki lengra síðan en 19. þ. m„ að „Þjóð- viljinn“ segir eftir sínu franska flokksblaði „L'Humanité": .„Ef eining sú (helzt?), sem nú er uppi hjá Frökkum og Bretum og þeirra á milli og samningar nást við Sovétríkin, verða þeir Hitler og Mussolini að láta í minni pok- ann, og ekki er óhugsandi, að veldí þeirra verði skammvinnt úr því.“ * En hvað er svo orðið úr allri þessari baráttu kommúnista gegn nazismanum? Ekkert annað en það, að hið kommúnistiska Rúss- land, höfuðvígi kommúnistanna, stjórnað af stjórnendum 3. Inter- nationalen, svíkur á síðustu stundu, snýr baki við lýðræðis- löndunum, gerir vináttusamning við sjálfan höfuðóvinirin og festir hann í sessi, i stað þess að steypa honum af stóli eins og Iiið fra;>fca nálgagn komnvúnista hélt fram, að hægt væri aö gera. Kommúnistar hafa oft talað um svikastarfsemi, en aldrei hefir geipilegri svikastarfsemi verið höfð í frammi gegn frelsi, lýð- ræði og mannréttindum en svik kommúnistanna í Moskva. íyr ÝLEGA hefir verið frá því skýrt, að kirkjumálaráðh. hafi skipað biskup landsins ogvigslu- biskup, séra Friðrik Rafnar, til þess að endurskoða skipun prestakalla og kirkna á landinu. Er þetta nauðsynjamál, því að margt hefir breytzt siðan 1907, að lög um skipun prestakalla voru samin. Vegir og samgöngur hafa stóram batnað eins og kunnugt er. Það getur því ekki talizt nein goðgá, þótt nokkur prestaköll væra sameinuð. Virðist enda brýna nauðsyn bera til þess, þar sem milli 10—20 prestaköll víös vegar á landinu era óveitt, sem engir sækja um, og fáir eða engir guðfræðingar era, sem til mála getur komið, að snúi sér að prestsstöðu. Þótt ég sé mótfallinn hinni miklu samsteypu prestakalla, sem Jör. Brynjólfsson alþingismaður var flutningsmaður að á alþingi fyrir nokkrum árum, dylst mér ekki, að bæði á Suðurlandsundir- lendi, í Mýra- og Boigarfjarðar- sýslum, Húnavatns- og Skaga- fjarbarsýslium og jafnvel víðar, má að ósekju sameina nokkur presta- köll, þar sem samgöngur í þess- um sýslum hafa stórkostlega batnað, móts við það sem áður var.*) Hins vegar tel ég nauðsyn- legt að fjölga kirkjum og prest- jum í Reykjavík, þar sem fólks- fjöldi er orðinn svo mikill og bú- ast má við, að fólki fjölgi enn aö miklum mun, ef allt fer að felldu. Ég vil benda á eitt atriði, sem lítið hefir verið rætt um, það er: hve starfssvið prestsins skuli vera mikið, eða m. ö. o.: hve mannmargt hvert prestakall skuli vera. Það hefir verið talið, að hæfilegt væri, að hver prestur (hefði í mesta lagi 5 þúsund safn- *) Er því eins hægt að þjóna tveim prestaköllum nú sem einu áður. Hvað gei'a nú hinir islenzku flokksbræður þeirra? Halda j>eir áfram að sækja þangað Jínurnar? Verður þeirra næsta „ltna“ sú að afsaka vináttusamninginn v|ð nazistana og binda við nazistana bróðurbönd á sama hátt Ðg flokksbræður þeirra hafa gert í Rússlandí? Siðustu fréttir frá Frakklandí herma, að allir kommúnistar í franska þínginu, nema fjórfr, hafi mótmælt vin- áttusamningi Rússa við Þjóð- verja. Hvað gera nú kommúnist- arnir okkar? Verður þeirra af- staða önnur en þeirra frönsku? Ekki væri það að undra, því að ekki bí'ða þeirra fallbyssukjaftar eða árásir frá flugvélum nazista, knúnum af rússnesku benzini. Á þessu stigi málsins er þó ekki rétt að gera kommúnistum hér óbarfa getsakir. Ýmsir þeirra ha'a fyllt þennan flokk vegna í- myndaðra hugsjóna. Þeir hafa haldið, að frelsun veraldarinnar kæmi frá Rússlandi. Þær vonir eru nú brostnar á hinn hönnuleg- asta hátt. Rússland hefir á ör- lagastundu svikið öll sín loforð og hugsjónir, sem þeir segjast hafa barizt fyrir. Hætt er við, að mörgum fallist hugur við slík vonbrigði og að þau verði til þess, að algert vonleysi komi í stað áhuga. Grundvöllurinn er nú hruninn undan starfsemi kommúnista, hvar sem er í heiminum, ýmsir þeirra munu í vonleysi hætta af- skiptum af þjóðmálum, þeir þróttmeiri og réttsýnni snúa aftur til alþýöuhreyfingarinnar, sem þeir hafa verið klofnir út úr með blekkingarstarfi kommúnista. abarmeðlimi, yngri og eldri, en staðhættir og samgöngur verða þó hér á landi að ráða nokkru um. Þó virðist, að hver prestur ætti ekki aÖ hafa minni söfnuð en 8—10 hundrað manns, því að ekki virðist það vera til að glæða áhuga prestsins í starfinu að hafa mjög lítið að gera, svo að hann leiðist til að gefa sig við óskyld- um störfum. Ungur og áhuga- samur prestur má ekki hafa of lítinn verkahring; það deyfir á- hugann. Þessu hefir ekki verið nógu mikill gaumur gefinn- Prestar eiga að gefa sig sem mest að sínu eiginlega starfi, em- bætti sínu, sem þeir era kallaðir og vígðir til, en sem minnst að öðram óskyldum störfum. Oss er brýn þörf á áhugasömium og vekjandi prestum, sem efla kristi- legt lif í söfnuðunum, en að halda prestaköllunum í sömu skorðum, eins og er, getur naum- ast átt lengur við, og í því út af fyrir sig er engin kristindómsefl- ing eða ábati, enda munu hin smáu og fólksfáu prestaköll, sem nú era, seint verða eftirsótt. Launakjör presta virðast mér vera viðunanleg með síðustu um- bótuni, enda ríkinu naumast hægt áð bjóða hærri launakjör, eins og nú er ástatt. Með sameiningu prestakalla aukast líka aukatekj- ur presta. — Erfiðasta viðfangs- efnið við sameiningu prestakall- anna mun verða það, að þótt þjóðin sé hlynnt sameiningu þeirra, vilja menn ekki láta sam- eina hjá sér. Maigt fleira maetti um þetta rita, en ég læt hér staðar numiö að sinni. Prestur. Síðastliðna viku veiddist nokkuð af kol- krabba á Akureyrarhöfn, og hef- ir hann verið frystur til beitu. F.Ú, Finnur Jónsson. fækkun prestakaUa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.