Alþýðublaðið - 20.09.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.09.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN MIÐVIKUDAGUR 20. sept. 1939 216. TÖLUBLAÐ fflálf undaflokkur hl íýðuflökksins! Æflni í kvold í AI- MðuMsinu 6. taæð. _S?!!iKfih Pólland ris aldrei upp aftur i sömu mynd og fyrir stríðið, segir Hitler. ----------------» , , Fyrir pvi skulu Þýzkaland og Rússland s]áS Ræða Hitlers í Danzig í gær Hitler, þegar hann hélt ræðu sína í þýzka ríkisþinginu þ. 1. september, og lýsti yfir innlimun Danzig í Þýzkaland og árás- inni á Pólland. Kornvðrubirgðir Reybjavik- ur endast í 1-tt mánuð. Kaffi í eitt ár, en sykur í 40 daga. CAMKVÆMT upplýsing- *¦? um frá skömmtunar- skrifstofu ríkisins voru 16. þ. m. birgðir af skömmtunar- vörum í Reykjavík sem hér segir: Hjá heildsölum: 98,6 smál. kaffi, 15,2 smál. sykur, 234,8 smál. hveiti, 9,8 smál. rúgmjöl, 84,1 smál. haframjöl og bygg- grjón, 42 smál. aðrar kornvör- ur. Hjá smásölum: 16,9 smál. kaffi, 61,9 smál. sykur, 101 smál. hveiti, 24,9 smál. rúg- mjöl, 33,5 smál. haframjöl og bygggrjón, 30,1 smál aðrar kornvörur. Birgðir á heimilum: 1,9 smál. kaffi, 29 smál. sykur, 40,6 smál. hveiti, 9,6 smál. rúgmjöl, 13,8 smál. haframjöl og bygggrjón, 8,4 smál. aðrar kornvörur. Hjá iðnfyrirtækjum og bök- urum: 79,6 smál. sykur, 163 smál. hveiti, 57,5 smál. rúg- mjöl. Þegar frá eru teknar birgðir ionfyrirtækja og bakara, þá eru birgðir í verzlunum og á heim- ilum samtals: ' 117,4 smál. kaffi, 101,6 smál. sykur, 376,4 smál. hveiti, 44,3 smál. rúgmjöl, 131,4 smál. hafKamjöl og bygggrjón, 80,5 smál. aðrar kornvörur. Ef miðað er við það, að þess- ar birgðir væru eingöngu af- hentar 'gegn matvælaseðlum til Reykvíkinga, myndu þær end- ast sem hér segir: Hveiti ca. 4 mánuði. Rúgmjöl ca. 1 mánuð. Haframjöl og bygggrjón ca. 3J/2 mánuð. Aðr- ar kornvörur ca. A.V2 mánuð. Kaffi ca. 12 mánuði. Sykur ca. 40 daga. Við þetta er þó það að at- huga, að ekki var við.þessa út- hlutun klippt af matvælaseðl- um Reykvíkinga vegna birgða þeirra á heimilunum. Hins veg- ar er hér ekki tekið tillit til þess, sem aukalega er veitt mat- söluhúsum, gistihúsum, sjúkra- húsum og öðrum slíkum stofn- unum, né heldur rúgmjöls þess, sem heimilt er að nota til sláturgerðar. Með e.s. Brúar- fossi komu til landsins ca. 540 smál. af rúgmjöli, en ekki er vitað, hvernig það skiptist milli landshluta. Esja er væntan- leg á moigun. ¦0" IÐ NÝJA SKIP Skipaútgerð- / *•*• ar rikisins „Esja" er væntan- legt hingað siðdegis á morgun. Skipið er fullfermt af nauðsynja- vörum og öll farrými skipuð. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. TJ" ITLER kom til Danzig í gær klukkan hálf tvö (eftir ís- ¦*• *• lenzkum tíma), og er það í fyrsta skipti, sem hann hefir komið þangað. Kirkjuklukkum var hringt í borginni og mik- ill mannfjöldi hafði safnazt saman undir forystu Forster, leiðtoga nazistaflokksins í Danzig, til þess að fagna „for- ingjanum." Síðar í gær hélt Hitler hálfs annars klukkutíma ræðu fyrir mannfjöldanum. Lýsti hahn því yfir, að Pólland myndi aldrei rísa upp aftur í þeirri mynd, sem það var fyrir styrj- öldina. Fyrir því myndi ekki aðeins Þýzkaland sjá, heldur einnig Rússland. f ræðu sinni sagði Hitler enn ? fremur, að hann hefði engar fyrirætlanir, sem færu í bága við hagsmuni Englands og Frakklands. En afskipti Breta af meginlandi álfunnar hefðu nú verið brotin á bak aftur. Það hefði verið þeim að kenna, að friðsamlegt samkomulag hefði ekki náðst við Pólland og Þýzkaland hefði verið neytt til þess að heyja styrjöld. En nú hefðu Þýzkaland og Rússland komið sér saman um að skapa frið á meginlandi álfunnar. Um ÍUkraine sagði hann í ræðunni, að Þjóðverjar hefðu engar fyrirætlanir um að leggja hana undir sig. Forvexfir hækka í Daomðrkn. Frá fréttaritara Alþý&ublaðsins. KAUPM.HÖFN í morgun. ÞJÓÐBANKINN í Danmorku hækkar forvexti í dag um lo/o eða upp í 41/2%- Samtímis verða útlánsvextir hækkaðir um 1% eða upp í 5 og 51/2 °/». PMverjar verjast enn á Þremur vigstððvam. LONDON í morgun. FÚ. Enda pótt pólska stjórnin sé nú í Rúmeníu, veita pólskar her- Bveitir fjandmönnunum viðnám ftð minnsta kosti á þremur víg- Btöðvum, nefnilega við Bugfljótið norðaustur af Varsjá, við Ltem- berg og á suðurvígstöðvunum. Þjóðverjar segja, að hersveitir Pólverja fyrir vestan Varsjá hafi neyðzt til þess að hörfa undan, en Pólverjar segja hins vegar, að þarna hafi þeim tekizt að reka feeyg inn í víglínu Þjéðverja. Hótun sína um að hlífa Varsjá ekki á nokkurn hátt, hafa Þjóð- verjar enn sem komið er fram- kvæmt aðallega með stðrskota- hríð, að undantekinni loftárás í fyrrinótt. Ýmsar fregnir bárust um það í gær, að Smigly-Ryds marskálkur væri kominn til Lbndon. Sendi- herra Póllands í London neitar, að þessi fregn sé rétt. Hann full- yrðir, að hann sé enn í Pðllandi iog yfirherstjórnin sé i hans hlönd- um. Ávarpi frá brezku þjóðinni var titvarpað til pólsku þjóðarinnar í gærkveldi. Var svo að orði komizt, að enn einu sinni væru Pólverjar merkisberar frelsisins í álfunni, og að brezka þjóðin, bandamenn þeirra, myndi halda baráttunni áfram, þar til Pólverj- ar fengju frelsi sitt og land aftur. Rússneska flotanum í Eystra- saiti fíefir verað skipað að taka upp eftirlit þar. Var þessi á- á 4. síðu. Hefir Gobbels verið fornað? Ekkert heyrzt af honum PARÍS í gærkvöldi. FÚ. "E1 RÁ AMSTERDAM er ¦¦¦ símað, að ferðamenn, sem köma frá Þýzkalandi, skýri frá því, að þar sé um fátt meira talað en dr. Göbbels. Þykir mjög svo einkennilegt, að aldrei skuli til hans heyrast, og geta menn sér til, að honum hafi verið fórnað vegna þýzk-rússn- esku vináttunnar — eins og Lit- vinov, Sumir halda jafnvel, að biiið sé að drepa hann. í útvarpið þýzka átti hann að tala 13. og 14. þessa mánaðar, en ekkert hefir til hans heyrzt. Óíp i Tékkóslóvakiu. LONDON í gærkveldi. FO. I Kaupmannahafnarfregnum er sagt frá uppþotum í Tékkóslóva- kíu. Uppreisnartilraun var gerð í Skodaverksmiðjunum, og þýzka leynilögreglan hefir handtekið margt manna. Ætla menn og, að allmargir uppreisnarsinnar hafi verið teknir af lífi. ¥arnir nauðsynlegar gegn vaxandi dýrtíð. ----------------«---------------- .. , Yíðtækar ráðstafanir gegn at^ vinniileysinn óhjákvæmilegar, ------------;—*.---------------- Fuudarsampykktir Mpíðuílokksfélagsins i gærkveldi ' ¦ ?--------------------------¦¦ FUNDUR Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í gærkveldi var vel sóttur, þrátt fyrir rigninguna. í byrjun fund- arins voru teknir inn 10 nýir félagar. Meðal þeirra voru nokkrir, sem fóru úr Alþýðuflokknum, þegar sundrungin var. Formaður félagsins skýrði frá fyrirkomulagi starfsemirm- ar í vetur — og er ákveðið, að einn fundur skuli haldinn á mánuði, en aukafundir þegar þurfa þykir. Hefir stjórn fé- lagsins þegar skipulagt fjöl- þætt vetrarstarf. Stefán Jóh. Stefánsson hóf umræður um ráðstafanir vegna ófriðarins — hér og erlendis, og Finnur Jónsson flutti erindi um samstarf einræðisherranna í Berlín og Moskva. Var gerður góður rómur að báðum erindunum og sérstak- lega urðu miklar umræður um ófriðarráðstafanirnar hér heima. Að þeim loknum voru sam- þykktar eftirfarandi ályktanir: Varnir gegn dýrtíðinni. „Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur skorar á ríkisstjórn að hlutast til um, að ákvæðum laga um eftirlit með verðlagi verði beitt til hins ítrasta til þess að koma í veg fyrir, að vörur hækki í verði umfram það, sem óhjákvæmilegt er. í þessu sambandi bendir félagið á, að með hækkandi vöruverði virðist eðlilegt að lækka álagn- ingarprosentu verzlana." Atvinnuleysið. „Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur skorar á ríkisstjórn og <N#^#^r^^r^«s#^##^#^##>#^#^#^##^#sr#««'i 1609 stúlknr gera verkfallgegnast- : leitnnm wksíjóra. LONDON í morgun. FÚ. Q EX HUNDRUÐ kon- gerðu ur gerou verkfall í i; eldspytnaverksmiðju einni i; í Manila á Filippseyjum, ' og var ein. aðal ástæðan sú, að einn af verkstjórun- um hafði gerzt ástleitinn við nærri því hverja ein i; ustu af þeim ungu stúlk- um, er þarna unnu. Eitt af aðalskilyrðunum fyrir því, að vinna yrði \ tekin upp aftur, var sú, að að þessum ástleitna for- manni yrði sagt upp. ##^####NPH###s##<####s#####.##s#######l##U Husselini ætlar ekki að fara í strið fyrst um sinn. ? — Hermennirnir hafa fengið heimfarar- leyfi til vínuppskeru og haustsáningar RÓM í morgun. FÚ. ITALSKA stjórnin hefir gef- ið út tilskipun þess efnis, að bændur, sem nú eru í her- þjónustu, skuli fá heimfarar- leyfi um vinnuuppskerutímann og til þess að ganga frá haust- sáningu. Álitið er, að Mussolini hefði ekki gefið mönnum þessum heimfararleyfi, ef hann hefði í kyggju að fara í stríð. ítalía fylgist nú enn nánar en áður með öllu, sem gerist, einkum eftir að líkur fóru að benda til þess, að deilan færi að ná til Dónárdalsins líka. bæjarstjórn að gera þegar allar þær ráðstafanir, sem mögulegar eru, til þess að draga úr at- vinnuleysi því, sem nú er og líkur eru til að fari vaxandi samfara aukinni dýrtíð, og hefja þegar undirbúning að framkvæmdum, sem miði að hvoru tveggja í senn, að auka at vinnuna og draga úr innflutu- ingsþörfinni." Gegn birgðasöfnun. „Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur skorar á ríkisstjórnina að gæta þess vandlega, að settum reglum um skömmtun nauS- synja verði stranglega fram- fylgt og að gera ráðstafanir til þess að rannsaka, hve mikil brögð erú að því, að einstakir menn hafi safnað birgðum a£ skömmtunarvörum eða kolum og að gera allar slíkar óeðlileg- ar birgðir tafarlaust upptækar. Jafnframt skorar félagið á rík- isstjóm að taka þegar upp skömmtun á kolum." Ekki rafmagnshækkun. „Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur skorar á rafmagnsstjórri og bæjarstjórn að hækka eigi verð á rafmagni, þar sem gera má ráð fyrir aukinni sölu raf- Frk. á 4. siðu. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.