Alþýðublaðið - 25.09.1939, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 25.09.1939, Qupperneq 1
ALÞTÐUBLAÐIÐ JBITSTJéRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUE MANUDAGUR 25. SEPT. 1939 220. TÖLUBLAÐ Þjóðverjar skjóta Varsjá i rústir! Stórskotahriðinni hefir ekki linnt síðan á laugardag. ■■4-- Eorgln brennur á hundrað stððum, og margar þúsnndir manna hafa beðfð bana Félagsdémur f dag. Ofbeldisráðstafanir kommónista í Safnarfirði dæmdar ógildar. --------4--------- FÉLAGSDÓMUR kvað í dag kl. 3 upp dóm í Hafnar- fjarðarmálinu, sem mikið hefir verið rætt um. Upphaf þessa máls var það, að kommúnistar og Sjálf- stæðismenn í Verkamánnafélaginu Hlíf samþykktu að reka úr félaginu alla þá verkamenn, sem stofnað höfðu og gerzt félagar í Verkamannafélagi Hafnarfjarðar. Sigmundur Björnsson verkamaður höfðaði mál gegn stjórn Hlífar og krafðist ógildingar á samþykktum félags- ins, Var Guðmundur í. Guðmundsson hæstaréttarmála- flutningsmaður sækjandi í málinu, en Pétur Magnússon verjandi. Félagsdómur var sammála ög dæmdi samþykktir Hlíf- ar frá 26. febrúar og 19. maí um burtrekstur Sigmundar Björnssonar ógildar — og þar með eru burtrekstrarsam- þykktir allra verkamannanna ógildar. Var Hlíf dæmd til að taka Sigmund Björnsson inn með fullum félagsréttind- um — og þar með alla hina burtreknu verkamenn. Auk þess var Hlíf dæmd í sektir og að greiða máls- kostnað. Er þessi dómur staðfesting á þeirri reynslu, sem feng- in er af því, hvert hin ábyrgðarlausa stjórn kommúnista í verkalýðssamtökunum leiðir þau. Því að varla fara kommúnistarnir í stjórn félagsins að 'greiða úr eigin vasa sektirnar og málskostnaðinn, heldur verður það félagssjóður, sem fær að borga brúsann. skipnm Mitlaisra pjóða! -----*----- Eitt sænskt skip og 2 finnsk voru skotin i kaf undan Noregströndum um helgina LONDON í morgun. FÚ. OÆNSKÍI eimskipi hefir ^ verið sökkt af þýzkum kafbáti 10 sjómílur undan Noregsströnd. Skipið var á leið til Englands með trjá- vörur. Sænska stjórnin hefir mótmælt þessu atferli. Finnska eimskipinu „Marta Ragna“ var einnig sökkt af þýzkum kafbáti í fyrradag und- an Noregsströnd. Skipshöfnin, 24 menn, er komin heilu og höldnu til Kaupmannahafnar. Skipið var á leið frá Finnlandi til Bretlands. Þá var og finnsku skipi, sem var á leið *til Englands með trjá- kvoðu, sökkt undan Arendal í Noregi af þýzkum kafbáti á föstudaginn. Skipið, sem var 3500 smálestir að stærð, var stöðvað og þar næst var gefin fyrirskipun um að sigla því nær landi. til þess að öruggt væri, að skipsmenn kæmist á land í bátunum. Þegar þeir voru komnir í bátana, var skipið sprengt í loft upp með dyna- miti, og sökk það á fáeinum augnablikum. Skipsmennirnir á hinu finnska skipi, 24 talsins, komust til lands í tveimur litl- um bátum, og sögðu frá þessu, er þeir lentu. Tveimur brezkum skipum hefir enn verið sökkt á Atlants- hafi, eimskipunum „Hazel- ride“ og „Carpi Eston“. Er haldið, að tólf menn eða helm- ingur skipshafnarinnar af „Ha- zelride" hafi farizt. Skipverj- um af hinu skipinu var bjargað af Bandaríkjaskipi, og eru þeir komnir til hafnar 1 New York. Stððvað þrisvar ð leiðinni til landsins. NORSKT fisktökuskip kom hingað í gær Á það að taka fisk víðs vegar úti um land og fara með til Portugal. F«k. i 4. cftd. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. UNDRAÐ ÞÝZKAR FALLBYSSUR hafa haidið uppi látlausri skothríð á Var- sjá síðan á laugardag. Stórir hlutar borg- arinnar eru þegar í rústum, og stórbrunar geisa á að minnsta kosti hundrað stöðum. Sagt er, að svo að segja hvert einasta hús sé meira eöa minna skemmt og manntjón oröið í flestum þeirra. Margar þúsundir borgarbúa, karla og kvenna, hafa þegar látiö lífið. 3 sjúkrahús, sem voru full af særðum hermönnum, hafa verið skotin í rústir. Þrátt fyrir þessar skelfingar halda Pólverjar vörn borgarinnar áfram, og er engan bilbug á þeim að finna. Þeir hafa hrundið þremur áhlaupum, sem Þjóðverjar hafa gert á borgina og sjálfir gert gagnárásir. Pólverjar verja einnig Modlin, víggirta smáborg við Weichsel um 20 km. norðvestur af Varsjá, en hún er nú einnig undir látlausri stórskotahríð Þjóðverja eins og Var- sja. Þjóðverjar höfftn 5000 flngvélar í Péllandi! LONDON í mo.rgun. FÚ. Ameríski sendiherrann í Varsjá er kominn til Parísar. Hann skýrði frá því, að Þjóð- verjar muni hafa notað yfir 5000 flugvélar til þess að eyði- leggja hergagnaiðnað Pólverja og að 300 af þeim hefðu Pól- verjar skotið niður, Á leiðinni út úr Póllandi — sagði sendiherrann, að hann og förunautar hans hefðu oft orðið að leita skjóls til þess að komast undan þýzkum flugvél- um. Starfsmenn útlendra sendi- sveita skýra frá því, að vopnað- ir menn hafi tekið yfir 60 sovét- borgara í kjallara rússnesku sendisveitarhallarinnar í Var- s]á. Þýzki herinn í Austur-Pól- landi er á hægu undanhaldi undan her Rússa og í þýzkum fréttum er lögð mikil áherzla á það, að það sé ekki fyrir neitt ofbeldi af hálfu Rússa, heldur samkvæmt samkomulagi. Það var opinberlega tilkynnt 4 í Þýzkalandi í dag, að einn af kunnustu herforingjum Þjóð- verja, von Fritsch, hefði fallið við Varsjá á föstudaginn. Hit- ler hefir tilkynnt, að minning hans verði heiðruð og að útför- in fari fram á ríkisins kostnað. í seinustu styrjöld átti von Fritsch sæti í herforingjaráð- inu, en 1934 varð hann yfirher- foringi þýzka hersins og hélt því starfi til 1938 er miklar breytingar voru gerðar á æðstu stöðum 1 hernum, og hann varð að víkja fyrir núverandi yfir- hershöfðingja, von Brauchitsch sökum ágreinings við Hitler. Síðar fékk Hitler honum þó aft- ur mikilvæga stöðu í hernum, með því að fela honum yfir- stjórn stórskotaliðsherfylkis. Von Fritsch hafði verið her- maður í 41 ár. Hann var 59 ára að aldri. Mnssolini vill mlðla mál- om á kostnað Pállands. ■—■■■■.---- . Frakkar og Bretar segja ákveðlð nei. LONDON í gærkveldi. FÚ. MUSSOLINI hélt ræðu í gærdag og lét þá orð falla í þá átt, að hann myndi fáanlegur til þess að miðla mál- um með því að yfirráð Þýzka- lands yfir Póllandi yrðu viður- kennd. Stjórnmálamenn í Frakklandi segja, að slíkt komi ekki til mála. Opinbert svar við ræðu Mussolinis var birt í London x gærkveldi. í því segir, að brezka stjórnin meti mikils ein- lægni og viðleitni Mussolinis, og að Chamberlain forsætisráð- herra hafi þegar hjálpað hon- um í viðleitni hans til að miðla málum, áður en styrjöldin hófst. En orsökin til þess að brezka þjóðin hóf styrjöld gegn Þýzkalandi hafi verið innrásin í Pólland, og þessi innrás hafi Frk. á 4. síðu. Frá Varsjá: Á efri myndinni hin gamla rússneska kirkja í borginni. Á neðri myndinni pólska stjórnarráðið. Frakkar báast vlð pýzkri árás I gegnnm Brezki herinn hefir ekki verið sendnr enn til vígstöðvanna milii Mosel og Rín. LONDON í gærkveldi. FU. * FREGN frá París segir: í síðasta stríði gerði Þýzka- land hraða sókn til þess að beina orustunum frá iðnaðar- héruðum sínmn. Nú hefir Frakkland gert hið sama, með þeim árangri, að Þjóðverjar geta ekki notfært sér námurnar í Saar. Enn ríkir óvissan um, hvort Þjóðverjar muni ráðast á Ma- ginotlínuna, eða hvort þeir muni hafa í huga að brjótast gegnum Holland eða Belgíu. Frekar er álitið, að árásin yrði gegnum Holland, vegna þess að víggirðingar Belgíu eru svo miklu öflugri. I tilkynningu frönsku herstjórn- arimnar í morgun segir, að franski herinn hafi í nótt gert áhlaup á allri línunni milli Saar og Rín með allmiklum árangri og tjóni fyrir óvinina. Að öðru leyti seg- ir aðeins frá smáskærum. Bnezki herinn í Frakklandi er enn ekki komnir til vígstóðvanna, og er verið að undirbúa hann. Þess er vandlega gætt að fela vel þá staði, sem hermennimir halda til á, til þess að óvinimir finni þá ekki. Hermönnunum sjálf- um er ekki einu sinni leyft að senda póstkort heim til sín. f*h. i 4. sfðu. íslenzkir samningi menn til London. Haraldur fiuðmundsson verð ur einn peirra. Þ RIGGJA manna nefnd skamms til London til að semja við brezku stjórn- ina um viðskipti okkar. Hafa allar eða flestar Norðurlandaþjóðirnar sent slíkar samninganefndir til London, og samkvæmt síð- ustu fregnum ganga samn- ingarnir vel. Enn er ekki fyllilega á- kveðið. hvaða menn verða valdir í nefndina héðan, en Haraldur Guðmundsson forseti alþingis verður einn þeirra. Talað er mn, að hinir tveir verði Magn- ús Sigurðsson bankastjóri og Jón Árnason forstjóri. Ríður mikið á, að samning ar okkar við Breta takist vel. '*###############################>J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.