Alþýðublaðið - 28.09.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.09.1939, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJéRI: F. R. VALDIMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR FIMMTUDAGUR 28. SEPT. 1939 223. TÖLUBLAÐ. ennþá víðtækari Moskva* amnlngur en sá fyrri í aðsigi ? IIIm nýja f ör Ribben" trops til Moskva vek ur aiheimsatfeygli. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, Kaupmannahöfn í morgun. HIN nýja för von Ribbentrops, utanríkismálaráðherra Hitlers, til Moskva, er nú aðalumræðuefni stjórn- máiamanna um allan heim. Um erindi hans hefir ekkert verið látið uppi, en menn eru við því búnir, að stórtíðindi séu í undirbúningi. Ribbentrop og föruneyti hans Mom í flugvélum til Moskya í gær og var flugvöllurinn eins og í fyrri förinni allur skreyttur hakakrossfánum. í fylgd með utanríkisráðherranum voru Schwartzschev, sendiherra sovétstjórnarinnar í Berlín, og Belja- kov hershöfðingi í rauða hernum, sem einnig hefir dvalið þar undanfarið, Dr. Gauss, ráðunautur í þýzka utanríkisráðuneyt- inu, Forster, leiðtogi nazista í Danzig, og auk þeirra 38 skrif- stofumenn og .sérfræðingar þýzka utanríkismálaráðuneytisins. Strax og von Ribbentrop var kominn til Moskva fór hann á fund sovétstjórnarinnar í Kreml. Snemma í morg- un var nýr fundur haldinn, og sátu hann von Ribbentrop, Stalin, Molotov og von der Schulenburg, sendiherra Hitlers í Moskva. Fréttaritari „Daily Tele- graph" í Moskva skýrir svo frá, að þessi heimsókn sé almennt talin þýða stórvægilegar fyrir- ætlanir. Menn þykjast þess fullvissir, að von Ribbentrop hafi verið boðið að koma, i gær til þess að hann gæti hitt utan- ríkismálaráðherra Tyrklands, sem nú dvelur í Moskva. Al- mennt er talið, að Rússar séu að gera tilraun til að fá Tyrki til þess að loka Dardanella- sundinu fyrir herskipum Breta og Frakka. Molotov átti í gær viðtal við utanríkismálaráðherra Tyrk- lands. Síðan fór hann á fund Stalins. Er fullýrt, að ekki verði gert út um neina samn- inga fyrr en búið er að ræða við von Ribbentrop. Enn sem komið er vita menn ekki neitt um tilganginn með von Ribbentrop. Frh. á 4. síðu. f thletun nýrra skðntiin- arseia hefst á morgun. -------------------------------------------------------------------------------»_--------------------------------------------------------------¦ eHmlu seðlarnír gilda aðeins par til næsta laugardagskvöld. YjTHLUTUN nýrra *"^ skömmtunarseðla hefst í skömmtunarskrifstofu bæj- arins í Tryggvagötu — S.R.- húsinu — í fyrramálið kl. 9, og stendur úthlutunin í nokkra daga. Fólk á að koma þangað og sækja ,skömmtunarseðla sína sem nú eiga að gilda fyrir allan októbermánuð. Um leið á það að skila stofnum núgildandi skömmtunarseðla útfylltum með nöfnum allra heimilis- manna og heimilisfangi, eins og það á að verða frá 1. október. Skammturinn handa hverjum manni verður sá sami fyrir hvferja viku og hann var við síðustu úthlutun. Samkvæmt reglugerðinni átti að draga birgðir manna frá við síðustu úthlutun. Þetta var . Frh. á 4. sföú. Stómiófnaðir í Reyfejavík. Brezk hernaðarflugvél af sömu gerð og flugvélin, sem nauðlenti á Raufarhöfn. Prír menn hafa m- ið Brezka hernaðarflngvélíD strank f rá Rauf arhðf n i merpn klnkkan 6 ?---------------- Framkoma flugforingjans er brot á hlutleysi landsins, sem verður mótmælt í London i dag. "D REZKA HERNAÐARFLUGVÉLIN, sem nauðlenti á RaufarhÖfn í fyrra dag og var kyrrsett þar ásamt áhöfn hennar, strauk í morgun klukkan 6. Þar með braut flugforinginn drengskaparloforð sitt og hlutleysi íslands. en þar gæti flugvélin komizt í örugga höfn. Alþýðublaðið hafði í dag tal af Agnari Kofoed-Hansen á Raufarhöfn. Ríkisstjórnin hefir ákveð- að að mótmæla þessu hlut- leysisbroti þegar í dag, og hefir mótmælaskeyti verið sent til utanríkismálai'áðu- neytisins danska, sem síðan mótmælir í London. Ríkisstjórnin tók þá ákvörð- un í gær, að senda Agnar Ko- foed-Hansen norður til Raufar- hafnar til að fylgja flugvélinni hingað til Reykjavíkur, því að flugvélin var i mikilli hættu, þar sem hún lá á Raufarhöfn, og var talið að hún myndi eyði- leggjast, ef veður versnaði. Agnar Kofoed-Hansen flaug í gær um kl. 3, og fór hann í landflugvélinni. Hann lenti á Kópaskeri kl. um 4 vegna þess, að hann gat ekki lent á Rauf- arhöfn; lagði hann þegar af stað frá Kópaskeri og fór ríðandi. Um kl. 4 í nótt kom hann til Raufarhafnar og sneri hann sér þegar til flugforingjans á hinni brezku flugvél. Agnar Kofoed-Hansen hafði ekkert umboð til neinna að,- gerða á flugvélinni, en skýrði hins vegar flugforingjanum frá því, „að hann vildi aðstoða hann við að fljúga til Reykjavíkur, Sagði hann, að flugforinginn hefði tekið sér mjög vel og gef- ið drengskaparloforð um að þeir flygju flugvélinni til Reykjavíkur. Agnar kvaðst hafa sagt við flugforingjann, að hann myndi koma um borð í flugvélina um kl. 7 og væri þá hægt að leggja af stað til Reykjavíkur. Bað flugforing- inn Agnar um að koma ekki um borð fyr en.kl. um 8. Fór Agn- ar við það í land og lagði sig. Einar Jónsson hreppstjóri á Raufarhöfn var á vakt yfir flugvélinni — og kl. 6 sá hann að hún komst á hreyfingu, hóf hún sig því næst til flugs, og var horfin í vesturátt að 2 mín- útum liðnum. Hér hefir tvímælalaust verið brotið gegn hlutleysisákvæð- um íslands, og er erfitt að þola það. Virðist það liggja í aug- um uppi, að það þurfi að gera slíkar flugvélar ófærar til flugs samstundis og þær koma hing- að. Að sjálfsögðu verður þessu athæfi hins brezka flugforingja harðlega mótmælt. Ákvœðin sem flug- vélin fteflr bretið. í hlutleysislögum okkar seg- ir meðal annars um flugvélar: Mi. á á. síðu. LÖGREGLAN neitar enn að gefa blöðun- | um upplýsingar um stórt þjófnaðarmál, sem nú er á döfinni hér í Reykjavík. En vitað er, að félags- skapur nokkurra manna hér í bænum hefir undan- farið framið innbrot í ýms fyrirtæki og stolið í all- j! stórum stíl. Hafa þrír menn þegar verið teknir fastir, og sitja þeir í gæzluvarðþaldi. — En fleiri eru taldir hafa verið í vitorði með þeim. Eitt af innbrottim þessa félagsskapar var í skó- verzlun Þórðar Pétursson- ar & Co. Nokkuð af þýfinu mun hafa fundizt. Dýzkir tundurspillar taka enska skipbrots ¦ennafsænsknskipi i Kattegat! Frá fréttaritara Alþýoubladshis. KHÖFN í moirgun. TP VEIR pýzkir tuindurspillai ¦¦¦ stöðvuðu í gærmoiiguín sænska skipiS „Kronprinsessan Mai]ganet(a" í Kjattegat og kröfð-i ust þess, aö framseldir væri skipsmienin af brezka skipinu „Calden", en því hafði verið sökkt fyrir fáum dögum af þýzk- um kafbát, og „Kronprinsessan Mapgareta" síðan bjargað áhöfn- inni. Skipstjárinn á sænska skipinu þorði ekki annað en að láta af hendi hina brezku sjómenn, 11 tateins, þar sem hann var utan sænsiku landhelgislfoiunnar. Héldu hinir þýzku tundurspillar afstað með þá eitthvað norður á bóg- inn. Varsjá gaf st upp í gær efttr að varnarliðið par var or ðið skotf æralaus Þjóðverjar fara inn i borgina á morgun. --------------»....... ------- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. 1 T ARSJÁ gafst upp í gær eftir 21 dags frækilega vörn * gegn ofureflinu. Borgin er öll í rústum eftir hina ægi- legu stórskothríð síðustu dagana, sem hafði kostað 3000 borgarbúa lífið. og varnarliðið var orðið skotfæralaust. Und- ir slíkum kringumstæðum var 611 vörn orðin óhugsanleg. Þýzka herstjórnin skýrir frá því, að foringi varnarliðsins hafi ikömmu fyrir hádegi í gær beðið um vopnáhlé, og fór Blaskowitz hershöfðingi, sem er einn af yfirmonnum þýzka hersins við Var- sjá, inn í borgina til þess að semja um uppgjöf hennar, Ér búizt við að borgin verði formlega afhent Þjóðverjum á morgun. Kl. 6 í gærkveldi barst fregn . komulag hefði náðst um vopna- frá Varsjá þess efnis, að sam- Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.