Alþýðublaðið - 02.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.10.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 2. OKT. 1939. alþyðublaðið Svanirnir. Þegar sólin gekk til viðar, sá hún hina skrautlegu borg konungsins með kirkjum og turnum. Og konungurinn leiddi hana inn í höllina, þar sem stórir gosbrunnar voru í marm- arasölum, en á veggjunum voru málverk. En Lísa grét. Hún lét konurnar klæða sig í falleg föt, flétta perlum í hár sitt og draga hanzka á hend- ur ser. Þegar hún stóð þarna í skrautklæðum, var hún svo töfrandi fögur, að hirðfólkið hneigði sig ennþá dýpra fyrir henni. Kanpmannahafnarblaðið Politiken flutti í fyrradag yfir- Jitsgrein eftir Sigurð Einarsson dósent, um þjó'ðaruppeldi íslend iinga að fornu og nýju. Fylgir mynd af höfundinum. Gerir hann þar grein fyrir ísJenzkri alþýðu- menningu og alþýðufræðsiu, eins og hún tíðkaðist fyrrum og rekur siðan þróun Islendinga í jmjennta- málum og skóiamálum hina síð- ari áratugi. F.O. Ungbarnavernd Líknar opin hvern þriðjudag og föstu- dag frá kl. 3—4. Ráðleggingastöð fyrir barnshafandi konur opin fyrsta mánaðardag í hverjum mánuöi frá kl. 3—4 í Templ- arasundi 3. Tllkynning. Allir reikningar fyrir septembermánuð verða að greið- ast upp fyrir 6. október. Sé um eldri skuldir að ræða, verð- ur að semja um þær fyrir sama tíma. Þeim viðskiptamönnum, sem vanrækja þetta, verður án frekari fyrirvara send staðgreiðslunóta eftir þann tíma. Takmörkun þeirri, á lánsviðskiptum, sem áður hefir verið auglýst, verður stranglega framfylgt. Félag matvorokanpmanna. Gjafir til Slysavarnafélags íslands frá G. J. Reykjavík, kr. 5. Erfðafé Krístin Jónsdóttir, Reykjavík, kr. 5. Skólabörn í Bitrufirði, kr. 20. frá N. N. kr. 1000. Bergur Magn- ússon, Gar'ðahverfi, kr. 12. Kona í Borgarfir'ði kr. 5. Frá Siglu- firði, 'kr. 10. — Kærar þakkir — J. E. B. Leiðrétting frð verka stúlknm á Skaga- strðnd ð óheiðar- iegnin fréttabnrði bjéðviljans. Herra ritstjóri! Vinsamlegast viljum við biðja yður að birta eftirfarandi í Al- þýðublaðinu: Hinn 8. september s .1. birtist smágrein í Þjóðviljanum, með yf- irskriftinni: „Fréttir af verka- stúlkum af Skagaströnd". Ætla mætti að grein þessi væri 'hlut- laus og sönn, en svo er þó ©kki 1 sinni látlausu smæð er hún þrungin ósannindum og aðdrótt- unum í garð þeirra tveggja manna, sem þar er á minnst. Það er ósatt að kaupfélags- stjórinn hér, Gunnar Grímsson, á einn eða annan hátt, hafi reynt til að ganga á gerða samn- inga um vinnuna við frystihúsið. Og það má geta þess einnig hér að hann hefir komið hið bezta fram við það fólk sem við frysti- húsið vinnur. Þá er sagt um hinn manninn, Harald Erlendsson verkstjóra, að við frystihússtúlkurnar höfum orðið að beita samtökum til að vinnutími okkar væri rétt talinn. Auk þess hafi hann gengið svo langt í ósómanum, bætir blaðið við, að draga af kaffitima okkar og látið okkur vinna fram yfir réttan tíma. Um Leið og við lýsum frétta- burð þennan vísvitandi ósannindi viljum við eindregið þakka verk- síjóranum fyrir ágætt samstarf og kynningu, en hann mun því miður vera á förum héðan úr þorpinu. Þess skal getið ,að við höfum spurzt fyrir hjá Þjóðviljanum um fréttamanninn, en eðiilega ekki fengið upplýsingar um hann, og vonum, að hans sé að leita utan Skagastrandar. Af ellefu stúlkum, sem vinna í frystihúsi Skagastrandar. Kristjana Júliusdóttir . Slgríður Helgadóttir. Margrét Pétursdóttir. Jónína Hafsteinsdóttlr. Elísabet Frímannsdóttir. Jónína Pálsdóttir. Helga Þorbeigsdóttir. Helga Sigurðardóttir. Guðmunda Árnadóttir. Kaupendur Alþýðublaðsins! Munið að tilkynna bústuða- skipti ykkar. Veona bruna verða búðir vorar í Bankastræti 2 lok- aðar í nokkra daga. G^kaupíélaqiá Dórður Krisfleifsson: Ljéð Qf söngvar. 0LLUM skólamönnum, músik- ölskum jafnt sem ómúsik- ölskum (og hiniir síðamefndu eru of margir), kemur nú or'ðið sam- an um það, að samsöngur skóla- nema sé hið bezta uppeldismeðal og vænlegt tíl félagslegs þroska. I sumum skólum hér ,á landi hefir því sá ágæti siður komizt á fyrir löngu, að láta alla nem- endur safnast saman hvern morg- un, áður en kennsla hefst, og syngja nokkur lög. En galli var á gjöf Njarðar, því að skóla- fólkinu leiddist að vonum að syngja sömu lögin og sömu kvæðin morgun eftir morgun. — Nú hefir Þórður Kristleifsson, kennari á Laugarvatni, bætt úr tilfinnanlegum skorti með því að gefa út safn sitt, Ljóð og lög, kvæði og lög eftir innlenda og erlenda höfunda, til notkunar handa samkórum. Ér tíl þess ætl- ast, að söngnemar í skólum styðjist við bókina í söngtímum og noti hana að loknu skólanámi til þess að glæða sönglíf í heima- húsum. Lögin og Llóðin virðast valin af smekkvísi og ekki seilst um of til úæltra húsgangslaga. Þar eru lög eftir yn|gri íslenzk tón- skáld, svo sem Áskel Snorrason, Sigurð Þórðarson og Karl O. Runólfsson, sem mun einna efni- legastur hinna yngstu tónskálda okkar. Eru í safniwu mörg lög og ljóð, sem ekki hafa birzt áður, og gætir þar töluver'ðrar fjöl- breytni. Safnandinn hefir sjálfur þýtt ýmsa erlenda texta, og er það gert af smekkvísi, ekki sí'ður en lagavalið. Freðýsa barin 1 kr. % kff. Saltfiskur 0,3t % kg. ísl. kartöflur. Úrvals gulrófur. Danskt rúgmjöl. BREKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúSin. — Sími 3i? 0. Útbreiðið Alþýðublaðið! GiIARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnln á Bounty. 84. Karl ísfeld íslenzkaði. Við komum inn í þröngan fjörð, sem lá langt inn í land. Byr var enginn, svo að tekið var til ára og róið inn fjörðinn. Vatn- ið var eins og spegill, sem speglaði himinninn og hið brúna landslag. Það voru um þrjár mílur inn í fjarðarbotninn, en enda þótt við vildum hraða okkur þangað, gekk okkur hægt, svo þróttlitlir vorum við orðnir. Þegar við nálguðumst, komum við auga á grænan gróður, og við vorum nærri því vissir um, að við myndum finna vatn þar. í ákafanum hlupu sumir fyrir borð, en Edward skipaði þeim að koma aftur upp í bátana og gæta fanganna. Sumir fengu þó að fara í land og við sáum þá dreifa sér fram með ströndinni. Loks heyrðist einn þeirra hrópa og allir hlupu til hans. Það var með naumindum að fanga- verðirnir gátu neitað sér um að hlaupa á eftir þeim. Uppspretta hafði fundizt um fimmtíu metra frá flæðarmálinu. Biðin kvaldi okkur — en loks kom þó að okkur. Við drukkum, þangað til við gátum ekki komið meiru niður. Allar áhyggjur okkar voru roknar út í veður og vind. Við höfðum losnað við hinar kvalafyllstu líkamlegar þjáningar og vorum ánægðir. Þeir, sem voru búnir að slökkva þorstann, skriðu í skugga trjánna og sofnuðu þar þegar í stað. Þeir lágu eins og lík umhverfis uppsprettuna. Edwards vildi gjarnan hvílast þarna um stund, en hinir bátarnir höfðu ekki tekið eftir firð- inum. Land lá á milli, svo að við gátum ekki gefið þeim merki. Yfirmennirnir fóru því að sparka í hásetana í því skyni að vekja þá. Við fylltum litlu tunnuna, ketilinn og tvær flöskur og auk þess tvö vatnsheld stígvél, sem fallbyssuskyttan átti, og fórum aftur í bátinn. Margir hásetanna voru svo syfjaðir og þreyttir, að ekki var hægt að vekja þá. Þeir voru bornir um borð og lagðir í bátinn. Þegar við komum út úr firðinum, sáum við hina bátana langt á undan okkur. Við flýttum okkur á eftir þeim og gáfum þeim merki með byssuskotum, en þeir heyrðu ekki fyrr en seinni- hluta dagsins. Þeir höfðu ekkert vatn fundið og við vorum nú komnir svo langt, að við gátum ekki snúið við. Edwards lét útbýta þrem vatnsglösum á mann. Svo voru undin upp segl. Um sólarupprás morguninn eftir, komum við að ey, sem virt- ist vera byggð. Þar virtist meiri gróður en á hinum staðnum. Við leituðum að lendingarstað. En nú höfðu íbúarnir komið auga á okkur og söfnuðust ofan að ströndinni og fylgdust með ferðum okkar. Þeir voru kolsvartir á lit og allsnaktir, vopnaðir spjótum, bogum og örvum. Við fundum sund gegn um rifið og nálguðumst land. Þar vaf fyrir fjöldi villimanna og létu þeir mjög ófriðlega. Það var bersýnilegt, að þeir höfðu aldrei fyrr séð hvíta menn. Við gáfum þeim merki um, að við vildum fá vatn, og eftir mikið þjark komu sex menn svo nálægt okkur, að við gátum gefið þeim hnappa, Þeir tóku stærstu tunnuna og komu aftur með hana fulla. Við drukkum svo ákaft, að hver siðaður maður myndi hafa kennt í brjósti um okkur. En villi- mennirnir hlógu að okkur. Brátt var tunnan tóm og við feng- um þeim hana aftur. Þegar þeir komu með hana fulla, settu þeir hana á ströndina og gáfu okkur merki um að sækja hana. En það vildi Edwards ekki, því að hann grunaði þá um græzku. Hann gaf skipun um að fjarlægja bátana, svo að við værum ekki í neinni hættu. Þegar villimennirnir sáu, að við vorum hræddir, sendu þeir örvaregn yfir okkur. Sem betur fór hittu þeir okkur ekki. Ein örin kom í þóttu og fór í gegn um eikar- borð, sem var þumlungur á þykkt. Við sendum^skothríð yfir höfuð þeirra og við hávaðann urðu þeir svo hræddir, að þeir flýðu, sem fætur toguðu. Þá rérum við að landi og sóttum tunnuna. En það mátti engu muna, því að villimennirnir gerðu aðsúg að okkur á ný. En við sluppum, án þess að bíða nokkurt tjón. Villimennirnir voru svo margir og létu svo ófriðlega, að Ed- wards gafst upp við að reyna að fá hjá þeim vistir. Við sáum aðrar eyjar, og hann gaf skipun um, að halda áfram þangað, heldur en að eiga á hættu að missa fleiri. Um klukkan tvö um nóttina komum við inn í lítinn flóa. Það var svalt og heiðríkt veður um nóttina og tunglið varpaði tÖfraljóma yfir spegil- tæran sjávarflötinn. Við rérum hægt og varlega inn fjörðinn af ótta við árás villimanna. Við stigum á land á kórallaströnd — og sandurinn var svalur undir fótum okkar. Fangarnir voru hafðir sér og tveir hópar voru sendir af stað, til þess að kanna landið. Um klukkutíma seinna komu hóparnir og sögðu eyj- una óbyggða, en að þeir hefðu fundið vatn. Á þessari nóttu fengu allir þorsta sínum svalað. Því næst voru menn settir á vörð og allir hinir lögðust til svefns í sandinn. Ég vaknaði skömmu eftir sólarupprás algerlega afþreyttur og útsofinn. Ennþá hvíldi skuggi yfir flóanum, en uppi í hlíð- unum var sólskin. Morrison var vaknaður, en hinir fangarnir og skipverjamir steinsváfu. Edwards lofaði þeim að sofa, eia þegar þeir vöknuðu, sendi hann þá af stað til að lsita matar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.