Alþýðublaðið - 04.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.10.1939, Blaðsíða 2
MIÐVnOJDAGUH 4. OKT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Svanirnir Nú opnaði konungurinn lítið herbergi, rétt hjá svefnher- bergi hennar. Það var búið út alveg eins og gjáin, sem hún hafði verið í, þegar konungurinn fann hana. Á gólfinu lá hörinn, sem hún hafði spunnið úr netlunum og niður úr loftinu hékk skyrt- an, sem hún hafði ofið. Allt þetta hafði einn af veiðimönnunum tekið með sér. Þegar þú ert hérna, sagði konungurinn, — þá finnst þér þú vera heima hjá þér. Hérna eru hannyrðir þínar. UMRÆÐUEFNI Skrifstofa l. S. I. í Mjólíkurfélagshúsinu, herbergi nr. 26, verður opin í vétur á þriöjudögum o:g fimmtudögum kl. 8—10 e. m. Skrifstofustjóri hefir veri'ö ráþinn Brandur Brynj- ólfsson. Á skrifstofunni geta menn fengið a'ð sjá og lesa er- Iend blöð og bækur um íþróttir. Reykjavíburbréf. Ég er alltaí hjá Guömundi Sigurðssyni við Laugarnesveg. Hann var lengi kapteinn á skút- um og siðan á gufudömpum, hnellinn og sterkur eins og ég, en var og er vinsæll bæði á sjó og landi, og það er ég líka. Okkur kemur vel saman og ræð- um mikið um stjómmál. Hann heyrir dálítið illa, en ég bæti jrað upp. Að gefnu tilefni lýsi é’g því yfir, að ég hefi engin ráð um fyrrverandi Oddhöfða, sem nú er algerlega í eyði. Mér firnnst að það mætti nota húsiÖ fyrir afdankaða embættismenn. Hest- urinn minn er bráðum lagstur til hinnztu hvíldar; verður æviminn- ing hans lesin í útvarpið eins og annarra, og jass í B-dúr á eftir. Oddur Sigurgeirsson hjá Guðm. Sigurðssyni skipstj. Sundlaugav- Leikfélagið sýndr leikritið „Brimhljióið“, eftir Loft Guðmundsson annað kvöld kl. 8. Dagny, vals eftir Sigfús Halldórsson, kemur út í dag og verður seld í hijóðfæraverziunum. Ármann Kr. Einarsson kennari hefir samið barnaæfin- týri, sem heitir „Höllin bak við hamrana". ÁÖur hafa komið út tvær bækur eftir þennan höfund. „Höllin bak við hamrana“ er skemmtileg fyrir börn. Einar Markan .syngur í Gamla Bíó annað kvöld kl. 7,15. Á söngskránni eru aðeins lög eftir hann sjálfan'. Þakkarorð. Ég þakka mótteknar 10 — tíu — krónur, er slysavarnasveátinni „Fiskaklettur“ í Hafnarfirði voru sendar í nafnlausu bréfi 12. þ. m. Guð blessi hinn ónafngreinda gefanda! — Hafnarfirði 22. sept. 1939. F. h. Slysavarnasv. Fiska- klettur. — Jónas Sveinsson, for- maður. V etr arstarfsemi glímufél. Ármanns hefst nk. fimmtudag. Allir þeir, sem ætla að æfa hjá félaginu í vetur, eru beðnir að láta skrá sig í skrif- stofu félagsins, íþróttahúsinu (sími 3356), sem er opin á hverju kvöldi frá kl. 8—10 síð- degis. Einkennileg stríðsráðstöfun: Pylsusalarnir. Svið seld eftir vigt og hækka í verði. Vand- ræði með ílát undir slátur. Smákaupmaður skrifar um innflutningsmálin. Bömin og bíóin. Skömmtunarvör- urnar og kaupmennirnir. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. EINKENNILEG stríðsráðstöfun má það teljast, að banna pylsusöl- unum við Útvegsbankann að selja vörur sínar eftir kl. 12, þegar þess er gætt, að allt, sem þeir selja, er unnið úr innlenðu efni, nema síg- arettur. SVIÐ er farið að selja eftir vigt. Húsmæður halda því fram, að við þessa nýju verzlunaraðferð hafi sviðin hækkað allverulega í verði. FORSJÁLL SKRIFAR. „Ég rakst á í kafla þínum í gær, að kona skrifar um verðmismun á slátri og einnig nokkuru áður um það, að menn ættu að birgja sig upp með innlendar afurðir, svo sem slátur og kjöt. Ég ásamt fleirum, sem ég þekki, fór eftir þessum ráðleggingum, og fékk mér innan úr 5 kindum og svo var farið að sjóða þennan uppáhaldsrétt minn, en ég ásamt öðrum fór að leita mér að íláti undir það. — Ég fór í þessi tvö beykisverk- stæði, sem til eru í bænum, en þar var ekkert ílát að fá og hefir ekki verið í 3 daga, og er nú svo komið, að þessi vetrarforði okkar er sem næst að verða ónýt- ur — og höfum við orðið að taorða slátur í alla mata.“ „ÞAÐ ER VARLA von að þessir 3 starfandi beykirar afkasti allri tunnusmíði til bæjarbúa á þessum stutta tíma, en gætu þeir ekki haft dálitið meiri forsjálni; átt til á lager, svo að þeir verði ekki uppi- skroppa svona strax í sláturbyrj- un. Ég get ekki séð, að það þýði mikið að vera að selja slátur til bæjarnotkunar, ef ekki er hægt að fá neinar tunnur til að geyma það í yfir veturinn — eða hvað segir þú um þetta?" SMÁKAUPMAÐUR segir í bréfi: „Vildir þú segja mér, hvernig þér litist á þá ráðstöfun, að innflutn- ings- og gjaldeyrisnefnd væri lögð niður, og í hennar stað kæmi ný löggjöf, þess efnis, að á meðan á styrjöldinni stendur, væri lagt al- gert innflutningsbann á vörur þær, er hægt væri að komast af án, en innflutningur annarra vara gerður frjáls. Persónuleg skoðun mín er sú, að slík löggjöf gæti aldrei komið til greina, eða væri lítt framkvæmanleg, þar sem all- ar þær verzlanir og iðnfyrirtæki, er tilveru sína byggja á áframhald- andi innflutningi þeirra vöruteg- unda, sem ekki eru taldar bráð- nauðsynlegar, og kæmu undir væntanlegt vörubann, yrðu neydd DAGSINS. til að hætta algerlega »tarfsemi sinni.“ „ÉG TEL SLÍKAR ráðstafanir ekki rétta leið út úr erfiðleikun- um; þær myndu aðeins bæta hundruðum manna við þann hóp atvinnuleysingja, sem fyrir er. — Fljótt á litið, mætti segja, að þjóð- arheildin krefðist slíkra ráðstaf- ana, en hvað er þjóðarheildin annað en ég og þú, og því melr, sem kostur einstakra atvinnu- greina er þrengdur, þess meiri almenn örbyrgð skapast. Ef inn- flutnings- og gjaldeyrisnefnd á að leggjast niður, er þá ekki þessum málum bezt borgið í höndum bankanna — þeirra aðila, er yfir gjaldeyrinum ráða, og þá á sama grundvelli og áður.“ GÍTA SKRIFAR MÉR: „Mig langar til að biðja þig, Hannes minn, fyrir þessar línur í dálkum þínum. Það eru börnin og bíóin, sem mig langar að minnast á. Ég var í Nýja Bió í gærkv. (sunnud.) að sjá frönsku stórmyndina „Höfn þokunnar.“ í auglýsingu Nýja Bíós stóð, að myndin væri bönnuð fyrir börn innan 16 ára aldurs, sem líka er fyllilega réttmætt, en ég get ekki lýst undrun minni er ég sé, að fyrir framan mig sitja tvær konur, með sitt barnið hvor, ann- að í mesta lagi 3ja ára og hitt 5—6 ára, og á næsta bekk fyrir aftan mig situr kona með telpu 10—12 ára. Nú er mér spurn: — Hvað eiga þessar auglýsingar kvikmyndahúsanna að þýða, um að myndir séu bannaðar fyrir börn innan 16 ára aldurs, þar sem þeim er ekki betur framfylgt, því hleypa dyraverðir fólki inn með börn á svona myndir, þar sem þeir eru í sínum fulla rétti til að banna þessu fólki aðgang. Annars er það stórmerkilegt, að foreldrar skuli ekki hafa meiri smekk, að vilja fara með börn sín að sjá svona myndir. Það voru fleirum en mér, sem gramdist að sjá fjölda barna horfa á hina umræddu mynd. Einhver mun máske segja sem svo, að þessi börn muni ekki hafa skilið það, sem fram fór. Það má vel vera, en þau hafa þó hlot- ið að sjá það, sem fram fór, og ætla ég að flestir, sem séð hafa þessa mynd, séu mér sammála um að hún sé varlá heppileg fýrir börn.“ „ÉG HELD að þær mæður, sem ekki hafa ástæður til að fara í kvikmyndahús án þess að taka börnin með, ættu heldur að láta það á móti sér og vera heima. Er það ekki óheppilegt, að venja börnin á að brjóta settar reglur? Væri ekki réttara að stuðla að því að þær væru haldnar? I þessu til- felli eru það bæði foreldrar og stjórn kvikmyndahúsanria, sem hlut eiga að máli.“ E. G. SPYR: „Hvað á ég að gera, ef skömmtunarvörur eru ekki til í þeirri verzlun, sem ég hefi skipt við að undanförnu? Eru aðrar verzlanir, sem vörurnar hafa, skyldar til að selja mér þær jafnt og sínum eigin viðsllcipta- mönnum Vísar Úthlutunarskrif- stofa bæjarins á það, hvar skömmtunarvörur eru fáanlegar?“ NEI, Úthlutunarskrifstofan ger- ir það ekki. Ef kaupmenn naita því að hafa þær vörur, sem til eru, er ekki meira hægt að gera. Út- hlutunarskrifstofan hefir þó lagt fyrir kaupmenn að selja þær vör- ur, sem þeir hafa, jafnt til allrá. Ilannes A horninu. Dýraveraáiarinn, 5. tbl. yfirsta'ndandi árgangs er nýkomi'ð út- Efni: Súludrapið í Eldey, Máttur hugans — eða? Áhrif söngs og tóna á menn og dýr, Blakkur, Gimba, Mávar ráð- ast á öm, Svaðilför. Á Isafirði hefir verið stofnað hlutafélag, er nefnist Brúnkol. Tilgangur fé- lagsins ©r að vinna brúnkol og annað eldsneyti úr jörðu vegna e 1 dsneyúsvandræða þeirra, er nú standa yfir af völdum striðsins. Hlutafé félagsins er ákveðið 20 —50 pús- kr., og eru hlutabréfiri bo'ðiin í nálægum kauptúnum. — Félagið hyggst fyrsí og fremst að hefja surtarbrandsnám í Gils- námu við Bolungavík. FÚ. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Þingvalla ferðir fjérar ferlir f vibu Simnudaga-Þriðjudaga-FÍHituáaga - Laugar daga Til Þingvalla klukkan 11. árdegis Frá Þingvöllum klukkan 6. síðd. CjlARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: (Jppreisnin á Boimty. 86. Karl ísfeld ísleuzkaði. skammt, en þorsti hans var svo sár, að hann bauð McPherson alla sparipeninga sína fyrir vatnsskammtinn hans. McPher- son átti í harðri baráttu við sjálfan sig. Auragræðgi hans og þorsti ógu salt, og þó voru þetta ekki nema tveir eða þrír gúlsopar af vatni. Við gleymdum eymd okkar og þjáningum, meðan á þessu stóð. Loks sagði annar stýrimaður: — Gerið annað hvort og verið fljótur að velja. — Fáið mér pening- ana, sagði McPherson. En á meðan Thompson var að taka upp pyngjuna, greip Skotinn glasið og hvolfdi í sig vatninu. Eldri mennirnir þjáðust rneira en hinir yngri. Liðsforingja- efni, kornungur pilíur, seldi vatnsskammtinn sinn tvo daga í röð fyrir brauðskammt. Svo sár var þorstinn orðinn, að margir drukku sitt eigið þvag. Þeir dóu allir á leiðinni. Aðfaranótt 5, og 6. september reyndum við aftur að binda bátana saman. En böndin slitnuðu hvað eftir annað og bát- arnir rákust á, svo að við hættum við þetta. Edwards hafði sagt yfirmönnum bátanna nákvæmlega á hvaða breiddargráðu Timor lægi, ef bátarnir yrðu viðskila. Sem betur fór auðn- aðist okkur að sigla samflota alla næstu viku. Okkur heppn- aðist að ná veiðibjöllu og henni var skipt milli fjörutíu manna. Hún veiddist einmitt á þeirri stund, sem sulturinn var sárastur. Að morgni hins þrettánda komum við auga á land. Fyrst gátum við ekki trúað því, að þetta væri Timor. En þegar leið á daginn, urðu jafnvel hinir vantrúuðu sannfærðir um, að þetta væri land, en ekki skýjabakki. Við vorum orðnir svo langt leiddir, að við gátum ekki hrópað ,,húrra“, þegar Ric- kards sagði: — Þetta er Timor, piltar, það er enginn vafi á því. Ekki bætti það líðan okkar, að byrlaust var, þegar leið á daginn. Við settumst undir árar og rerum af öllum mætti. Bátarnir skildu nú og allir reyndu að flýta sér til lands. Sum- ir eldri mannanna 1 bátnum voru orðnir svo þreyttir, að þeir gátu ekki setið uppréttir. Þeir lágu í hnipri í bátnum og stundu og báðu um vatn. Um hádegi daginn eftir vorum við komnír fast upp að landi. Hinir bátarnir sáust ekki lengur. Þorstinn var nú orð inn svo sár, að Edwards ákvað að útbýta því, sem eftir var af vatni, en það var um hálf flaska á mann. Þetta hressti okkur mjög, og við héldum áfram fram með ströndinni og leituðum að lendingarstað. Ég man lítið eftir landslaginu á Timor. í minningum mín- um er aðeins hálfmáð mynd af grænum hlíðum og fjarlægum fjöllum, sveipuðum blárri móður. Allir störðu á landið, sem lá fyrir framan okkur, það var mikið brimrót og í marga klukkutíma leituðum við að lendingarstað, án þess að finna hann. Um sólsetur komum víð að vari og tveir hásetar syntu í land með fjórar flöskur um hálsinn. Bátarnir fylgdust með þeim fram með ströndinni, þar til orðið var nærri því dimmt, án þess að finna nokkurt vatn. Þegar mennirnir voru komnir aftur um borð í bátinn, héldum við áfram. Við fengum aftur byr og okkur miðaði vel áleiðis. Morguninn eftir fundum við lendingarstað, og þar rétt hjá var hið langþráða vatn. Ég efast um, að allir hefðu hfað þennan dag vatnslausir, því að við höfðum haft svo nauman skammt undanfarið, að við vor- um orðnir örþjáðir. Um klukkan tólf aðfaranótt 15. september vörpuðum viS akkerum úti fyrir kastalanum í Coupangflóanum. Þetta var kyrrlát nótt og himininn var stráður stjörnum. Allir sváfu í nýlendunni. Skip lá við akkeri skammt frá okkur, og enn fremur fáeinir minni bátar, en í myrkrinu gátum við ekki séð, hvort nokkrir af hinum bátunum frá Pandora voru komnir. Á virkisvegg kastalans stóð hundur og gelti dauf- lega. Það var velkomandafagnaður okkar 1 Coupang. Við lágum kyrrir í bátnum, þar til birta tók af degi. Við sváfum í hnipri í bátnum, og sváfum fast. í stuttu máli get ég skýrt frá því, hvað skeði frá því er við komum til Coupang og þangað til við fengum að sjá klettana 1 Englandi. Edwards skipstjóri og menn hans hafa vafalaust notið hvíldarinnar í Coupang, þar sem þeir voru gestir hins hollenzka Austur-Indlandsfélags. Fangarnir voru líka gestir, en á annan hátt. Við vorum strax fluttir í kastal- ann. Það var ömurlegur staður með steingólfi og tveim litlum gluggum hátt uppi á vegg. Parkin hafði yfirumsjón með okkur, og hann sá um það, að okkur liði ekki of vel. Edwards leit aldrei inn til okkar, en Hamilton læknir gleymdi okkur ekki. Fyrstu nóttina þurfti hann að hjúkra skipverjunum af Pandora, en þeir voru flestir veikir og margir þeirra dóu. En hann heimsótti okkur strax og hann fékk því viðkomið, ásamt hollenzka lækninum, sem var þár á staðnum. Svo andstyggi- legt var fangelsi okkar, að það varð að þvo kltfann og okk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.