Alþýðublaðið - 10.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.10.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKT. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ HITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREÍÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4960: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4908: V. S. Vilhjálms (heima). 4|1§: Alþýðuprentsmiðjan. j4906r Afgreiðsla. |5021 Stefán Pétursson (heima). I ___ í ALÞÝÐUPRENTSMISJAN Dýr hitaveita. EF haldið hefði verið á hita- veitumálinu af sæmilegri samvizkusemi og framsýni, þá værum vi'ð nú búin að fá hita- veituna og þyrftum ekki að sitja annan hvom dag í óupphituðum húsum til þess að spara kolin, sem nú eru að verða litt kaup- andi vegna verðbsekkunarinnar, sem á þeim hefir orðið. En það er einhverju öðru nær, en að slíkri samvizkusemi og framsýni hafi verið fyrir að fara í meðferð hitaveitumálsins. Engu veiferðarmáli höfuðstaðarins hef- ir verið misþyrmt eins af hinum þröngsýna og ofstækisfulla i- haldsmeirihluta í bæjarstjórn, sem árum saman ekki virtist sjá neitt annað í hitaveitumálinu en agn fyrir kjósendur við bæjar- stjómarkosningar og ekkert vildi í því gera, nema því aðeins, að hann gæti sjálfur haft pólitískan hagnað af því. Af þeirri ástæðu og engu öðru var af íhaldsmeirihlutanum í bæjarstjórn bæði minnihlutanum þar og ríkisstjórninni haldið fyrir utan allar lántökutilraunir til hitaveitunnar með þeim árangri, að þær mistókust allar svo herfi- lega, sem mannum er enn í fersku minni, þangað til máiið var komið í eindaga og ófriður- irin fyrir dyrum. Nú verðum við að súpa seyðið af allri þessari ráðsmennsku bæj- arstjórnariihaldsins með því að •kaiipa framkvæmd hitaveitunnar tvöföldu því verði, sem áætlað var í vor. Þá var gert ráð fyrir því, að hitaveitan myndi kosta tæpar sjö milljónir króna. Nú er það á allra vitorði, þött það sé ekki viðurkennt opinberlega, að framkvæmd hennar muni kosta á 12. milljón vegna verð- hækkunar á efni til hennar og hækkaðra flutningsgjalda. Og þá er þó enn eftir að - taka það með í reikninginn, hve miklu hærra verði við verðum að kaupa heita vatnið, þegar þar að keniur, til þess að geta greitt vexti og af- borganir af hitaveituláninu, sem verður nú svo miklum mun stærra en ætiað var. Það er oft sagt, að það þýði ekki að sakast um orðinn hlut. Og vissulega dettur engum ann- að í hug, en að hitaveitunni ver'ði nú haldið áfram, ef þess er nokkur kostur, að fá efnið til hennar flutt hingað, þótt seint sé og hversu dýr, aem hún verð- ur. En þar fyrir er engin ástæða til þess, að íbúar höfuðstaðarins gleymi þvi, hverjum það er að kanna, að hitaveitan kemur svo seint og kostar okkur svo mörg- um toiiljiónum meira en orðið hefði, ef hún hefði verið undir- búin af röggsemi og framsýni og í samráði við aðra flokka, en ekki verið gerð að pólitisku puk- ursmóli með það fyrir augum að nota hana einum fíokki til fram- dráttnr. Það gæti ekki talizt ó- m«kl*gt og væri áreiðanlega ©ng- Brevtino Það ætti að hækka hámarkið, sem sett var fyrir launahækkun, úr 3600 í 4800 kr. og miða kaup- hækkunina að eins við 3 siðustu mánuði ársins. Eftir Jén Blöndal hagfræðing. ÞEGAR lögin um gengis- skráningu og ýmsar ráð- stafanir í því sambandi voru sett — og nafnverð íslenzku krónunnar í erlendum gjaldeyri þar með lækkað um ca. 20% — voru ýmsir þeirrar skoðunar, að verðlag innanlands þyrfti ekki að hækka verulega við gengis- breytinguna, í fyrsta lagi vegna þess, að gengið var raunveru- lega lækkað áður, verðlagið svaraði til lægra gengis, og í öðru lagi vegna hinna öflugu ráðstafana, sem jafnframt voru gerðar til þess að koma í veg fyrir verðhækkun: lagt var bann við því að hækka húsa- leigu, hert á verðlagseftirlitinu og verð á helztu landbúnaðar- afurðum og allt kaupgjald skyldi haldast óbreytt til 1. apr. 1940, nema því aðeins að verð- lagið hækkaði um 5% eða meira. Þessi skoðun reyndist og á rök um reist til þess að byrja með a. m. k.; þrjá fyrstu mánuðina eftir gengisbreytinguna hækk- aði verðlagið ekki nema um 2% og kaupgjald og verð landbún- aðarafurða skyldi því haldast óbreytt til áramóta. En nú hefir allt viðhorf breytzt algerlega í þessum mál- um með stríðinu. Allur almenn- ingur horfir nú með kvíða út í framtíðina og minnist þeirrar óskaplegu dýrtíðar, sem ríkj- andi var í síðustu heimsstyrj- öld, auk annarra búsifja, sem menn óttast að stríðið muni hafa í för með sér. Verkafólk og aðra, sem laun taka, skiptir það ekki aðeins máli hvort hægt verði að fá atvinnu, heldur einnig hvers virði kaupið er, ef það er metið í lífsnauðsynjum. Ég ætla mér ekki að spá neinu um þessi efni. Enginn efi er á því, að hin óskaplega verðhækkun stríðsáranna var að nokkru leyti að kenna skakkri fjármálastefnu og er vitanlega hægt að gera sér vonir um, að meiri forsjálni gæti í stjórn peninga og fjár- mála með hliðsjón af hinni dýr- keyptu reynslu síðustu heims- styrjaldar. En þar sem allt er enn á huldu með viðskipti okk ar við útlönd, er tilgangslaust að spá nokkru um það, hverju fram kann að vinda og hvaða stefnu beri að taka. En ég geri ráð fyrir, að ýms um þyki fróðlegt að rifja upp verðlags og kaupbreytingar á stríðsárunum og hlutfallið á milli þeirra. Það er vonandi að sú þróun eigi ekki eftir að end- urtaka sig í þessu stríði, þó ekk- ert verði um það sagt með vissu. inn skaði fyrir bæinn, þótt Sjálf- stæðisflokkurinin fengi að reka sig á það við næstu bæjarstjóm- arkosningar, að það séu takmörk fyrir trausti almennings á þeim flokkum, sem þannig spekúiera í velferðarmáium h«ns. Reynsla stríðsáranna var í stuttu máli sú, að kaupgjaldið hækkaði miklu seinna en verð- lagið ogi hvergi nærri <eins mikið. Það er ekki fyrr en árið 1921, sem kaupgjaldið hefir hækkað hlutfallslega eins mikið og smásöluyerðið. Raunveru- lega lækkaði því kaup verka- fólksins stórkostlega á stríðsár-; unum. —........ í þessu sambandi er vert að minnast þess, að í stríðsbyrjun er varla hægt að tala um neinn verkalýðsfélagsskap hér á landi. Það höfðu að vísu verið stofnuð einstök verkalýðsfélög, en þau voru veik og höfðu ekkert innbyrðis samband sín á milli. 1916 er Alþýðusamband ísr lands stofnað og frá þeim tíma fer kaupið fyrst . verulega að hækka. Reynsla stríðsáranna og næstu árá þar á eftir sýnir greinilega, hvers virði verka- lýðnum það er að hafa ein alls- herjarsamtök í launabaráttu sinni. Hér fer á eftir tafla, er sýn- ir breytingar á tímakaupi í Reykjavík árin 1914—1923 og vísitölu tímakaups og fram- færslukostnaður. Tölurnar eru teknar úr Lággengi eftir Jón Þorláksson. Vísitölurnar eru reiknaðar þannig, að kaupið ©g verðlagið í júlí 1914 ■ eru sett sem 100. Vísitala framfærslu- kostnaðarins sýnir: síðan verð- Ar 1914 1915 1916 1917 1919 1919 1920 1921 1922 1923 Ég skal ekki orðlengja um þessar tölur, þær tála sínu máli um þá dýrtíð, sem verka- fólkið á íslandi varð að þola á stríðsárunum — og hin raun- verulega ,,dýrtío“ er ekki í þv’í fólgin, að verðlágið hækkar', heldur í því, að tekjurnar hækka ekki að sáma skapi og verðlagið, það er það, sem mestu máli skiptir. Skal nú vikið nokkrum orðum að þeirri löggjöf, sem síðasta Alþingi setti viðvíkjandi kaupgjaldi í landinu og yar ætlað að gilda til 1. apríl 1940. Á það hefir verið bent, að þæ.r aðstæður, sem voru, þegar lögin voru sett, voru algerlega breyttar orðnar og kröfur hafa komið fram um að lögin yrðu úr gildi numin með bráðabirgða lögum, svo heimilt yrði að hækka kaupgald eftir því, sem dýrtíðin vex. Hafa og þegar verið gefin út bráðábirigðalög, sem leyfa áhættuþóknun -sjó- manna, en sú breytirig verður að vísu að teijást riökkuð sér- JÓN BLÖNDAL hag- fræðingur ritar eftir- . farandi grein um kaupið og gengislögin, 'en um kauþgjaldsmálin er nú mikið rætt af verkamönn- um um land allt. Jón Blöndal er fulltrúi Alþýðuflokksins í kaup- lagsnefnd, en það er nefnd sú, sem stofnuð var til að reikna út framfærslukostn- aðinn, sem lagður er til grundvallar fyrir káup- hækkun, samkvæmt geng- islögunum. 1. okt. ár hvert. - o Timakaup aurár Visitala tímakaups Vísitála fram- færslu- kostn. 35 100 100 35—40 107 123 40—45 125 155 45—75 178 248 75 214 333 90—116 281 348 116—148 388 446 148—120 357 331 120 344 291 120 344 277 staks. eðlis. Skal ég ekki ræða þá hlið málsins hvort krafan um afnám laganna er réttmæt eða hyggileg, en aðeins benda á tvö atriði, þar sem mér virð- isti; auðsætt, að mjög breyttar aðstæður séu fyrir hendi, sem geri bréýtingar á lögunum eðlilegar og sjálfsagðar, þegar þirigið tekur þau aftur til með- ferðar í haust í filefni áður- nefndra' íbráðabirgðalaga. 1. Sarrikvæmt lögunum skal allt kaupgjald, nema kaup ó- faglærðrá yerkamariria og sjó- manna ög fjöldskyldumanria með lægrá én 3600 kr. ársláuri — og tilsvarandi lægra annárs staðar, vera óbreytt til 1. aþril 1940. Nú beridir allt til þess, að verðhækkunin verði miklú stórkostlegri, heldur en menn höfðu gert sér 1 hugarlund, — þegar gengislögin voru sett. Enda þótt allur slíkur saman- búrður sé varhugaverður, má gqta þess, að fyrstu 9—10 mán- uði síðasta stríðs hækkaði smá- söluverð í Reykjavík um 30 af hundraði — (mánaðarvísitala Hagstofunnar). Ef eitthvað svipað því ætti sér stað nú, væri það ekki smá- ræðis skattur á þá fjölskyldu- menn, sem hefðu rúmlega 3600 kr. árslaun og mættu því ekki hækka í kaupi fyrr en í fyrsta lagi 1. apríl 1940. Það virðist því fyllilega sanngjarnt, að þetta hámark fyrir fjölskyldu- menn verði hækkað allverulega — til dæmis upp í 4800 kr. að minnsta kösti. Ennfremur virð- ist ekki ósanngjamt, að kanp- gjald eltki að'eins f jölskyldu- manna heldur og annarra lág- launamahna megi hækka eftir sömu reglum og kaup ófag- lærðra verkamanna og sjó- manna. 2. Svo er ákveðið, að kaup- gjald ófaglærðra verkamanna, sjómanna og fjölskyldumanna undir 3600 kr. árslaunum, skuli hækka um helming þess, sem verðlagið hækkar, ef verðhækk- unin nemur 5—10%, en um % hluta, ef hún nemur 10% eða meiru. Skal bera saman meðaltal mánaðanna júlí—des. við með- altal mánaðanna jan.—apríl 1939. Þetta var ekki óeðlilegt ákvæði, þegar lögin voru sett. En nú brýtzt stríðið út í sept- ernberbyrjun og verðhækkun af völdum þess kemur ekki fram fyrr en í októbervísitölunni. •— Stríðshækkunin kemur því aðeins fram á 3 síðustu vísitöl- um ársins og það má því gera ráð fyrir, að kauphækkunin um áramótin verði ekki nærri % hlutar af þeirri verðhækkun, sem komin verður þá. Öll sanngirni virðist því mæla með því að vísitala síðustu mánaða ársins. þ. e. mánaðanna eftir að stríðs- hækkunin ltemur fyrst fram, Verði lögð til grundvallar, þeg- ar reiknuð verður út verðhækk- unin um áramótin, samkvæmt gengislögunum. Kappleiknrinn í (yrradag. Valur vano fram 4:2 "fjAÐ var mjög erfitt að keppa -*• j fyrrad. á blautum vellinum og Kttötturinn varð eftir ofur- litla stund mjög þungur og sleip- ur. ÞÍað þurfti því töluverða lík- amsbbrði til að geta keþt í fyrrad. og ,þ4ss vegna varð leikurinn f jör laus síðast í seinni hálfleik. yalur var betri og léku Vals- menri oft ágætlega í fyrri háíf- leik. prslitin gáfu því rétta mynd áf stjyrkleika liðanna, enda þótt Fram fengi mjög góð tækifæri í fyrri hálfleik. Hinir þrír „nýliðar“ i Val léku þanriig að rnaður gat ekki annað en orðið hrifinn af þeim. Jóhann Eyjólfsson er mjög efnilegur og verður áreiðanlega með thnauum hættulegur í sókn. Snorri sýndi í gær, eins og áður, oft góðan leik og virðist vera efnilegar. Og Hannes þarf ekki annað en bæta við hraða sinn, þá vetður fiann óættulegur. Grhnar, Frímann og Hrólfur léku vel, en Sigurður var ekki upplagður og lék auk þess of langt fram, svo að hann varð þess vegna að elta mótherjann í stað þess að mæta honum. Af Fram-mönnum var Sæmund ur tvímælalaust beztur, Jón Magn ússon var ágætur í fyrri hálfieik, en gerði lítið i seinni hálfleik. Sigurður Jónsson (Stalin) var stél harður, lék vel frá sér knettinum, en lék, því miður, oft ólöglega. SigurÖur Halldórsson var góður í vörn, en hjálpaði lítið til í sókninni. Þórhallur og Karl geta með tímanum orðið góðir fram- herjar og léku oft vel. Gunnlaugur, markvörðurinn, var ágætur, og óvenjulega hepp- inn. Guðjón Einarsson var dóm~ ari og kunni víst ekki vel við feig x pollinum. Það er fullmikió að baða sig þrisvar á dag- Þegar alls er gætt, var þetto „spennandi" drengilegur ieikur og töluvert betri en leikurinn milli K- R. og Víkings. Sklða- og skautafélag Hafnarfjarðar heldur aðalftmd sinn að Hótel Björninn á mið- vikudagskvöld kl. SVs- Félagar eru beðnir að fjölmenna. Með því að ákveðlð hefur verið af) leggja niður Rafteekjaeinkasðlu rík« isins frá næstu áramótnm að telj®,, er hér með skorað á pá, er kynnsi að hafa fi hyggju að verzla með víSr« ur pær, er Raftækjaeinkasaian hefii* ná einkasöln á, að gera ráðstafanir til að tryggja sér innflutning á þeim vðrnm hið fyrsta. Fjármálaráðuneytið, ð. oktéber 1939. mi 2. 3. Jl I EM M P11 f- heitir verðlaunum. Stórt mánaðarrit, sem ráðgert er að taki að koma út í Reykjavík í haust með undirritaðan að ritstjóra, heitir verðlaunum fyrir greinar, sem hér segir: 1. Fyrir grein um þá breytingu, sem á þessum misserum er að verða í íslenzku þjóðlífi. 1—4 bls............................... kr. 25—50 Fyrir grein um alþýðlegan fornritalestur, 2—4 bls.......................... . kr. 30—50 Fyrir grein um bók, sem komið hefir út á íslenzku nýlega, 2 bls............kr. 40 4. Fyrir . skemmtigrein — mætti vera almenn ádeila í léttum, fyndnum stíl, 2—5 bl. ... kr. 30—50 Blaðsíðustærðin er miðuð við „Eimreiðina.“ Ekki verða veitt verðlaun nema fyrir greinar, er teljast ágætar,, bæði að efni og skemtilegri framsetningu. Vel get- ur komið til mála, að fleiri verðlaun en ein verði veitt fyr- ir greinar um sama efni. og yrðu þau þá greidd jafnóðum og .greinarnar birtast. Fyrsta greiðsla, verði um verðlauna- hæfar greinar að ræða, fer skilyrðislaust fram fyrir jól. Hver grein, sem ritstjóri álítur, að komi til mála, verður athuguð gaumgæfilega af þremur skynbærum mönnum. Engin grein verður notuð, nema hún fái verðlaun. Grein- arnar sendist undirrituðum poste restante, Reykjavík, fyr- Ir 10. nóv. n.k. undir dulnefni með réttu nafni höfundar í umslagi, en dulnefnið sé ritað utan á það einnig. Höskuldsstöðum, 10. sept, 1939. Björn O. Björnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.