Alþýðublaðið - 13.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.10.1939, Blaðsíða 3
ÞöSTUDAGUB 13. OKT. 1939. ALÞfÐUBUÐiÐ ♦-------------------------» ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4806: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN • —-----------------------♦ Kaupgjaldið 09 gengísloyin. ÞEGAR gengi krónunnar var lækkað með lögum í vor og um leið ákveðið, að kaupgjald í landinu skyldi haldast óbeytt í heilt ár fyrir alla aðra en ófaglærða verka- menn og sjómenn og fjöl- skyldumenn með minna en 3600 króna árstekjum í Reykja- vík og tilsvarandi lægri tekjum annars staðar, gerði enginn ráð fyrir því, að verðlag hér inn- anlands gæti hækkað eins stór- kostlega á árinu og nú er fyr- irsjáanlegt. Kaupgjaldsákvæði gengis- laganna voru líka beinlínis mið- uð við það, að takast mætti að halda verðlagi hér innanlands niðri, enda voru um leið mjög ákveðnar ráðstafanir gerðar til þess. Þannig var bannað, að hækka húsaleigu í heilt ár og kjöt og mjólk svo lengi sem á- kvæðin um hækkun á kaupi ó- faglærðra verkamanna og sjó- manna og láglaunaðra fjöl- skyldumanna kæmu ekki til framkvæmda, og jafnframt var eftirlitið hert mjög verulega með verðlagi á erlendum vör- um. Þessar ráðstafanir reyndust líka nægilegar til þess að halda verðlagi í landinu svo niðri fyrstu mánuðina eftir að gengi krónunnar var lækkað. að framfærslukostnaður hér í Reykjavík hækkaði frá þeim tíma til 1. júní ekki nema um aðeins rúmlega 2%, Og þar sem framfærslukostnaðurinn þurfti samkvæmt gengislögunum að hækka um minnst 5% til þess ákvæðin um hækkun á kaupþ ófaglærðra verkamanna og sjó- manna og láglaunaðra fjöl- skyldumanna kæmu til fram- kvæmda, hélzt allt kaup þá ó- breytt og á samkvæmt lögunum að haldast það til 1. janúar 1940. En nú hefir stríðið svo ger- samlega kollvarpað öllum þeim forsendum, sem kaupgjaldsá- kvæði gengislaganna byggðust á, að óhjákvæmilegt virðist, að þau verði tekin til rækilegrar endurskoðunar, þegar þingið kemur saman í byrjun næsta mánaðar. Verðlag hefir nú þeg- ar hækkað svo mikið síðan stríð ið hófst og á fyrirsjáanlega eft- ir að hækka svo stórkostlega fyrir nýjár, að knýjandi ástæð- . ur hljóta að teljast til þess, að kaupgjaldsákvæði gengislag- anna séu rýmkuð á fleiri en einn hátt. Jón Blöndal hagfræðingur, sem á sæti í kauplagsnefnd, gerði í ítarlegri grein hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum ákveðnar tillögur 1 þessa átt. Hann telur fyrst og fremst nauðsynlegt, að tekjuhámark það, sem í lögunum var gert a? skilyrði fyrir því, að laun fjöl- skyldumanna mættu hækka, verði fært úr 3600 krónum upp í 4800 krónur, og að heimildin til launahækkunar sé ekki leng- ur bundin við þá og ófaglærða verkamenn og sjómenn, heldur einnig látin ná til annarra lág- launamanna, enda er það ekki sjáanlegt, hvernig þeir ættu að öðrum kosti að geta risið undir þeirri dýrtíð, sem nú er fyrir- sjáanleg í náinni framtíð. En Jón Blöndal telur einnig óhjákvæmilegt, að breyta á- kvæðum laganna um útreikn- ing á hækkun framfærslukostn- aðarins, sem lögð er til grund- vallar fyrir kauphækkuminni. í lögunum er svo ákveðið, að kaup ófaglærðra verkamanna og sjómanna og fjölskyldu- manna með minna en 3600 króna árstekjum skuli hækka um helming þeirrar hundraðs- tölu, sem framfærslukostnaður- inn hækkar, ef hækkun hans nemur ekki nema 5—10%, en um tvo þriðju hluta, ef hún nemur 10% eða meiru. Og skal hækkun framfærslukostnaðar- ins reiknuð út með samanburði á verðlaginu eins og það er að meðaltali sex síðustu mánuði ársins 1939 við meðaltal af verðlaginu sex fyrri mánuði þess. En nú er það augljóst, að verðhækkunin af völdum stríðsins kemur ekki fyrr en þrjá síðustu mánuði ársins og ef meðaltal af verðlagi sex síðustu mánaðanna yrði lagt til grund- vallar fyrir kauphækkuninni um áramót, myndi hún þar af leiðandi ekki nálægt því ná þeim tveimur þriðju hlutum af hækkun framfærslukostnaðar- ins, sem þá hefði átt sér stað. Jón Blöndal leggur því til, að ákvæðunum um útreikning framfærslukostnaðarins verði breytt þannig, að hann yrði ekki byggður á meðaltali af verðlaginu sex síðustu mánuði ársins, heldur aðeins þrjá síð- ustu mánuðina, af því að það er þá fyrst, sem hin mikla verð- hækkun af völdum stríðsins verður. Og með tilliti til þess að í gengislögunum var ekki gert ráð fyrir neinum svo skyndilegum og stórkostlegum verðlagsbreytingum og þeim, sem nú eru að verða af völdum stríðsins, er ekki sjáanlegt, hvernig með nokkurri sann- girni verður 1 móti því mælt, að ákvæðum laganna sé breytt á þennan hátt. Það hafa komið fram kröfur um það frá kommúnistum, að gengislögin yrðu úr gildi num- in og þá vitanlega einnig kaup- gjaldsákvæði þeirra. Sú krafa lítur í fljótu bragði út fyrir að vera mjög róttæk, en er, þegar betur er að gáð, lítið hugsuð eins og flest það, sem frá kom- múnistum kemur. Því má þó ekki gleyma, að með kaup- gjaldsákvæðum gengislaganna er ófaglærðum verkamönnum og sjómönnum og fjölskyldu- mönnum með minna en 3600 króna árstekjum tryggð kaup- hækkun, sem nemur tveimiir þriðju hlutum af þeirri verð- hækkun, sem nú er fyrirsjáan- leg af völdum stríðsins, því að vitanlega verður hún um ára- mót orðin meiri en 10% frá því, að gengi krónunnar var lækkað. Hins vegar er það vit- anlegt, að fjöldinn allur af verkamönrium eru bundnir samningum við atvinnurekend- ur um fast ákveðið kaup langt fram á næsta ár, þannig, að ef lögin yrðu numin úr gildi, gætu þeir engrar kauphækkunar vænst fyrst um sinn. Það getur því að minnsta kosti ekki verið Eftir bindindisvlkuna: Frá pví að bannið var afnnnið hðfnn við keypt áfengi fyrir 17-18 nilljönir kréna. Það er ekki hægt að ftaka fðlkið frá flðsk- unni, pað verðnr að taka flðskuna frá I»vi Z haust, þrátt fyrir ástand og ið. Hann sagði, að krepjp- una mætti lækna að fullu mdð því og fyrir alþýðustéttina yrSi það nýtt líf, því ef allt, se*i hún eyddi fyrir áfengi, færi til þess að bæta lífskjör hennar, myndi líf flestra verða þolaa- legt.“ — Áfengisneyzla hér er aú sama og áður? ,.Ekki verður annað séð. Hún er mjög svipuð frá ári til árs. O INDINDISMÁLAVIKAN er liðin. Henni lauk á fundi eins elzta bindindisfélagsins í landinu, stúkunnar Ein- ingin númer 14. Bindindisvikan var nýjung í starfsemi bindindismanna og góðtemplara, og tvímælalaust má telja, að slík starfsemi í baráttunni gegn áfenginu sé sjálfsögð og skylt að styðja hana á allan hátt. Þessi starfsemi var ekki einskorðuð við góðtemplararegluna, heldur gengu ýms voldug félög, menningarfélög, uppeldisfélög og verka- lýðsfélög í eina fylkingu og börðust hlið við hlið. Þessi aðferð er og sjálfsögð og árangurinn hlýtur að verða eftir því. Hér er heldur ekki um mál að ræða, sem snertir aðeins ein- stakar félagsheildir, það snertir alla þjóðina og afkomu htenn- ar, öll heimili og alla einstakl- inga. Áfengið er böl, sem hótar öllum eyðileggingu. Mönnum hrýs hugur við því, þegar þeir heyra það, að síðan bannið var afnumið 1935 höfum við Reyk- víkingar keypt áfengi fyrir 2 % milljón króna árlega og þjóðin öll um 3i/2 milljón króna, þannig hafa ísltendingar á þess- um 5 árum eytt fyrir áfengi um 1714 milljón króna! Þetta er ægilegt að hugsa sér og þó er þetta svona. Hvað hefð- um við ekki getað gert fyrir þetta fé? Við hefðum getað keypt um 22 nýtízku togara — og átt þá skuldlausa! Aðrir geta svo reiknað út hvað við hefðum getað gért fyrir þetta fé á öðrum sviðum. En hvað höfum við svo fengið fyrir það fé. sem við höfum eytt þannig? Það væri bezt að andbnningarnir, sem hatramm- legast börðust fyrir afnámi bannlaganna, prófessorarnir, stjórnmálamennirnir, stórkaup- mennirnir og hinir svokölluðu leiðtögar þjóðarinnar, svöruðu þessari spurningu. Almenningi er ekki kunnugt um, að þjóðin hafi fengið annað en aukin vandræði, eyðilögð heimili, skemmt uppeldi, fleiri tauga- sjúkdóma, auk sorgar og þján- inga fjölda margra, sem ekki flíka tilfinningum sínum opin- berlega. Ein aðalrökin fyrir afnámi bannlaganna á sínum tíma voru þau, að hver ætti að vera sjálf- ráður um það, hvort hann neytti áfengis og að afnám bannlaganna myndi minka drykkjuskap þegar frá liði. — Síðari staðhæfinguna hefir reynslan algerlega hrakið, eins og bannmenn héldu líka allt af fram, en viðvíkjandi hinni hinum ófaglærðu og láglaun- uðu verkamönnum í hag, að gengislögin yrðu úr gildi num- in og þeir þannig sviftir þeirri verulegu kauphækkun, sem þeir eiga nú vissa samkvæmt þeim, þótt þeir fengju í staðinn ein- hverja óvissa von um það að geta knúið fram kauphækkun síðar meir. En íyrir kommún- ista er það vitanlega algert aukaatriði, hvaða kaup verka- mennirnir hafa og hvort þeim líður betur eða verr. Hitt er að- alatriðið, eins og það hefir æfin- lega verið hjá þeim, að koma af stað verkföllum og róstum til þess að geta sjálfir fiskað í gruggugu vatni. staðhæfingunni má segja það, að ef einstaklingarnir eiga að vera frjálsir um alla skapaða hluti, ef þjóðfélagið má ekki taka það frá einstaklingunum, sem er þeim hættulegt og fjölda margir þeirra kunna ekki með að fara, hvers vegna er þá ekki leyfð sala á ópíum, mor- fíni, kókaíni, heroini? Þetta eru eiturlyf, sem engum dettur 1 hug, að leyfa frjálsa sölu á. Á- fengið er líka eiturlyf, sem er skaðlegt og eyðileggur hundruö manna árlega, en er engum til góðs. Það var þetta allt, sem bind- indisvikan vakti athygli á og ræddi um og þeim mönnum, sem báru hana uppi, ber að þakka fyrir drengilegt starf. Viðtal vil Felix ðuð- niMdtnu. Alþýðublaðið hafði 1 gær tal af Felix Guðmundssyni stór- gæzlumanni löggjafarstarfs um bindindisvikuna og árangurinn af henni og fer samtalið við hann hér á eftir: „Tilgangurinn með bindindis- vikunni var sá 1 stuttu máli, að helga bindindismálinu viku- starfsemi, studda af svo mörg- um aðilum og ágætum kröft- um, sem völ væri á. Vikan var fyrst og fremst tilraun til að vekja menn upp af þessu brennivínsmóki, sem ríkt hefir síðan bannlögin voru afnumin.“ — Hvernig heldur þú að það hafi tekist? ,,Ég býst við að allflestir bæj- arbúar hafi orðið varir við þessa starfsemi og varla kom- ist hjá að hugsa eitthvað um hana. En hún var samt gott dæmi þess, hvað mikils þarf við, til að framkalla rót eða á- tök um þó svo almennt velferð- armál, eins og bindindismálið er.“ — Fannst þér þátttakan þá ekki nógu almenn? „Maður varð ekki var við verulega almenna þátttöku. — Allflest fólk, sem komið er til vits og ára, veit full deili á á- fenginu eða réttara sagt, það veit allt um það. Það er mun- urinn á fyrri brennivínstímabil- um og því, sem við nú lifum á, að áður fyrr drukku menn af fávisku og falstrú á ýmissa eiginleika áfengisins. En allt slíkt eru bindindismennirnir og vísindin búin að kveða niður. Svo að segja hver maður veit nú, að það er heimskulegt og háskalegt að neyta áfengis.“ — Hvers vegna álítur þú þá að menn geri það? ,,Því valda ýmsar orsakir. FELIX GUÐMUNDSSON svo sem tízka hins „heldra fólks“, spilt samkvæmislíf, at- vinnuleysi, fátækt, óþarflega miklir peningar og fleira.“ >— Þú segir fátækt og of miklir peningar! „Já, það er viðurkennt og sannað fyrirbrigði með hag- skýrslum landanna, að á góðum tímum, það er að segja, þegar allt gengur vel, atvinnulíf í blóma og svo framvegis, þá er venjulega mest drukkið, og svo næst mest á slæmum tím- um, kreppu- og atvinnuleysis- tímum. Þegar menn hafa mikla peninga, leita þeir oft heimsku- legra nautna — og þá er áfeng- ið fyrst fyrir. Þegar menn glíma við atvinnuleysi og vanlíðan, grípa menn líka til þess, þó það skapi ennþá aumari líðan. Þess vegna eru settar á takmarkanir eða sala stöðvuð á hinum erf- iðustu tímum. Menn muna sjálfsagt eftir þvl, að forsætis- ráðherra Bretaveldis taldi sig hafa gert þjóð sinni ómetan- legt gagn með því í síðasta stríði, að minnka áfengisnautn þjóðar sinnar um helming. Og fyrst ég minntist á England, má é.g bæta því við, sem menn sjálfsagt muna, að Philip Snowden fyrrverandi fjármála- ráðherra Englands ritaði bækl- ing um lækningu kreppunnar þar í landi. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að henni væri hægt að útrýma með því að loka fyrir áfeng- horfur, aðeins lokunin á Akur- eyri og Siglufirði megnuðu að draga úr sölu og nautn áfengis, meðan það var.“ — Hvað telur þú heppilegast að gera? „Tvö ráð eru til, til að upp- ræta áfengisnautn, og gætu þó fyrst og fremst komið að gagni hvert með öðru, en áður en ég nefni þau, vil ég taka það fram, að meðan núverandi ástand rík- ir er hreint og beint giæpsam- legt að flytja áfengi til lands- ins, enda heyrist enginn maður mæla því bót. í fyrsta lagi ætti það að vera skilyrði fyrir að maður geti fengið opinbera stöðu, að hann sé algjör bind- indismaður. Ég veit, að sumir kalla þessa skoðun templara- öfgar. En það mætti öllu frem- ur kalla það vísindaöfgar. Þau hafa fullsannað, að maður, sem neytir áfengis, dugar svo miklu ver en sá, sem ekki neytir þess. Það er fyrsta boðorð allra, sem ætla að skara fram úr — and- lega og líkamlega, að snerta ekki áfengi, og hvers vegna ætti þjóðfélagið að nota annað en ó- spilta krafta? Þetta ráð myndi hafa geisileg áhrif bindindislega séð. Og þó væri það ekki nóg, því þegar á allt er litið, verður fólkið aldrei tekið frá flösk- unni, það verður að taka flösk- una frá því!“ — Þú ert þá sami bannmað- urinn, sem þú hefir alltaf ver- ið? „Vitanlega. Allt, sem við bannmenn héldum fram, þegar barizt var um bannlögin, hefir sannast, en fullyrðingar and- banninga hafa afsannast. Við bannmenn höfurri borið algeran sigur úr býtum, þó að við yrð- um undir í atkvæðigreiðslunni — og þetta viðurkenná margir fyrrverandi andbanningar nú. Ég er sannfærður um, að áhrif bindindisvikunnar eru mikil, þó að æskilegt hefði verið, að hún hefði vakið meiri reiði gegn áfengisnautninni en raun er á, en ef til vill er það vegna þess, að fólki finnist nú orðið, að við bannmenn séum að tala um svo sjálfsagða hluti.“ Cftsðlnverð á rafmagnsperum. Algengustu gerðir. Þýzbar (Osraim) Sænskar (Luma) 25 Dlan. eða minni kr. 1,25 kr. 1,20 40 — — 1,55 — 1,40 65 — — 2,00 — 1,75 100 — — 2,50 — 2,25 ÍOO Watt — 3,50 125 Dlm. - 3,45 150 - — 3,75 Raftækjaeinkasala ríkisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.