Alþýðublaðið - 13.10.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.10.1939, Blaðsíða 1
RÍTSTJÓRI: F. R. VALÐEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN KX. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 13. OKT. 1939 TB*. vét"RAs8land hlk a§ ráiast á Flnnl d In og NorðurlVnd skárust I inn í gærkveldi au^tur i Bfoskva Máiiðirforði af sykri kemisr með Drottniognne! IGÆR komu fregnír um það, að tilraunir þær, sem gerðar höfðu verið tll að fá keyptan sykur í Danrnörku héfði tekist. Kemur hann með Alexandrínu drottningu, sem kemur hingað í næstu víku. Mun sá sykur duga Reykvík- ingum og Hafnfirðingum í mán- anaðartima, en sykurskoriur er hvergi á landinu, nema hér og í Hafnarfir&i. Mun þetta vera gleðitiðindi fyr- ir marga, sem hafa nú aðems sykur til nokkurra daga. *Frá fréttaritara AlþýðublaSsins. KHÖFN í morgun. T-* AÐ varð kunnugt í gærkveldi, að sendiherra Banda- -"^ ríkjastjórnarinnar í Moskva hefði í gær farið á fund Molotovs og farið þess á leit við hann, að sovétstjórnin gerði ekkert það, sem spillt gæti samhúð Finna og Rússa. í gærkveldi afhentu sendiherrar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur sovétstjórninni einnig orðsendingu frá stjórn- um sínum með tilmælum um það, að Finnland fái óáreitt af Rússum að njóta þess sjálfstæðis og hlutleysis, sem það hefir nú í nánu sambandi við önnur Norðurlönd. Menn eru ekki alveg vonlausir unl, að þessar aðvar- anir Bandaríkjanna og Norðurlanda í Moskva kunni að bera nokkurn árangur. Það þykir að minnsta kosti benda frekar í þá átt, að því var haldið frarh í Moskva í gær- kveldi, að samningaumleitanir sovétstjórnarinnar við fínnsku stjórnina væru allt annars eðlis en við Eystrasalts- löndin undanfarna daga. AíviniiBbaBtar (orfe að hefjast. Vaxandi atvínnuleysi. ÞRÁTT fyrir það, þó að á 3. hundrað manna séu nú í vinnu við hitaveituna, voru í gær skráðir atvinnuláusir 523 verkamenn. Sýnir það ljóslega, hve mik- il nauðsyn er á því, að hafizt verði sem fyrst handa um at- vinnu. Tillaga Alþýðuflokksins frá síðasta bæjarstjórnarfundi var til umræðu á bæjarráðs- fundi fyrir nokkru. Var borgarstjóra falið að hafa tal af félagsmálaráðherra um samvinnu við ríkið viðvíkj- andi atvinnubótum. Enn mun borgarstjóri ekki hafa haft tal af ráðherranum um þetta mál, og er erfitt að sjá eftir hverju hann er að bíða. Síefano Isíanrii ifið keÐODolegaleikhAsið EFTIR því sem fréttaritari út- varpsins í Kaupm.höfn hefir heyrt mun Stefano Islandi einn- ig á þessu leikári starfa við Kon- unglega leikhúsið. Hér er pó ekki að ræða um fasta ráðn- ingu, heldur mun hann eins og á fyrra leíkári syngja sem gestur í nokkrum hlutverkum. Mun hann. afrur syngja og leika aðalhlut- Verk i operunum La Boheme og Madame Butterfly eftir ítalska tónskáldið Puccini. Þá eru líkur tii að hann syngi auk pess hlut- verk Don Josi í Carmen-óperu frakkneska tónskáldsins Pizets. Er þetta eitt af frægustu söng- hlutverkum danska söngvarans Herolds. Kjör þau sem Stefano Isiandi hafa verið boðin við Kon- Frh. á 4- sifcu. Viðræðurnar í Moskva milli Finna og Rússa byrjuðu í gær, og enda þótt ekkert hafi verið tilkynnt um, hvtert efni þeirra var, er talið, að Álándseyjar hafi verið aðalviðræðuefnið. En þessar eyjar hafa sem kunnugt er mikið hernaðarlegt gildi, þar eð sú þjóð, er hefði þar flota- og flugstöðvar, hefir á valdi sínu siglingar um Finnlands- flóa og Botnteska flóann. Víggirðingarnar á Álandseyj- um voru teknar niður eftir styrjöldina og Rússar settu sig fyrir nokkru upp á móti finnsk- sænskri tillögu um endurvíg- girðingu eyjanna. Það var tilkynnt í Helsing- fors í gærkveldi, að engar kröfur hefði enn verið bornar fram af Rússa hálfu, og enn sem komið er hefði fulltrúar Finna og Rússa aðeins skipzt á skoðunum. Almenningsálitið í Finnlandi virðist vera á pá leið, að grípa heldur til vopna og berjast en sæta neinum afarkostum. Ýms- um varúðar og landvarnaráðstöf- unum er haldið áfram af kappi fen án flausturs og æðru. Allt varalið hefir verið kallað til her- þjónustu og fjöldi manna boðið siig fram sem sjálfboðaliðar. 60 þúsund gamalmenni, konur og hörn hafa verið flutt frá Hels- ingfors og heldur flutningunum áfram. Finnland sættir sig ekki við ðriðgEystrasaltslandanna. -----^----------» ---.------ Yfirlýsíng finnska utanrfkismála ráðtaerrans í H&issngfors í gær. LONDON í morgun. FÚ. Finnski utanríkismálaráð- herrann Erkko sagði í gær, að hann vonaðist til, að samkomu- lagsumleitanirnar færi í þá átt, að gagnkvæmur skilningur og friður yrði ríkjandi. Hann kvað Finná þakkláta fyrir stuðning Norðurlanda og hann kvðst hafa sannanir fyrir því, að Bandaríkin væri velviljuð Finnlandi. Hann sagði enn fremur, að hvers konar tilraun- ir til þtess að fá Finna til þess að afsala sér réttindum sínum eða knýja þá til pólitískrar samvinnu, sem þeim væri ógeð- felld, myndi mæta harðvítugri mótspyrnu. Ástand eins og skapazt hefði í hinum Eystra- saltsrikjunum gæti ekki komið tii níála að því er Finnland snerti. í útvarpsræðu til hinna Norð- urlandaþjóðanna sagði ráðherr- ann í gær, að varúðarráðstöfun- um þeim, sem gerðar hefði ver- ið í Finnlandi, væri ekki beint gegn neinni sérstakri þjóð. Finnland óskaði ekki að vera þátttakandi í neinu, sem gæti haft illar afleiðingar. Það hafði verið svo ráð fyrir gert, að ræðunni yrði endur- varpað til Þýzklands, en það var hætt við það á síðustu stundu, þar sem Þýzkaland neitaði að endurvarpa henni vegna styrjaldarástands. Amerískir verkamenn kaupa hvorki Mzkar né rússneskar vörur. LONDON i gærkv. F.Ú. Verkalýðssambandið i Banda- ríkjunum samþykkti í gær, aðvið halda viðskiptabanninu, að því er þýzkar vörur snertir, og ennfrem- ur, að láta það nú einnig gilda að því er rússneskar vörur snert- ir. ié?-'iWSSB Verða þessir skriðdrekar að endingu sendir til Evrópu? Vígbúnaður Bandaríkjanna á heims- sýningunni í New York. SVAR CHAMBERLAlNSs Bretland semur ekkifrið upp á það að fallast á ofbeldið. -----------------i--------------«,-------------------------------- Þýzkaland verður að sýna Mðarvilja sinníverki Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. í^ HAMBERLAIN iorsætisráðherrá Breta svaraði hinu ^ svokallaða friðartilboði Hitlers í langri ræðu fyrir neðri málstofunni í enska þinginu í gær. Hitler ætlazt til, sagði hann, að við viðurkennum her- töku Póllands. En það er ekki hægt að fallast á friðartil- íögur, sem fara fram á það, að fallizt sé á ofbeldið. Hitler yrði fyrst að sýna það í verki, að hann vildi bæta fyrir mis- gerðir sínar. En svo lengi, sem það er ekki gert, munum vér halda styrjöldinni áfram, þar til yfir lýkur. Það er Þýzka- land, sem nú verður að velja. Bretar fóru ekki í stríðið af Þýzk flotadeild Ati f hefnigirni, sagði Chamberlain, heldur til þess að berjast fyrir frelsið. Og það væri ekki að eins Bretaland og Bretaveldi, sem er í hættu, heldur og Frakk- land og í rauninni öll lönd, þar sem friðelskandi þjóðir byggju. Ríkisstjórnin veit, að bseði sá, sem sigrar og er sigraður, verð ur fyrir ógurlegu tjóni, en að gefast upp fyrir ranglætinu, — væri að afmá öll merki þess, sem eru tákn framsóknar þjóð- anna. Brezka stjórnin sóttist ekki eftir löndum eða fé, og fór ekki fram á neitt af þýzku þjóðinni, sem af leiddi, að henni gæti fundið sjálfsvirðingu sinni misboðið, en það, sem reynt væri að gera, væri að leggja grundvöll að nýju sam- komulagi þjóða milli á þeim grundvelli, að það yrði tryggt, að styrjöldin yrði ekki óhjá- kvæmilegt hlutskipti hverrar einustu kynslóðar í álfunni. Hann kvaðst vera viss um, að allar þjóðir álfunnar þeirra meðal Þjóðverjar, vildu frið, — frið, svo að þær gæti notað hæfileika sína og starfsorku til þess að bæta hag sinn og vinna að hugðarefnum sínum. Það er slíkur friður, sem vér vinnum að, sannur, öruggur friður, en ekki hálfur friður, þar sem stöð ugur kvíði er ríkjandi vegna hótana og ótta við óvænta at- burði. Hvað er þrándur í götu fyrir því, að unnt sé að koma á ör- uggum friði? spurði Chamber lain. Það er þýzka ríkisstjórnin og þýzka ríkisstjórnin ein, svaraði hann, því að með siendurtek- inni ágengni og ofbeldi hefir hún rænt Evrópu friði og öryggi og rótfest óttann og óvissuna í hjörtum nágranna sinna. Hitler, sagði Chamberlain, Frh. á 4. siím. OSLO í morgun F.B. Samkvæmt þýzkum tilkynn- jngum er þýz^k f lotadeild á sveimi í Norðursjió og nálægt þeimstað þar sem sjióorustan við Jótland var háð í heimsstyrjöldinni. Það er litið á það sem ögrun við Englendinga, að Þjððverjar láti svo sem veldi Breta á haf- inu sé brotið. Öryggi Þjóðverja í þessum efnum byggist á því, að þeir telja flugflota sinn svo öflugan, að þeir þurfi ékki að óttast flota Breta. Kommúnistar svara spurn ingum verkamanna með á rðsum á Sjðmannaféiagið & Esi staðreyndirnar tarekja árás* ir peirra, og eru sterkari en peir \ npiLRAUNlR kommúnista * til að æsa upp til óá- nægju út af samningum sjó- manna um stríðstryggingar og áhættuþóknun á stríðs- hættusvæðum eru meira en broslegar. Þeir reyna þetta í þeim eina tilgangi að draga at- hyglina frá ástandinu innan kommúnistaflokksins og ó- stjórn þeirra á Dagsbrún og aðgerðaleysinu í málefnum verkamanna. Héðni Valdimarssyni ferst illa að þykjast bera hagsmuci sjómanna fyrir brjósti, og væri sæmra fyrir hann að sýna þá umhyggju i verkinu en a3 stjórna æsinga- og rógskrifum í Moskvamálgagninu gegn sam- tökum sjómanna og forystu- mönnum þeirra. Hins vegar er vitanlegt að H. V. getur ekki gleymt þeim við- tökum, er hann fékk á geysi- fjölmennum sjómannafundi f Frh. á 4. sí&u. . 'tSI5**'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.