Alþýðublaðið - 06.11.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 6. NÓV. 1939
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
64) Og þeim þótti svo vænt um hann. 65) Og hann sagði við sjálf-
an sig: — Það er þó undarlegt, að maður skuli ekki fá að sjá
þessa prinsessu, sem sögð er svo falleg. 66) En til hvers er að
hugsa um það, fyrst hún situr alltaf inni í koparhöll. 67) Og svo
kveikti hann og þá kom hundurinn, sem hafði augu jafnstór og
undirskálar. 68) Það er að vísu hánótt, en mig langar til að sjá
prinssessuna rétt sem snöggvast.
Mý bék.
Eivind Berggrav: Háloga-
land. — Leifturmyndir
frá visitazíuferðum í Norð-
ur-Noregi. Ásmundur Guð-
mundsson og Magnús
Jónsson þýddu með leyfi
höfundarins. Prestafélag
íslands gaf út. Herberts-
prent.
Heyrt hefi ég það sagt um
þýðingu Matthíasar á einu
kvæði Ibsens, að hún sé svo
góð, að engu síður sé nautn að
lesa hana en norska kvæðið.
Sama finnst mér mega segja
um þýðingu guðfræðikennar-
anna á þessari ágætu bók Berg-
gravs, Oslóar-biskups.
Ég las hana í fyrra á ensku,
og hafði nú engu minni ánægju
af að lesa hana aftur á íslenzku.
Sú bók er svo góð og efnisrík,
að hún á það vel skilið, að hún
sé lesin oftar en einu sinni;
sumt í henni hefi ég marglesið.
Eins og nafnið bendir til, er
hér sagt frá nyrztu héruðum
Noregs og ýmsu úr lífi fólksins
þar. Frásögnin er skemmtileg
og fjörug, og er auðfundið, að
þar segir frá sá, sem er vel
kunnugur. Og bókin ber þess
öll vott, hve vænt höfundinum
þykir um fólkið og landið, sem
hann er að lýsa. Manni fer ó-
sjálfrátt að verða hlýtt til þessa
harðgera og einkennilega fólks
í nyrzta biskupsdæmi Noregs,
norður við íshaf, sem höf. nefn-
ir ,,öfganna land“. Flest er þar
svo ólíkt því, sem við eigum að
venjast hér á landi, og fyrir
það er bókin skemmtilegri og
jafnframt lærdómsrík. Hún er
full af fróðleik og skarpvitur-
legum hugleiðingum um sálar-
líf fólksins og áhrif einangrun-
arinnar og lífskjaranna á hugs-
unarhátt þess.
Mjög fróðlegur er kaflinn um
Svalbarða og lifnaðarhætti
námumannanna þar norður
undir heimskauti. Sumt verður
manni ógleymanlegt, eins og t.
d. kirkjuvígslan á Makkaur, „að
flutta“ túnið, ferðalögin á
hreinasleðunum, samtöl bisk-
upsins við Lappa-börnin, og
nýtur sín þar vel hin frábæra
frásagnargáfa höfundarins.
Bókin er 150 blaðsíður,
UMRÆÐUEFNI
DAGSINS
Kvöldvaka blaðamanna. —
Dægurhjal Friðfinns Guð-
jónssonar um listamennina
og blöðin.
—o—
ATHUGANIR
HANNESAR Á HORNINU.
—o—
YRSTA kvöldvaka Blaða-
mannafélagsins tókst svo vel,
að hver maður, sem sótti hana,
sagðist ekki hafa verið á betri
skemmtun. Það reyndist líka
þannig, eins og blaðamenn sögðu
fyrirfram, að þeir stæðu manna
bezt að vígi með að safna saman
góðum skemmtikröftum og skipu-
leggja skemmtanir og samkomur.
ÉG HYGG að þarna á fyrstu
kvöldvöku blaðamanna hafi gerzt
atburðir, sem aldrei muni gleym-
ast mönnum, og þá fyrst og fremst
upplestur Tómasar Guðmundsson-
ar. Hann las upp 5 ný kvæði og
hertók svo atbygli hinna mörgu
gesta, að ég hefi aldrei séð neins
staðar menn fylgjast jafn vel með.
Þá var gamanvísnasöngur Brynj-
ólfs Jóhannessonar um hinn blanka
og sopakæra blaðamann í kvenna-
hrakinu. Hver gleymir þessum
spræka karli með rauða hárið?
Einnig skrípadans Brynj. og Lárus-
ar, honum gleymir áreiðanlega eng
inn. Manni verður æ Ijósara, að
Brynjólfur er listamaður af guðs
náð.
V \ '■‘?>íj
ÖNNUR ATRIÐI voru og prýð-
isgóð og ekkert þeirra „féll“ eins
og sagt er. Blaðamenn hafa í
hyggju að halda þessari starfsemi
áfram.
FRIÐFINNUR GUÐJÓNSSON
var kynnir kvöldsins. Þetta emb-
ætti er alveg nýtt í skemmtanalífi
okkar Reykvíkinga og mjög
vandasamt, en Friðfinnur leysti
það af hendi af hinni mestu prýði
og var góður brautryðjandi á
þessu sviði. Hann kynnti hvern
skemmtanda um leið og hann kom
fram, og hefi ég fengið leyfi hans
til að taka upp í pistil minn hjal
hans. Fer það hér á eftir.
HLJÓMSVEITIN byrjaði að
leika kl. 9,15, en þá stöðvaði Frið-
finnur hana skyndilega með þess-
um orðum: ,,Æ-i strákar — bann-
settur hávaði er í ykkur. Haldið
þið að heyrist ekki þó þið ærið
ekki mannskapinn? Til fólksins:
Þetta er víst modderne. Þessi, sem
stjórnar þeim, heitir Jack Quinet.
Hann er brezkur að uppruna.
prentuð á góðan pappír og frá-
gangur allur hinn vandaðasti. í
henni eru auk þess 16 mjög vel
gerðar myndir.
Hún er tilvalin fermingargjöf
eða jólagjöf.
F. Hallgrímsson.
Hann ku spila vel segir það, sem
dillar sér hér á Borginni á kvöld-
in. Mér þykir nú samt mest gam-
an að honum, þegar hann spilar á
sög. Þeir ætla að reyna að
skemmta okkur strákarnir í kvöld.
Mér er sagt að þeir hafi kven-
mann til að syngja fyrir sig. Ja,
svona er það nú orðið núna. Þeg-
ar ég var ungur á böllunum í
pakkhúsunum, þótti fara bezt á
því að hver syngi með sínu nefi.
Annars spái ég góðu um stúlkuna.
Hún heitir Helga Gunnars. Við fá-
um að heyra til hennar seinna í
kvöld.“
SVO HÉLT FRIÐFINNUR Á-
FRAM: „Háttvirtu kjósendur. Ég
hefi fengið það virðulega embætti
að skenkja á glösin fyrir ykkur
alveg splunkunýjum kokkteil, sem
Blaðamannafélag íslands hefir bú-
ið til. Og ég efast ekki um að ykk-
ur smakkist hann sæmilega, þeg-
ar þið líka vitið það, að hann er
blandaður af Morgunblaðinu og
Tímanum, Alþýðublaðinu og Þjóð-
viljanum, Vísi og Vikunni og
hristur af ritstjórn Fálkans. -—
Spegillinn fær ekki að vera með,
hann gengur aldrei með alvöru að
neinu máli. Það er nú svo sem ekki
í fyrsta skipti. sem ég vinn í þjón-
ustu blaðamannanna, því að ég
hefi nú háft það hlutskipti í líf-
inu að koma öllum vitleysunum,
ambögunum og fleiru, sem ég
nefni ekki af því að það er betra,
út á meðal almennings — og ég
býst við að enda mína daga í
þessu hlutverki. Það fer því vel á
því að prentari stjórni þessu hófi,
því eins og þið vitið er prenturum
venjulega kennt um allar vitleys-
ur blaðamannanna. En ég átti svo
sem ekki að fara að halda ræðu.
Mitt hlutverk er að töfra fram
nöfn þeirra listamanna, sem hér
eiga að skemmta. Ég mun gera það
um leið og ég kynni þá fyrir ykkur
og segi ykkur svona hin einföld
ustu deili á þeim.“
GUÐMUNDUR FINNBOGA-
SON var næsta atriðið. Áður en
hann kom að hljóðnémanum sagði
Friðfinnur: „Ég les Tímann að
staðhaldri, þegar ég er að drepa
tímann. Þetta er bezta blað, fróð-
legt, langort, snefsið og blítt og
trútt sinni köllun, þörfum kúnna
og kindanna. Ég þori eiginlega
ekkert að segja um Guðmund
Finnbogason. Þetta er doktor fýll
landsbókaormur, fræðimaður,
skríbent og ræðumaður á réttar-
vegg. Hann bítur frá sér skarp-
lega og rökvíst. Það er því bezt
fyrir litla karla eins og mig að
hrökklast burtu þegar hann kem-
ur. Hann ætlar að kásséera, eða
hvað það nú var, sem Pétur Ól-
afsson sagði við mig í dag. Gerið
svo vel, toktor!“
PÉTUR Á. JÓNSSON og Sig-
rúnu Magnúsdóttur kynnti Frið-
finnur með þessum orðum: „Mogg-
inn getur stundum verið skemmti-
legur og ómissandi fyrir þá, sem
eru morgunillir. Ég er það stund-
um, en eftir að hafa gluggað svo-
lítið í Morgunblaðið, batnar skap-
ið svolítið. Ég man til dæmis einu
sinni, þegar ég vaknaði öskuvond-
ur yfir því að hafa ekki náð í
stelputryppið, sem ég var að elta
í draumnum. Ég greip Moggann og
las þessar tvær klausur: „Lúðra-
sveit Reykjavíkur predikar í
Varðarhúsinu í kvöld. Efni: Hlust-
ið á hina himnesku músík.“ Hin
klausan, sem kom strax á eftir, var
svona: „Pétur Sigurðsson spilar á
Austurvelli annað kvöld. Stjórn-
andi Páll ísólfsson.“ — Hérna býð
ég ykkur upp á Pétur Á. Jónsson,
skæðasta keppinaut Eggerts Stef-
ánssonar í stærð, söngvara af guðs
náð, uppáhald allra Reykvíkinga,
óperusöngvara frá Týsklandi og
fleiri borgum. Maður upp á þús-
unda króna mánaðakaup stundum
— og nauðablankheit stundum, en
alltaf ungur og glæsilegur. bros-
andi og heitur og feitur. Þið takið
á móti honum eins og þið eruð vön
— með lófunum!
„VIKAN OG FÁLKINN eru
nokkurs konar hjón meðal blað-
anna, en eins og þið vitið er sam-
komulag ekki alltaf gott meðal
hjóna, og þessi hjón okkar eru
ekki undantekning hvað það snert-
ir. Það gengur nú svo langt hjá
þeim, að þau ætla að drepa hvort
annað. Síðasta morðtilraunin hjá
Fálkanum er sú að fara að birta
hálfar myndir af mönnum af því
að Vikan birtir þær heilar. Og nú
kemur minnsta leikkona landsins,
hin fríðasta þeirra og penasta,
primadonnan úr operettunum,
stúlkan með brosandi landið í
kringum sig, Sigrún Magnúsdótt-
ir!“
ALFRED ANDRÉSSON var
næstur. Þá sagði Friðfinnur:
„Þjóðviljinn er representeraður
eins og hinir. Þetta er líka eina
átásarblaðið, sterkt í sínum heil-
aga reíðilestri og opið fyrir nýjum
straumum úr austri. Ég hefi engar
prentvillur séð í þessu ágæta blaði,
enda les Haraldur Sigurðsson pró-
fessor prófarkirnar. — Næst kem-
ur hrókur alls fagnaðar, maðurinn
með þúsund andlitin, Lon Chaney
vorra tíma, Alfred Andrésson,
söngvarinn elskulegi og fríði, sem
setur allt í bál. Svona, Alfred!
Reyndu að halda þig að þessu,
drengur!"
ÞEGAR ÞÓRBERGUR ÞÓRÐ-
ARSON átti að mæta, mælti kynn-
irinn: ,,Ég ætlaði að fara að segja
ykkur frá prentvillunum í Vísi,
en það er bezt að þegja um þær.
— Ó, Jósep, Jósep . . . Næstur
kemur Þórbergur Þórðarson, ætt-
aður úr Suðursveit, alinn upp á
skútu við tros, beinakex og alls
konar jafning, sem ég ekki kann.
að nefna, einhver spjallasti rithöf-
undur landsins, fyndinn, skarpur
og orti sitt bezta kvæði upp við
símastaur á Skólavörðustígnum
um miðja nótt í slagveðursrign-
ingu 1912. Þetta er höfuð íslenzks
aðals, sérfræðingur í ástamálum
og indverskri dulspki, höfundur
Bréfs til Láru, Pistilinn skrifaði,
alfræðiorðabóka, Hvítra hrafna og
Hálfra skósóla. Stúlkunum hérna
þýðir ekki að líta hann hýru auga,
því að engin þeirra er í peysuföt-
um og því síður með peysufata-
blúndur um úlnliðína. Svoná, nú
byrjar hann. — Hann segir ykkur
sögu af afturgöngu!“
M A-K V ARTETTINN. „Vívax
sagði við mig í dag: Þú verður að
kynna MA kvartettinn vel, og ég
sagði: „Segðu mér þá, hvað ég á
að segja," en þá varð hann orð-
laus. Ég er það lika. Þeir tala bezt
fyrir sig sjálfir. drengirnir — eins
og þeir hafa gert. Þeir hafa haft
það hlutverk á hverju hausti, að
taka við af sumarfuglunum, söng-
fuglunum, og syngja við fagnaðar-
læti. Af því að Blaðamannafélag-
ið vill í öllu vera í samræmi við
smekk og vilja fólksins, hefir það
hagað því þannig, að hafa söngv-
arana af mismunandi stærð. Gerið
svo vel!“
TÓMAS GUÐMUNDSSON: „Ó,
fagra veröld, ef þú værir laus við
alla Tómása, hvernig færi þá? —-
Spyrjið Hannes á horninu. Einu
sinni las ég þessa klausu í Alþýðu-
blaðinu: „Tveir enskir borgarar
komu hingað í morgun, annar var
með veikan mann, en hinn með
vír í skrúfunni." Vesalings ensku
borgararnir, þeim þeirra, sem var
með vírinn í skrúfunni, hefir víst
ekki liðið vel! Það voru bara ensk-
ir togarar, sem höfðu komið. Nú
kemur Tómas Guðmundsson frá
Brú í Grímsnesi. Það skyldi eng-
inn halda, að þessi glæsilegi sam-
kvæmismaður hefði verið alinn
upp á þúfnakollunum á Brú, en
svona er það samt. Þetta er bézta
skáld þjóðarinnar, segir Karl ís-
feld og þá er það satt. Skáld höf-
uðborgarinnar, eina skáldið, sem
hún hefir viðurkennt, ástmögur
malbiksins og aðdáandi barna-
vagnanna. Tómas gerðu svo vel. —
Hvað er ,í pokanum?"
FJÖLDA MARGIR hafa skorað
á blaðamenn að endurtaka þessa
kvöldvöku, en það mún ekki vera
hægt, a. m. k. ekki í sama formi.
En næsta kvöldvaka mun verða í
næsta mánuði.
Hannes á horninu.
Dýravemdarinn,
6. tbl. yfírstandandi árgangs er
nýkomið út. Efni: Dýraverndun-
arfélag íslands 25 ára, Fjárhús
Reykvíkinga, Fiskur í bmnnvatni,
Gamli brúnn o. m. fl.
SilfurreMlr — Efiárefir
Nokkur sútuð skinn til sölu.
Hringbráut 63 klukkan 4—7.
NORDHOFF og JAMES NÖRMAN HALL;
Uppreisnin á Bounty.
112 Karl ísfeld íslenzkaði.
út, mun hún verða til ómetanlegs gagns. Segið mér eitt.
Hvað haldið þér að þér þurfið langan tíma til þess að búa
handritið undir prentun?
— Álítið þér, að ég geti unnið að því hér?
— Langar yður til þess?
Ég þurfti áreiðanlega að hafa eitthvað fyrir stafni. Nær-
gætni Sir Josephs snart mig mjög.
— Ekkert mun gleðja mig meira, sagði ég. — Ég veit, að
starfið er ekki mikils virði.
— En verkið er ágætlega af hendi leyst, kæri vinur, greip
hann fram í. — Þér megið ekki álíta annað. Ég hefi ekki
tekið með mér handritið aðeins yðar vegna. Það verður að
ljúka þessu verki. Vísindaakademíið hefir mikinn áhuga á
þessu starfi, og það hefir verið gefið í skyn, að nauðsynlegt
sé að láta formála fylgja því.
— Ég skal reyna að rita formálann, sagði ég, — ef égíítefi
nægan tíma.
— Gætuð þér lokið því á mánuði?
— Það hygg ég.
— Þá skuluð þér fá mánuð til umráða. Ég hefi nægileg
áhrif í flotamálaráðuneytinu til að geta lofað yður því.
— Ég skal nota tímann vel.
— Það er óþarfi að segja yður frá því, að ég álít, að hörmu-
legra dómsmorð hafi aldrei verið drýgt í sögu flotans. Ég skil,
hve þér hljótið að vera í beizku skapi.
— Við skulum ekki tala meira um það, sagði ég. — Dómur
Muspratts er ekki síður raunalegt dómsmorð. Það er ekki til
löghlýðnari sjómaður en Muspratt. Og það á að hengja hann
eingöngu vegna vitnisburðar eins manns, Haywards. Það er
satt, sem Muspratt segir, hann greip til vopna einungis 1 því
augnamiði að geta hjálpað Fryer til þess að ná skipinu aftur.
Um leið og hann sá að það var árangurslaust, lagði hann frá
sér vopnið.
— Ég er yður sammála, og ég get glatt yður með því, að
það er ennþá von um Muspratt. Þér megið ekki segja neitt
frá því, en ég hefi beztu heimildir fyrir því, að hann verði
náðaður.
Þegar ég sá Muspratt í vopnaklefanum síðdegis sama dag,
langaði mig í fyrsta skipti til þess að segja frá því, sem mér
hafði verið sagt í trúnaði. En ég lét það samt vera.
Þessir septemberdagar eru þeir fegurstu dagar, sem ég man
eftir.
Þunn, gagnsæ þokuslæða hvíldi yfir landinu og þegar sólin
skein gegnum þokuna, varð umhverfið logagyllt. Þannig var
veðrið dag eftir dag. Hector lá við akkeri, og útsýnin úr glugg-
anum mínum var alltaf hin sama, en ég varð aldrei þreyttur
á henni. Ég sá höfnina og Wight-eyjuna. Enn fremur voru
fjögur stór herskip rétt hjá okkur. Ég sá báta, sem róið var
fram og aftur.
Ég var í rólegu skapi. Maður, — sem á að deyja,
kvíðir engu framar og hlakkar ekki til neins. Einstöku sinn-
um þó, sérstaklega á nóttunni, vaknaði ég gripinn skelfingu.
Mér fannst reipið þrengjast að hálsinum á mér. Ég þóttist
sjá veðurbitin andlit sjómannanna umhverfis mig. Ég þóttist
heyra síðustu orðin, sem ég gat búist við að Jieyra: „Herrann
sé þér náðugur.“ Þá bað ég í hljóði um hugrekki og þrek til
þess, að mæta hinum óumflýjanlegu örlögum.
Meðal hinna dauðadæmdu bar Ellison sig bezt. Að vísu
var hann ekki jafn-glaðlyndur og áður, en hann tók öllu með
karlmannlegri ró. Burkitt varð smám saman eins og villidýr
í búri. í hvert skipti, sem ég kom til vopnaklefans, gekk hann
þar um gólf. Jafnvel núna hafði hann ekki misst alla von.
Það var að minnsta kosti von til þess, að hægt væri að flýja.
Millward og Muspratt voru eins og í dái og þeir töluðu
sjaldan við nokkurn. Enginn vissi, hvenær dómurinn yrði
framkvæmdur. Jafnvel skipstjórinn á Hector hafði ekki hug-
mynd um það. í sporum Morrisons hefði ég verið fullur eftir-
væntingar. Enda þótt hann hefði fengið meðmæli um náðun,
var sá möguleiki til, að náðuninni yrði synjað. Dagarnir liðu,
en engin náðun kom. Samt sem áður var Morrison rólegur
eins og ævinlega. Hann ræddi við mig um orðabókina mína,
eins og hún væri það eina, sem hann hefði áhuga á í þessum
heimi. Þó að Morrison hefði verið dæmdur til dauða ásamt
okkur hinum, hefði hann mætt dauðanum með sama sálar-
styrk.
Herra Graham kom til þess að kveðja mig, áður en hann
færi frá Portsmouth. Hann sagði það sama og Sir Joseph,
nefnilega það, að rétturinn hefði ekki átt um annað að velja
en að dæma mig. Og enda þótt hann segði það ekki beinum
orðum, lét hann mig skilja þáð á sér, að ég þyrfti ekki að
vonast eftir náðun. Síðdegis næsta dag kom herra Erskine og
var hjá mér, þar til myrkrið datt á, Ég skrifaði því erfðaskrá
mína. Eini eftirlifandi ættingi minn var fimmtán ára gamall
frændi minn í móðurætt. Hann átti heima hjá föður sínum
í Indlandi. Það var einkennileg tilhugsun, að þessi ættingi
minn, sem ég hafði aldrei séð, skyldi verða eigandi ættaróðals
míns Withycombe.
Ég veit ekki, hvernig ég hefði getað lifað þessa daga, ef ég
hefði ekki haft eitthvað fyrir stafni, Aftur dró orðabókin mín
að sér alla athygli mína, og það leið ekki á löngu, þar til ég
hugsaði ekki um annað en starf mitt. Upp af hverri blaðsíðu
spruttú miriningarnar frá Tahiti, minningar um Tehani og