Alþýðublaðið - 10.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.11.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 10. NOV. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ síenáif fistua féíui ifaupstaf Iðiiúnistu. ---;-4—----- Þó að öll þau félög, sem kommunistar telja sér, færu úr sambandinu, myndi meðlimataia verka- Mða“ Verk8lýðsamba“ds Nor5 lýðsfélaganna i þvi ekkl lækka nema um 11,4°|0 AMORGUN hafa sundrungarmemiimir í alþýSusam- iökunum boSaS ti! stofnunar svokaliaðs „Landssam- bands stéttarfélaganna“. Er þetta önnur tilraun þeirra ti! að sprengja allsherjarsamtök alþýðunnar og leggja þau í rústir, hin fyrri var stofnun Verkalýðssambands Norður- lands, sem ná er dautt í höndum þeirra sjálfra. Að þessari nýju sambandssíofnun. hefir verið unnið með ölíum mögulegum ráðum um langan tíma og í því eíai m. a. vérið leitað stuðnings atvinnurekenda og hann fengist á einstaka stað. Si Af þessu tilefni hafði Al- þýðublaðið í morgun tal af framkvæmdastjóra Alþýðu- sambandsins, Óskari Sæ- mundssyni, og spurði hann hvernig klofningsstarf kom- múnista hefði verkað á Al- þýðusambandið undanfarið iVz ár, en klofningsstarfið hefir einmitt verið háð af mestri grimmd á þessum tíma. Svar Óskars Sæmundssonar fer hér á eftir: „Samkvæmt skýrslu ritara AlþýSusambandsins á síðasta reglulega sambandsþingi 22. okt. 1938, voru þá 1 sambandinu semtals 100 stéttarfélög með 13470 meðlimum, síðan hafa 3 félög, Verkakvennafélag Siglu- fjarðar, Bænda- og verka- mannafélag Reykdæla og At- vinnufélag Hafnarverkalýðs, — lagst niður. Höfðu þau samtals 171 meðlim. Eitt félag, Dags- brún, hefir sagt sig úr samband- inu, þremur félögum, Freyju, A S.B., og Verkalýðsfélagi Norð- fjarðar, hefir verið vikið úr sambandinu vegna margra ára skulda, og einu, Hlíf í Hafnar- firði, vegna brota á sínum eigin lögum og lögum Alþýðusam- bandsins. Höfðu þessi fimm fé- lög samtals 2504 meðlimi og hafa þannig horfið úr samband- inu 8 félög með samtals 2675 Óskar Sæmundsson. meðlimum. Af stéttarfélögum þeim, sem voru í sambandinu 22. okt. 1938 eru enn starfandi 92 fé- lög, sem höfðu þá 10795 með- limi. í 82 þessara félaga hefir fjölgað um 1651 meðlim, þann- ig, að þau hafa nú samtals 12446 meðlimi. Þá hafa þrjú stéttarfélög gengið í sambandið með samtals 284 meðlimi, þann- ig, að nú eru alls 95 stéttarfé- lög með 12730 meðlimi í Al- þýðusambandinu. Hefir því tala meðlima í stéttarfélögum innan Alþýðusambandsins aðeins lækkað um 5Vá%. Auðvitað munu kommúnistar halda því fram, að þessar tölur séu ekki réttar og munu þá benda á þau 10 félög, sem enn eru í Alþýðusambandinu, en sem þeir telja einnig í sínu sam- bandi. Þessi félög hafa samtals nálega 800 meðlimi, og ef svo skyldi fara, að þau, raunar öll með minnihlutasamþykktum á klíkufundum, þar sem dagskrá hefir ekki verið auglýst fyrir- fram, færu úr Alþýðusam- bandinu, þá eru samt eftir 85 stéttarféíög með 11930 með- limiun. En ef svo færi, að framan- greind 10 félög færu úr Al- þýðusambandinu, þá hefði tala meðlima stéttarfélaga innan Al- þýðusambandsins lækkað um 11,4%, og er naumast hægt að hugsa sér öllu lélegri árangur eftir áratugsbaráttu kommún- ista fyrir því að leggja Alþýðu- sambandið í rústir, sérstaklega þegar þess er gætt, hvern liðs- auka þeir fengu, þegar undan- villingunum úr Alþýðuflokkn- um með Héðin Valdimarsson í broddi fylkingar tókst að véla Dagsbrún, stærsta verkamanna- félag landsins, burt úr sam- bandinu. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að árið 1930, þegar kommúnistar hófu klofnings- starf sitt með stofmm hins „ó- urlands, voru í Alþýðusam- bandinu 30 stéttarfélög með 5620 meðlimum og að árið 1937, þegar Héðinn Valdimars- son hóf klíkustarf sitt innan Al- þýðusamtakanna voru í sam- bandinu 76 stéttarfélög með 11520 meölimum og hefir því meðlimum stéttarfélaga innan sambandsins fjölgað um 1210 síðustu 2 árin.“ — Sundrungartilraunirnar hafa því ekki borði mikinn ár- angur? „Nei, og kommúnistar eiga eftir að fara enn meiri hrakför. Sambandsstofnun þeirra er frá upphafi dauðadæmd. Verkalýð- urinn þolir ekki til lengdar starfsaðferðir kommúnista. Þeir geta ef til vill blásið upp til andúðar um sinn, þegar tím- arnir eru heppilegir til slíks, en slíkt sendur ekki lengi. Alþýðu- sambandið stendur óhaggað eft- ir öll áhlaupin og mun standa.“ Fagféllg f iypýHusamlfcandl Is^ laods ©n maOIImafala pelrra. 1. Sjómannafélag Reykjavíkur, Reykjavík................. 1399 2. Verkakvennafélagið Framsókn, Rvk...................... 806 3. Hið íslenzka prentarafélag, Rvk...................... 152 4. Bakarasveinafélag íslands, Rvk. ....................... 48 5. Matsveina- og veitingaþjónafélag ísl,, Rvk............. 58 6. Stýrimannafélág íslands, Rvk........................... 64 7. Sendisveinafélag Reykjavíkur, Rvk..................... 110 8. Bókbindarafélag Reykjavíkur, Rvk...................... 50 9. Bifreiðastjórafélagið Hreyfill, Rvk................... 245 10. Iðja, félag verksmiðjufólks, Rvk....................... 570 11. Starfsstúlknafélagið Sókn, Rvk......................... 141 12. Félag íslenzkra hljóðfæraleikara ....................... 36 13. Verzlunarmannafélagiö, Rvk. ......................... 163 14. Starfsmannafélagið Þór, Rvk.......................... 32 15. Lyffræðingafélag íslands, Rvk........................... 19 16. Sveinafélag húsgagnabólstrara, Rvk.................... 18 17. Klæðskerafélagið Skjaldborg, Rvk. ..................... 107 18. Nót, félag netavinnufólks, Rvk.......................... 20 19. Verkamannafélag Hafnarfjarðar, Hf. .................... 217 20. Verkakvennafélagið Framtíðin, Hf....................... 425 21. Sjómannafélag Hafnarfjarðar, Hf........................ 214 22. Bakarasveinafélag Hafnarfjarðar, Hf..................... 1Ö 23. Kennarafélag Hafnarfjarðar, Hf........................ 10 24. Verkalýðsfélagið Baldur, ís.......................... 480 25. Sjómannafélag ísfirðinga, ís........................... 240 26. Vélstjórafélag ísafjarðar .............................. 45 27. Verzlunarmannafélagið, ísaf............................. 32 28. Losunar- og lestunarfélag Siglufj., Sg................. 15 29. Verkalýðsfélag Akureyrar, Akureyri, .................. 214 30. Bílstjórafélag Akureyrar, Akureyri,................... 102 31. Iðja, félag verksmiðjufólks, Akureyri, ............... 102 32. Starfsstúlknafélagið Sókn, Akureyri, .................. 52 33. Vélstjórafélag Akureyrar, Akureyri, ................... 72 34. Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði, ................ 145 35. Verkakvennafélagið Brynja, Seyðisf..................... 61 36. Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum, .............. 308 37. Verkamannafélagið Drífandi, Vestmannaeyjum ........... 106 38. Verkalýðs- og sjómannafél. Keflavíkur, ............... 281 39. Verkalýðsfélag Grindavíkur, Grindavík, ................ 71 40. Verkal.- og sjómannafélag Gerðahrepps, ................ 35 41. Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, ............... 30 42. Verkalýðsfélag Akraness, Akranesi, ................... 520 43. Verkalýðsfélagið Aftureldingin, Sandi, ................ 44 44. Verkalýðsfélag Stykkishólms, Stykkish................. 153 45. Verkalýðs- og smábændafélag Hnappdælinga, ........... . 27 46. Verkalýðsfélagið Jökull, Ólafsvík ..................... 38 47. Verkamannafélagið Valur, Búðardal, .................... 41 48. Verkalýðsfélag Patreksfjarðar, ....................... 176 49. Verkalýðsfélagið Vörn, Bíldudal, ..................... 144 50. Verkalýðsfélag Flateyjar, Flatey, ..................... 28 51. Sjómannafélag Patreksfjarðar, Patreksf................. 55 52. Verkalýðsfélagið Brynja, Þingeyri, ................... 210 53. Verkalýðsfélag Hnífsdælinga, Hnífsdal, .............. . 92 54. Verkalýðsfélag Álftfirðinga, Súðavík, .............. 106 55. Verkalýðsfélag Sléttuhrepps, Hesteyri.............. 73 56. Verkalýðsfélag Bolungavíkur, Bolungavík, ........... 247 57. Verkalýðsfélagið Súgandi, Súgandafirði, ............ 101 58. Verkalýðsfélagið Skjöldur, Flateyri, ............... 169 59. Verkalýðsfélag Hólmavíkur, Hólmavík, ............... 143 60. Verkalýðsfélag Árneshrepps, Djúpuvík ............ 70 61. Verkalýðsfélag Kaldrananeshr., Drangsn.............. 97 62. Verkamannafélagið Hvöt, Hvammstanga, ................. 105 63. Verkalýðsfélag A.-Húnvetninga, Blönduós, ........... 90 64. Verkalýðsfélag Skagastrandar, Skagastr................ 114 65. Verkamannafélagið Ægir, Þverárhreppi, ................. 27 66. Verkalýðsfélagið Víðdælingur, Þorkelsh................. 37 67. Verkamannafélagið Fram, Sauðárkrók, .................. 132 68. Bifreiðastjórafélagið Fálkinn, Sauðárkrók, ............ 17 69. Verkalýðsfélag Dalvíkur, Dalvík, ..................... 123 70. Verkamannafélag Glæsibæjarhrepps, Glerárþ............. 116 71. Verkalýðsfélag Hríseyjar, Hrísey, ..................... 87 72. Verkalýðsfélag Ólafsfjarðar, Ólafsfirði................ 81 73. Verkamannafélag Arnarneshrepps, Eyjaf.................. 47 74. Verkamannafélag Húsavíkur, Húsavík, .................. 193 75. Verkalýðsfélag Þórshafnar, Þórshöfn, .................. 71 76. Verkamannafélag Raufarhafnar, Raufarhöfn, ............. 68 77. Verkalýðsfélag Öxarfjarðarhrepps, Kópask............... 24 78. Verkamannafélag Reyðarfjarðarhrepps, ................. 74 79. Verkamannafélag Vopnafjarðar, Vopnafirði, ............. 77 80. Verkalýðsfélag Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirði, ...... 151 81. Verkalýðsfélag Djúpavogs, Djúpavogi, .................. 54 82. Verkalýðsfélagið Víkingur, Vík í Mýrdal, ............. 121 83. Verkamannafélagið Báran, Eyrarbakka, ................. 138 84. Verkalýðsfélagið Bjarmi, Stokkseyri, ................. 115 85. Smábænda- og verkalýðsfélag Ölfushrepps, .............. 30 Samtals 11.930 Auk þess 10 félög, sem enn eru í Alþýðusambandinu, en kommúnistar telja sem stofnendur að sínu sambandi, en þau eru: Félag járniðnaðarmanna, Sveinafélag húsgagna- smiða, Félag bifvélavirkja, Sveinafélag skipasmiða, Félag blikksmiða, Verkamannafélögin Þróttur og Árvakur, Verka- lýðsfélögin í Borgarnesi og Tálknafirði og Verkakvenna- félagið Snót, en meðlimatala allra þessara félaga er sam- tals um ............................................. 800 Meðlimir stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins eru því alls um ............................................. 12730 CHARLES NORDHOFF og JAMES NQRMAN HALL: Uppreisnin á Bountjr. 115 Karl ísfeld íslenzkaði. naumast greint andlit komumanna. Liðþjálfinn hafði skjal í hendinni. Hann bar skjalið upp að birtunni og las: — Thomas Burkitt — John Millward -— Thomas Ellison! — Fangarnir, sem nafngreindir voru, gangi fram! skipaði liðsforinginn. Fangarnir þrír gengu fram og námu staðar á miðju gólfinu. Það voru sett á þá handjárn, og fjórir menn stóðu fyrir framan þá og fjórir fyrir aftan. — Gangið áfram! Eftir andartak voru þeir horfnir, án þess að fá tíma til að kveðja. Við Muspratt, Morrison og ég, stóðum í sömu sporum grafkyrrir. Dyrunum var læst. Þegar við skömmu seinna gægð- urnst út um kýraugað, sáum við einum skipsbátnum frá Hect- or róið frá skipinu. í skímu haustkvöldsins sáum við hina dauða- dæmdu fanga sitja hlekkjaða á afturþóftunni. Um fjögur hundr- uð metra frá Hector lá skip Hans Hátignar Brunswick við akk- eri. Við sáum bátinn hverfa við skipssíðuna. Mig hryllir ennþá við því, þegar ég hugsa til næturinnar, sem fór í hönd. Við Muspratt og Morrison reyndum ekki að sofa. Við sátum við kýraugað og horfðum út í náttmyrkrið. Við horfðum í áttinu til Brunswick, sem sást nú ekki lengur. Við vissum mæta vel, að þetta var síðasta nóttin, sem félög- um okkar yrði leyft að lifa. Það, að við vorum ekki kallaðir með þeim, gaf okkur veika von um það, að okkur væru ekki fyrirhuguð sömu örlög. Ég hafði mikla samúð með veslings Muspratt, sem leið ógurlegar þjáningar. Jafnvel núna þorðí ég ekki að segja honum frá því, sem Sir Joseph hafði sagt mér um hann, en mér þótti vænt um, að Morrison talaði kjark í hann. — Mál yðar hefir verið rannsakað að nýju, Muspratt, sagði hann, — það er ég sannfærður um. Ég hefi aldrei efast um, að svo færi. Það að við erum hér eftir, sýnir, að með því að ein- hver tilgangur. — Hvað álítið þér, Byam? spurði Muspratt. — Morrison hefir á réttu að standa, svaraði ég. — Hann fékk meðmæli til þess að sækja um konungsnáðun. Þessa náðun hefir hann bersýnilega fengið. Við erum líka skildir eftir. Það hlýtur að vera af sömu ástæðu. Ef þeir hefðu ætlað að hengja okkur, hefðu þeir sent okkur til Brunswick ásamt hin- tím. — En ef til vill ætla þeir að hengja þá fyrst? Eða þeir ætla sér að hengja okkur hér á Hector? Þannig töluðum við alla nóttina. Og guð veit, að sú nótt var löng. Við reyndum að finna einhverja hugsanlega ástæðu fyrir því, að við vorum skildir eftir. Að lokum varð náttmyrkrið að flýja fyrir grárri skímu morgunsins. Nú sáum við Brunnswick. Klukkan 9 leit Morrison út um kýraugað. Allt í einu sagði hann: Þeir hafa dregið upp aftökufánann á Brunswick. Um þetta leyti fóru allar refsingar á brezkum skipum fram klukkan 11 fyrir hádegi. Við vissum, að Ellison, Burkitt og Millward áttu ekki eftir ólifaða nema tvo klukkutíma. Klukkan hálf ellefu sáum við einum bátnum af Hector róið til Brunnswick. Á eftir þeim var róið bátum frá hinum skip- unum. Við vissum, að mennirnir voru sendir, til þess að vera viðstaddir aftökuna. Muspratt stóð við kýraugað og starði án afláts. Við Morrison gengum um gólf og töluðum saman á tah- itisku um Teina, Itea og aðra vini okkar á Tahiti. Stundum itisku um Teina, Itea og aðra vini okkar á Tahiti. Stundin nálgaðist, Þá kom Montague skipstjóri inn og með honum liðs- foringinn, sem komið hafði kvöldið áður. Á svip skipstjórans sáum við allt, sem við vildum fá að vita, og hefðum við verið í nokkrum vafa, þá kom vissan, þegar liðsforinginn gaf varð- mönnunum skipun um að fara. Varðmennirnir brostu til okkar um leið og þeir fóru. Montague skipstjóri braut sundur blað, sem hann hafði í hendinni. — James Morrison — William Muspratt, sagði hann hátt. Þeir gengu fram. Montague skipstjóri leit blíðlega á þá. Svo las hann hátíðlega: — Vegna beiðni frá Hood lávaröi, forseta réttarins, sem hefir dæmt ykkur til dauða fyrir uppreisn, um náðun ykkur til handa, hefir konungurinn veitt ykkur báðum fullkomna fyrirgefningu. — Roger Byam! Ég gekk fram og nam staðar við hlið félaga minna. Nefnd skipuð af flotamálaráðuneytinu hefir hlýtt á eiðfest- an framburð Roberts Tinkler, fyrrum liðsforingjaefnis á Bounty og er sannfærð um, að þér séuð algerlega saklaus af því áð hafa tekið þátt í og undirbúið uppreisnina, sem þér hafið verið ákærður og dæmdur til dauða fyrir. Nefndin hnekkir því dómi réttarins og þér eruð sýknaður. Því nsest gekk Montague skipstjóri til okkar og tók í hendur okkar. — Ég er ekki í vafa um það, að í dag hefir þrem löghlýðrir um þegnum verið gefið frelsi, svo að þeir gætu innt af hendi þjónustu við konung sinn. Ég var svo hrærður, að ég gat ekkert sagt. Ég gat aðeins stamað: — Þakka yður fyrir, skipstjóri. En Morrison hefði ekki verið Morrison, ef hann hefði ekki verið jafnvel undir þetta búinn. — Skipstjóri, sagði hann alvarlegur. — Þegar dómurian var felldur yfir mér, tók ég honuna með ró, og þótt hann h®fði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.